Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 14

Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Börn og breyttir tímar BÖRN og breyttir tímar eru yfir- skrift fræðslu- og umræðufundar sem Norðurlandsdeild Barnaheilla efnir til á morgun, fimmtudaginn 15. október, frá kl. 16 til 19. Þetta er fyrsti þáttur í umræðu um uppvaxtarskilyrði bama á veg- um Bamaheilla á Norðurlandi, en í febrúar næstkomandi er stefnt að því að hafa annan umræðudag um þetta þema, þar sem stefnt verður saman ýmsum þeim sem skoðun hafa á því hvernig uppvaxtarskil- yrði barna á Akureyri era. Á fundinum á morgun munu fræðimennirnir og félagsráðgjaf- arnir Nanna K. Sigurðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir segja frá rann- sóknum sem þær hafa verið að vinna að undanfarin ár á högum ís- lensku fjölskyldunnar um leið og þær hvetja til umræðu um þroska barna og velferð fjölskyldna. Heiti fyrirlestrar þeirra er sem fyrr segir Börn og breyttir tímar, en þar er varpað fram spurningunni hvort böm og foreldrar eigi í vök að verj- ast. I fyrirlestrinum fjalla þær stuttlega um þróun fjölskyldu og hjónabands, þær segja frá rann- sóknum sínum á íslenskum barna- fjölskyldum og beina athyglinni að því hvernig flókin verkefni fjöl- skyldna kalla á nýja aðlögun og lausnir sem era hliðhollar þroska barna og velferð fjölskyldna. ------------------- Samvera eldri borgara SAMVERA verður fyrir eldri borg- ara í Glerárkirkju fimmtudaginn 15. október kl. 15, en slíkar samverar eru að jafnaði einu sinni í mánuði og er þetta sú fyrsta í vetur. Sr. Örn Friðriksson fyrrverandi prófastur kemur í heimsókn og flyt- ur eigin píanóverk og spjallar við gesti. Veitingar verða á boðstólum. AKSJÓN 14. október, miðvikudagur 12.00Þ-Skjáfréttir 18.15ÞKortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45,19.15,19.45, 20.15 og 20.45. 21.00^Bæjarsjónvarp Förðun - Face Stockholm. Opið hús fyrir kynslóðirnar í Glerárkirkju , .. Morgunblaðið/Kristján ÓLOF Ananíasdóttir kemur með barnabarni sínu, Kristófer Beck Bjarkasyni á opið hús í Glerárkirkju. LEIKFÖNG hafa verið keypt handa börnunum svo þau geti leikið sér á meðan mömmurnar fylgjast með fróðlegum erindum. Samvera þriggja kynslóða OPIÐ HIJS fyrir foreidra og börn verður í Glerárkirkju í vetur, alia fimmtudag frá kl. 10 til 12 og var það fyrsta nú í byrjun október þar sem dag- skráin var skipulögð. Þar sem áhugasöm amma var í hópnum þótti réttast að kalla þessar samverustundir „kynslóðirnar" eða „opið hús fyrir kynslóðirn- ar“ þar sem saman voru komn- ar þrjár kynslóðir og er hug- myndin sú að fá fieiri ömmur til að vera unga fólkinu til haids og tausts. Safnaðarsalurinn í kirkjunni er rúmgóður og hafa verið keypt leikföng fyrir börnin, en betur má ef duga skal og er þeim sem til eru í að gefa eða lána Glerárkirkju leikföng, s.s. dúkkur og bfla, bent á að hægt er að koma með þau alla virka daga frá kl. 10 til 16. Fjölbreyttir og fræðandi fyrirlestrar Á siðustu samveru flutti Magnús Stefánsson, yfirlæknir á barnadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, erindi um helstu sýkingar hjá ungum börnum. Á morgun, fímmtu- dag, flytur Sesselja Sigurðar- dóttir leikskólaráðgjafi erindi um Ieik og hvers vegna hann er mikilvægur. Næstu fimmtu- daga verða einnig flutt erindi, í þessari röð; Björg Sigurvins- dóttir leikskólasljóri fjallar um það að byrja í leikskóla, Guð- rún Alda Harðardóttir, lektor á leikskólabraut Háskólans á Akureyri, ræðir um nútíma- barnið, Bryndís Jóhannesdóttir um betri h'ðan, dr. Krislján Kri- stjánsson, prófessor í heim- speki við Háskólann á Akur- eyri, um siðferðisþroska barna, sr. Gunnlaugur Garðarsson um börn og bænir og þá verða tveir fundir tengdir komu jól- anna. Eftir áramót hefur þegar verið gengið frá því að Björg Bjarnadóttir sálfræðingur flyt- ur erindi um tilfinningatengsl, Guðfinna Nývarðsdóttir hjúkr- unarfræðingur um mataræði barna, Hrafnhildur Sigurðar- dóttir leikskólaráðgjafi ræðir um hvernig best sé að taka á hegðunarvandamálum hjá börnum, Magna Guðmundsdótt- ir tónlistarkennari ræðir um börn og tónlist og Margrét Björgvinsdóttir kennari um börn og bækur. Stofnun félags um Gáseyri STOFNFUNDUR félags áhuga- fólks um hinn forna versiunarstað á Gáseyri við Eyjafjörð verður hald- inn næstkomandi laugardag, 17. október kl. 14, í Deiglunni í Kaup- vangsstræti. Allt áhugafólk um sögu og fornleifar á Eyjafjarðar- svæðinu er hvatt til að mæta á fund- inn. Hugmyndir hafa verið uppi á undanförnum árum að auka þátt menningarsögunnar í eyfirskri ferðaþjónustu og hefur sá áhugi ekki hvað síst beinst að hinum fornu kaupstaðarminjum á Gáseyri við vestanverðan Eyjafjörð. Talið er að hvergi á landinu séu jafn miklar minjar um verslun til forna og á Gáseyri. Nokkuð hefur verið unnið að rannsóknum á svæðinu á þessari öld en mikið verk er þar óunnið. Auk almenns áhuga á að fræðast meira um þær fornleifar sem eru á Gásum er einnig áhugi fyrir því að samhliða verði almenningi gert auð- veldara að heimsækja svæðið og skoða þessar fomminjar. Til að vinna að framgangi málsins hefur hópur áhugamanna nú ákveð- ið að stofna félag sem hefði m.a. að markmiði að stuðla að því með öll- um ráðum að rannsóknum verði haldið áfram af fullum krafti af fær- ustu fræðimönnum. -----♦-♦“♦---- Hvers vegna á minkurinn enga vini? „HVERS vegna á minkurinn enga vini?“ og „Geta plöntur orðið stress- aðar?“ er yfirskrift erinda sem flutt verða í Deiglunni í Grófargili annað kvöld, fimmtudagskvöldið 15. októ- ber, kl. 20.30. Fyrir hálfum mánuði hófst funda- röð þar sem fjallað er um náttúru- fræðileg efni, verið er að kynna list- ina í mesta listaverki veraldar eða sjálfu sköpunarverkinu. Á fundinum annað kvöld mun Þórir Haraldsson svara því hvers vegna minkurinn á enga vina en Bjami Guðleifsson glímir við seinni spurninguna, hvort plöntur geti orðið stressaðar. Á milli erinda verður boðinn molasopi og Þórarinn Hjartarsson syngur við gítarandir- leik. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Tvíburar á afmælisdaginn BIRNA Guðrún Jóhannsdóttir á Hauganesi fékk góða afmælis- gjöf á áttræðisafmæli sínu, 12. september síðastliðinn, en þann dag fæddust tvíburabræðumir Óðinn Freyr og Aron Ingi. Þeir eru synir Heiðmars Inga Felix- sonar og Elvu Rögnvaldsdóttur, en Heiðmar er sonur Baldvinu Guðrúnar Valdimarsdóttur, sem er dóttir Jóhanns Valdimars Kjartanssonar sonar Birnu. Ætt- liðirnir fimm eru þarna saman komnir daginn sem drengirnir voru skírðir, 27. september síð- astliðinn, Valdimar til vinstri og Heiðmar til hægri en milli þeirra sitja Baldvina og Birna með þá Oðin Frey og Aron Inga, en aldrei er að vita nema þeir eigi eftir að láta að sér kveða á handboltavellinum líkt og faðir þeirra sem nú leikur með Stjöraunni í Garðabæ. Fjölmiðlakönnun um kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna Sjómenn fengu meiri tíma en útvegsmenn ÚTVEGSMANNAFÉLAG Norður- lands hefur gert ítarlega könnun á umfjöllun fjögurra ljósvakamiðla um kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna í upphafi þessa árs og var hún kynnt á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Akureyri í gær. Fjölmiðlamir sem könnunin nær til era Ríkisútvarpið, Sjónvarpið, Bylgjan og Stöð 2. Gagnagrannur könnunarinnar er frá Fjölmiðlavakt Miðlunar og nær til allra fréttatíma þessara fjölmiðla á þriggja mánaða tímabili, frá 1. janúar til 31. mars. Unnið var eftir tilteknum skilgrein- ingum og er tímamæling frásagna og viðtala grannurinn að þeim nið- urstöðum sem fyrir liggja. Fram kemur að þó tímamæling ein og sér gefi ekki tæmandi mynd af umfjöll- un þessara fjölmiðla um kjaradeil- una gefi samanburður milli fjöl- miðla sterka vísbendingu um mis- munandi áherslur. Heildarumfjöllun um kjaradeil- una í fréttatímum þessara fjölmiðla nam 9 klukkustundum og 26 mínút- um, en mest var umfjöllunin í Ríkis- útvarpinu, 3 klukkustundir og 8 mínútur og minnst á Bylgjunni 1 klukkustund og 37 mínútur. Mest misvægi í Ríkisútvarpinu Vakti það athygli þeirra sem könnunina gerðu að við samanburð milli fjölmiðlanna skar Ríkisútvarp- ið sig úr varðandi vægi milli deilenda. í öllum fjölmiðlum fengu fulltrúar sjómanna lengri tíma í viðtölum en fulltrúar útvegsmanna en skar Ríkisútvarpið sig úr hvað varðar misvægi í þessum efnum; þar fengu fulltrúar sjómanna tæp- lega þrisvar sinnum lengri tíma en fulltrúar útvegsmanna sem er meiri mismunur en mældist á hinum fjöl- miðlunum. Við endursögn fréttamanna af sjónarmiðum deilenda gætti nokkurn veginn jafnvægis í umfjöll- un Sjónvarpsins og Stöðvar 2 en fréttamann Ríkisútvarps og Bylgj- unnar notuðu lengri tíma við endur- sögn af sjónarmiðum sjómanna; Bylgjan ríflega tvöfalt lengri tima og Ríkisútvarpið tæplega tvöfalt lengri. Töluðu oftar við ríkisstjórnina Einnig var í könnuninni litið til umfjöllunar af vettvangi stjórnmál- anna en eins og kunnugt er lauk deilunni með lagasetningu. Niður- stöður könnunarinnar leiða í ljós að allir fjölmiðlarnir hafi varið lengri tíma í viðtöl við fulltrúa ríkisstjórn- ar en fulltrúa stjórnarandstöðu. Ríkisútvarpið var eini miðillinn þar sem fréttamenn vörðu lengri tíma í að endursegja sjónarmið stjórnar- andstöðu en ríkisstjórnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.