Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 19
Mörgum spurningum er ósvarað enn eftir samkomulagið um frið í Kosovo
Óljóst hver pólitísk
framtíð hóraðsins verður
Belgrad, Antalya. Reuters.
SAMKOMULAGIÐ sem tókst á síðustu stundu á
milli Riehards Holbrookes, erindreka Banda-
ríkjastjórnar, og Slobodans Milosevics Jú-
góslavíuforseta í gær bægði frá hættunni á að
herflugvélar Atlantshafsbandalagsins létu til
skarar skríða gegn serbneskum skotmörkum
vegna Kosovo-deilunnar, en mörgum spurning-
um var ósvarað enn sem olli vissri tortryggni og
óvissu um framhaldið. Einkum er enn óljóst að
hve miklu leyti stjórnvöld í Belgrad eru tilbúin til
að semja um sjálfsstjórn til handa héraðinu, þar
sem íbúarnir eru flestii- af albönskum ættum.
Milosevic sættist á að alþjóðlegt eftirlit yrði
haft með því bæði á jörðu niðri og í lofti að hann
efndi það sem hann hefði skuldbundið sig til í
samkomulaginu, það er að binda enda á vopnaða
herferð serbnesla-a öryggissveita gegn aðskiln-
aðarsinnuðum Kosovo-Albönum, sem staðið hef-
ur í sjö mánuði. Hann hét því jafnframt að hindra
ekki frjálst streymi flóttamanna frá Kosovo aftur
til heimila sinna og trufla ekki flutninga á hjálp-
argögnum til flóttamannanna.
Um innihald samkomulagsins sagði Holbrooke
á blaðamannafundi að Júgóslavíustjóm myndi á
næstu dögum undirrita samkomulag um eftirlits-
flug NATO yfir Kosovo-héraði og að 2000 manna
eftirlitslið á vegum Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu, ÖSE, gæti starfað að vild í hérað-
inu. Meðlimir eftirlitsliðsins eiga að njóta réttar-
stöðu erlendra stjórnarerindreka og hafa það
hlutverk að ganga úr skugga um að júgóslavnesk
stjómvöld standi við skuldbindingar sínar um að
binda enda á ofbeldið í Kosovo. Holbrooke sagði
að ekkert herlið myndi verða í fylgd með eftirlits-
mönnum ÖSE. Talsmaður ÖSE í Vín tilkynnti í
gær að fyrsti hluti þessa eftirlitsliðs myndi geta
verið kominn til starfa í Kosovo innan viku.
Holbrooke sagðist vænta þess, að stjómvöld í
Júgóslavíu gæfu út yfirlýsingu, sem „við vonum
að móti straumhvörf í átt að því að koma af stað
pólitísku ferli sem færa muni íbúum Kosovo sjálf-
stjóm“.
í yfirlýsingu sem gefin var út af skrifstofu Milos-
evic sagði að skapaður hefði verið grundvöllur fyrir
„pólitíska lausn fyrir Kosovo innan Serbíu".
Aðskilnaðarsinnar tortryggnir
Bardhyl Mahmuti, talsmaður Frelsishers
Kosovo (KLA), sagði í Sviss að hann væri mjög
tortrygginn í garð samkomulagsins, sem aðeins
gerði ráð fyrir þeim möguleika að héraðið hlyti
sjálfsstjórnarréttindi innan Júgóslavíu en ekki
fullt sjálfstæði.
„Við krefjumst fulls sjálfstæðis. Okkur er
ómögulegt að lifa með Serbíu. Við erum reiðu-
búnir að fallast á þriggja ára millibilstímabil sem
leiða myndi til sjálfstæðis. Ef Milosevic fellst á
þetta, þá væri KLA sáttur,“ sagði Mahmuti.
Ráðstefna ríkja á Balkanskaga, sem fór fram í
Antalya í Tyrklandi, samþykkti í gær ályktun þar
sem lýst var stuðningi við að Kosovo fengi sjálfs-
stjómarréttindi. í sameiginlegri yfirlýsingu sem
borin var upp af Momir Bulatovic, forsætisráð-
herra Júgóslavíu, samþykktu fulltrúar níu ríkja á
Balkanskaga eftirfarandi: „Við lögðum áherzlu á
nauðsyn þess að tafarlaust yrði bundinn endir á
ofbeldi og að þegar verði hafnar uppbyggilegar
viðræður án fyrirfram gefinna skilyrða til að leita
pólitíski-a samningslausna á því hvemig koma
megi á sjálfstjórn í Kosovo."
I yfirlýsingunni sagði einnig, að þessi sjálfs-
stjóm yrði að eiga sér stað innan núverandi
landamæra Júgóslavíu og hvatt var til þess að
hinum hundruðum þúsunda flóttamanna frá hér-
aðinu yrði veitt aðstoð til að snúa heim.
Reuters
KALT og blautt var í flóttamannabúðunum við Kisna Reka í Serbíu í gær, þar sem þúsundir flóttamanna frá
Kosovo hafast við. Aðstæður eru þar ömurlegar, ekki síst í ljósi þess að vetur er á næsta leiti.
Stjórnmálaskýrendur vantrúaðir á samkomulag um lausn Kosovo-deilunnar
Ekki lausn heldur frestur
Efast um að samningurinn muni auka
stöðugleika á Balkanskaga
Indíánar
mótmæla á
Kólumbus-
ardegi
Tegucigalpa. Reuters.
INDÍÁNAR í Ameríku minntust
Kólumbusardagsins með sínum
hætti í fyrradag. I Hondúras tóku
þeir sæfarann Kristófer Kólumbus
„af lífi“ með táknrænum hætti; í
Mexíkó sviptu sumir sig klæðum og
í Paraguay kröfðust þeir aftur yfir-
ráða yfir landi forfeðra sinna.
Fimm hundr-uð og sex ár eru liðin
síðan Kólumbus „fann“ Ameríku og
Indíánar segja, að afleiðingin hafi
verið þjóðai-morð á því fólki, sem
hann kallaði Indíána vegna þess, að
hann taldi sig vera kominn til Ind-
lands. í Hondúras var brennd brúða
í líki landkönnuðarins og þess kraf-
ist, að Spánarstjórn greiddi Indíán-
um bætur og bæði þá afsökunar á
glæpaverkunum.
í Bandaríkjunum og í Evrópu er
Kólumbusar jafnan minnst sem mik-
ilmennis en svo er ekki meðal afkom-
enda frumbyggjanna í Rómönsku
Ameríku. Þeir minnast morðanna,
þrælkunarinnai- og sjúkdómanna,
sem Spánverjar færðu þeim. Sendi-
herra Spánar í Hondúras vildi þó
ekki ljá máls á neinni afsökun og
sagði, að engin leið væri að umskrifa
söguna, aðeins að læra af henni.
---------------
Kampavín
bresk upp-
finning?
London. Reuters.
KAMPAVÍN, sem um aldir hefur
verið hampað sem helstu vísbend-
ingu um franska forfrömun, er í
raun bresk uppfínning.
Þetta er altént kenning Toms
Stevensons, en á næstunni kemur út
bók hans „A Worid Encyclopaedia
of Champagne and Sparkling
Wine.“ Er í bókinni birt skjal sem,
að sögn kunnugra, sannar svo ekki
verður um villst að Bretinn
Christopher Marret flutti fyiirlest-
ur um gerð freyðivíns hjá Royal
Society í Bretlandi árið 1662, heilum
tuttugu árum áður en franski munk-
urinn Dom Perignon lauk við að
þróa aðferð sína við gerð þess.
London, Kisna Rcka. Rcutcrs.
MEÐ samkomulagi um skilyrði
sem uppfylla þarf til að komast hjá
loftárásum Atlantshafsbandalags-
ins, NATO, á sambandsríkið Jú-
góslavíu er Kosovo-deilunni aðeins
slegið á frest, hún ekki leyst, að
mati vestrænna stjórnmála-
skýi-enda. Segja þeir að samkomu-
lagið geri bæði NATO og Slobodan
Milosevic, forseta Júgóslavíu, kleift
að hrósa sigri. Kosovo-Albanar og
þá sér í lagi KLA, Frelsisher
Kosovo, beri hins vegar skarðan
hlut frá borði. Albanskir flótta-
menn sem fréttamaður Reuters
ræddi við í gær vildu lítið tjá sig um
samkomulagið, sögðust vilja bíða
og sjá til.
Stjórnmálaskýrendurnir segja að
gera megi ráð fyrir að NATO muni
hreykja sér af því að raunveruleg
og yfirvofandi hætta á loftárásum
hafi neytt Milosevic til að ganga að
kröfum Sameinuðu þjóðanna um að
binda enda á kúgun Serba á al-
banska minnihlutanum í Kosovo.
Milosevic geti hins vegar fært fyrir
því rök að honum hafi tekist að
komast hjá loftárásum NATO og
þar með varið herafla landsins,
komið í veg fyrii- upplausn sam-
bandsríkisins og komið ábyrgðinni
á því að hindra skæruhernað
Kosovo-AIbana yfir á herðar Vest-
urveldanna.
Þykir samkomulagið til marks
um það að enn einu sinni virðist
Milosevic vera ómissandi við gerð
slíkra samninga á Balkanskaga,
auk þess sem hann hefur minnt
rækilega á hversu lífseigur hann er
á valdastóli.
„Byssan áfram hlaðin"
Samkvæmt samkomulaginu
verður ekki sendur landher til Ser-
bíu en þess í stað um 2.000 eftirlits-
menn frá Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu, ÖSE. Hins vegar
segja sérfræðingarnir líklegt að
NATO-sveitir verði í viðbragðs-
stöðu, reiðubúnar til árásar, verði
samkomulagið brotið. „Byssan
verður áfram hlaðin,“ sagði James
Gow, sérfræðingur við rannsóknar-
stofnun í varnannálum við King’s
College í London.
Þar sem ÖSE mun sinna eftirliti í
Kosovo og Rússar eiga aðild að
stofnuninni segja sérfræðingarnir
að þar með hafi þeir í raun fengið
neitunarvald yfir aðgerðum NATO,
nokkuð sem NATO hefur ævinlega
sagt að komi ekki til greina.
Eykur tæplega á stöðugleika
Hvað tímasetningu afskipta
Vesturveldanna varðar hafa stjóm-
málasérfræðingar og vestrænir
stjórnarerindrekar sagt að hún
tengist ekki síst æ háværari kröf-
um Albana í Kosovo um fullt sjálf-
stæði og tali þeirra um „Stór-Al-
Ohugur vegna dauða
samkynhneigðs ncma
Haturs-
glæpir
varði við
alríkislög
Denver. Reuters.
DAUÐI samkynhneigðs náms-
manns við háskólann í Wyoming
hefur vakið hryggð og fordæmingu
um öll Bandaríkin. Fannst hann á
miðvikudag fyrir viku illa á sig kom-
inn, hafði verið bundinn við girðingu
og misþyrmt hrottalega. Lést hann
síðan í fyrradag. Bill Clinton, forseti
Bandaríkjanna, vottaði foreldrum
unga manns samúð sína sl. laugar-
dag og lagði jafnframt áherslu á, að
þingið samþykkti fyrirliggjandi
frumvarp um, að alríkislög tækju til
hatursglæpa af þessu tagi.
Matthew Shepard, 21 árs gamall,
hafði hangið bundinn og stórslasað-
ur utan á timburgirðingu í allt að 18
klukkustundir er hann fannst og
var hann svo illa leikinn, að öku-
maður, sem átti leið framhjá og sá
til hans, hélt fyrst, að einhverjir
hefðu komið fuglahræðu fyrir á
girðingunni. Hafði hann hlotið svo
alvarleg höfuðmeiðsl, að læknar
töldu aðgerð óhugsandi og lést hann
síðan á mánudag á sjúkrahúsi í Fort
Collins í Colorado.
Clinton hvetur til
umburðarlyndis
Glæpurinn hefur ekki aðeins vak-
ið óhug í smábænum Laramie þar
sem Matthew Shepard bjó, heldur
um öll Bandaríldn. Clinton hvatti til
þess í fyrradag, að landsmenn
lærðu að sýna hver öðrum meira
umburðarlyndi en lagði líka áherslu
á, að glæpurinn sýndi, að þingið
ætti að samþykkja framkomið
frumvarp um, að svokallaðir haturs-
glæpir, morð og misþyrmingar á
fólki, sem tilheyrir einhverjum
minnihlutahópi, féllu undir alríkis-
lög.
Tveir menn, Russell A. Hender-
son og Aaron McKinney, hafa verið
handteknir vegna þessa máls og
einnig vinkonur þeirra. Eru þær
sagðar hafa reynt að gefa þeim fjar-
vistai'sönnun og hjálpað við að fela
blóðug föt. Telur lögreglan, að
hvorttveggja hafi vakað fyrir mönn-
unum að ræna Matthew Shepard og
misþyrma honum fyrir að vera sam-
kynhneigður.
baníu“ en engin vestræn ríkisstjórn
styðji fullt sjálfstæði héraðsins.
Sérfræðingarnir sem Reuters
ræddi við voru sammála um að
samkomulagið myndi tæplega auka
á stöðugleika á Balkanskaga, sem
þó sé ætlunin með afskiptum Vest-
urvelda af ástandinu. Kosovo-Al-
banar hafi lýst því yfir að þeir séu
ósáttir við samkomulagið og jafnvel
þótt bardagar muni liggja niðri í
vetur vegna snjóa muni þeir líklega
hefjast að nýju í vor. Þá hafi Frels-
isher Kosovo, KLA, bundist sam-
tökum við Sali Berisha, sem leiðir
stjórnarandstöðuna í Albaníu, þar
sem stjórnmálaástandið sé
óstöðugt.
Sérfræðingarnir segja veru al-
þjóðlegs herliðs og allar breytingar
í átt að auknu sjálfstæði Kosovo
munu kynda undir sjálfstæðiskröf-
um albanska minnihlutans í lýð-
veldinu Makedóníu og slíkt geti
hæglega orðið til þess að Makedón-
íustjórn muni halla sér æ frekar að
stjórnvöldum í Belgrad.