Morgunblaðið - 14.10.1998, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jenný Dagbjört
Jóramsdóttir
var fædd í Bergvík í
Leiru 13. júní 1901.
Hún lést á Garð-
vangi, vistheimili
fyrir aldraða, í
Garði 4. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ragnhildur Péturs-
dóttir frá Bergvík í
Leiru, f. 12.5. 1877,
d. 18.11. 1963 og
Jóram Filippus
Jónsson sjómaður,
frá Melbæ í Leiru, f.
24.7. 1869, d. 12.5. 1910. Systk-
ini Jennýjar voru Guðrún
Oktavía, f. 13.10. 1899, d. 20.6.
1982, Sigurðína Ingibjörg, f.
25.11. 1903, d. 24.7. 1975, Pétur
Friðrik, f. 18.10. 1906 og
Sveinsína Guðrún, f. 20.7. 1909,
d. 5.2. 1992.
Jenný giftist Ragnari Jóni
Guðnasyni vélstjóra 12.8. 1921.
Þau eignuðust þrjár dætur,
Jórunni Bergheiði, f. 2.1. 1922,
d. 1.4. 1953, gift
Kristni Þorbergs-
syni, f. 28.5. 1918, d.
7.7. 1962, Ragnhildi,
f. 21.10. 1927, gift
Skúla Eyjólfssyni, f.
14.8. 1924 og Guð-
nýju Sigurbjörgu, f.
25.2. 1929, gift Þor-
birni Kjærbo, f. 27.3.
1928. Barn Jórunnar
og Kristins er Geir-
mundur, f. 9.2. 1944,
kvæntur Stefaníu
Vallý Sverrisdóttur,
f. 25.1. 1946. Börn
þeirra eru, Kristín
Jórunn, Sverrir Hartvig og Guð-
munda Margrét. Börn Ragnhild-
ar og Skúla eru Ragnar Jón, f.
9.12. 1946, í sambúð með Bryn-
dísi Þorsteinsdóttur, f. 3.10.
1955. Börn þeirra eru Þorsteinn
Lár., Ragnar Jón og Styrmir.
Selma, f. 3.4. 1951, gift Matthíasi
Sigurðssyni, f. 13.7. 1952. Börn
þeirra eru Ragnhildur, Sigurður
Vignir, Davíð og Vigdís. Jórunn
Dagbjört, f. 19.12. 1953, gift
Árna Má Ámasyni, f. 2.12.
1959. Börn þeirra eru Birkir
Már og Jafet Már. Jórunn Dag-
björt átti áður Skúla og Árna
Frey með fyrri manni sínum,
Sigurði Haraldssyni. Elsa Ina,
f. 1.6. 1957 gift Guðna Birgis-
syni, f. 16.8. 1956. Börn þeirra
eru Guðrún, Björgvin og Vikt-
or. Kristinn, f. 8.6. 1963 kvænt-
ur Drífu Daníelsdóttur. Börn
þeirra era Anna Kristín, Iris
Thelma og Arnór Dan. Börn
Guðnýjar og Þorbjörns eru
Guðni Björn, f. 3.7. 1952 í sam-
búð með Gerði Guðmundsdótt-
ur, f. 15.2. 1955. Börn þeirra
eru Þorbjörn Emil og Tinna
Eir. Jóhann Rúnar, f. 31.5. 1957
kvæntur Elísabetu Guðrúnu
Þórarinsdóttur, f. 21.2. 1957.
Börn þeirra eru Guðný Björg,
Þórunn Kristín, Bryndís Jenný
og Eydís Sjöfn. Einnig hafa
bæst í hópinn 2 langa-
langömmubörn sem heita Geir-
mundur Ingi, sonur Kristínar
Jórunnar Geirmundsdóttur og
manns hennar Eiríks Reynis-
sonar, og Ari Leifsson, sonur
Ragnhildar Matthíasdóttur og
manns hennar Leifs Arasonar.
Utför Jennýjar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
JENNY DAGBJORT
JÓRAMSDÓTTIR
* Amma mín, Jenný Dagbjört
Jóramsdóttir, fæddist í Bergvík í
Leiru 13. júní 1901. Þar ólst hún
upp til 9 ára aldurs, en þá fluttist
móðir hennar, Ragnhildur Péturs-
dóttir, til Reykjavíkur með þrjár
elstu dætur sínar, Guðrúnu,
Jennýju og Sigurðínu, eftir að eig-
inmaður hennar, Jóram Filippus,
drukknaði í sjóróðri hinn 12. maí
1910. Tvö þau yngstu, Pétur og
Sveinsínu, lét hún í umsjón til
góðra ættingja og vina.
* I þá daga voru ekki neinar
ekkna- né barnabætur og taldi
móðir ömmu sem þá stóð ein uppi
með fímm börn, það elsta 10 ára og
það yngsta aðeins eins árs, að betri
afkomumöguleika væri að fínna í
höfuðborginni. Þessi atburður hafði
mikil áhrif á ömmu, enda hafði hún
verið mjög hænd að fóður sínum og
má segja að hún hafi ætíð syrgt
þennan ótímabæra fóðurmissi.
Brottflutningurinn úr Leirunni
hafði líka djúpstæð áhrif á hana og
talaði hún oft um Leiruna sína og
það hvað þar hefði búið gott fólk.
Þegar til Reykjavíkur kom vann
móðir Jennýjar hörðum höndum öll
þau störf sem til féllu. Unnið var í
_>físki, þvottum, farið í vinnu-
mennsku, allt til að framfleyta sér
og dætrum sínum. Amma Jenný
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
I blómaverkstæði 1
I Binna I
Skólavörflustíg 12.
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
talaði oft um það hversu hörð lífs-
baráttan var á þessum árum og
hvað vinnudagurinn hefði verið
langur. Algengt hefði verið að
mamma sín hefði þurft að vakna
eldsnemma og ganga langa leið í
hvaða veðri sem var inn í Þvotta-
laugar til að þvo þvotta fyrir fólk.
Skólaganga ömmu var ekki löng.
Hún gekk í Miðbæjarbarnaskólann
og talaði hún oft um það, hvað hún
hefði haft góða kennara. I þá daga
hefðu kennaramir ávallt verið
þéraðir, eitthvað annað en tíðkast
nú til dags. Amma var mjög næm
og vel gefín og ef efni og aðstæður
hefðu verið fyrir hendi hefði hún
örugglega gengið menntaveginn
eins og sagt er. Hún var mjög ljóð-
elsk og hafði yndi af bókmenntum
og las mikið alla tíð. Þá starfaði hún
mikið í KFUM og K hjá séra Frið-
riki Friðrikssyni sem hafði mikil
áhrif á lífsviðhorf hennar.
Þegar móðir þeirra hafði komið
dætrum sínum á legg fóru þær að
vinna fyrir sér og réðust tvær
þeirra til Keflavíkur. Þar kynntust
þær eiginmönnum sínum og ílent-
ust þar. Jenný amma giftist 12.
ágúst 1921 afa mínum, Ragnari
Jóni Guðnasyni frá Keflavík. Giftu
þau sig á Utskálum í Garði og fóru
þau fótgangandi báðar leiðir. Ragn-
ar Jón og Jenný eignuðust þrjár
dætur, Jómnni Bergheiði sem lést
langt um aldur fram og varð það
þeim mikill harmur. Hinar tvær
dæturnar em Ragnhildur og Guðný
Sigurbjörg og búa þær báðar í
Keflavik. Afkomendur ömmu era
nú orðnir 38 talsins.
Hér á áram áður höfðu amma og
afi mikið yndi af ferðalögum. Ferð-
uðust þau um landið þvert og endi-
langt og þekktu það orðið mjög vel.
í þá daga var tjaldið haft meðferðis
og oftast var fundinn fallegur stað-
ur við lækjarsprænu til að tjalda á.
Kunnu þau margar skemmtilegar
sögur frá þeim ferðalögum, sem við
fengum að heyra.
Amma og afi vora ákaflega sam-
rýnd hjón. Heimili þeirra var ósköp
venjulegt íslenskt heimili sem
ávallt var gott að heimsækja. Og nú
þegar þessi aldamótakynslóð ömmu
og afa er óðum að hverfa af sjónar-
sviðinu skilja þau eftir ómetanlegan
arf til okkar kynslóðar. Öll getum
við verið þakklát þessari kynslóð,
sem man tímanna tvenna og lifað
0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
hefur meiri þjóðfélagsbreytingar
en nokkur önnur.
Amma mín. Nú að leiðarlokum
vil ég þakka þér og afa fyrir allt
gott sem þið vorað mér. Guð blessi
minningu ykkar.
Guðni Björn Kjærbo.
Þegar ég var barn áttu amma og
afi, Ragnar Jón Guðnason, heima á
Hafnargötunni £ Keflavík. Þar
fæddist ég og því æxlaðist það
þannig að heimili þeirra varð mitt
annað heimili. Amma hugsaði um
mig, gaf mér að borða, þvoði af mér
og jafnvel kenndi. Eg gekk út og
inn og hafði aðstöðu fyrir sjóstakk-
ana, háfana og allt veiðidraslið sem
fylgdi mér á þeim áram. Aldrei
sagði hún neitt en ætlaðist þó til að
ég passaði uppá hlutina mína og
héldi þeim til haga. Amma vildi
hafa heimilið sitt hreint og fallegt
og þannig var það. Allir hlutir á sín-
um stað.
En þrátt fyrir að ég hafi verið
svolítið baldinn og ef til vill tilætl-
unarsamur leið hún mér ýmislegt.
Og sitthvað reyndi hún að kenna
stráknum á þessum áram, fannst ef
til vill eitthvað vanta upp á
mannasiði og því um líkt og hver
veit nema eitthvað af því sem hún
prédikaði hafi að lokum síast inn í
kollinn á mér.
Eitt er víst að við amma áttum
heilmikil samskipti á þessum
bernskuárum mínum og þann tíma
sem ég varði með henni geymi ég
með sjálfum mér. Fyrir mér eru
þær stundir fallegar endurminning-
ar bemskunnar. Alltaf velkominn
eins og heimili þeirra væri mitt eig-
ið heimili og fyrir mér var það mik-
ils virði.
En nú þegar ég hugsa til baka
finnast mér orð mín lítils virði mið-
að við þær tilfinningar sem ég ber í
brjósti til ömmu og afa sem voru
mér alltaf svo góð. Eg vil þó að lok-
um þakka þeim fyrir allar samveru-
stundirnar og væntumþykjuna sem
þau ávallt sýndu mér.
Guð blessi minningu þeirra.
Ragnar Jón.
Hún amma Jenný er dáin 97 ára
að aldri. Mig langar að minnast
hennar lítillega. Amma var ákaf-
lega blíð manneskja, en umfram
allt var hún hógvær og lítillát. Hún
og afi, Ragnar Jón Guðnason,
bjuggu allan sinn búskap í Keflavík
og voru þau mjög samrýnd. Afi var
ekki „bara“ eiginmaður hennar
heldur líka hennar besti félagi. Og
þó svo að hún fussaði stundum yfir
uppátektarsemi hans, kætti það
hana bara, því hún vissi hvernig afi
var, alltaf að grínast og gera að
gamni sínu.
í æsku átti amma sér þann
draum að ganga menntaveginn. Sá
draumur rættist aldrei. Hún gekk í
Miðbæjarbarnaskólann og bjó að
því alla tíð. Hún hvatti okkur
krakkana til að læra og bar hag
okkar í þeim efnum fyrir brjósti og
lagði ríka áherslu á menntunina.
Mér er það minnisstætt að á mín-
um yngri árum sagði amma okkur
krökkunum margar sögurnar og
þegar maður hugsar til baka furðar
maður sig á því hversu margar sög-
ur og ævintýri hún kunni, að maður
tali nú ekki um allar bænirnar og
sálmana sem hún kunni utanbókar.
Hún hafði mikið að gefa. Alltaf að
ráða manni heilt og gefa okkur holl
ráð til að fara eftir í lífinu.
Hún var talsverður heimspeking-
ur í sér, talaði um það að mennirnir
væru misjafnir, en það væri bara
gott. Við skyldum ekki troða hvert
á öðra, heldur leyfa öðram að njóta
sín, hvernig svo sem við væram
gerð. Við sóttum því talsvert í að
vera hjá henni og alltaf tók hún vel
á móti okkur krökkunum þegar við
litum inn til hennar. Og meðan hún
hlustaði á okkur krakkana segja frá
því sem við vorum að gera, gaf hún
okkur heitt súkkulaði og pönnukök-
ur. Og endrum og sinnum þegar
maður lagðist í rúmið, kom hún og
sat hjá manni og stjanaði við mann.
Þannig var amma, ávallt reiðubúin
að hjálpa okkur og leggja öðrum lið
í bágindum sínum. Amma var sem
betur fer nokkuð heilsuhraust
manneskja, en fyrir rúmum tuttugu
árum fékk hún heilablóðfall og lam-
aðist öðram megin. Þetta fékk mik-
ið á hana, en hún lét þó ekki bugast
og reyndi áfram eftir því sem hún
gat að gleðja aðra og láta gott af
sér leiða. Elsku amma mín! Eg
þakka þér fyrir þá miklu gjöf sem
þú gafst mér, en það var tíminn
sem við áttum saman.
Blessuð sé minning þín. Hvíl þú í
friði.
Hans vegur er vænghaf
og geiminn þér guð gaf
um eilífð sem einn dag
hans frelsi er faðmlag.
(Ingimar Sig.)
Jórunn D. Skúladóttir.
Hún amma Jenný er dáin. Hún
var orðin fullorðin kona og líkam-
inn farinn að gefa sig, en hugsunin
var skýr og heilbrigð. Alltaf hvíldi
mikil ró yfir henni og það var gott
að vera í návist við hana. Ur sjóði
minninganna frá bernsku minni
streymir þakklæti i'yrir umburðar-
lyndi hennar við mig þegar ég var
lítil,
Ég minnist þess þegar hún sat
við rúmið mitt og sagði mér sögur
og lét mig fara með faðirvorið og
kenndi mér sálma. Ég naut þeirra
forréttinda að koma heim úr skól-
anum og eiga ömmu sem stóð oft á
tíðum í eldhúsinu og bakaði kleinur
eða pönnukökur. Það var notaleg
heimkoma. Fögur minning mín um
ömmu mun verða ljós á lífsins leið.
Mig langar að lokum að láta
fylgja með fyrstu bænina sem hún
kenndi mér.
„Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ.virztmigaðþértaka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.“
Guð veri með þér elsku amma
mín.
Selma.
Amma Jenný, nú er þinn tími
kominn og þú hefur að lokum hitt
þína nánustu, afa, Jórunni, Kristin
og alla þá er þér þótti svo vænt um
og eru farnir frá okkur. Á þessari
stundu rifjast upp góðar minningar
um gamla tíma. Það voru ófáar
ferðirnar sem ég kom á Hafnargöt-
una til þín og afa, Ragnars Jóns.
Þar var alltaf ró og friður. Það eina
sem gat rofið þögnina var hláturinn
hans afa. Þar að auki var þetta eini
staðurinn sem litlum stelpum var
boðið upp á „kaffi og bleytt“. Ekki
var verra að fá að fara í sendiferðir
til Stefáns í Breiðabliki. Já, amma
mín, margs er að minnast og hægt
væri að telja upp ýmislegt, en ró og
friður er það sem ríkti yfír þér og
það besta sem þú gerðir var að vera
komin undir sæng með góða bók,
alltaf svo dugleg að lesa og prjóna
meðan heilsan leyfði.
Amma mín, þú varst líka mjög
trúuð kona og þá fylgdi alltaf er
eitthvað var gert fyrir þig, „Guð
launi þér“. Þetta voru notaleg orð
sem umvöfðu okkur kærleika og
mættu oftar fylgja í dag. Ég þakka
þér, amma mín, fyrir samfylgdina
og ég veit að þú ert nú komin á feg-
urri og betri stað.
Ég, Guðni og börnin okkar, vott-
um þér, mamma mín, Lillu, Geira
og fjölskyldum ykkar, samúð okkar
og vil ég þakka ykkur fyrir góða
umönnun á ömmu, það sýnir okkar
sem yngri erum góða fyrirmynd.
Elsa Ina.
Þann 4. október síðastliðinn lést
á Garðvangi, dvalarheimili aldr-
aðra í Garði, Jenný D. Jóramsdótt-
ir 97 ára að aldri. Þar hafði hún
dvalið í hartnær 19 ár og notið
ágætrar umönnunar sem ber að
þakka.
Jenný amma eins og ég og
íjölskylda mín kölluðum hana var
okkur afar kær, enda á ferðinni
bráðgreind kona, myndarleg hús-
móðir og góður félagi. Hún var
hlédræg, lét ekki mikið á sér bera
við dagleg störf en gaf mikið af sér
þegar því var að skipta. Ég fór
ekki varhluta af þessum eiginleik-
um ömmu eftir andlát móður
minnar árið 1953 en upp frá því
varð heimili hennar og Ragnars
Jóns afa opið mér og föður mínum.
Hún lagði sig fram um að gera
okkur lífið eins þægilegt og unnt
var, og hjá henni og afa átti ég
mitt annað heimili. Við fráfall föð-
ur míns flutti ég alfarið til þeirra
og naut umhyggju síðustu upp-
vaxtarárin.
Ég hef stiklað á stóra yfir tímabil
sem bar merki sorgar og söknuðar,
en jafnframt tímabil þroska og
gleði sem Jenný amma var stór
þáttakandi í. Fyrir styrk og hjálp
hennar stend ég í ævarandi þakkar-
skuld.
Árið 1965 verða þáttaskil í sam-
skiptum okkar ömmu, en þá stofna
ég mitt eigið heimili. Reyndist hún
mér og eiginkonu minni sem best
verður á kosið, og síðar bömunum
okkar hin besta langamma, sem
vakti stöðugt yfir velferð þeirra
fram á hinstu stund.
Við kveðjum þig með söknuði, og
biðjum góðan Guð að blessa þig.
Geirmundur, Vallý
og fjölskylda.
Elsku frænka, ég kveð þig með
trega. Þegar fólk er komið mikið
yfír nírætt er ljúft að fá hvíld, frá
hrumum líkama, og andinn getur
flogið frjáls og glaður til himin-
slóða.
En samt, þeir sem eftir lifa,
sakna, að geta ekki lengur strokið
máttlausa hönd, og kysst fölan
vanga, og talað blíðlega til viðkom-
andi.
Ég er þakklát, Jenný mín, fyrir
að hafa fengið að kynnast þér, og
meðan þú varst með þitt eigið
heimili. Hvað þú tókst alltaf vel á
móti mér.
Það var ekki til neitt gróft í þínu
fari, þú varst svo viðkvæm og ljúf.
Hvíl í friði.
Þín frænka,
Sigurrós.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.