Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 39

Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 3|ý Skaðabótalögin frá 1993 og áhrif þeirra á íslenzkan rétt Nesjavallavirkjun náma eða hvað? SKAÐABÓTALÖG nr. 50/1993 hafa hvað eftir annað orðið tilefni blaðaskrifa - síðast í ritstjómargrein Mbl. Gagnrýnin hefur lotið að því, að þau hafi látið hlut tjónþola eftir liggja. Þeir, sem fyrir líkamstjóni verða, fái ekki skaða sinn bætt- an. Á þessu sviði sem svo mörgum öðrum höfum við Islendingar siglt í kjölfar Dana, sem settu sér „lög um skaðabótaábyrgð“ á ár- inu 1984. íslenzku lög- in eru þýðing á dönsku lögunum. Aðeins nafninu var breytt, því að íslenzku lögin nefnast „skaðabótalög“. Það orkar tvímælis, því að þau eru ekki heildarlög um skaðabótarétt og ákvörðun skaða- bóta. Dönsku lögin 1984 um skaðabótaábyrgð Aðalmarkmið dönsku laganna 1984 var að tryggja, að þeim, sem yrði fyrir líkamsmeiðslum eða missti framfæranda, yrðu ti-yggðar greiðslur, er bættu hið einstak- Mikilvægt er, segir Sigurður Gizurarson, að dómstólar haldi vöku sinni og forðist bókstafstúlkun. lingsbundna fjárhagslega tjón. Á vettvangi skaðabótaréttar var ekki áður þar í landi til að dreifa ákvæð- um í settum lögum um ákvörðun skaðabóta. í framkvæmd hafði ákveðin peningafjárhæð með stoð í dómvenju reiknazt hæfílegar bæt- ur fyrir tiltekið stig örorku - þ.e. missi getunnar til að afla vinnu- tekna - án tillits til aldurs tjónþola og atvinnutekna hans. Að því er tók til vinnuslysa hafði þó verið til að dreifa sérstökum bótareglum í lögum um vinnutjónsvátryggingar. Og samkvæmt þeim var bætt með hliðsjón af aldri tjónþola og launum og bætur oft - fram að gildistöku skaðabótaábyrgðarlaga 1984 - tvö- falt hærri en á sviði hins almenna skaðabótaréttar. í öðrum löndum Vestur-Evrópu voru yfirleitt greiddar mun hærri bætur en í Danmörku fram til 1984. Svo sem til var ætlazt höfðu skaðabótaá- byrgðarlögin í för með sér umtals- verða hækkun skaðabóta á sviði hins almenna skaðabótaréttar, einkum bóta til þeirra, er fyrir mjög alvarlegum meiðslum höfðu orðið. Ávinningurinn var auðsær, þ.e. meira og betra samræmi varð milli bóta á sviði almenns skaða- bótaréttar og bóta samkvæmt lög- um um vinnutjónsvátryggingar. Skaðabætur í Danmörku urðu í meira samræmi við það, sem gerð- ist almennt í Vestur-Evrópu, þ.m.t. á öðrum Norðurlöndum. íslenzku skaðabótalögin 1993 Réttarreglur hérlendis um ákvörðun skaðabóta höfðu mótazt fyrir dómiðkun fram að gildistöku skaðabótalaga nr. 50/1993. íslenzk dómvenja tók danskri að því leyti fram, að útreikningur tjóns tók mið af aldri tjónþola, þ.á m. líklegri ævilengd og því að tjónþoli færi á mis við atvinnutekjur, sem hann ella mundi líklega hafa haft í fram- tíð, í sama hlutfalli og varanleg meiðsl hans töldust samkvæmt mati. Samkvæmt skaðabótalögun- um 1993 skyldi svo vera áfram. Ábyrgðaraðili skal greiða bætur fyrir atvinnutjón, sjúkrakostnað og annað fjártjón, sem af því hlýzt, og enn frem- ur miska, þ.e. þjáning- arbætur, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna. Ef líkams- tjón hefur varanlegar afleiðingar skal einnig greiða bætur bæði fyr- ir miska og örorku, þ.e. varanlegan missi eða skerðingu á getu til að afla vinnutekna, sbr. 2. mgr. 1. gr. Sakir þess að dóm- venja við ákvörðun skaðabóta hafði verið önnur hérlendis en í Danmörku hafði setn- ing íslenzku skaðabóta- laganna 1993 ekki hérlendis svo stórvægilega breytingu í fór með sér, sem setning dönsku laganna hafði haft þar í landi, þótt í orði kveðnu væri markmiðið eitt og sama. Á vissum annmörkum fyrri íslenzkrar réttarframkvæmdar er þó ætlandi, að þau hafi ráðið bót, svo sem þeim að örorkumöt lutu áð- ur fyrst og fremst að læknisfræði- legum afleiðingum líkamsmeiðsla en ekki beinlínis að fjárhagslegum áhrifum á getu tjónþola til að afla tekna í framtíð. Auk þess voru regl- ur áður afar óljósar um það, hvort og hvemig skyldi lækka bætur sak- ir skattfrelsis þeirra og eingreiðslu. Á þau vafamál reynir nú lítt. Mikil- vægt er og nýmæli 24. gr. laganna þess efnis, að lækka megi bótafjár- hæð eða fella niður, ef ábyrgð yrði hinum bótaskylda ella svo þungbær að ósanngjamt mætti telja eða álíta yrði að öðm leyti skerðingu eða nið- urfellingu bótaskyldu sanngjarna vegna óvenjulegra aðstæðna. Andstætt því sem raunin varð í Danmörku hafa íslenzku skaðabóta- lögin ekki haft í för með sér aug- ljósa hækkun bóta - nema síður sé - og skýrir það - a.m.k. að hluta - þá gagnrýni er þau hafa sætt. Ástæðan sýnist, að íslenzkir dómstólar höfðu fram að gildistöku laganna 1993 ekki verið svo naumir við tjónþola sem danskir dómstólar fram að gildistöku dönsku laganna 1984. Gagnrýni hefur beinzt að því, að margfóldunarstuðull 6. gr., sem upphaflega var ákveðinn 7,5 (sá sami og í dönsku lögunum), væri ekki nægilega hár til að tryggja það meginmarkmið þeirra, að tjónþoli fengi fullar bætur, og hins vegar að því að regla 2. mgr. 7. gr. þeirra þess efnis, að engar örorkubætur greiddust, ef miskastig væri lægra en 15% (sú sama og í dönsku lögun- um), væri ósanngjöm og líkleg til að valda því, að tjónþoli fengi stundum alls engai' bætur. Meginmarkmið skaðabóta mega ekki gleymast Skaðabótalög nr. 50/1993 auð- velda þeim verkið, sem fást við að ákveða skaðabætur. Reglur lag- anna eru ekki aðeins settar fram með orðum, heldur og með bein- hörðum tölum og prósentustigum. Með slíkri tilhögun verður réttar- framkvæmd vélræn og því fljót- virk. Hætt er hins vegar við, að þeir er framkvæmdina hafa á hendi hugi ekki nægilega að séreðli ein- stakra tilvika. Lítið er unnið með því að fá sett lög með fastmótuðum reglum, ef þær koma í veg fyrir réttlæti í óvenjulegum tilvikum, þ.e. ef þær á sviði skaðabótaréttar koma í veg fyrir fullar bætur til tjónþola. Lítið er unnið með laga- setningu, ef geirnegling réttar- reglna kemur í veg fyrir þá þróun réttarins, sem þjóðfélag í örri breytingu kallar á. Mikilvægt er því, að dómstólar - ekki sízt Hæsti- réttur - haldi vöku sinni og forðist bókstafstúlkun. Meginmarkmiðið er eftir sem áður, að tjónþoli fái fullar bætur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. NÝLIÐINN 6. októ- ber var grein í Morg- unblaðinu undir nafn- inu „Jarðhitakerfið á Nesjavöllum - náma eða endurnýjanleg auð- lind“ eftir fjóra fag- menn, þá Benedikt Steingrímsson, Einar Gunnlaugsson, Hrein Frímannsson og Valdi- mar K. Jónsson. Fjórmenningarnir segja grein sína vera athugasemdir af því til- efni að „nokkrar um- ræður hafi verið á síð- um Morgunblaðsins og í fréttum Ijósvakamiðla á síðustu vikum um nýtingu jarð- varmans á Nesjavöllum og hug- myndir um aukna rafmagnsfram- leiðslu þar“. Augsýnilega er átt við grein mína í Morgunblaðinu 2. sept- ember sl. og viðtöl við mig á Stöð 2 og í Morgunblaðinu nokkru síðar. Ekki nefna þeir mig þó á nafn í grein sinni og kann ég enga skýr- ingu á þeirri „kurteisi". Sagt er frá líkanreikningum um Nesjavallasvæðið, sem Guðmundur Böðvarsson jarðfræðingur í Kali- forníu gerði fyrir Hitaveitu Reykja- víkur (skýrsla 1987). Síðan segja þeir: „Niðurstöður reikninganna voru að Nesjavellir stæðu undir stöðugri 300 MW varmavinnslu go 75 MW raforkuvinnslu næstu 30 ár- in.“ Þetta er ekki rétt. í skýrslu Guðmundar 1987 segir að Nesja- vellir muni standa undir 300 MW varmavinnslu, en á raforkuvinnslu er ekki minnst. Ef um raforkuvinnslu væri að ræða, myndi hún dragast frá varmaaflinu, sem yrði að sama skapi minna fyrir hitaveitu. Síðan segja greinarhöfundar: „ ... fer fjarri að túlka niðurstöður reikning- anna á þann veg að orka svæðisins verði uppurin að þessum tíma liðn- um“. Túlkar einhver þetta þannig? Hins vegar dvín varmaafl svæðisins smám saman, þar til ekki lengur borgar sig að halda rekstrinum áfram. Er það ekki þannig líka með námur? Síðar í grein þeirra segir um nið- urstöður í skýrslu Guðmundar Böðvarssonar frá 1993, þar sem hann endurmetur svæðið á grund- velli gagna, sem aflað var eftir 1987: „Stendur svæðið undir varma- vinnslu iyrir allt að 400 MW varma- orku og tilsvarandi raforkuvinnslu í að minnsta kosti 30 ár.“ Þetta er heldur ekki rétt. I skýrslu sinni tal- ar Guðmundur einungis um varma- orkuver. Á rafmagnsframleiðslu er ekki minnst frekar en áður. Fjórmenningarnir segja: „Rann- sóknir síðustu áratuga hafa sýnt fram á að jarðhitinn er endumýjan- leg orkulind þar sem vökvi og varmi streyma stöðugt inn í kerfið og við- halda því. Þetta þýðir að orku- og vatnsforði jarðhitasvæðanna tæmist ekki þótt af sé tekið. Sé vinnslan hinsvegar meiri en innstreymi orku, er gengið á orkuforða svæðisins. Ef vinnsla er minnkuð á ný eða hún stöðvuð, endurnýjast orkuforðinn með tímanum. Það er mikil einföld- un að líkja jarðhitakerfi við námu. Námur eru tæmanlegar auðlindir en jarðhitinn ekki.“ Siðan bæta þeir því við að hermireikningar bendi til þess, að orkustraumur að kerfinu samsvari um 130 MW í varmaafli, og það sé „tiltölulega mikið að- streymi miðað við mörg önnur jarð- hitakerfi". Til þess að reka 400 MW varma- orkuver þarf að vinna helmingi meira afl eða 800 MW úr jarðhita- svæðinu, eins og tilhögun virkjunar er nú á Nesjavöllum. Þetta tekur Guðmundur Böðvarsson skýrt fram í sínum skýrslum. Með rekstri 90 MW raforkuvers í 30 ár er gert ráð fyrir því að varmaaflið frá jarðhita- svæðinu verði allt að 975 MW. Inn- streymið er, sem fyrr segir, aðeins 130 MW! I skýrslu Guðmund- ar frá 1987 segir á bls. 176: „It is estimated that pressure recovery of the system following massive exploitation for 30 years will take 50 years or more. Assuming that the up- flow rate remains con- stant, the thermal recovery will take thousands of years.“ Þetta þýðir: Áætlað er að endurheimt þrýst- ings í kerfinu eftir mikla vinnslu í 30 ár taki 50 ár eða meir. Ef uppstreymið helst stöðugt, tekur nokkur þúsund ár að koma hitanum í samt lag. Lái mér svo hver sem vill, að ég skuli líkja jarðhitanum við námur! I skýrslu Guðmundar frá 1993 er tekið fram að um 400 MW orkuver gildi svipað og sagt var um 300 MW orkuverið í skýrslunni 1987. I síðar- nefndu skýrslunni segh': „The average decline in the energy extraction rate of the wells shows about 60% decline during the 30 Orkuvinnslan á Nesja- völlum á fyrst og fremst að vera í þágu Hitaveitu Reykjavíkur, segir Jó- hannes Zoega, til þess að tryggja íbúum höfuð- borgarsvæðisins sem allra lengst næga og ódýra húshitun. years period.“ Þetta þýðir að varmaafl svæðisins í lok 30 ára tíma- bilsins er aðeins 40% þess sem það er nú. I sama streng taka fjórmenn- ingamir: „Niðurstöður hermireikn- inga eru þær að vinnsla umfram náttúmlegt aðstreymi dregur smátt og smátt niður þrýsting og hita í kerfinu. Þetta hefur einnig komið fram í svæðinu síðan vinnsla hófst.“ Eins og greinarhöfundar minnast á, vom rannsóknir auknar á Nesja- vallasvæðinu á níunda áratugnum jafnframt víðtækum borunum þar. „Þessar rannsóknir vom umfangs- meiri en áður hafði gerst í undir- búningi jarðhitavirkjana í heimin- um,“ segja þeir. Tveir þeirra, Bene- dikt og Einar, voru mjög virkir þátttakendur í þessum rannsóknum og em það enn. Tveir íslenskir íræðimenn, Guðmundur BÖðvars- son og Gunnar Böðvarsson, sem báðir störfuðu erlendis og em þekktir og viðurkenndir í heimi jarðhitamála, voru fengnir til þess að vinna úr rannsóknunum. Aðvaranir mínar byggjast á skýrslum Guðmundar Böðvarsson- ar, sem fjalla m.a. mjög ítarlega um Sigurður Gizurarson Jóhannes Zoega breytingar á afli og orku Nesja- vallasvæðisins á 30 ára rekstrar- tíma við mismunandi álag. Eftir lestur greinar fjórmenning- anna finnst mér ennþá nauðsyn- legra en fyrr að vara við því að raf- orkuvinnsla sú, sem nú er að hefjast á Nesjavöllum og fyrirhuguð aukn- ing hennar, geti haft þau áhrif að of lítið verði eftir af afli og orku svæð- isins, þegar hitaveitan síðar þarf frr því öllu að halda. Orkuvinnslan á Nesjavöllum á fyrst og fremst að vera í þágu Hita- veitu Reykjavíkur, til þess að tryggja íbúum höfuðborgarsvæðis- ins sem allra lengst næga og ódýra húshitun. Hitaveituvinnslan má ekki vera aukabúgrein og homreka á þessum stað, eins og stefnt er að með því rarorkuverki sem nú er í smíðum og stækkun þess. Höfundur er fyrrverundi hitaveitustjóri í Keykjuvík. Fæst í bvogingauöruverslunum m land allt -ferðin gengur vel á Meindl ÚTILÍF GLÆSIBÆ • SÍMI581 2922 Skolvaskar Intra skolvaskamir eru framleiddir á vegg eða innfelldir í borð. Stæröir: 48 x 38 x 19 cm 54 x 45 x 23 cm Heildsöludreifing: Smiðjuvegi 11, Kópavogi .eM Síni 564 1088. lax 564 1089 gönguskór Meindl Arlberg barna- og unglingaskór Léttir gönguskór úr leðri og rúskinni með góðum sóla. ■þessir eru tika góðir í skólann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.