Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 46

Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær bróðir okkar, ARINBJÖRN ÞÓRARINSSON, lést á Landspítalanum mánudaginn 12. október. Fyrir hönd aðstandenda, systkinin. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI SIGURÐSSON frá Vindási, Klapparholti 12, Hafnarfirði, lést á sjúkrahúsinu Sólvangi laugardaginn 10. október. Bjarnfríður Guðmundsdóttir, Sigurður H. Gíslason, Sigurleif E. Andrésdóttir, Margrét Gyða G. Wangen, Per A. Wangen, barnabörn og barnabarnabörn. MAGGISIGURKARL SIGURÐSSON + Maggi Sigurkarl Sigurðsson fæddist í Vonarholti í Strandasýslu 20. mars 1933. Hann lést Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður Helgason og Guðrún Júlíana Jónatans- dóttir. Hann giftist eftirlifandi maka sínum, Unni Hafliða- dóttur, árið 1963 og áttu þau saman 5 böra. Utför Magga fór fram frá Grafarvogskirkju hinn 18. sept- ember. Elsku pabbi okkar. Nú er víst komið að kveðjustund. Við sitjum héma saman, börnin þín, og minningamar hrannast upp. Það er erfitt að hafa þig ekki hjá okkur lengur, því þú varst okkar fasti punktur í tilvemnni, rólegi sterki pabbinn sem var alltaf til staðar fyrir okkur. Þú hafðir alltaf tíma til að hjálpa og leiðbeina, ræða um vandamál daglegs lífs eða bara spjalla um daginn og veginn. Það var svo gott að tala við þig, því þú talaðir við okkur eins og jafningja og virtir skoðanir okkar frá fyrstu tíð. Við eig- um svo góðar minning- ar saman, sem gera okkur nú kleift að brosa í gegnum tárin þótt við höfum misst svo mikið. Fjöldskylduútileg- urnar þar sem allir urðu börn. Stundirnar heima við eldhúsborðið þai’ sem var spilað teflt, spjallað og hlegið fram á nætur. Þær ófáu stundir sem þú sast yfir okkm’ við heimanámið og gilti þá einu hvort þú hafðir lært námsefnið, þú lærðir það þá bara um leið til þess að geta kennt okkur það og öll munum við eftir „sunnudags skúffukökunum" gerðum eftir pabbauppskrift, sem bragðaðist aldrei eins. Barnabömin þín þrjú, litlu óláta- belgirnir, áttu þig ávailt vísan. Þú hafðir svo oft tíma og orku fyrir þau. Sögustundir, leikir og grúskað í ótrúlegustu hlutum, hlýjan og væntumþykjan þannig að þau dýrk- uðu þig öll. Ef til vill lýsa ljóðin þín þér og viðhorfum þínum best, húmornum og hvemig þú orðaðir hlutina, eins og t.d. eftirfarandi: Ég vildi ég væri voldugur smiður, verðldin skyidi rífast niður, svo ekki stæði steinn y&' steini, er stæði þar öðrum að meini. Svo skyldi ég upp byggja allan heiminn á ekkert skyldi ég vera gleyminn. Sólina skyldi ég skapa að nýju, þá skyldi hún veita betri hlýju. Máninn skyldi þá skarta betur og skærar, og ftillur í allan vetur. Stjömurnar yrðu stórum færri, stæðu víðar og dálítið nærri. Nokkrar hmdi ég á loftið heima, svo léttara yrði mér sorgum að gleyma. Jörðin yrði með öðrum háttum allstaðar sunnar með björtum náttum. Sátt og eining allstaðar ríki ó lög og sundrung burtu víki. Heill sé nýju himnaríki. Við kveðjum þig, pabbi, með virðingu ást og söknuði og biðjum guð að geyma þig þar til við hitt- umst á ný. Hafliði, Oskar, Viðar, Margrét og Ninja. + Faðir okkar, HALLDÓR GÍSLASON frá Halldórsstöðum, lést á dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, mánudaginn 12. október. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hins látna. + Móðursystir mín, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Grundarstíg 9, verður jarðsett frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 15. október kl. 10.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ida Sigríður Daníelsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR VALDIMAR HÚNFJÖRÐ KRISTMUNDSSON, Hólabraut 14, Skagaströnd, sem lést á Landspítalanum 9. október, verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 17. október kl. 14.00. Jóhanna Hallgrímsdóttir, Jakob Skúlason, Sævar Hallgrímsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Axel Hallgrímsson, Herborg Þorláksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFlA bogadóttir breiðfjörð, Laugateigi 27, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 16. október kl. 13.30. Eiður Breiðfjörð, Guðmundur Bogi Breiðfjörð, Bertha R. Langedal, Leifur Breiðfjörð, Sigríður Jóhannsdóttir, Gunnar Breiðfjörð, Elfn Aune, barnabörn og barnabarnabarn. SIGRIÐUR JONA ÓLAFSDÓTTIR + Sigríður Jóna Ólafsdóttir var fædd 31. júlí 1912 í Efra-Haganesi, Fljótum í Skaga- firði. Hún lést á Ljósheimum, Sel- fossi, 1. október síð- astliðinn og fór út- for hennar fram frá Selfosskirkju 10. október. Vorið 1955 fluttu hjón á besta aldri ofan úr Kjós að Austurkoti í Sandvíkurhreppi og hófu þar árang- ursríkan búskap sem stóð í næstu 17 ár. Það voru þau Pétur M. Sig- urðsson og Sigríður Jóna Ólafsdótt- ir sem nú er kvödd. Koma þeirra Sign'ðar og Péturs í Sandvíkurhrepp markaði umtals- verð tímamót. Þau hjón voru bæði af bændaættum norðanlands, en Sigríður var frá Efra-Haganesi í Fljótum. Þau höfðu sest að í Reykjavík þar sem Pétur, útlærður mjólkurfræðingur, gegndi stöðu stöðvarstjóra við Mjólkurstöðina 1938- 1954. En jafnframt því sóttu þau hjónin aftur út í sveitina, keyptu Hurðarbak í Kjós 1951 og ráku þar búskap í hjáverkum næstu fjögur árin. Þau Sigríður og Pétur vildu vera heil í hverju verki og nú slógu þau sér niður á jörð í Flóanum, í ókunnu umhverfi og öllum óþekkt. En bú- skapur þeirra í Austurkoti varð miki] sigurganga. Kúabú þeirra var arðsamt og þau gáfu sig alveg að sveitastörfunum, jafnframt því sem Pétur varð lífíð og sálin í félagsmál- um bændanna í umhverfi sínu. Hann lenti fljótt í stjórn Búnaðarfé- lags Sandvíkurhrepps og var for- maður þess 1962-1977. Félagið tók upp fjölbreytta starfshætti undir stjóm hans, gekkst fyrir fræðslu- ferðum og hélt kynningarkvöld með góðum fyrirlesurum og þá jafnan á heimili formanns. Það er hér sem ég vil staldra við og minnast Sigríðar. Hljóðlát var hún í starfí sínu, en vel gekk undan henni hvar sem hún tók til hendi og aldrei taldi hún eftir sér risnu á heimilinu. Þar var gestaboð nótt sem nýtan dag og ég veit að aldrei tóku þau hjón krónu fyrir. I sama hljóðláta kyrrþey studdi hún bónda sinn til margra annarra félagslegra verka, sem hann vann flest útifrá, og þegar slík verk gengu út yfír mjaltir og önnur föst verkefni heima var Sigríður alltaf klár á vaktinni - enda vissu allir að Pét- m- bjó ekki einn. Er þau hjón létu af búskap og keyptu sér einbýlishús á Selfossi fluttu þau þennan anda með sér. A Engjavegi 67 stóð alltaf opið hús iyrir gömlu sveitung- ana og Pétur var í hálf- an næsta áratug að ljúka störfum sínum fyrir sveitina. Reyndar held ég að þessi mót- taka hjóna hafí staðið framundir þetta og örskammt er síðan ég sótti þau hjón heim og naut þar frábærrar móttöku sem alltaf fyrr. Ég hygg því að ég mæli fyrir munn sveitunga minna er ég þakka Sigríði hin hljóðlátu merkisstörf er hún vann fyrir lítið og gott samfélag og bið Pétri og börnum þeirra allrar Guðs blessunar. Páll Lýðsson. Ætla mætti að margs væri að minnast þegar við kveðjustund er litið yfir 60 ára náin kynni. Svo er líka, en þegar ég hugsa til Sigríðar og hennar happafjölskyldu, þá er einhver leit óþörf, eitthvað sem er fjarlægt. Persónuleikinn, glaðværð, hlýleiki og hjálpsemi breyttist ekk- ert þótt hver áratugurinn af öðrum liði hjá. Síðustu 2-3 árin voru nokk- uð erfið, þá ekki síst fyrir hennar einstaka eiginmann, eftir að minnis- leysi fór að gera vart við sig hjá henni. Sigríður var heppin með sitt ævi- skeið. Fædd og uppalin á fjölmennu gamalgrónu heimili, störfin fjöl- breytt á hlunnindajörð, aðalsímstöð sveitarinnar á heimilinu og þorps- myndun og verslun við túnfótinn svo að segja. Faðirinn, Ólafur Jóns- son, ættaður úr Kjós, hafði haslað sér völl í verslunarrekstri í Reykja- vík, en tilviljun olli því að hann fór með systur sinni og mági, sr. Jón- mundi Halldórssyni, norður að Barði í Fljótum. Móðirin, ung stúlka sem orðin var landeigandi, Jórunn Stefánsdóttir, kaus þennan Sunnlending fyrir lífsförunaut. Ég minnist hálfsmánaðar dvalar á þessu heimili þegar ég var 13 ára gamall. Við vorum þarna fimm eða sex, úr Reykjavík og Húnaþingi, all- an þann tíma. Það var ekki að sjá að heimilið munaði mikið um þennan fjölda, líklega fáir dagar ársins án gesta, gestir aðeins nauðsynlegt krydd í tilveruna. Mun Ólafur alla tíð hafa hneigst til góðra vina funda. Foreldrarnir stuðluðu að mennt- un barna sinna eins og hæfílegt þótti á þeim tíma. Sigríður við nám á Laugarvatni og ísafirði. Athafna- svæðið Siglufjörður skammt undan, þar sem unga fólkið fann peninga til frekari athafna. Þetta er í mínum huga æskuumhverfi Sigríðar Ólafs- dóttur, og hefði margur á þeim tíma mátt vel við una. Þegar Sigríður kom í heiminn í Efra-Haganesi sumarið 1912 átti þar heima fímm ára drengur. For- eldrar hans, Sigurður Helgi Sig- urðsson og Margrét Pétursdóttir, höfðu ári áður flutt frá Siglufirði, þar sem þau stunduðu verslun. Árið 1913 flytja þau á Blönduós, þar sem Sigurður Helgi fór til starfa hjá tengdaföður sínum, Pétri Péturs- syni, sem þar stundaði mikla versl- un. Þetta kjarnafólk var komið á heimaslóðir. Litli drengurinn, Pétur M. Sigurðsson, skildi við ársgamla heimasætuna í Haganesi. Leiðir áttu eftir að liggja saman. Árið 1939 ganga þau í hjónaband. Hann þá mjólkurstöðvarstjóri í Reykjavík, eftir nokkurra ára nám og störf í Danmörku. Pétur var fæddur mað- ur gróðurs og moldar, og nokkuð ei’fitt mun honum hafa þótt, að yfir- gefa æskustöðvamar og Fremstagil í Langadal, þar sem hann, foreldrar og systkini áttu mörg sporin. Barnalán Sigríðar og Péturs var mikið. Námsafrek barnanna, er- lendis sem hérlendis, og farsæla göngu þeirra gegnum lífíð má þakka framkomu þeirra hjóna að mörgu leyti, metnað varð ég aldrei var við í mínum kynnum, léttu and- rúmslofti fylgdi aðeins það, að sjálf- sagt væri að gera alltaf sitt besta. Kæri vinur Pétur! í hlýjum hús- um ykkar Sigríðar átti móðir henn- ar, Jórunn, sín síðustu ár, þessi hraðmælska, stálminnuga Fljóta- kona, sem svo gaman var að tala við, allt til nær 90 ára aldurs. Sigríð- ur er horfin. Þú ert og verður áfram á Engjavegi 67 þrátt fyrir þín rúm- lega 91 ár. Snillingur í matargerð, dægurmálaumræðu og leiðbeinandi um fyrri tíðar hætti. Bragi Melax. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.