Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 38

Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 38
E MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt vetrarstarf er hafíð „Táp og fjör og Mskir menn“ >»yngja konur stundum yfír okkur körlum, þegar þær eru ánægðar með okkur, og við svörum þá full- um hálsi: „Fósturlandsins freyja, fagra vanadís..." Og nú er vissulega táp og fjör á þessu hausti, bæði hjá konum og körlum, ungum og öldnum, sem keppast við að kynna viðkomandi vetrarstarf í fjölmiðlunum og kenn- ir fjölmargra grasa. Bamastarf kirkjunnar - Alla sunnudaga í vetur - Stelpur, strák- ar, mömmur, pabbar, afar og ömm- -^ur - Allir velkomnir. Þannig er aug- lýst á litríkri heilsíðu í Mbl. laugar- daginn 19. sept. sl., í íyrsta sinn með þessum hætti. Og nú eru það hvorki meira né minna en 26 kirkj- ur á höfuðborgarsvæðinu, sem bjóða upp á sérstakt starf á sunnu- dögum meðal bamanna. Það er vissulega gleðilegt og þakkarvert. Væntanlegt miðar allt þetta starf fyrst og fremst að því að uppfræða bömin með glöðum og lifandi hætti í þeirri trú, sem þau eru skírð til, og hinir eldri, foreldrar, skólar og kirkjan, öll era ábyrg fyrir. - Og þess er vert að minnast sérstaklega nú, að kristileg félög ungra manna og kvenna (KFUM og KFUK) hafa nú á þessum vetri í 100 ár haldið uppi þróttmiklu starfí meðal æsk- unnar á þessu sama svæði og hefur KFUM og KFUK hafa í hundrað ár, segir Hermann Þorsteins- son, haldið uppi þrótt- miklu kristilegu æskulýðsstarfí. það einnig verið rækilega kynnt hér í blaðinu, m.a. 15. og 24. sept. sl. Fyrstu 40 ár þessarar aldar var aðeins einn þjóðkirkjusöfnuður hér í höfuðborginni, Dómkirkjusöfnuð- urinn og prestarnir tveir og þrír undir lokin, því einn sá um guðs- þjónustuhald í þáver- andi úthverfi. Á þess- um ái-atugum sáu séra Friðrik Friðriksson og samverkamenn hans í KFUM/K um þrótt- mikið, kristilegt æsku- lýðsstarf hér í bænum okkar, starf, sem við sem þess nutum sem börn minnumst með gleði og þakklæti og tókum síðan þátt í sem sveitarstjórar og sunnudagaskólakenn- arar. (Þessir leiðbein- endur era nú á dögum famir að nefna sig leiðtoga og hafa ekki kynnst eða gleymt orðunum í Matt. 23:10: „Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga, því einn er leið- Í5LAND-RÚSSLAND Baráttukveðjur í KVOLD 50 miðar verða gefnir viðsldptavinum Búnað arb ankans á leikinn ÍSLAND - RÚSSLAND í beinni útsendingu á FM 357 og Gullinu 90 9 í dag. É%é 1 $ .. . . FERD ÞU TIL FRAKKLANDS með íslenska landsUðinu? Allir sem eru félagar í Námsmaimalínu og Heimilislínu Búnaöarhankans eiga möguleika á spennandi vinningi. Þann 1. desember nk. veröur dregið úr nöfnum félaga og sá heppni vinnur ferð fyrir tvo til Frakklands með íslenska landsliðinu á næsta ári. Allir sem gerast félagar fyrir 1. desember eiga möguleika á vinningi. BllNAÐARBANKINN traustur banki MARHVISS S0KN SKILAR ÁRANGRI togi yðar, Kristur“.) Árið 1940 ákvað Al- þingi íyrstu skipting- una á Reykjavíkur- söfnuði í fjóra, þ.e. Dómkirkju-, Hall- gríms-, Laugarnes- og Nessöfnuð. I allri kynningu fjölmiðlanna í haust á umræddu starfi birtist hér í blað- inu 2. þ.m. „Opið bréf til KFUM og KFUM“ og með bréfinu er mynd af höfundinum, fallegum og góðlegum Hermann pilti, er nefnist Þor- Þorsteinsson steinn Scheving Thor- steinsson og er kynnt- ur sem „talsmaður Samstarfs- nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði“. Yfirskrift bréfsins er villandi, því meira en helmingur þess er tiltal, sem sr. Þórhallur Heimisson fær, síðan er fundið að Einari Inga, sem ritaði hér í blaðið 5/6 sl., en í lokin er aðeins vikið að KFUM og sagt: „KFUM-menn valda uppnámi með skrifum og námskeiðahaldi." Fjnr í bréfinu hugleiðir höfund- urinn: „I öllum þeim mörgu trúar- brögðum og trúarskoðunum er hins vegar orðið mjög erfitt fýrir mig að staðsetja mig nákvæmlega. Guð veit það einn hvar á að staðsetja mig, en ég vil tilheyra öllum þeim trúarbrögðum og trúarskoðunum sem hvað mest er fjallað um á nei- kvæðan og óheiðarlegan hátt. Trú- arbrögðum eða trúarskoðunum eins og t.d. vísindakirkjunni, guð- speki, moonisma, íslam, hindúisma, búddisma, spíritisma og nýaldar- hrevfingunni." Það er hreint ekki svo Mtið að dreifa sér á allt þetta. En mér dettur í hug að vekja at- hygli þessa unga og góðviljaða manns á umsögn virts háskóla- kennara í þessu sambandi: „Einn stofninn í frjálslyndri guð- fræði er trúleysi. Frjálslyndir guð- fræðingar era heiðingjar sem trúa ekki á hluti eins og meyfæðingu og upprisu frekar en þeir mundu tráa mér ef ég segðist vera eingetinn eða hafa hitt langafa minn uppris- inn suður á Alftanesi. En í staðinn fyrir að kasta tránni af þessum sök- um vefa þeir sér heimspekilegan sjálfsblekkingavef, nú á dögum kannski um alveldi túlkunarinnar eða tilvistarlegan skilning á tilvist- arkreppum, og sitja svo sælir í embættum sem sóknarprestar eða guðfræðikennarar á meðan kristi- legt og kirkjulegt líf lognast út af allt í kringum þá. Stundum finna þeir það sjálfir hvað allt er útþvælt og merkingarlaust hjá þeim. Meira að segja kærleikurinn. En sannleikurinn er sá að það er ekkert útþvælt og merkingarlaust í kristindómnum nema þessi guð- friPfíi ** (Þorsteinn Gylfason) Ég vona að Þorsteinn misvirði ekki, að ég kem þessum tímabæru - já sígildu - orðum hans hér á framfæri, því ég er einnig hugsi yf- ir því sem ég las hér í blaðinu 6. þ.m. um fjölbreytt og umfangsmik- ið vetrarstarf guðspekifélagsins, en þar era tilfærðir þrír þjóðkirkju- prestar - þar af einn prófastur - meðal margra fyrirlesara þar á komandi vetri. Þessir þrír ætla að fjalla um (a) kórherra og klaustur þeirra, (b) „Unio Mystica" og (c) Jón á krossi. Síðastur fyrirlesara er tilfærður þekktur prófessor, en boðskapur hans verður „klár“ þ.e. „Yður er í dag frelsari fæddur“. Með prestana þrjá í huga minn- ist ég orðanna í II. Kor. 6:4: „Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantráuðum... Hvaða samfélag hefur ljós við myrkur?" Þetta era orð Ritningarinnar, studd í nútím- anum m.a. af þeim, sem að ofan er tilfærður, og óteljandi öðram. Það kraumar á meðal okkar nú á þessu hausti, eins og jafnan áður, en minnumst þess að höfuðklerkur okkar, Hallgrímur Pétursson, bendir okkur á Guðs Bók, sem Leiðarljósið. Látum það lýsa okkur á komandi vetri. Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.