Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 64
NIVEA
VISAGE
Drögum næst
HAPPDRÆTTI
§&djjj HÁSKÓLA ÍSL
SLANDS
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Túnfískveiðiskip losnaði af strandstað út af Skerjafírði seint í gærkvöld
22 japanskir sjómenn
fluttir um borð í Ægi
ÁHÖFNINNI af japanska túnfískveiðiskipinu
Fukuyoshi Maru 68 var bjargað um borð í varð-
skipið Ægi eftir að skipið strandaði á Jörundar-
boða í Skerjafírði, l'/a sjómílu suðvestur af golf-
vellinum á Suðurnesi vestast á Seltjarnarnesi á
níunda tímanum í gærkvöld, en í áhöfninni eru 22
menn. Um klukkan ellefu losnaði skipið af boðan-
um, björgunarbátur dró það af grynningum út að
varðskipinu sem tók það í tog til hafnar í Reykja-
vík þangað sem það var væntanlegt um klukkan
i^jtvö í nótt er leið.
Neyðarkall barst frá skipinu, sem er rúmlega
450 tonn að stærð, en það var á leiðinni til
Reykjavíkur þegar það strandaði. Skipið hefur
undanfarið verið á túnfiskveiðum langt suður af
landinu, en það hefur ekki leyfi til veiða í ís-
lenskri lögsögu og enginn íslendingm- var um
borð.
Björgunarsveitir frá Reykjavík, Seltjarnarnesi
og Hafnarfírði voru kallaðar út og fóru út að
strandstað á þremur björgunarbátum. Björgun-
arsveitarmenn voru komnir um borð í skipið
laust fyrir kl. 21, en varðskipið Ægir kom á vett-
vang um 20 mínútum síðar. Pungt var í sjóinn og
erfiðar aðstæður en þó tókst slysalaust að flytja
alla áhöfn japanska skipsins á björgunarbátunum
um borð í varðskipið.
Stýrimaður af varðskipinu var eftir það einn
um borð í túnfiskveiðiskipinu og kannaði aðstæð-
ur. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, kom á
strandstað um klukkan hálfellefu og lýsti upp
japanska skipið.
Óttast var að gat hefði komið á olíugeyma
skipsins og olía lekið úr því í sjóinn, en ekki hafði
fengist úr því skorið í gærkvöld. Hollustuvernd
ríkisins var gert viðvart til öryggis.
Morgunblaðið/Kristinn
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar lýsti upp japanska skipið Fukuyoshi Maru 68 á strandstað á Jörundarboða úti af Skerjafírði, björgunarbátar
og varðskipið Ægir voru í grennd. Er féll að seint í gærkvöld losnaði skipið af boðanum.
Fossvirki hf. skilaði Hvalf]*arðargöngum formlega af sér í gær
011 skilyrði fyrir lang-
tímafj ármögmin uppfyllt
FOSSVIRKI hf. skilaði í gær af
sér vinnu við gerð Hvalfjarðar-
ganga og Spölur ehf. tók formlega
að sér allan rekstur þeiiTa. Athöfn
þessu til staðfestingar fór fram í
gær, í kjölfar þess að fulltrúar
fjárfesta lýstu því yfír að öllum
skilyrðum íyrir veitingu langtíma-
lána hefði verið fullnægt.
Þótt Hvalfjarðargöng hafi verið
~^opnuð í júlí hefur ekki verið gengið
- frá verklokum fyrr en nú. Foss-
virki hf., sem er í eigu ístaks hf.,
danska verktakans E. Pihl og spn
og sænska verktakans Skanska,
gerði göngin eins og kunnugt er.
Framkvæmdin var algerlega á
ábyrgð verktakans og fjárhags-
^J.egra bakhjarla hans en sænski
WfcJE-bankinn og fleiri erlendar og
innlendar fjármálastofnanir önn-
uðust fjármögnun verksins. I
samningum var gert ráð fyrir
tveggja mánaða reynslurekstri
verktakans á göngunum og lang-
tímafjármögnun færi fram að þeim
tíma loknum.
Reynslureksturinn varð heldur
lengri og segir Stefán Reynir
Kristinsson, framkvæmdastjóri
Spalar ehf., að það stafi af því hvað
margir aðilar komi að þessum
samningum sem séu afar flóknir
enda fyrstu samningar um fjár-
mögnun af þessu tagi á Norður-
löndum. I gær barst síðan símbréf
þar sem bandaríska líftryggingafé-
lagið John Hancock lýsir því yfir
að öll skilyrði hafí verið uppfyllt
fyrir því að félagið reiði fram lán-
in. John Hancock er stærsti aðil-
inn að langtímafjármögnuninni en
íslenskir stofnanafjárfestar koma
þar einnig við sögu.
Stefán Reynir segir að nú muni
Spölur ehf. taka síðasta hluta
byggingarlánsins og greiða Foss-
virki lokagreiðsluna, sem er tæpur
milljarður kr. Að því loknu verði
öll byggingalán fyrirtækisins
greidd upp með langtímalánunum.
Endurgreiðsla þeirra fer eins og
kunnugt er fram með gjaldi sem
innheimt er af vegfarendum.
Kostnaður 5 milljarðar
Af þessu tilefni hittust nokkrir
af fulltrúum verktakans og verk-
kaupans í vinnuaðstöðu Fossvirkis
við suðurenda Hvalfjarðarganga.
Staðfestingin frá Hancock var af-
hent með formlegum hætti og full-
trúar Fossvirkis afhentu Spalar-
mönnum lyklavöldin. Sögur voru
rifjaðar upp á milli þess sem skál-
að var í kampavíni.
Endanlegur kostnaður við Hval-
farðargöng er nálægt 5 milljörðum
að sögn Stefáns Reynis, og er þá
talinn með undirbúningskostnaður
og verðlagsbreytingar á fram-
kvæmdatímanum. Framkvæmda-
stjórinn er einnig ánægður með
það hvað göngin eru mikið notuð.
Umferðin er af ýmsum ástæðum
meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir
og Stefán Reynir er sérstaklega
ánægður með hvað margir sjá sér
hag í að nota göngin í stað þess að
aka fyrir Hvalfjörðinn.
Dagvist barna
Gjaldskrá
hækkar
um allt að
13,64%
BORGARRÁÐ hefur samþykkt allt
að 13,64% hækkun á gjaldskrá Dag-
vistar barna og tekur hækkunin
gildi frá og með 1. janúar nk. Gert
er ráð fyrir að heildartekjur hækki
um 50 millj. á ári.
Tillagan gerir ráð fyrir hækkun á
tímagjaldi úr 1.900 kr. í 2.100 kr. en
hækkunin verður nokkuð minni hjá
forgangshópum og námsmönnum.
Ennfremur er gert ráð fyrir að
heilsdagsgjald verði breytilegt eftir
því hvort barnið dvelur átta eða níu
stundir á dag á leikskóla en áður var
eingöngu um eitt heilsdagsgjald að
ræða. Fæðisgjald verður óbreytt en
systkinaafsláttur hækkar úr 25% í
33%.
■ Hærri gjöld/4
Newsweek
á leslista
nema í VI
í VERZLUNARSKÓLA ís-
lands lesa sjöttubekkingar m.a.
tímaritið Newsweek fyrir ensku-
tíma í þeim tilgangi að auka
orðaforða, einkum í hagfræði.
„Við lesum t.d. um kreppu og
kapítalisma og það er almenn
ánægja meðal nemenda með
þetta námsefni," segir Heiðar
Sigurfínnsson, formaður mál-
fundafélags Verzlunarskólans.
Frumkvæðið að notkun
Newsweek er komið frá ensku-
kennurunum, en tímaritið kem-
ur í staðinn fyrir þætti á BBC-
sjónvarpsstöðinni, sem nemend-
ur áttu að horfa á í fyrra í sama
tilgangi. Heiðar segir að
Newsweek henti sýnu betur til
kennslu en sjónvarpsþættirnu.
„Mér hefur oft fundist vanta
skýrari tengingu við daglegt líf í
skólastarfi og því fullnægir
Newsweek vel þörf okkar á því
sviði. Það mætti jafnvel gera
meira af þessu.“
Nemendur taka síðan próf úr
efni Newsweek með reglulegu
millibili. Allir nemendur sjötta
bekkjar gerðust áskrifendur að
tímaritinu í haust og borga
áskriftina, sem er ekki tiltakan-
lega há, úr eigin vasa.