Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 51 * FRÉTTIR Nýtt upp- lýsingakerfí kynnt ÞORSTEINN I. Víglundsson, framkvæmdastjóri Gagnalindar hf., flytur erindi í fyrirlestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu, miðvikudag- inn 14. október nk., kl. 15.30, um Sögu, nýtt sjúkraskrár- og upplýs- ingakerfí heilbrigðisupplýsinga sem Gagnalind hf. hefur þróað. I fréttatilkynningu fræðsluhóps Félags um skjalastjórn segir: „Markmið Sögu er að koma á fót samræmdri, öruggari og ítarlegri skráningu gagna, ásamt því að auð- velda boðskipti innan heilbrigðis- þjónustunnar. Með noktun þessa kerfis sparast bæði tími og vinna hjá notendum en um leið fæst góð yfírsýn yfir skráningu og vinnslu upplýsinga er varða heilsufar sjúk- linga, rekstur, gæði og faglega starfsemi." Allir eru velkomnir á fundinn. Ókeypis aðgangur. Boðið verður upp á kaffí í hléi. Rabb um rannsóknir og kvennafræði GUÐMUNDUR Páll Ásgeirsson námsráðgjafí verður gestur á rabbfundi Rannsóknarstofu í kvennafræðum fimmtudaginn 15. október. Yfirskrift fundarins er: Úr felum. Frásagnir af eigin ótta og fordómum samkynhneigðra. Guðmundur mun fjalla um viðtöl sín við nokkrar lesbíur og homma. Þar sögðu þau frá átökunum við eigin ótta og fordóma er þau gerðu sér grein fyrir að þau væru sam- kynhneigð. Einnig sögðu þau frá viðbrögðum umhverfísins þegar þau komu úr felum. Athyglinni verður beint að sorg og sárum til- finningum og hvemig tekist var á við þær, segir í fréttatilkynningu. Rabbið er á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum við Háskóla Islands og fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12-13. Rabbið er öllum opið. Málstofa um hönnunarfor- sendur fyrir vatnsveitur MÁLSTOFA í umhverfis- og bygg- ingarverkfræðiskor Háskóla Is- lands verður haldin fimmtudaginn 15. október. Jónas Elíasson pró- fessor segir frá rannsóknum Vatnastofu Verkfræðistofnunar HÍ. Nefnir hann erindi sitt: Hönn- unarforsendur fyrir vatnsveitur - öruggu megin við hvað? Fyrirlesturinn fer fram í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvís- indadeildar við Hjarðarhaga. Hefst málstofan kl. 16.15 og stendur í um lVá tíma. Við lok erindisins verða umræður og íyrirspurnir. Öld í Miðbæjarskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞESS var minnst með margvíslegum hætti á laugardaginn að 100 ár eru liðin síðan Miðbæjar- skólinn í Reykjavík var tekinn í notkun. Mikill íjöldi fólks sótti skólann heim þennan dag og voru fyrrverandi nemendur og kennarar áber- andi í þeim hópi. Happ- drætti Hjarta- verndar DREGIÐ var í Happdrætti Hjartaverndar 1998 hinn 10. október sl. Vinningar féllu þannig: 1. Toyota Land Cruiser sjálfsk. kr. 3.725.000 nr. 74442. 2. Toyota Avensis Sed- an sjálfsk. kr. 2.089.000 nr. 102001. 3.-5. Ævintýraferð eða skemmtisigling m/Urvali- Útsýn kr. 500.000 (hver) nr. 42964, 53686, 98720. 6.-25. Ferð m/Urvali-Útsýn eða tölvupakki frá Tæknivali kr. 275.000 (hver); nr. 574, 3445, 7395, 9922, 15786, 18352, 31774, 52958, 54117, 55336, 56712, 58472, 59959, 69624, 78243, 85133, 95758, 97180, 98020,102329. Vinninga má vitja á skrif- stofu Hjartavemdar, Lág- múla 9, 3.h., Reykjavík. (Birt án ábyrgðar) Frjómagii yfír meðallagi HEILDARFRJÓMAGN sumarsins í Reykjavík (3609 frjókom/m3) var nokkuð yfir meðaltali tíu ára tíma- bilsins 1989-98. Gras- og súnifrjó voru rétt við meðaltalið á meðan birkifrjó og frjókom annarra teg- unda voru nokkuð yfir meðaltalinu. Á Akureyri varð heildarfrjómagnið tæplega 2200 frjókom/m3 sem er svipað og mælst hefur á köldum eða votviðrasömum sumrum syðra. Júlí reyndist írjóríkasti mánuðurinn syðra en aftur á móti ágúst nyrðra. Bæði ágúst og september vora undir meðaltali syðra á meðan fyrstu þrír mánuðimir vom vel yfir meðaltali. Þvert á spá um magn birkifrjóa kom nú annað árið í röð frjógæft ár hjá birkinu syðra. Asparfrjó skiluðu sér hins vegar illa í Reykjavík en töluvert mældist af þeim á Akur- eyri. Fyrstu gi’asfrjóin sáust strax í lok maí á báðum stöðum. í lok júní jukust grasfrjó í lofti syðra og náðu hámarki 18. júlí þegar 347 frjó mældust í hverjum rúmmetra. Magn grasfrjóa í ágúst og septem- ber var undir meðaltali í Reykjavík og í september fór frjótala grasa aldrei yfir 3. Frjómælingar 1989-1998 4500 frjó/rúmmetra 4000 - 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 Reykjavík 1989-98 á Akureyri 998 Aðrar frjó- og grógerðir Birkifrjó Asparfrjó 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1998 BREYTILEIKI í heildarfrjómagni í Reykjavík sl. 10 ár, 1989-98, og heildarfrjdmagn á Akureyri árið 1998. Skipting milli algengustu frjógerða er sýnd með mismunandi skyggingu. A Akureyri mældist töluvert af asparfrjóum en lítið af súrufrjóum. Fólags- og fræðslustarf fyrir hreyfíhamlaða unglinga KYNNINGARFUNDUR um félags- starf Sjálfsbjargar fyrir hreyfihaml- aða unglinga verður haldinn fimmtu- daginn 15. október nk. Þá verður tekið á móti nýjum félögum og einnig verða lögð drög að vetrardag- skrá. Fundurinn verður kl. 20 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 1. hæð, vestanmegin. Ungliðahreyfing Sjálfsbjargar og fulltrúar frá URKI munu sjá um kynninguna. Veitingar verða í boði. „í fréttatilkynningu segir: „Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra, stend- ur fyrir félags- og fræðslustarfi fyrir hreyfihamlaða unglinga. Félags- skapurinn er fyrir unglinga á aldrin- um 13-16 ára (fæddir ‘82-85) og er markmiðið að unglingarnir kynnist og vinni saman _að ýmsum málum. Félagar í URKÍ (Ungmennahreyf- ingu Rauða kross íslands) og Ný- ung, unglingahreyfing Sjálfsbjargar, sjá um leiðbeinendahlutverkin með stuðningi félagsmálafulltrúa Sjálfs- bjargar lsf. Nú eru um 20 unglingar skráðir í félagsskapinn og eru 14 virkir og mæta oft. Unglingamir hafa gefið þessu starfi nafnið BUSL (þ.e. Besta unglingastarf Sjálfs- bjargar landssambands fatlaðra). Starfsemin hófst í júní í fyrra og hef- ur gengið mjög vel. Unglingarnir hittast að jafnaði tvisvar í mánuði en ekki er nauðsynlegt að taka þátt í öllu, heldur mæta sumir einungis á það sem þykir áhugavert hverju sinni. Dagskráin er mjög fjölbreytt og samanstendur af fróðleik og afþr- eyingu." Þeir sem áhuga hafa á að koma á kynningarkvöldið hafi samband við Lilju Þorgeirsdóttur eða Maríu Þor- steinsdóttur, félagsmálafulltrúa Sjálfsbjargar. Á LÓNSÖRÆFUM. Myndina tók Kristján M. Baldursson. Myndasýning frá Arbók- arferð og Lónsöræfum FYRSTA myndakvöld Ferðafé- lagsins í vetur verður í dag í húsi félagsins í Mörkinni 6 í kvöld, miðvikudagskvöldið 14. október, kl. 20.30. Myndakvöldið er tiieinkað nokkrum af ferðum sumarsins. Fyrir hlé sýnir Skúli Gunnars- son myndir og segir frá Árbók- argöngu þar sem gengið var um Hagavatns- og Jarlhettusvæði en síðan um Lambahraun að Hlöðuvöllum og niður með Skriðunni. Einnig sýnir hann myndir úr helgar- og dagsferð- um m.a. frá Landmannalaugum, Skælingum og Ljósufjöllum. Eftir hlé sýnir Leifur Þorsteins- son myndir sínar og Krisljáns M. Baldurssonar úr Lónsörfæfaferð sem var farin síðla í ágúst en Leif- ur var fararsljóri í ferðinni. Ferð- in var öðruvísi en hefðbundnar Lónsöræfaferðir þar sem gist var þijár nætur í skálanum Egilsseli við Kollumúlavatn og tvær nætur í Múlaskála. Allir eru velkomnir að mæta og kynnast spennandi ferðum og ferðasvæðum. Góðar kaffiveit- ingar í hléi, segir í fréttatilkynn- ingu. Gengið um vesturbæinn HAFNARGÖN GUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, mið- vikudagskvöld, um vesturbæinn. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 og þræddar fáfarnar leiðir í fylgd vesturbæinga. Allir eru velkomnir í ferð með Hafn- argönguhópnum. Fræðslufundir fyrir þjálfara og íþróttamenn FRÆÐSLU- og útbreiðslunefnd FRI í samvinnu við Félag íslenskra frjálsíþróttaþjálfara gengst fyrir ft'æðslufundum í vetur sem ætlaðir eru bæði þjálfurum og íþróttamönn- um. Fundirnir verða fjórða hvert fimmtudagskvöld í húsnæði ÍSÍ í Laugardal í Reykjavík, 2. hæð. Þeir hefjast kl. 20 og standa yfir í um 2 tíma. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir hvert kvöld og greiðist á staðnum. Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15. október nk. kl. 20 þar sem Þórarinn Sveinsson fjallar um þolþjálfun við sjávarmál og í há- fjallalofti. Kl. 21 ræðir Fríða Rún Þórðardóttir um næringu íþrótta- fólks. Næstu fundir verða 12. nóvember og 10. desember nk. LEIÐRÉTT Rangt foðurnafn í FRÉTT í Lesbókinni sl. laugai'dag um danshöfundasamkeppni íslenska dansflokksins, var fóðurnafn eins umsækjendanna sem komust í úrslit ekki rétt. Það var nafn Jóhanns Freys Björgvinssonar. Röng heimilisföng BÚSETA tveggja frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi var rangt til- greind í frétt í blaðinu í gær. Markús Möller er búsettm' í Garðabæ og Jón Gunnarsson í Kópavogi. Beðizt er velvirðingar á misherminu. Rangt föðurnafn RANGT var farið með fóðurnafn Ólafs Amar Haraldssonar, þing- manns Framsóknaifiokksins, í blað- inu í gær og hann sagður Hilmars- son. Morgunblaðið biðst afsökunar á ^ mistökunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.