Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 40
jto MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Tvö kjördæmi í Reykjavík ÞAÐ þóttu mikil tíð- indi um allan heim þegar Berlínarmúrinn í Þýskalandi féll á sínum tíma. Þar með var kalda stríðinu á milli austurs og vesturs lok- ið og kommúnisminn liðinn undir lok. Ógn- arstjórn austursins var hrunin og vestrið hélt hmreið sína í austrið óg fólk sem hafði lifað við kúgun, morð og hungur var nú „frels- að“. Hvað gera þá ís- lenskir þingmenn? Jú, þeir koma með tillögu um nýja kjördæma- skipan sem byggð er á gamla austr- inu. Tillögu sem mun valda sundr- ungu, tortryggni og hatri á meðal fólks. Tillögu um einræði á vissu sviði. Munu þá ekki verða tveir sýslumenn yfír Reykvíkingum spyr Kristinn Haraldsson, og tveir borgar- stjórar hvor í sínu kjördæminu? Tillagan er þannig sett fram að ómögulegt er fyrir þingmenn kom- andi kynslóða að kynnast sínu kjör- dæmi persónulega og komast í snertingu við einstaklingana. Þing- «<enn framtíðarinnar munu verða menn sem eiga nóg af peningum og munu sitja á Alþingi í eiginhags- munaskyni. Þetta eru þingmenn auðugra fyrirtækja og auglýsinga- stofa. Auglýsingastofur munu blómstra fyrir hverjar kosningar í framtíðinni og fjölmiðlar munu moka inn peningum fyrir auglýsingar. Verkamenn og þeir lág- launuðu munu ekki eiga fulltrúa á þingi. Bilið mun breikka á milli þeirra fátæku og þeirra ríku og á endan- um yrði Island að litla Rússlandi þar sem til yrði viðurkennd lág- launastétt, það er þeir fátæku fengju ekki greidd laun sín eins og í Rússlandi og þeir ríku m.a. á Alþingi mundu bara hækka skattana til að greiða fjár- magnstapið. Berlínarmúrinn upp Kljúfa á Reykjavík í tvennt eins og Berlín á sínum tíma. Líklega verður dregin lína með Reykjanes- brautinni og þar með yrði risinn ímyndaður Berlínarmúr og stríð hæfist á milli kjördæmanna tveggja, stríð á milli austurs og vesturs. Við færum aftur í tíma og græfum upp löngu niðurlagðar stríðsaxir ung- linganna eins og í bíómyndinni um Benjamín dúfu. Þessir sömu ung- lingar sem nú eru orðnir fullorðnir mundu halda áfram orrustunni. Orrustunni á milli Vesturbæjar og Austurbæjar. Orrustan á milli Austurbæjar og Vesturbæjar yrði ekki háð í þetta sinn með lurkum og grjótum. Hún yrði háð með peningum og plotti. Þingmenn kjördæma Vesturbæjar og Austurbæjar myndu bítast um fjármagn til allskonar framkvæmda, gatna, stofnana og fl. Ekki skulum við gleyma að í hverju kjördæmi er flugvöllur og ef einhverjum þing- manninum dytti í hug að Austur- bærinn þyrfti á flugvelli að halda yrði barist um að fá hann með þeirri réttlætingu að flugvöllur væri nauð- synlegur þar sem Reykjavíkurflug- Kristinn Haraldsson völlur væri úr sér genginn. Senni- lega risi hann á Kjalarnesi. Munu þá ekki verða tveir sýslu- menn yfir Reykvíkingum og tveir borgarstjórar hvor í sínu kjördæmi? Það yrði annar sýslumaður í Austur- bænum en í Vesturbænum og lög- gæslan færi eftir því hvað þingmenn kjördæmanna legðu fram af fjár- magni með hrossakaupum og borg- arstjórinn yrði ekki einn heldur yrðu þeir tveh-, enda kjördæmin tvö. Það liði ekki langur tími eftir að búið væri að samþykkja tillöguna þar til Austurbæingar færu fram á að hafa sinn eigin borgarstjóra með vísun til Kópavogs því það sé í öðru kjör- dæmi. Greiðsla útsvars yrði misjöfn hjá Reykvíkingum eftir því hvoru kjördæminu þeir tilheyrðu. Skólarnir munu ala á ríg milli kjördæma og unglingarnir myndu safnast saman í hópum til þess eins að berja hvor á öðrum í hefndar- skyni fyrir misrétti, svona mætti lengi telja. Félagasamtök, hvað svo sem þau heita munu splundrast, sér í lagi stjórnmálafélög, góðgerðarfé- lög með félaga um alla Reykjavík munu ekki ná saman þar sem félags- menn yrðu í hvorir í sínu kjördæm- inu og fjármagninu stýrt eftir kjör- dæminu. Hvað með önnur kjördæmi? Ekki vil ég tjá mig um önnur kjördæmi að svo stöddu, en ég hef áhyggjur af því ef þessar tillögur ná fram að ganga að þeir þingmenn, sem að þeim stóðu, muni naga sig í handarbökin það sem þeir eiga eftir ólifað vegna þess glundroða sem þeir höfðu skapað meðal fólks með vanmati einu saman. Hver vill svona þjóðfélag? Vissulega eru þessar hugrenningar ýktar, en gætu þær orðið að veruleika við svona kjör- dæmaskipulag ef Reykjavík yrði skipt upp í tvö kjördæmi? Virðulegu þingmenn. Brennið þessar tillögur og komið með nýjar tillögur sem ríkja má sátt og samlyndi um svo ekki verði í framtíðinni þjóðsöngur Austurbæinga: Sjá roðann í austri, og Vesturbæinga: Sól rís, sól sest. Höfundur er í fulltrúaráði Alþýðuflokksins í Reykjavík. Mistök að hætta Lúxemborgarflugi -~v EINS og greint hef- ur verið frá í fjölmiðl- um, ætla Flugleiðir að hætta allri starfsemi í Lúxemborg, eftir nær 45 ára veru sína á staðnum. Það eiga sjálf- sagt margir erfitt með að skilja þessa ákvörð- un og hún kemur illa við marga hér. Þar að auki missir allt starfs- fólk Flugleiða hér i Lúxemborg vinnuna. Það er ekki lengra síðan en 1995, að haldið var upp á það með pompi og prakt, að -Lúxemborg var besti sölustaður Flugleiða. Nú, þremur árum síðar, er því svo haldið fram að Lúxemborgarskrifstofan borgi sig ekki. Samt er það svo, að hver sem reynir að panta flug með Flugleið- um í dag, kemst að því, að nú þegar er fullbókað í flest flug á vegum Flugleiða langt fram í tímann. Þannig er til dæmis orðið nær ómögulegt að fá flug um páskana 1999. Auðvitað verður alltaf tap á einstökum flugferðum, en hver hef- ur nokkurn tímann heyrt af 100% sætanýtingu hjá flugfélögum, sér- ♦staklega á þeim krepputímum sem nú eru í heiminum? Og ástandið breytist síst til batnaðar þótt menn skelli í lás og hlaupist á brott. Þeir sem tóku þessa ákvörðun hljóta að búa á einhverri annarri plánetu, ef þeir halda að ferðamenn frá París eða Frankfurt flykkist til Llands í kjölfarið. Yfir veturinn, 'pegar vart sést til sólar á íslandi, er tæplega hægt að gera ráð fyrir fullum vélum af Þjóðverjum eða Frökkum á þessum leiðum. Útilegur og skemmtireisur í niða- myrkri islenska vetrar- ins eru nefnilega ekki mjög aðlaðandi fyrir þetta fólk frekar en aðra. Og á háannatíma sumarsins bjóðast aðrir valkostir. Þannig má nefna að Þjóðverjar, svo dæmi sé tekið, fljúga gjarnan með sín- um eigin flugfélögum til íslands, enda bjóða þau flug á mjög hag- stæðu verði frá hinum ýmsu borgum Þýskalands. Astæðan, sem gefin hefur verið upp fyrir lokun Lúxemborgarskrif- stofunnar, er sú, að Flugleiðir hygg- ist einbeita sér að þvi að fljúga með ferðamenn til Islands. Það er meira en lítið vafasamt, að flugfélagið lifi af ef þetta verður uppi á teningnum. Og farþegar, sem ætla til Amer- íku, koma tæpast til með að fljúga þangað með Flugleiðum frá París eða Frankfurt, þegar þeir geta valið milli þess að komast yfir Atlantshaf- ið á sjö tímum með flugfélögum eins og Lufthansa eða Air France annars vegar, eða eyða í það tíu til ellefu klukkustundum með stoppi á íslandi hins vegar. Það virðist ekki komast inní kollinn á sumum stjómarmönn- um Flugleiða, að samkeppnin í þess- um tveimur stórborgum er mun harðari en víðast hvar annars staðar. Þá hefur Lúxemborg þann kost, Það væri affarasælla að beita niðurskurðar- hnífnum á hið alltof stóra og þunglamalega skrifstofubákn stjórnar fyrirtækisins í Reykja- vík, segir Marc Origer, fremur en að leggja niður starfsemina í Lúxemborg. umfram bæði París og Frankfurt, að hér eru lendingargjöld tiltölulega lág, á meðan hinir tveir flugvellimir eru á meðal þeirra dýrastu í heimin- um. Annað, sem Lúxemborg hefur framyfir þessa risaflugvelli, er að öll afgreiðsla farþega, hvort sem þeir era að koma eða fara, gengur hratt og auðveldlega fyi’ir sig. Það læðist því að manni sá granur, að París og Frankfurt séu á einhvem hátt „fínni“ flugvellir í hugum einhverra herra- manna, en þessi fínheit gætu reynst býsna dýrkeypt þegar fram líður. Það væri affarasælla að beita nið- urskurðarhnífnum á hið alltof stóra og þunglamalega skrifstofubákn stjórnar fyrirtækisins í Reykjavík, fremur en að leggja niður starfsem- ina í Lúxemborg. Að öðram kosti er þess vart langt að bíða, að Flugleiðir leggi upp laupana fyrir fullt og allt. Höfundur er opinber starfsmaður í Lúxemhorg. Marc Origer Staðlar í dagsins önn í DAG er alþjóðlegi staðladagurinn og er þess minnst víðsvegar um heim, en Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO vora stofnsett á þessum degi árið 1946. Yfir- skriftin er að þessu sinni „staðlar í dagsins önn“. Af því tilefni er rétt að staldra við og hugleiða hvaða hlut- verki staðlar gegna og hvaða áhrif þeir hafa á daglegt líf okkar í leik og starfi. Á síðustu árum hefur viðskiptaumhverfi heimsins gjörbreyst. Nýir markaðir hafa opnast og aðrir jafnframt liðið undir lok. Heimurinn er að verða að einu allsherjar mark- aðssvæði, sem hefur m.a. leitt til þess að neytendavara streymir milli í tilefni alþjóðlega staðladagsins er rétt að staldra við, segir Birna Hreiðarsdóttir, og hugleiða hvaða hlut- verki staðlar gegna. landa svo til óheft. En neytendur verða að vera vel á verði og krefjast þess að vörar séu ódýrar án þess að það komi niður á gæðunum og kröf- um um öryggi. Hér gegna staðlar mikilvægu hlutverki, en þó svo að við leiðum hugann sjaldan að stöðl- um er ákaflega erfitt að ímynda sér nútíma líf án þeirra. Við gerð staðla er almennt leitast við að hafa það að leiðarljósi að gera daglegt líf okkar þægilegra, einfald- ara og öraggara með því að taka til- lit til þátta svo sem öryggis, heilsu og verndunar umhverfis. Svo dæmi sé tekið þá finnst öllum sjálfsagt að geta notað bankakort hvar sem er í heiminum, en fæstir leiða hugann að því að stærð kortanna er stöðluð, samkvæmt staðlinum á þykkt bankakorts að vera 0,76 mm, hvorki meira né minna. Það er afar út- breiddur misskilningur að staðlar leiði til minni fjölbreytni í vöru. Eins og margir eflaust minnast náðist ekki á sínum tíma sátt um einn stað- al fyrir myndbönd, og varð niður- staðan sú að tvenns konar staðlar voru til, það er fyrir Beta-kerfið og VHS-keríið. Þar sem myndbands- spólur voru mismunandi fyrir hvort kerfið, varð neytandinn að halda sig við sama kerfið við endurnýjun á myndbandseign sinni og þar með skertist úrvalið um helming, sem hann hafði úr að velja. Staðlaráð íslands er aðili að evr- ópsku staðlasamtökunum CEN, en á þeirra vegum voru nýlega sam- þykktir staðlarnir EN 1176, sem fjalla um leikvallatæki. Höfðu full- trúar neytenda mjög þrýst á um gerð slíkra staðla. Tilgangur með gerð staðlanna er að skapa börnum öruggara umhverfi á leikvöllum þar sem þau geta fengið eðlilega útrás fyrir leikjaþörf, án þess að þeim sé hætta búin umfram það sem ófyrir- sjáanlegt er miðað við þá þekkingu og reynslu sem fyrir hendi er. Leik- vallastaðlarnir eru valkvæðir, þ.e. framleiðendum leikvallatækja er í sjálfs vald sett hvort þeir taka upp nýju staðlana við framleiðsluna. Ýmsar ástæður geta legið til þess að þeir kjósi að gera það ekki, og er ástæðan oftar en ekki að það hefur kostnað í for með sér í upphafi að þróa framleiðsluferli sem byggt er á stöðlum. Á vöra sem framleidd er í samræmi við staðla koma oftast fram upplýsingar þar að lútandi. Neytendum er bent á að kynna sér hvort til era staðlar um vöra sem ætlunin er að festa kaup á, einkum ef um er að ræða flókna hluti, sem mikilvægt er að uppfylli öryggis- kröfur. Reyndar hafa drögin að leik- vallastöðlunum verið vel kynnt hér á landi, og því er eftirleikurinn auðveldari. Slys á börn- um eru mikið áhyggju- efni, og ef við getum fækkað þeim með kaupa leikvallatæki sem framleidd er í sam- ræmi við öryggisstaðla, ber okkur einfaldlega að leita eftir slíkum tækjum. Hér skal enn- fremur sérstök áhersla lögð á, að einkum er verið að samræma (staðla) prófunarað- ferðir og öryggisatriði, t.d. lágmarkslengd milli rimla í klifurgrindum, svo að ekki sé hætta á að börn geti festst með höfuðið á milli rimlanna, útlit tækjanna er eftir sem áður jafnt misjafnt og framleiðendurnir eru margir! Staðlar era afar misjafnir að inni- haldi, sumir eru flóknir og til fróð- leiks má geta þess að staðall um far- síma er 12.000 blaðsíður. Hins vegar eru til einfaldari staðlar sem neyt- endur nota í daglegu lífi, án þess kannski að gera sér grein fyrir því að um staðla er að ræða. Gott dæmi er íslenskur staðall, ÍST EN 23758:1993, Trefjavörar - meðferð- armerkingar með táknum. Sá staðall fjallar um þvottamerkingar, þ.e. lýs- ingar og skilgreiningar á táknum sem notuð era á fatnaði til að gefa til kynna aðferð við þvott, straujun, klórbleikingu, hreinsun og þurrkun. I stað þess að framleiðendur þurfi hver fyrir sig að setja meðferðar- leiðbeiningar á fatnað notast þeir við staðlaðar merkingar, sem gera það að verkum að ekki er þörf á texta til að veita ofangreindar upplýsingar. En til að slík tákn og merki komi að notum verða neytendur að kunna skil á þýðingu þeirra. í næsta tölu- blaði Neytendablaðsins verður yfir- lit yfir ýmis stöðluð merki og tákn á neytendavöra og útskýringar á merkingu þein-a. Þetta yfirlit er unnið af markaðsgæsludeild Lög- gildingarstofu í samvinnu við sam- ráðshóp um öryggis- og staðlamál, en í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Staðlaráði Islands, Samkeppnis- stofnun, Umferðarráði, Neytenda- samtökum, Vinnueftirliti ríkisins, Lyfjanefnd, Hollustuvernd, við- skiptaráðuneyti, auk Löggildingar- stofu. Alþjóðlegir staðlar stuðla að auknum alþjóðaviðskiptum, því með þeim er tryggt að samræmdar kröf- ur sem koma fram í stöðlum gilda hjá öllum aðildarlöndum ISO, Al- þjóða staðlastofnuninni, en þau eru um 130 talsins. Yfir helmingur Evr- ópustaðla eru jafnframt alþjóðlegir staðlar en með samþykkt GATT- samningsins mun gerð og notkun staðla óefað stóraukast í framtíðinni, og þar með mikilvægi þeirra. Mikilvægt er að stjórnvöld beiti sér fyrir því að framleiðendur noti í auknum mæli staðla við framleiðslu á vöru, en með því móti er sam- keppnishæfni íslenskrar framleiðslu best tryggð. Ljóst er að slíkt út- heimtir vinnu og fjármagn. Það hef- ur hins vegar sýnt sig að slíkur stuðningur hefur skilað sér margfalt til baka í auknum útflutningi. Með því að framleiða vöra í samræmi við evrópska staðla opnast 370 milljóna manna markaður, í stað þess að framleiðslan miðist einungis við inn- anlandsmarkað. Og þegar stjórn- völd og innlendir framleiðendur hafa áttað sig á þessum möguleikum, verður ekki lengur þörf á að hvetja íslendinga til að velja íslenskt, ein- ungis af því að varan er íslensk, heldur af þvi að hún er framleidd eftir ströngustu kröfum og því fylli- lega samkeppnishæf á við innflutta vöra. Höfundur er deildai-stjóri nmrknös- gæsludeildar Löggildingarstofu og fulltrúi íslands f ANEC, samtökum ncytenda á sviði staðlamála á EES. Birna Hreiðarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.