Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Starfsumhverfí ríkisstarfsmanna Könnun breytt vegna gagnrýni FJARMALARAÐUNEYTIÐ hef- ur lagt fram tillögur að breytingum á könnun á starfsumhverfi ríkis- starfsmanna sem miða að því að ekki sé hægt að þekkja ákveðna einstaklinga og stofnanir af svörun- um. Könnunin hefur verið gagnrýnd vegna þess að spurningablöð voru merkt þeim stofnunum sem svar- endur starfa við. Magnús Péturs- son, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, segir að breytingarn- Fjallgöngu- mennirnir komnir í grunnbúðir ÍSLENSKI Landssímaleiðang- urinn sem ætlar að klífa tind Ama Dablam (6.856 m.y.s.) í Himalaja er kominn í grunn- búðir fjallsins, sem eru í 4.600 metra hæð. I gær hófu leiðang- ursmenn að flytja klifurbúnað og tjöld úr grunnbúðum upp í fyrstu búðir, sem eru í 5.700 metra hæð. Þeir fara síðan aft- ur niður í grunnbúðir. Með í för er Ang Babu Sherpa, sem kleif Everest-tind með íslenska Everest-leið- angrinum í fyrra. Þá kleif hann fjallið Cho Oyu í 8.201 (m.y.s) með sama hópi árið 1995. Babu hefúr óhemju reynslu af há- fjallaklifri og hefur margoft klifíð 8.000 metra tinda, þai' af Everest-tind í um tug skipta. „Það gladdi okkur mikið að Babu skyldi vera með í fór, því hann er mjög traustur félagi,“ segir í nýjasta skeyti frá Landssímaleiðangrinum. Is- lendingarnir hittu meðal ann- arra leiðangursstjóra sinn Nick Keukos um helgina, en aðstoð- armaður hans, Fabrizio að nafni, þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Tveir íslensku leiðangurs- mannanna, Pálmi Másson og Sveinn Þorsteinsson, munu hér eftir halda kyrru fyrir í grunn- búðum Ama Dablam og senda fréttir af gengi þeirra fímm sem takast munu á við tindinn. Samkvæmt áætlun þeirra verð- ur tindurinn klifinn eftii- eina viku. ar séu gerðar í samráði við Tölvu- nefnd. Samkvæmt tillögum ráðuneytis- ins í bréfi til Tölvunefndar í gær verða spumingablöð sem ætluð eru stofnunum með færri en 40 starfs- menn, sem eru um 70% stofnan- anna, ekki merkt þeim, en tiltekinn verður starfsmannafjöldi þeirra í heilum tugum. Tiltekin verður gerð stofnunarinnar, það er að segja hvort hún er framkvæmdastofnun, stjómsýslustofnun eða þjónustu- stofnun. Gefíð verður upp hvort hún er staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni og þá í hvaða landsfjórðungi. Einnig verður gefið upp verkefni stofnunarinnai-, það er að segja hvort hún fæst við til dæmis menntamál, heilbrigðismál, vinnuvemd eða annað. Ein spuming í könnuninni sem varðar stéttarfélagsaðild verður felld út. I bréfi ráðuneytisins segir að list- um sem búið er að fylla út eða fyr- irhugað er að dreifa verði breytt í þessa veru. Fjármálaráðuneytið hafði þegar fengið heimild Tölvunefndar fyrir könnuninni en í bréfi ráðuneytisins til nefndarinnar frá mánudag kem- ui' fram að viðtöl við framkvæmda- stjóra hennar í fjölmiðlum hafi tor- veldað framhald könnunarinnar. Því var óskað eftir fundi með hon- um og vom tillögumar unnar í framhaldi af því. Gleði söngsins Morgunblaðið/Jón Svavarsson TÓNLEIKAR til heiðurs Jóni Ásgeirssyni sjötugum voru haldnir í Langholtskirkju í gærkvöldi. Þar fluttu Kammerkór, Gradualekór, Kammersveit Langholts- kirkju og Bergþór Pálsson verk Jóns undir sijórn Jóns Stefánssonar. Fjölmenni var á tónleikunum og var tónskáldið hyilt lengi og innilega í lok þeirra. Jón Ásgeirsson ávarpaði tónleikagesti í lokin og þakkaði fyrir sig með því að vegsama sönginn og þá gleði sem hann gefur. Nafnarnir, tónskáldið og sljómandinn, voru hlaðnir blómnum í lok tónleikanna. Fangelsismálastjóri ekki bjartsýnn á að samningar takist fyrir mánaðamót Fangaverðir gera kröfu um 25-30% hækkun launa ÞORSTEINN A. Jónsson fangels- ismálastjóri segir að fangaverðir geri kröfur um 25-30% launa- hækkun. Hann segir að mikið beri á milli aðila og er ekki bjartsýnn á lausn málsins. Þorsteinn segir að öllum mönnum sé frjálst að segja upp starfi. Verði það niðurstaðan verði auglýst eftir nýjum starfs- mönnum. „Það hefur staðið til að koma til móts við fangaverði en ekki að fall- ast á kröfur þeirra. Það stendur verulega mikið á milli. í prósent- um gera þeir kröfu um 25-30% hækkun launa,“ segir Þorsteinn. Síðast var fundur með fanga- vörðum og Fangelsismálastofnun sl. föstudag. Ekki hefur verið boð- að til annars fundar. Þorsteinn segir að þeim sem segi upp verði veitt lausn og aug- lýst eftir nýjum fangavörðum. „Að sjálfsögðu getur það komið sér illa ef margir segja upp en það er alltaf hægt að bjarga slíkum hlut- um.“ Þorsteinn segir að áður en hann svari því hvort neyðarástand blasi við í fangelsum landsins vegna fyr- irhugaðra uppsagna vilji hann taka á móti þessum uppsögnum. „Ég hef enga trú á því að 80-90% fangavarða segi upp. Eins og staðan er núna hef ég litla trú á því að málið leysist." Fangaverðir höfðu ekki óunna yfirvinnu Samkvæmt svonefndum aðlög- unarnefndarsamningum, sem stofnanir eiga að gera við stéttar- félög starfsmanna, er ákvæði um að annar aðili eða báðir geti vísað málinu til úrskurðarnefndar þar sem ríkissáttasemjari tilnefnir oddamann, stéttarfélag tvo full- trúa og stofnun og viðkomandi ráðuneyti tilnefnir sitt hvom. Úr- skurðarnefndir eiga að kveða upp úrskurð um röðun starfsmanna í flokka. „Fangaverðir hafa óskað eftir því að ég vísaði málinu ekki til úr- skurðarnefndar og hafa beðið um frest. Þeir vilja halda viðræðunum opnum og ég hef ekki séð ástæðu til að verða ekki við þefrri beiðni," segir Þorsteinn. Víða eftir að gera aðlögunarsamninga Fjármálaráðuneytið hefur lokið við gerð samninga við alla sína við- semjendur en enn er eftir að gera aðlögunarnefndarsamninga í mörgum stofnunum ríkisins. Sam- ið var um nýtt launakerfi við lang- flest félög innan BHMR en um helming aðildarfélaga BSRB. Eftir að kjarasamningur er gerður myndar hver stofnun aðlögunar- nefnd, sem í eiga sæti tveir fulltrú- ar starfsmanna og tveir fulltrúar stofnunarinnar. Nefndinni er ætl- að að koma sér saman um röðun starfa í launaflokka. Stofnunin raðar síðan starfsmönnum í flokka eftir þessum reglum. Samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd fjármálaráðuneyt- isins hefur víða reynst erfitt að ljúka aðlögunarnefndarsamning- um. Ein af skýringunum á því er sú að víða í ríkisstofnunum hafa verið greiðslur í formi óunninnar yfirvinnu. Við gerð aðalkjarasamn- ings var yfirvinnan víða felld inn í mánaðarlaunin og hafði því ekki í fór með sér hækkun á heildarlaun- um. Ýmsar stéttir hafa hins vegar ekki haft fastar yfirvinnugreiðslur, þar á meðal fangaverðir, sem telja sig bera skarðan hlut frá borði þegar þeir bera sig saman við aðr- ar stéttir. Sérblöð í dag mmmm itlpifyiiublníiib www.mbl.is Á úrVERINU ' ► VERIÐ fjallar í dag um margfalda söluaukningu SH á Spáni og í Portúgal, birtir fréttaskýringu um Verð- lagsstofu skiptaverðs og fjallar um spár um að verð á fiski muni líkast til haldast hátt vestan hafs. AsSmmi n«™a. Hvað á selur- SAMKEPPNI jnn Qg he|ta? Byrja Rússar með látum? C2 Patrekur ekki með gegn Sviss C1 Síðasti iandsleikur Eyjólfs C1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.