Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 1
248. TBL. 86. ÁRG.
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Svíar syrgja 60 ung-
menni eftir bruna
Harmleikur
í Gautaborg
TVÆR ungar stúlkur reyndu
að veita hvor annarri styrk eft-
ir harmleikinn í gær. Á inn-
felldu myndinni má sjá sam-
komuhúsið í Gautaborg þar
sem 60 ungmenni fórust í
bruna í fyrrinótt.
Seinlega gengur að bera
kennsl á hina látnu
Morgunblaðið. Kaupmannahöfn.
SVIÞJOÐ er í dag mörkuð sorg eftir að 60 ungmenni á aldrinum þrettán
ára til þrítugs létust í bruna samkomuhúss í Gautaborg. Vildi lögregla
þar ekki láta neitt uppi um eldsupptök í gærkvöldi, en eftir því sem leið á
daginn dró úr getgátum um íkveikju. Af ýmsum ástæðum er mjög sein-
legt að bera kennsl á hina látnu, auk þess sem lögreglan leggur áherslu á
að vinna örugglega, svo engar rangar upplýsingar komi fram. Líklega
voru hátt í 400 ungmenni á samkomu í húsinu, sem aðeins var ætlað 150
manns og það átti sinn þátt í þeirri vá sem varð. Enn eru hundruð að-
standenda í óvissu um afdrif sinna nánustu. Fánar eru í hálfa stöng, sam-
komum er aflýst eða þær haldnar með því að minnast ungmennanna.
Af þeim 60 ungmennum, sem í
gærkvöldi voru lýst látin, höfðu ver-
ið borin kennsl á þrettán. Þau eru
ættuð frá Suður- og Mið-Ameríku,
Iran, Irak, Sómalíu og Eþíópíu, en
sum hver eru sænskir ríkisborgar-
ar. Það sama á við um flest hinna
sem létust. Ungmennin bjuggu í
innflytjendahverfi í Gautaborg og
höfðu komið saman til að halda upp
á hrekkjalómavökuna og skemmta
sér. Óljóst er hver ber ábyrgðina á
að húsið var lánað undir samkomu,
sem, hvað fjölda varðar, fór alveg úr
böndunum. Um einkasamkvæmi
var að ræða, svo krakkarnir borg-
uðu sig ekki inn og ekki var selt
áfengi í húsinu.
Hefnd Guðs
Ástæður fyrir því hve erfiðlega
gengur að bera kennsl á lík eru
margvíslegar. Sum líkin eru illa far-
in. Jafnvel þó skilríki finnist á líkun-
um eru það oft ekki skilríki hinna
látnu, heldur skilríki eldri vina og
skyldmenna. Lýsingar aðstandenda
á klæðnaði standast heldur ekki
alltaf og það torveldar einnig sam-
skiptin við aðstandendur að margir
þeirra eru ekki góðir i sænsku, enda
af erlendu bergi brotnir. Samkomu-
húsið var í eigu Makedóníumanna.
„Makedónía dróst ekki inn í stríðið í
fyrrverandi Júgóslavíu," sagði kona
nokkur úr hverfinu. „Þetta er hefnd
Guðs fyrir að við skyldum sleppa
við það.“
Frameftir degi voru tölur um
fjölda látinna á reiki, en í gærkvöldi
var því slegið fostu að 59 hefðu lát-
ist í brunanum og einn síðar um
daginn. Nokkrir eru enn þungt
haldnir, en alls eru 173 slasaðir á
sjúkrahúsum. Tveir voru fluttir á
sjúkrahús í Bergen, þar sem ekki
var rými í sænskum sjúkrahúsum,
sem sérhæfð eru í meðhöndlun
brunasára. Banamein við aðstæður
eins og þarna sköpuðust er oftar
reykeitrun en sjálfur bruninn.
Bruninn nú hefur leitt huga
margra Svía að tveimur öðrum stór-
slysum; þegar ferjan Scandinavian
Star brann og 158 létust, mest ungt
fólk, og svo þegar ferjan Estonia
sökk og rúmlega 900 manns fórust.
Þar sem ferjubruninn varð á svæði
Gautaborgarlögreglunnar komu
ýmsir af þeim, sem undanfarinn sól-
arhring hafa verið á brunavettvangi
í Gautaborg einnig að þeim bruna
og samlíkingin var þeim ofarlega í
huga.
Og Iíkt og áður hafa sænskir
prestar verið fljótir að opna kirkjur
sínar og bjóða fólki að koma til
kirkju. Sr. Gunnar Kampe, sóknar-
prestur í Hammarkullen, hverfinu
þar sem bruninn varð, sagði í viðtali
við sænska sjónvarpið í gær að enn
væri of snemmt að hughreysta,
heldur væri það viðveran sem skipti
máli. Um allt land sýna Svíar að
hugur þeirra er hjá þeim sem harm-
leikurinn hefur lostið þyngst.
■ Salurinn eins og/26
Rannsóknin á hendur Augusto Pinochet
Spænskur dómstóll
gefur grænt ljós
Madríd, London. Reutcrs.
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Mad-
ríd á Spáni hafnaði í gær þeim rök-
um spænskra ríkissaksóknara að
dómarinn Baltasar Garzon hefði
engan rétt til að rannsaka ódæðis-
verk sem framin voru í valdatíð
Augustos Pinochets, íyrrverandi
einræðisherra í Chile, enda hafi
hann þar ekki lögsögu. Getur
Garzon nú haldið áfram herferð
sinni fyrir því að fá Pinochet fram-
seldan frá Bretlandi til að hægt sé
að sækja hann til saka á Spáni fyrir
morð og pyntingar á spænskum rík-
isborgurum.
Brutust út fagnaðarlæti fyrir utan
dómshúsið í Madríd, þar sem and-
stæðingar Pinochets höfðu safnast
saman en nokkuð dró úr fagnaðar-
látunum er það spurðist út að bresk-
ur dómstóll hefði samþykkt þá
beiðni lögmanna Pinochets að veita
einræðisherranum íyrrverandi, sem
haldið er í stofufangelsi á einka-
sjúkrahúsi í London, lausn gegn
tryggingu. Sú lausn er hins vegar að
mestu táknræn því Pinochet verður
samt sem áður að dvelja áfram á
sjúkrahúsinu þar sem lögregla mun
hafa eftirlit með honum.
Reuters
■ 'Æl-Ujív? 1 ' 1
t J í ;í>
Iðnrrkin sjö kynna umbótaáætlun
Jákvæð viðbrögð
á mörkuðunum
London, New York. Reuters.
GENGI hlutabréfa á Wall Street í
Bandaríkjunum tók kipp í gær eftir
að nýjar spár sýndu viðunandi efna-
hagsstöðu og eftir að sjö helstu iðn-
ríki heims (G7) kynntu samkomulag
sem þau hafa komist að um aðgerðir
í efnahagsmálum, sem ætlað er að
styrkja stöðu alheimsfjármálakerfis-
ins og binda þannig enda á efnahags-
öngþveitið sem óttast hefur verið að
geti orðið að alheimskreppu.
Gera umbætumar ráð fyrir að
aukið eftirlit verði hert með fjár-
flæði auk þess sem Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn (IMF) fær 90 millj-
arða bandaríkjadala, rúmlega 6.000
milljarða ísl. kr., aukalega til um-
ráða svo hægt verði að veita efna-
hagsaðstoð þeim þjóðum sem
standa tæpast. Sagði í yfirlýsingu
G7-ríkjanna að það væri skylda
þeirra að leggja enn meira af mörk-
um til að byggja nútímalegri grunn
fyrir alheimsfjármálamarkaði fram-
tíðarinnar og til að tryggja stöðug-
leika og takmarka sviptingar sem
valdið hafa gífurlegum erfiðleikum.
Höfðu fregnir af samkomulaginu
almennt góð áhrif á fjármálamörk-
uðum í gær og við lokun í gær hafði
gengi hlutabréfa hækkað um 1,5% í
London og Dow Jones-vísitalan
bandaríska hækkaði um 1,1%.
Sögðu fjármálasérfræðingar að
þetta væri til marks um dvínandi
ótta um efnahagskreppu í heimin-
um. Brian Venables, hagfræðingur
ABN Amro-bankans í London,
sagði umbótaáætlun G-7 ríkjanna
skref í rétta átt í þeirri viðleitni að
bæta efnahagsástand í heiminum.
Bretar höfðu frumkvæði
Gordon Brown, fjármálaráðherra
Bretlands, hafði frumkvæði að um-
bótaáætluninni en Bretar fara með
forsæti í G7 um þessar mundir, en
aðild að G7 eiga, auk Breta, Banda-
ríkjamenn, Japanir, Þjóðverjar,
Frakkar, ítalir og Kanadamenn.
Lét Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hafa eftir sér að aðgerðirnar,
sem náðst hefur samkomulag um,
væru gífurlega mikilvægar. „Fjár-
sterkustu ríki heims hafa tekið
höndum saman til að ná stjórn á
efnahagsöngþveiti sem ógnaði ekki
aðeins hagvexti fátækari ríkja held-
ur allra annarra ríkja í heiminum,"
sagði Clinton í Washington.
Palestínu-
menn stað-
festa sam-
komulag
Jerúsalem. Reuters.
YFIRVÖLD í Palestínu
staðfestu fyrir sitt leyti _ Wye
Mills-samkomulagið við Israel
seint í gærkvöld og hétu því um
leið að vinna ötullega að því að
stemma stigu við hermdarverk-
um íslamskra öfgamanna, í kjöl-
far sprengjutilræðis á Gaza-
svæðinu á fimmtudag.
Tilræðið plli talsverðum titr-
ingi meðal Israela og Palestínu-
manna, sem sex dögum áður
höfðu undirritað samkomulag,
sem felur í sér að Israelar láti af
hendi landsvæði á Vesturbakk-
anum og fái í staðinn tryggingar
fyrir því að Palestínumenn skeri
upp herör gegn hermdarverka-
mönnum. Ekki er þó talið að
samkomulagið sé í hættu.
Sögðu stjórnvöld í ísrael í
gær að of snemmt væri að
leggja dóm á tilraunir Yassers
Arafats til að kveða niður her-
skáa palestínska öfgamenn.
Hamas-samtökin lýstu ábyrgð á
sprengjutilræðinu á hendur sér
á fimmtudag og nokkrum
klukkustundum síðar settu
palestínsk yfirvöld Ahmed
Yassin, stofnanda hreyfingar-
innar, í stofufangelsi.