Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 29 Öðruvísi leikfangasaga KVIKMYIVDIR Iláskólabíó SMÁIR HERMENN „SMALL SOLDIERS" irk'k Leikstjóri: Joe Dante. Tónlist: Jerry Goldsniith. Aðalhlutverk: Kirsten Dunst, Gregory Smith, Jay Mohr, Phil Hartman. Raddir: Tommy Lee Jones, Frank Langella, Ernest Borgnine, George Kennedy og marg- ir fleiri. DreamWorks 1998. BANDARÍSKU úthverfin eru hættulegir staðir í myndum gam: anhasarleikstjórans Joe Dantes. I mynd hans, „Gremlins", vöknuðu hrekkjapúkar til lífsins og lögðu úthverfalífið í rúst. I „Suburbs" geymdu næsUi nágrannar lík í kjallaranum. I þessari nýju, Smáir hermenn eða „Small Soldiers", kveikna leikfangahermenn til lífs- ins og fylgir mikil eyðilegging í kjölfarið. Myndin er á köflum mjög hugvitsamlega gerð og hinir smáu leikfangahermenn skemmti- legt uppátæki brelluhöfundarins Stan Winstons. Það er kaldhæðn- islegur húmor í myndinni og hasar sem er rétt mátulegur fyrir alla aldurshóða. Ekki að tala um of- beldi, segir leikfangasmiðurinn þegar talið berst að hinum skæðu leikföngum, tölum um hasar. Það er nákvæmlega formúlan hans Dantes. Milljarðamæringur kaupir litla leikfangaverksmiðju og notar tölvukubba úr hergagnafram- leiðslu sinni til þess að kveikja líf í hermönnunum. Þeim fylgir tals- vert vopnabúr og auðvitað snúast þeir gegn mannfólkinu á endanum sem er ungur drengur í leikfanga- búð, væntanleg kærasta hans, for- eldrar og systkini. Berst leikurinn í úthverfið til þeirra og ekki líður á löngu þar til heimilin hafa verið lögð í rúst. Málið er auðvitað að gera leik- föngin sem mannlegust og það tekst Dante og Winston með hjálp brúða og tölvuteikninga. Her- mönnunum er stjórnað af röskum foringja sem Tommy Lee Jones talar fyrir og gerir óaðfinnanlega en aðrar raddir eru fengnar frá gömlum buffum eins og Ernest Borgnine og George Kennedy. Allt smellur það saman í spaugilegum hermannaklisjum; stríðsmynda- minnin eru ófá og Dante spaugar með atriði úr öðrum og merkilegri hermannamyndum. Höfuðóvinur smáu hermann- anna samkvæmt tölvuforriti eru Gorgonítar en Frank Langella (öllu heldur rödd hans) fer fyrir þeim hópi furðudýra. Þau eru for- rituð til þess að hlaupa í felur og eru þessir dæmigerðu hugsjóna- menn, dreymir um land og frelsi til handa Gorgonítum. Þeir eru hin dæmigerða kúgaða þjóð. Kirsten Dunst og Phil Hartman eru eftirminnilegust úr hópi lifandi leikara, einkanlega Hartman heit- inn en þetta mun hafa verið hans síðasta mynd. Dante heldur uppi góðum hasar á kostnað handritsins sem verður heldur tómlegt þegar kemur að mannlegu tilfinningun- um einkum í samskiptum föður og sonar sem Kevin Dunne og Gregory Smith leika. Við því er að búast frá hendi Dantes. Allt í allt er hér um fína fjöl- skylduafþreyingu að ræða sem tekur sjálfa sig ekki of alvarlega einkum ef haft er í huga að um er að ræða hasar en ekki ofbeldi. Arnaldur Indriðason Börn í myrkri BÆKUR Unglingasaga ÞAÐ SEM ENGINN SÉR eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Mál og menning 1998 - 189 bls. OFT eru heimurinn og tilveran börnum þyngri byrði en þau ráða við. Viðbrögð þeirra verða annar- leg og stundum er tekið á slíkum viðbrögðum sem óþekkt eða mis- ferli í stað þess að rýna í þær blýstjörnur sem skína á himnum þessara barna. Gunnhildur Hr- ólfsdóttir reynir af fremsta megni að rýna í myrkan himin slíkra barna í metnaðarfullri bók sinni Það sem enginn sér. Þar tekur hún einkum á tveimur efn- um, annars vegar sorg og sorgar- viðbrögðum og hins vegar ofbeldi og kynferðislegri misbeitingu. Hvort tveggja eru málefni sem nokkuð hafa verið til umræðu í þjóðfélaginu og ekki fráleitt að íjalla um slík efni í unglingabók. Sagan segir frá tveimur einstak- lingum, piltinum Benna og stúlkunni Gunnhildi. Benni hefur misst föður sinn í sjóslysi og er miður sín vegna þess missis. Hann er utan af landi og er fluttur í Breiðholtið, gengur í skóla þar, á erfitt með að aðlagast og er í fyrstu lagður í einelti. Gunnhildur býr við fátækt og eymd. Stjúpi hennar er drykkfelldur og at- vinnulaus, leggur hendur á móður hennar og beitir hana sjálfa kyn- ferðislegu ofbeldi. Þau tvö ná saman, styðja hvort annað en sameinast líka í smávægi- legum afbrotum og Gunnhildur einbeitir sér að því að skoða áhrif aðstæðna þeirra á breytnina og hvernig þau og samfélagið vinna úr þeim. Hún vinnur út frá þeirri skoðun sinni að hegðun fólks eigi sér skýringar í félagslegum að- stæðum þeirra. Þar er vitaskuld nálægð klisjunnar hættuleg og ekki er alveg laust við að sumar út- skýi'ingar Gunnhildar séu kunnug- legar. Sama má segja um sögulausn Gunnhildar. Hún gengur ágætlega upp innan sögunnar. Eins og sæm- ir í slíkri unglingasögu endar allt tiltölulega vel þótt Gunnhildur gæti sín á því að skilja við lesendur sína með ósvöruðum spurningum. Bæði fá þau, Benni og Laufey, lausn á sínum málum og allir virð- ast fúsir að hjálpa og koma á móts við þau. En mikið vildi ég óska þess að þau úrræði dygðu jafnvel í veruleikanum og í bókinni. Persónur í bókinu eru dregnar upp skýrum dráttum og Gunnhild- ur kafar nokkuð djúpt í sálai'líf höf- uðpersónanna og stendur nokkuð vel að því verki. Hún leggur sig bersýnilega fram um að setja sig í spor unglinga við þessar aðstæður og tekst það án nokkurrar lágkúru. Texti bókarinnar er látlaus, frá- sögn hröð og markviss og heldur athyglinni ágætlega. I heildina tek- ið er hér á ferðinni bók sem höfðar vel til unglinga á fermingaraldri en hefur einnig víðtækari skírskotun og vekur til umhugsunar. Skafti Þ. Halldórsson Gunnhildur Hrólfsdóttir Heilagleiki erfist illa „NJÁLA er sígild. Ef eitthvert verk er sígilt, þá er hún það. Sígild verk verða oft heilög og það er ekki gott fyrir þau. Það eru að ein- hverju leyti forsendurn- ar fyrir því að þessi bók er skrifuð; að nálgast hana á nýjan hátt til að láta reyna á hvort „hennar heilagleiki" stendur undir nafni. Og það gerir hann vissu- Iega. Það er enginn vandi að opna nýjar gáttir í þessu sambandi. Heilagleiki Njálu bygg- ist að einhveiju leyti á að fyrri tíðar menn hafa ákveðið hvaða umræðuefni séu lögleg og leyfileg þegar Njála er annars veg- ar,“ segir Kristján Jóhann Jónsson, rithöfundur og kennari, en hjá Vöku-Helgafelli er komin út bók hans, Lykillinn að Njálu. I bókinni fléttar Kristján saman greiningu sinni og túlkun á Njálu og sjónarmiðum annarra, leikra jafnt sem lærðra, sem rýnt hafa í atburðarás, byggingu og einstaka efnisþætti verksins. Sjálfur hefur hann kennt Njálu í framhaldsskóla í fjölda ára og fundið fyrir þörfinni á að endurnýja Iestur- inn og nálgast bókina frá nýju sjónarhorni. „Heilagleiki erfist nefnilega mjög illa,“ segir hann kíminn. Kristján kveðst ekki vera í vafa um að höf- undur Njálu hafi verið Benediktfnusarmunk- ur. „Það er eina skýr- ingin sem ég sé á því hvers vegna höfundi Njálu liggur svo illt orð til höfðingja, hvers vegna hann hreytir svona í höfðingjastétt- ina, en hins vegar ligg- ur við að hann smjaðri fyrit' millistéttinni. Hann setur alla góða og göfuga hæfileika í meðal- bændur og þess háttar fólk, Gunnar og Njáll eru nærtækustu dæmin um það. Dæmi um höfðingja er svo Mörður Valgarðsson, hann er jú goði og þarf ekki að hafa langar skýringar á hvemig hann kemur fram í sögunni. Jafnframt sýnir höf- undurinn tfmabilinu fyrir kristni- töku og heiðnum mönnum almennt ótrúlega mikla virðingu í frásögn- um og mati öllu, og hefur furðugott jafnvægi á hlutunum fyrir og eftir kristnitöku. Það getur hanu einung- is gert ef liann er kristinn og virðir alþýðleg fræði og sögu. Það þrengir hringinn utan um Benediktínusar- regluna, því það vom einu mennirn- ir sem sameinuðu þetta tvennt. Höf- undarafstaðan gengcur öll upp ef það er maður af þeirri munkareglu sem skrifar verkið til að benda mönnum á að andlegt yfirvald kirkjunnar sé bæði gott og sjálfsagt og að sljórn höfðingjanna sé komin í vaskinn," segir Kristján. Einai' Ólafur Sveinsson hefur velt þessu fyrir sér eins og flestu öðru er varðar Njálu. Hann er af þeirri kynslóð sem gi-andskoðaði sannft'æði og raunsæi sagnanna. Einar stendur frammi fyrir þeim vanda að sennilega er alls ekki hægt að nota kvenhár í bogastreng. Þá er frásögnin af þessu atviki hugsanlega orðin tóm vitleysa. Til að bjarga þessu slær Einar fram þeirri hug- mynd að Gunnar og Hallgei'ður hafi haldið að hægt væri að flétta bogastreng úr hái-inu. Einai' túlkar orðaskipti Gunnai-s og Hallgerðar hins vegar ekki í því ljósi að bæði hafi hugsanlega vitað að ekki er hægt að búa til bogastreng úr kvenmannshári. Sé það gert verðm- þetta samtal að gi'ályndu gamni þeirra hjónanna á Hlíðai'enda sem loksins ná saman þegar öllu er að ljúka. Kristján Jóhann Jónsson III ■ I V og alþjóðaumhverfið Samband ungra sjálfstæðismanna og CSEI standa fyrir ráðstefnu um Intemetið I alþjóðlegu umhverfi. £SEI ersjálfstæð og óháð bandarísk rannsóknarstofnun og hugmyndabanki. ráðstefnunni verður leitast við að nálgast málefni Internetsins út frá ýmsum sjónarhomum og elt verður upp ýmsum áhugaverðum spurningum m.a.: Hvort hægt sé að halda uppi réttindum fólks á netinu og framfylgja samningum? Verðurtækifærum upplýsingasamfélagsins fórnað á altari miðstýringar? Ryður netið burt landamærum í viðskiptum, og ef svo er hvað tekur við? Er notkun netgjaldmiðla hagkvæmasti kosturinn í viðskiptum á netinu? Föstudagur 16. október Lagaumhverfíð 9:00 9:15 9:40 10:10 10:30 10:50 12:00 Bjöm Bjarnason, menntamálaráðherra. flyturávarp og setur ráðstefnuna. Birgir Þór Runólfsson, lektor við Hf, fjallar um íslenska þjóðveldið. Barry Downey. sjálfstætt starfandi lögmaður með skrifstofur í Baltimore. New York og Washington. ræðir um um lagahefð í sögulegu samhengi. Kaffihlé Clint Bolick umsjónarmaður málareksturs hjá Institute for Justice. Fyrirlestur hans ber heitið ..Mikilvægi laga ífrjátsu hagkerfi'. Pallborðsumræður. Stjórnandi: Andrés Magnússon Hádegishlé. Léttur hádegisverður á sanngjörnu verði i Valhöll. Hagkerfið 12:30 13:00 13:25 13:50 15:00 18:30 19:30 Bruce Benson, aðalræðumaður og prófessor við Flórida háskóla. fjallar um kosti mismunandi lagakerfa í alþjóðlegum viðskiptum. John Hasnas, ráðgjafi Koch samsteypunnar. fjallar um notkun ensks réttarákvæðis frá 1259 í nútímanum. Hasnas hefur starfað við háskóla í Bandaríkjunum og m.a. kennt siðfræði og félagslega heimspeki við Háskólann íTexas. Douglas Jackson. stofnandi Gold & Silver Reserve. veltir upp spumingunni um notkun rafrænna gjatdmiðla. Pallborðsumræður. Stjórnandi: Brad Lips Hlé Móttaka. Hátíðarkvöldverður á Hótel Esju. Heiðursgestur er Geir H. Haarde, fjármátaráðherra. Verð: 3.300 krónur. Laugardagur 17. október 9:30 9:55 10:20 11:45 Verslun og viðskipti Leonardo Liggio. rannsóknarprófessorvið Georg Mason háskóla og meðtimurMont Pélerin samtakannna. fjallar um Lex Mercatoria. Charles Rowley, prófessor í hagfræði við Georg Mason háskóla í Bandaríkjunum, fjallar um samninga og eignarétt. James Bennett, stjórnarformaður IntemetTransaction Transnational Inc., flytur fyrirtestur um einkarekinn alþjóðasamtök Pallborðsumræðun Stjórnandi Cris Whitten Samantekl og ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri Charls Evans, forseti CSEI Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig sem fyrst á ráðstefnuna en skráning fer fram eigi síðar en fimmtudaginn 15. október kl. 15.00 í síma: 515 1700. Ráðstefnan verður haldin í Valhölt. Háateitisbraut 1. Reykjavík. Ráðstefnugjald er 2.000 kr. Námsmenn. félagsmenníSUS og ýmsum öðrum samtökum fá 50X afslátt. Ráðstefnan fer fram á ensku. Attar nánari upplýsingar á heimasíðu SUS - http://www.xd.is/sus SAMBAND UNCKA SJÁ L FS TÆ DISMA NNA C S E I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.