Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 21
MARÍULIKNESKI í Conyers var rdsura skrýtt í tilefni athafnarinnar.
Tugir þiísimda komu saman í Georgíu
Flutti boðskap
Maríu guðsmóð-
ur í síðasta sinn
Conyers. Reuters.
TUGIR þúsunda manna söfnuðust
saman á búgarði í Georgíu-ríki í
Bandaríkjunum í gær til að með-
taka boðskap Maríu guðsmóður úr
munni fyrrverandi
hjúkrunarkonu, Nancy
Fowler, í síðasta sinn.
Mun María hafa tjáð
Fowler á síðasta ári að
athöfnin í ár yrði sú
síðasta og hyggst
Fowler nú flytja til
Flórída.
Fowler segist hafa
fengið heimsókn
heilags anda árið 1990
sem sýndi henni
bóndabæ einn þar sem
hún átti að leita Jesú
Krists. Fann hún
bóndabæinn í Conyers
í Georgíu, rúmlega 50
kílómetra frá Atlanta.
Hefur Fowler frá árinu 1991 sagt
fólki að elska hvert annað, leita
friðar og hætta að dýrka veraldar-
gæðin en skilaboð sín segist hún fá
frá Maríu mey. Hélt Fowler í upp-
hafi mánaðarlegar guðsþjónustur
en árið 1994 hótuðu yfirvöld að
binda enda á samkomurnar fyrir
fullt og allt, vegna umferðaröng-
þveitis og þeirra óþæginda sem af
hlutust, og hefur Fowler síðan þá
einungis flutt boðskap Maríu einu
sinni á ári.
í fyrra voru um þrjátíu þúsund
manns á samkomunni en í þetta sinn
gerði lögreglan ráð íyr-
ir á milli hundrað og
hundrað og fimmtíu
þúsund manns. Á
mánudagskvöld, þegar
Fowler kom óvænt
fram og ræddi við gesti
samkomunnar, hlýddu
meira en tuttugu þús-,
und manns á orð henn-
ar og kom fólkið víða
að, jafnvel frá Brasilíu
og Ástralíu. Sumir voru
í hjólastólum og margir
aðrir eiga um sárt að
binda. „Ég vona að
eitthvað gerist á
þriðjudag því húsið
okkar brann til grunna
í síðasta mánuði," sagði Gren Bur-
gess, 13 ára drengur frá Mississippi.
Sjálf sagðist Fowler á mánudag
ekki geta lýst Jesú í útliti en að hún
hefði séð hann mörgum sinnum.
„Ég get þó ekki sagt ykkur að ég
hafi séð Jesúm eins og ég sé ykkur,
þetta var frekar gífurlega sterk
kærleikstilfinning,“ sagði Fowler
við fjöldann á mánudag. „Hjarta
mitt fylltist af kærleik."
1 i1
.
Nancy Fowler
A
Mál þýzks kaupsýslumanns í Iran
Dauðadómur til hæstaréttar
Teheran. Reuters.
MÁLI þýzks kaupsýslumanns, sem
dæmdur var til dauða í undirrétti í
íran fyrir að hafa átt meint ástar-
samband við innfædda konu, hefur
verið vísað til hæstaréttar írans.
Frá þessu greindi íranska frétta-
stofan IRNA á sunnudag. Haft var
eftir talsmanni dómsmálakei-fís
Irans að dómstóllinn myndi fella
„endanlegan dóm“ í málinu.
Kaupsýslumaðurinn Helmut
Hofer var í janúar sl. dæmdur fyrir
að hafa átt vingott við 27 ára gamla
ógifta íranska konu, sem leggur
stund á læknisfræðinám. Þetta
dómsmál hefur reynzt stór ásteyt-
ingarsteinn til viðbótar í samskipt-
um Irans og Þýzkalands, sem ekki
voru of góð fyrir.
Ef hæstiréttur landsins staðfest-
ir dauðadóm undirréttar hefur
Ayatollah Ali Khamenei
æðstiklerkur einn vald til að náða
hinn dæmda.
Umfangsmiklar aðgerðir til bjargar bönkum í Japan
25.000 milljörðum
dælt í bankakerfíð
Tókýó. Rcuters.
STJORN Japans samþykkti end-
anlega í gær áætlun um að bjarga
bankakerfi landsins með því að
dæla í það 43 billjónum jena, and-
virði rúmra 25.000 milljarða
króna.
Stjórn Japans og tveir stjórnar-
andstöðuflokkar náðu samkomulagi
um áætlunina á mánudag og neðri
deild þingsins samþykkti hana í
gær. Búist er við að hún verði síðan
samþykkt í efri deildinni ekki síðar
en á föstudag.
Stjórn Frjálslynda lýðræðis-
flokksins samþykkti í gær hvernig
fjái-magna ætti aðgerðirnar og bú-
ist er við að fleíri flokkar leggi
blessun sína yfir fjármögnunina.
Samkvæmt áætluninni verður
opinbert fé notað til að bjarga
bönkum, sem hafa orðið fyrir mikl-
um útlánatöpum vegna efnahags-
samdráttarins í landinu en eru
taldir lífvænlegir til lengri tíma lit-
ið.
Jafngildir allri framleiðslu
Ástralíu
Með samþykktinni í gær hefur
stjórnin ákveðið að verja alls 60
billjónum jena, andvirði 35.000
milljarða króna, til að bjarga
bönkunum. Sú fjárhæð sýnir
glögglega hversu mikilvægu hlut-
verki Japan gegnir i efnahag
heimsins og gífurlegt umfang
þeirra vandamála sem japanska
bankakerfið á við að stríða. Heild-
arfjárhæðin samsvarar um það bil
allri þjóðarframleiðslu Ástralíu og
hartnær tveggja ára útgjöldum
Bandaríkjastjórnar til varnar-
mála.
Áætluninni hefur verið vel tekið
á fjármálamörkuðunum en margir
fjárfestar efast þó enn um að
henni verði framfylgt nógu vel.
Japanska verðbréfavísitalan
Nikkei hækkaði um rúm 5% á
mánudag en lækkaði aftur í gær
sem nemur tæpum helmingi hækk-
unarinnar.
Kiichi Miyazawa fjármálaráð-
herra sagði í gær að 18 billjónum
jena yrði varið til að þjóðnýta
banka timabundið eða til að mæta
útlánatöpum banka sem nýr ríkis-
banki á að taka við. Nota á allt að
25 billjónir jena til að styrkja stöðu
banka, sem standa illa, með kaup-
um á hlutabréfum og skuldabréfum
þeirra. Stjórnin hefur þegar lagt 17
billjónir jena til hliðar í því skyni að
vernda sparifjáreigendur verði
bankar þeirra gjaldþrota eða þjóð-
nýttir.
Hugo Chavez lfldegur forseti í Venesuela
Reyndi að ræna
völdum 1992
Caracas. Reuters.
HUGO Chavez, fýrrverandi fallhlíf-
arhermaður, sem reyndi að ræna
völdum í Venesúela 1992, hefur
langmest fylgi forsetaframbjóð-
enda í landinu. Kemur það fram í
skoðanakönnun, sem birt var í
fyrradag.
Af 1.500 kjósendum, sem spurðir
voru, studdu 48% Chavez en aðeins
25% þann, sem næst honum kom,
hagfræðinginn Henrique Salas.
Frambjóðendur eru alls 12 og þar á
meðal Irene Saez, fyrrverandi Ung-
frú alheimur. Ekki þarf helming at-
kvæða til að bera sigur úr býtum í
kosningunum 6. desember, aðeins
fleiri atkvæði en keppinautamir.
Segist fylgja „þriðju leiðinni"
Chavez, sem er 44 ára að aldri,
var náðaður árið 1994 og hafði hann
þá setið í fangelsi í tvö ár fyrir
valdaránstilraunina. Stendur heil-
mikið flokkakraðak að baki honum,
flokkar jafnt yst til vinstri sem
hægri, en í kosningabaráttunni hef-
ur hann lagt megináherslu á bar-
áttu gegn spillingu. Salas nýtur aft-
ur stuðnings atvinnulífsins í Venes-
úela en hann þykir hafa staðið sig
vel sem ríkisstjóri í Cai-abobo.
Chavez hét því í fyrstu að hætta
að greiða af erlendum skuldum rík-
isins en hefur síðan dregið verulega
í land til að hræða ekki fjárfesta.
Nú segist hann hlynntur „þriðju
leiðinni", stefnu Tony Blairs, for-
sætisráðherra Bretlands, og hafna
jafnt hreinræktuðum kapitalisma
sem sósíalisma.
Pólverjar
breyta stjórn-
sýslukerfi
Varsjá. Reuters.
PÓLVERJAR efndu á sunnudag til
kosninga sem eiga að gjörbreyta
stjómsýslukerfi landsins og færa
þúsundum fulltrúa í héraðs- og um-
dæmisráðum víðtæk völd á kostnað
ríkisstjórnarinnar í Varsjá.
Stjórnin hafði vonast til þéss að
Pólverjar myndu lýsa yfir stuðningi
við kerfisbreytingarnar með því að
flykkjast á kjörstaðina. Kjörsóknin
var þó lítil og talið er að flókin tilhög-
un kosninganna og óvissa um völd
héraðsstjórnanna hafi orðið til þess
að margir ákváðu að kjósa ekki..
Stjórnsýslubreytingamar taka
gildi á næsta ári. Þær felast í því að
gömlu héraðsráðunum verður fækk-
að úr 49 í 16 og stofnuð verða ný um-
dæmisráð, sem eiga að fara með
mörg málefni sveitarfélaganna.
Kjósendurnir þurftu að greiða allt
að fimm atkvæði og tilhögun kosn-
inganna var svo flókin að efast er um
að niðurstaðan verði ljós fyrr en eftir
viku.
Fjármálaráðherrar EFTA og Evrópusambandsins funda
EMU styrkir stöðu Evrópu
á alþjóðavettvangi
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR aðild-
ai-ríkja EFTA og Evrópusam-
bandsins héldu árlegan fund sinn í
Lúxemborg síðastliðinn mánudag.
Á fundinum var rætt um Efna-
hags- og myntbandalag Evrópu
(EMU) og hugsanleg áhrif þess í
alþjóðlegu samhengi, m.a. vegna
þess óstöðugleika, sem gætt hefur
á alþjóðlegum fjármálamarkaði að
undanförnu. „Évrópa er í dag
svæði stöðugleika í hagkerfi heims-
ins,“ segir í yfírlýsingu fundar ráð-
herranna.
í fréttatilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu kemur fram að
stofnun EMU um næstu áramót
sé mikilvægt skref í átt til aukinn-
ar samræmingar efnahags- og
peningamálastefnu í Evrópu. At-
burðir síðustu vikna, sem hafi ein-
kennzt af miklum sviptingum á al-
þjóðafjármálamörkuðum, ekki
sízt í gengismálum, hafi enn frek-
ar leitt í ljós mikilvægi traustrar
efnahagsstefnu, sem byggist á
jafnvægi í ríkisfjármálum og lágri
verðbólgu. Við ríkjandi aðstæður
*****
EVRÓPA^
sé ótvírætt að styrk staða efna-
hagsmála í Evrópu stuðli að aukn-
um stöðugleika í heimsbúskapn-
um og dragi þannig úr neikvæð-
um áhrifum fjármálakreppunnar í
Asíu, Rússlandi og Suður-Amer-
íku.
Velgengni EMU mikilvæg fyrir
lönd utan bandalagsins
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra, sem sat fundinn fyrir Is-
lands hönd, benti m.a. á mikilvægi
þess að stjórnvöld fylgdu ábyrgri
og aðhaldssamri efnahagsstefnu,
sem miðaði að því að treysta stöðu
atvinnulífsins og stuðla þannig að
auknum hagvexti og fjölgun starfa.
Þetta væri enn mikilvægara í ljósi
þeirra sviptinga, sem orðið hefðu
að undanfórnu á alþjóðamarkaði.
Athyglisvert yrði að fylgjast með
því hvemig aðildarríki EMU sam-
ræmdu stefnu sína í þessum efn-
um.
Fjármálaráðherra sagði að
miklu máli skipti fyrir lönd utan
myntbandalagsins að háleit mark-
mið þess næðu fram að ganga.
Lönd jafnt innan sem utan banda-
lagsins myndu njóta góðs af aukn-
um gengisstöðugleika, minni við-
skiptakostnaði og þeim aukna hag-
vexti sem líklegt væri að fylgdi í
kjölfarið. Á hinn bóginn gætu önn-
ur áhrif orðið neikvæð, a.m.k. fyrst
í stað, t.d. vegna aukins vaxtamun-
ar milli landa innan og utan evró-
svæðisins.
Geir sagði íslenzk stjórnvöld
fylgjast vel með þróun þessara
mála en þau hefðu ekki talið tíma-
bært að aðhafast sérstaklega, með-
al annars í Ijósi þess að mikilvæg
viðskiptalönd Islands innan ESB
myndu standa utan EMU fyrst í
stað.