Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Maturog matgerð Afgangsbrauð og rasp Um daginn hríngdi kona til Kristúiar Gests- dóttur og spurði hvernig hún gæti nýtt af- gangsbrauð og rasp úr því. Á fyrstu búskaparárum mínum þegar ég var heimavinnandi húsmóðir heyrði ég konu segja í útvarpinu að hámark ómyndar- skapar húsmæðra væri að kaupa tilbúið rasp. Hún kvað allar myndarlegar húsmæður þurrka afgangsbrauð til þeirra hluta. Eg var ein þessara ómyndarlegu en vildi reka af mér slyðruorðið og fór út í búð og keypti heilt franskbrauð, sem ég þurrkaði og hakkaði og átti síðan fulla krukku af raspi. Síðan hefi ég alltaf þurrkað ýmsar tegundir afgangsbrauðs í rasp, ekki til að vera myndarleg húsmóðir held- ur finnst mér það mun betra. En nú er svo komið að ég steiki sárasjaldan fisk og kjöt í raspi, enda sýgur raspið í sig mikla fitu og það vil ég forðast. Hins vegar nota ég brauðrasp í hakkað kjöt og ýmiss konar eggjarétti svo og í blómkálsrétt með afgangsfiski, talsvert smjör og olía er þar með raspinu svo að mín gullna regla er fallin. Ekki þarf nauðsynlega að hakka þurrkað brauð, yfirleitt er nóg að setja það í plastpoka og merja með kökukefli. Eggjaréttur með raspi o.fl. handa 4 _____________4 egg______________ _________2 dl brauðrasp_________ ___________'/2 tsk. salt________ __________'A tsk. múskat________ _________1 lítil dós aspas______ 100 g mjólkurostur, sú____ tegund sem ykkur hentar 3 stórar sneiðar beikon 1. Setjið eggin í skál ásamt salti, múskati og safanum úr dósinni, sem áætlað er að sé 2 dl. Sláið saman með þeytara. Setjið raspið út í og látið standa á eld- húsborðinu í 10 mín. Setjið þá aspasinn út í. 2. Smyrjið eldfasta skál eða djúpt fat, hellið hrærunni í það. Rífið ostinn og stráið yfir, klippið beikonið ofan á. 3. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C, setjið í miðj- an ofninn og bakið í um 25 mínútur. Þetta tekur mun skemmri tíma í örbylgjuofni, erfitt er að gefa tíma þar sem ör- bylgjuofnar eru mismunandi og gerð íláts skiptir líka máli. Blómkál með ýsu og raspi 1 meðalstór blómkálshaus _________2 1/2 dl vatn_______ __________1/2 tsk. salt______ 25 g smjör + 2 msk. matarolía _______1 '/2 tsk. milt karrí_ _______1 16 dl brauðrasp_____ 100-150 g köld ýsa 1. Setjið vatn í pott og látið sjóða. Hreinsið blómkálshausinn og holið stilkinn örlítið. Leggið í vatnið í pottinum, holan snúi nið- ur, stráið salti yfir og sjóðið við hægan hita í 5 mínútur. Takið hausinn í heilu lagi úr pottinum og setjið á eldfast fat. 2. Setjið smjör, matarolíu og karrí á pönnu og brúnið örlítið. Setjið þá raspið út í og myljið fiskinn saman við. Hrærið í og látið aðeins taka lit. Setjið síðan yfir blómkálshausinn, bregðið hon- um í vel heitan bakaraofn í 6 mínútur. Meðlæti: Ristað brauð. mmmmmmmmmmmMmismMmM Falskur héri kryddaður á óvenjulegan hátt ’/2 kg hakk, gott er að nota _______fleiri en eina tegund__ _________1-1 1/2 tsk. salt____ __________14 tsk. pipar_______ 14 tsk. engiferduft, eða 14 tsk _________. rifin engiferrót___ /2 tsk. kardimommuduft eða 3 ______steyttar kardimommur____ __________14 tsk, kanill______ _________1 dl brauðrasp_______ ____________legg______________ 1/2 msk, milt sinnep 6 stórar sneiðar beikon ______pakkasósa, sú tegund____ ________sem ykkur hentar______ 2 msk. hreinn rjómaostur 1. Setjið rasp og egg í skál og hrærið vel saman, látið standa í 10 mínútur. 2. Setjið hakk, salt og krydd í aðra skál, hrærið raspblönduna út í. Mótið aflang- an hleif. Setjið í eldfasta skál með loki eða steikingarpottinn. Klippið beikonið í ræmur og raðið ofan á. 3. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C, og bakið í 30-40 mínútur. 4. Búið til sósu skv. leiðb. á pakkanum, setjið soðið úr steik- ingarpottinum og rjómaostinn út í og hitið vel. Meðlæti: Soðnar kartöflur og soðið grænmeti, rauðkál, hrásal- at eða það sem ykkur hentar. í DAG VELVAKAMM Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um útgöngn safnaðar úr kirkju eftir messu VIÐ útfarir þykir sjálfsagt að þeir sem fremstir sitja í kirkjum gangi fyrstir út eftir athafnir. Sama ætti að gilda um útgöngur eftir almennar guðsþjónustur en ekki það sem nú tíðkast, að flestir ryðjist út í gang- inn milli bekkjanna þannig að úr verður þröng mikil. Ættum við ekki að taka háttaskiptum í þessu efni einnig og gæta sjálfsagðr- ar háttvísi í guðshúsum okkar? H.R.I. Léleg þjónusta ELÍSABET hafði sam- band við Velvakanda og sagðist hafa farið sl. laug- ardag um eftirmiðdaginn í Bónus í Holtagörðum. Segir hún að búðin hafi verið troðfull af fólki, rétt eins og fyrir jól. En það voru ekki allir kassar mannaðir og gekk því illa að afgreiða fólkið og þurftu sumir að bíða í biðröð í allt að hálftíma. Var fólk farið að gefast upp á biðinni og ganga út. Finnst henni þetta léleg þjónusta að hafa ekki fleiri á kössunum og vill hún fá að vita hvers vegna svo sé ekki. Góð sviðsmynd STEFÁN hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma því á framfæri að hann hefði horft á þá best gerðu og hrikalegustu sviðsmynd sem gerð hefur verið í myndinni Björgun óbreytts Ryans. Slæmt leiðakerfi VE LVAKANDA barst eft- irfarandi: Eg vil kvarta yfir stræt- isvagnakerfinu í Hamra- hverfinu í Grafarvogi. Það er einn bíll, leið 15, sem kemur í hverfið og hægt er að fara með niður í bæ en hann fer fyrst upp í Keldnaholt. Leið 8 kemur úr Grafarvoginum en hann endar á skiptistöðinni í Mjódd. Á kvöldin og um helgar þarf maður að bíða á skiptistöðinni í allt að 20 mínútur. Finnst mér þetta léleg skipulagning ó leiða- kerfinu og mætti laga þetta, sérstaklega á kvöld- in og um helgar. Farþegi. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU í rauðu hulstri týndust fyrir utan Borgarieikhúsið sl. fimmtudag. Skilvís finn- andi hafi samband f síma 553 0681. Giftingarhringur týndist GIFTINGARHRING- UR, munstraður, týndist líklega á golfvellinum á Korpúlfsstöðum fyrir ca. 2 vikum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 897 2634. Dýrahald Kettlingur fæst gefíns 2JA og hálfs mánaðar læða fæst gefins, kassa- vön. Upplýsingar í síma 586 1206. Læður fást gefins TVÆR fallegar læður fást gefins. Barnakisur. Upplýsingar í síma 861 3590. Mási er týndur MÁSI var í pössun í Hæð- argarði og týndist 30. sept- ember sl. Hann er grábröndóttur með hvíta höku. Hann hefur ljósbláa ól með þremur bjöllum á og er eyrnamerktur. Hann er styggur við ókunnuga en má reyna að lokka hann inn með mat. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 557 6746 eftir kl. 17 eða vinnusíma 560 464 (Linda). Df2+ 49. Khl - Hcl er mát! Englendingar gerðu jafn- tefli við Anneníu 2-2, í næstsíðustu umferðinni. Þeir voru taldir með sterkasta liðið í keppninni, en náðu þó ekki að blanda sér í baráttuna um efsta sætið. skákmótinu í Elista í Kaimykíu. Matthew Sadler (2.640), Englandi, var með hvítt, en Smbat Lputjan (2.615), Armeníu, hafði svart og átti leik. 47. - Hh3+ og Sadler gafst upp, því 48. g)di3 - SVARTUR mátar í þriðja leik. HÖGNI HREKKVÍSI SKAK llnisjón Margeir l'óturs.son STAÐAN kom upp á Víkverji skrifar... HRAÐI tæknilegra framfara á flestum sviðum er slíkur, að þeir eru örugglega ekki mjög margir sem hafa yfirsýn yfir framþróun tækninnar, nema þá bara á þröngu sviði. Þetta eru a.m.k. grunsemdir Víkverja sem minnist þess hvers konar tækn- inýjung það var þegar símsvarar voru að ryðja sér til rúms. Sím- boðana þekkja allir og símbréf og símbréfasenda. Tölvur þróast svo ört að sumir eru aðeins komnir eitthvað áleiðis að nýta sér tölvuna sína og þá möguleika sem hún hef- ur upp á að bjóða, þegar einhver tölvuspekingurinn lætur niðrandi orð falla um hvort viðkomandi tölvubúnaður væri nú ekki betur kominn á Þjóðminjasafninu en í hefðbundinni notkun! Nú fara allir inn á Netið, senda tölvupóst, sem getur verið kominn fram í annarri heimsálfu sekúndum síðar, enn aðrir geta talað saman með aðstoð Netsins og svona mætti lengi telja. XXX AÐ sem Víkverji á erfiðast með að átta sig á, með tilkomu allra þessara tæknilegu nýjunga, sem eiga að auðvelda okkur og flýta fyrir samskiptum og tjáskipt- um, er hversu margir, sem þó hafa atvinnu sína af því að senda út boð, upplýsingar og þess háttar með allri þessari tæknilegu aðstoð, kunna alls ekki að nota þessa nýju miðlunartækni. Á hverjum einasta degi er hringt á ritstjóm Morgun- blaðsins, sennilega aldrei færri en 10 símhringingar, en líklegra er að þær skipti að meðaltali einhverjum tugum, þegar allar deildir rit- stjórnar eru taldar með, og þeir sem hringja eru þá yfirleitt með erindi eitthvað á þessa leið: „Góðan dag. Ég heiti... og ég hringi fyrir... Ég sendi í morgun fax (símbréf) á ritstjórn Morgunblaðsins, í faxnú- mer ... Getur þú sagt mér hvort símbréfið hefur skilað sér til ykk- ar?“ Iðulega segjast hinir sömu hafa sent sömu upplýsingar, fund- arboð eða gögn í tölvupósti og biðja þann sem verður fyrir svörum af hálfu ritstjórnar að kanna hvort það hafi komist til skila. Allt þetta kvabb, þar sem verið er að koma sömu skilaboðum, upplýsingum og fundarboðum á framfæri á mis- munandi hátt, verður auðvitað til þess að þrátt fyrir alla tækniþróun- ina, framfarirnar og nýjungamar, þá sparast enginn tími, hvorki fyrir sendandann né móttakandann - síður en svo, því með því að reyna að þjónusta þá sem hringja með fyrirspurnirnar um það hvort faxið hafi komist til skila, eða tölvupóst- urinn, fer auðvitað dýrmætur tími til spillis. Og Víkverji hefur nú einu sinni þá bjargföstu skoðun að tími sé peningar og því er sóun á tíma sóun á peningum. xxx HVAÐ ætli geri það að verkum, að svo fjölmargir, sem eru að nýta sér tæknina á hverjum ein- asta degi, virðast ekkert traust bera til hennar? Svo geta þeir meira að segja fengið staðfestingu á símbréfasendinum, að sfmbréfið þeirra hafi komist til skila og sömuleiðis geta þeir gefið tölvunni sinni fyrirmæli um að láta sig fá móttökukvittun, þegar tölvupóst- urinn sem þeir hafa sent er opnað- ur. Víkverji bíður spenntur eftir því að menn fari nú að temja sér einverknað í þessum efnum, í stað tví- og þríverknaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 233. tölublað (14.10.1998)
https://timarit.is/issue/131034

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

233. tölublað (14.10.1998)

Aðgerðir: