Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 37

Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVTKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 37 Nýju fötin keisarans SALA á þjóðbönkunum, Pósti og síma, orkufyrirtækjum og jafnvel erfðavísum okkar er nú í fullum gangi. Óvíst er að allir geri sér grein fyrir því að þessi þróun leiðir til þess að almenningur glatar hratt og örugglega lýðræðislegum áhi-if- um sínum og möguleikum á að móta þjóðfélagið. Það vantar botninn í þetta Mörgum verður heldur undarlega innanbrjósts þegar þeir horfa á banka þjóðarinnar búna til sölu í hendur fjármálamanna. En vei þeim sem láta sér detta í hug að andmæla þessu. Þeir eru enda skjótlega kveðnir í kútinn með töfraorðunum „hagkvæmni“ og „arðsemi“ og trúarsetningum hins „frjálsa markaðar". Lögmál mark- aðarins verða að verka óhindrað, þannig sé öllu best borgið. „Mark- aðurinn" finni lausnir á öllum vanda og það sem hann fær ekki leyst er einfaldlega ekki þess virði hvort sem er að leysa. Hver maður veit að það vantar alveg botninn í þetta. Það er barnaskapur og hreint ábyrgðarleysi, segir Methúsalem Þdr- isson, að láta peninga- menn sjá um velferð heildarinnar. Satt að segja minnir þessi hjátrú einna helst á ævintýrið um „Nýju fótin keisarans" þar sem enginn þorði að segja það sem honum bjó í brjósti af ótta við að verða að at- hlægi. Að Iáta þá Ijársterku sijórna Nú étur hver upp eftir öðrum firruna um „lögmál markaðarins“ þó allir viti að þar er ekki um að ræða nein lögmál heldur mannlegan vilja sem birtist í athöfnum bísness- manna á efnahagssviðinu. Á mark- aðnum vegur vilji þeirra sem hafa yfir að ráða miklu fjármagni mest. Vilji þeirra sem litlu eða engu fjár- magni ráða er léttvægur fundinn. Að láta „markaðinn“ ráða þýðir því að láta þá fjársterku stjórna þróun þjóðfélagsins. Samkeppni þar sem sá sterkasti neytir aflsmunar, gerir síðan þá ríku ríkari en þá fátæku fá- tækari. Ef „samkeppnin“ dugar ekki í þessum efnum er komið á einokun með einkaleyfum. Þeir sem ekki sætta sig við þetta fýrirkomulag eru ýmist kallaðir öfundsjúkir eða gam- aldags. Lýðræðið skrípaleikur Sannleikurinn er hins vegar sá að það er bamaskapur og hreint ábyrgðarleysi að láta peningamenn sjá um velferð heildarinnar. Hluthaf- ar og fjárfestar vilja hagnað og engar refjar, annars fara þeir annað með peningana segja menn. Það er ekki forsvaranlegt að færa gróðapungum fjöregg þjóðarinnar. Þjóðin þarf að geta stjómað efnahagsmálum sínum sjálf og til þess þarf hún áfram að eiga bankana en ekki að selja þá hæstbjóðanda. Allt tal um sölu til al- mennings og starfsmanna er sýndar- mennska og blekkingaleikur. Hvem- ig má það vera að þeir bjóði fólki að kaupa hlut sem það þegar á. Nei, mergur málsins er sá að ráðamenn em að taka eignir þjóðarinnar að okkur forspurðum og færa í hendur þeirra ríku. Alþingismenn hafa ekk- ert umboð til að selja bankana því þeir hafa ekki samið við kjósendur um það. Það er hreint með ólíkindum að stjómmálamenn sjái ekki að þeir era að grafa undan sjálfum sér með sölu sameignarinnar. Að lokum munu þeir ekki hafa um neitt að segja því þeir hafa afhent hinu al- þjóðlega peningavaldi allan sjálfs ákvörðunai'rétt þjóðarinnar. Þannig verður lýðræðið einber skn'paleikur. Þangað er stefnt óðfluga. Að selja ömmu sína Þjóðin þarf að hafa full yfirráð yfir virkjunum og orkufyrirtækj- um, það er ótækt að afhenda þau stór-fjármagninu, sem lætur sig engu varða almannaheill, náttúru landsins eða hagsmuni vinnandi fólks. Landið er hjartfólgið íslend- ingum og það á ekki að selja auðjöfrum heimsins sem eyði- leggja perlur náttúr- unnar í einskærri gróðahyggju. Stund- um er sagt um ósvífna menn að þeir myndu „selja ömmu sína“ ef þeir hefðu hag af því. Þetta má segja um þá sem nú ætla að veita alþjóðlegum auðhring einkaleyfi á að nýta upplýsingar um erfða- vísa Islendinga lifandi og látinna og gera að verslunar- vöru. Þótt margir vilji kenna þessa starfsemi við vísindi, lýtur hún fyrst og fremst hags- munum fjárfestanna sem krefjast hagnað- ar. Tæpast er hægt að tala um vísindi þegar átt er við rannsóknir sem eru settar í spennitreyju „ávöxt- unarkröfunnar". Jafn- vel þó fyrirbærið sé klætt í flíkina „íslensk erfðagreining" (sbr. Islenska álfélagið) þá dylst engum að hér er um að ræða fjölþjóð- legan auðhring sem setur ekki hag ís- lensku þjóðarinnar of- ar hag sínum. Hér er um of mikiivægt mál að ræða til að hægt sé að setja það í hendur gráðugum hluthöfum. Höfnum landsöluöflunum Það er algert metnaðarleysi og jaðrar við sjálfseyðingarhvöt að við leggjum örlög okkar í hendur hins alþjóðlega fjármagns og full- trúa þess meðal íslenskra stjórrf^- málamanna. Tökum heldur sjálf örlögin í okkar hendur og sköpum okkur þau lífsskilyrði sem við vilj- um fyrir okkur og þá sem í kring- um okkur eru. Við þurfum að trúa á mátt okkar og megin og sköpun- arkraftinn til að byggja upp þjóð- félag í þágu íslensku þjóðarinnar. Höfnum landsöluöflunum til hægri og vinstri í næstu kosningum. Fylkjum liði undir merkjum Húmanista. Höfundur er i stjórn Húmanistaflokksins. Ráðstefna um öryggis og björgunarmál Grand hótel Reykjavík 17.-18. október nk. Innlendir og erlendir sérfræðingar flytja fróðleg og fjölbreytt erindi um eftirfarandi efni: Sprengingin í Kenya (enska) Michael P. Regan Fairfax County alþjóðabjörgunarsveit Nýjungar hjá Almannavörnum ríkisins Sólveig Þorvaldsdöttir Framkvæmdarstjóri Almannavarna ríkisins Að ná slösuðum úr bílflaki Höskuldur Friðriksson Slökkvilið Reykjavíkur Irridium - nýtt símkerfi Einar Vilhjálmsson Landssíminn Áherslur/nýjungar í stjóm leitaraðgerða Þorsteinn Þorkelsson Skólastjóri Björgunarskóla Landsbjargar og SVFI Tetra til framtíðar Nýtt fjarskiptakerfi Guðmundur Gunnarsson Landsvirkjun Nákvæmni korta Stefán Guðlaugsson Vekfræðistofan Hnit Áherslur í skyndihjálp Jón Baldursson Yfirlæknir siysadeildar SHR Jeppar á Suðurskauti Freyr Jónsson Toyota-umboðið Uppbygging alþjóðasveitar (enska) Michael P. Regan Fairfax County alþjóðabjörgunarsveit Skyldur opinberra aðila gagnvart týndum loftförum Hallgrímur Sigurðsson Flugmálastjórn Snjóflóðavarnir á íslandi Árni Jónsson Verkfræðistofan HNIT Ófarir á Grímsfjalli Biðin eftir björgunarmönnunum Bryndís Brandsdóttir Raunvísindastofnun HÍ Flugslys fyrr á öldinni Héðinsfjörður 1947 Hörður Geirsson Stjórnun aðgerða á sjó Þór Magnússon Deildarstjóri SVFÍ Kal og aðrir kuldaáverkar (enska) Howaitl Oakley Institute of Naval Medicine Björgunarmenn og hundar Björgunarhundasveitar íslands Vertu markviss iris Marelsdóttir Sjúkraþjálfari Tæknibúnaður í rústaleit (enska) Michaei P. Regan Falrfax County alþjóðabjörgunarsveit Bráðaviðvaranir vegna náttúruhamfara Ragnar Stefánsson Jarðskjálftafræðingur Ert þú persónulega ábyrgur? Réttarstaða björgunarmanna Óðinn Elísson Lögfræðingur Öryggi í ferðaþjónustu Álit ferðaþjónustuaðila Einar Torfi Finnsson íslenskir fjallaleiðsögumenn Fjarlækningar Jón Bragi Björgvinsson verkfræðingur Sigurður F. Kristinsson læknir Flugslys - leit og vettvangsrannsókn Aðkoma, vettvangsrannsókn, flugritar Steinar Steinarsson Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) RAÐSTEFNA OG SYNING Ofkæling - lífslíkur og meðhöndlun Howard Oakley Institute of Naval Medicine Alþjóðleg aðstoð Niðurstaða Samvarðar Árni Birgisson Almannavörnum ríkissins Árangur leitaraðgerða Einar Hrafnkeil Haraldsson Formaður Landsstjórnar björgunarsveita Þróun klifurs Guðmundur Helgi Christianssen Klifrari FBSR Breytt veðurfar á íslandi Einar Sveinbjörnsson Veðurfræðingur Boðkerfi SMS Notkun SMS í boðun björgunarsveita? Lárus Frans Guðmundsson Tal Skíðaganga á Suðurskautið Ólafur Örti Haraldsson alþinglsmaður Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur Skíðagöngukappar Gufuskálar, framtíðin? Gufuskálanefndin Leit með beltatækjum Davíð Rúnar Gunnarsson Eru of margar stjórnstöðvar á íslandi Þorsteinn Þorkelsson Stór björgunarskip -hverju breyta þau? Þór Magnússon Rústabjörgun þemafundur Sigurður Sveinsson Stefna undanfara og viðmiðunarkröfur Leifur Örn Svavarsson Sýning fyrirtækja á björgunar- og útiuistarbúnaöi verður á Grand hótel meöan á ráðstefnunni stendur. Upplýsingar og skráning í síma 587 4040 Þátttökugjald kr. 4000.- LANDSBJORG Landssamband björgunarsvetta Methúsalem Þórisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.