Morgunblaðið - 31.10.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.10.1998, Qupperneq 1
248. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Svíar syrgja 60 ung- menni eftir bruna Harmleikur í Gautaborg TVÆR ungar stúlkur reyndu að veita hvor annarri styrk eft- ir harmleikinn í gær. Á inn- felldu myndinni má sjá sam- komuhúsið í Gautaborg þar sem 60 ungmenni fórust í bruna í fyrrinótt. Seinlega gengur að bera kennsl á hina látnu Morgunblaðið. Kaupmannahöfn. SVIÞJOÐ er í dag mörkuð sorg eftir að 60 ungmenni á aldrinum þrettán ára til þrítugs létust í bruna samkomuhúss í Gautaborg. Vildi lögregla þar ekki láta neitt uppi um eldsupptök í gærkvöldi, en eftir því sem leið á daginn dró úr getgátum um íkveikju. Af ýmsum ástæðum er mjög sein- legt að bera kennsl á hina látnu, auk þess sem lögreglan leggur áherslu á að vinna örugglega, svo engar rangar upplýsingar komi fram. Líklega voru hátt í 400 ungmenni á samkomu í húsinu, sem aðeins var ætlað 150 manns og það átti sinn þátt í þeirri vá sem varð. Enn eru hundruð að- standenda í óvissu um afdrif sinna nánustu. Fánar eru í hálfa stöng, sam- komum er aflýst eða þær haldnar með því að minnast ungmennanna. Af þeim 60 ungmennum, sem í gærkvöldi voru lýst látin, höfðu ver- ið borin kennsl á þrettán. Þau eru ættuð frá Suður- og Mið-Ameríku, Iran, Irak, Sómalíu og Eþíópíu, en sum hver eru sænskir ríkisborgar- ar. Það sama á við um flest hinna sem létust. Ungmennin bjuggu í innflytjendahverfi í Gautaborg og höfðu komið saman til að halda upp á hrekkjalómavökuna og skemmta sér. Óljóst er hver ber ábyrgðina á að húsið var lánað undir samkomu, sem, hvað fjölda varðar, fór alveg úr böndunum. Um einkasamkvæmi var að ræða, svo krakkarnir borg- uðu sig ekki inn og ekki var selt áfengi í húsinu. Hefnd Guðs Ástæður fyrir því hve erfiðlega gengur að bera kennsl á lík eru margvíslegar. Sum líkin eru illa far- in. Jafnvel þó skilríki finnist á líkun- um eru það oft ekki skilríki hinna látnu, heldur skilríki eldri vina og skyldmenna. Lýsingar aðstandenda á klæðnaði standast heldur ekki alltaf og það torveldar einnig sam- skiptin við aðstandendur að margir þeirra eru ekki góðir i sænsku, enda af erlendu bergi brotnir. Samkomu- húsið var í eigu Makedóníumanna. „Makedónía dróst ekki inn í stríðið í fyrrverandi Júgóslavíu," sagði kona nokkur úr hverfinu. „Þetta er hefnd Guðs fyrir að við skyldum sleppa við það.“ Frameftir degi voru tölur um fjölda látinna á reiki, en í gærkvöldi var því slegið fostu að 59 hefðu lát- ist í brunanum og einn síðar um daginn. Nokkrir eru enn þungt haldnir, en alls eru 173 slasaðir á sjúkrahúsum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús í Bergen, þar sem ekki var rými í sænskum sjúkrahúsum, sem sérhæfð eru í meðhöndlun brunasára. Banamein við aðstæður eins og þarna sköpuðust er oftar reykeitrun en sjálfur bruninn. Bruninn nú hefur leitt huga margra Svía að tveimur öðrum stór- slysum; þegar ferjan Scandinavian Star brann og 158 létust, mest ungt fólk, og svo þegar ferjan Estonia sökk og rúmlega 900 manns fórust. Þar sem ferjubruninn varð á svæði Gautaborgarlögreglunnar komu ýmsir af þeim, sem undanfarinn sól- arhring hafa verið á brunavettvangi í Gautaborg einnig að þeim bruna og samlíkingin var þeim ofarlega í huga. Og Iíkt og áður hafa sænskir prestar verið fljótir að opna kirkjur sínar og bjóða fólki að koma til kirkju. Sr. Gunnar Kampe, sóknar- prestur í Hammarkullen, hverfinu þar sem bruninn varð, sagði í viðtali við sænska sjónvarpið í gær að enn væri of snemmt að hughreysta, heldur væri það viðveran sem skipti máli. Um allt land sýna Svíar að hugur þeirra er hjá þeim sem harm- leikurinn hefur lostið þyngst. ■ Salurinn eins og/26 Rannsóknin á hendur Augusto Pinochet Spænskur dómstóll gefur grænt ljós Madríd, London. Reutcrs. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Mad- ríd á Spáni hafnaði í gær þeim rök- um spænskra ríkissaksóknara að dómarinn Baltasar Garzon hefði engan rétt til að rannsaka ódæðis- verk sem framin voru í valdatíð Augustos Pinochets, íyrrverandi einræðisherra í Chile, enda hafi hann þar ekki lögsögu. Getur Garzon nú haldið áfram herferð sinni fyrir því að fá Pinochet fram- seldan frá Bretlandi til að hægt sé að sækja hann til saka á Spáni fyrir morð og pyntingar á spænskum rík- isborgurum. Brutust út fagnaðarlæti fyrir utan dómshúsið í Madríd, þar sem and- stæðingar Pinochets höfðu safnast saman en nokkuð dró úr fagnaðar- látunum er það spurðist út að bresk- ur dómstóll hefði samþykkt þá beiðni lögmanna Pinochets að veita einræðisherranum íyrrverandi, sem haldið er í stofufangelsi á einka- sjúkrahúsi í London, lausn gegn tryggingu. Sú lausn er hins vegar að mestu táknræn því Pinochet verður samt sem áður að dvelja áfram á sjúkrahúsinu þar sem lögregla mun hafa eftirlit með honum. Reuters ■ 'Æl-Ujív? 1 ' 1 t J í ;í> Iðnrrkin sjö kynna umbótaáætlun Jákvæð viðbrögð á mörkuðunum London, New York. Reuters. GENGI hlutabréfa á Wall Street í Bandaríkjunum tók kipp í gær eftir að nýjar spár sýndu viðunandi efna- hagsstöðu og eftir að sjö helstu iðn- ríki heims (G7) kynntu samkomulag sem þau hafa komist að um aðgerðir í efnahagsmálum, sem ætlað er að styrkja stöðu alheimsfjármálakerfis- ins og binda þannig enda á efnahags- öngþveitið sem óttast hefur verið að geti orðið að alheimskreppu. Gera umbætumar ráð fyrir að aukið eftirlit verði hert með fjár- flæði auk þess sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn (IMF) fær 90 millj- arða bandaríkjadala, rúmlega 6.000 milljarða ísl. kr., aukalega til um- ráða svo hægt verði að veita efna- hagsaðstoð þeim þjóðum sem standa tæpast. Sagði í yfirlýsingu G7-ríkjanna að það væri skylda þeirra að leggja enn meira af mörk- um til að byggja nútímalegri grunn fyrir alheimsfjármálamarkaði fram- tíðarinnar og til að tryggja stöðug- leika og takmarka sviptingar sem valdið hafa gífurlegum erfiðleikum. Höfðu fregnir af samkomulaginu almennt góð áhrif á fjármálamörk- uðum í gær og við lokun í gær hafði gengi hlutabréfa hækkað um 1,5% í London og Dow Jones-vísitalan bandaríska hækkaði um 1,1%. Sögðu fjármálasérfræðingar að þetta væri til marks um dvínandi ótta um efnahagskreppu í heimin- um. Brian Venables, hagfræðingur ABN Amro-bankans í London, sagði umbótaáætlun G-7 ríkjanna skref í rétta átt í þeirri viðleitni að bæta efnahagsástand í heiminum. Bretar höfðu frumkvæði Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hafði frumkvæði að um- bótaáætluninni en Bretar fara með forsæti í G7 um þessar mundir, en aðild að G7 eiga, auk Breta, Banda- ríkjamenn, Japanir, Þjóðverjar, Frakkar, ítalir og Kanadamenn. Lét Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hafa eftir sér að aðgerðirnar, sem náðst hefur samkomulag um, væru gífurlega mikilvægar. „Fjár- sterkustu ríki heims hafa tekið höndum saman til að ná stjórn á efnahagsöngþveiti sem ógnaði ekki aðeins hagvexti fátækari ríkja held- ur allra annarra ríkja í heiminum," sagði Clinton í Washington. Palestínu- menn stað- festa sam- komulag Jerúsalem. Reuters. YFIRVÖLD í Palestínu staðfestu fyrir sitt leyti _ Wye Mills-samkomulagið við Israel seint í gærkvöld og hétu því um leið að vinna ötullega að því að stemma stigu við hermdarverk- um íslamskra öfgamanna, í kjöl- far sprengjutilræðis á Gaza- svæðinu á fimmtudag. Tilræðið plli talsverðum titr- ingi meðal Israela og Palestínu- manna, sem sex dögum áður höfðu undirritað samkomulag, sem felur í sér að Israelar láti af hendi landsvæði á Vesturbakk- anum og fái í staðinn tryggingar fyrir því að Palestínumenn skeri upp herör gegn hermdarverka- mönnum. Ekki er þó talið að samkomulagið sé í hættu. Sögðu stjórnvöld í ísrael í gær að of snemmt væri að leggja dóm á tilraunir Yassers Arafats til að kveða niður her- skáa palestínska öfgamenn. Hamas-samtökin lýstu ábyrgð á sprengjutilræðinu á hendur sér á fimmtudag og nokkrum klukkustundum síðar settu palestínsk yfirvöld Ahmed Yassin, stofnanda hreyfingar- innar, í stofufangelsi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.