Morgunblaðið - 31.10.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.10.1998, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eldvarnaeftirlitið um skemmtistaði Öflugl eftir- lit hérlendis Ekki ástæða til gagngerrar úttektar að mati umsjónarmanns Eldvarna Lögreglusfjóri veitir veitingaleyfí Barnahús tekið formlega í notkun Kosið verður 8. maí nk. KOSIÐ verður til Alþingis 8. maí nk. Þegar stjórnskipunar- lögum var breytt árið 1995 samþykkti Alþingi bráða- birgðaákvæði þar sem segir að kjósa skuli annan laugardag í maí árið 1999 hafí þing ekki verið rofíð áður. Ástæðan fyrir þessari laga- breytingu er sú að samkvæmt stjórnarskrá skal kjörtímabil alþingismanna vera fjögur ár. Lögin hafa verið túlkuð með þeim hætti að ekki megi kjósa síðar en fjórum árum eftir síð- asta kjördag. Þess vegna hefur kjördagur verið að færast framar á árið. Árið 1995 var kosið 8. apríl. Kjördagur á næsta ári hefði samkvæmt þessu getað verið 3. apríl, en hefðbundið er að kjósa á laugardegi. 3. apríl er hins vegar laugardagur fyrir páska, sem þykir ekki heppilegur kjör- dagur og því er sýnt að kosn- ingar hefðu orðið að fara fram í mars ef ekki hefði komið til breyting á stjómskipunarlög- um. Breytingin nær aðeins til kosninganna 1999 og því verða kosningarnar árið 2003 að fara fram fyrir 8. maí. Þetta kjör- tímabil verður hins vegar ekki fjögur ár heldur íjögur ár og einn mánuður. Umdæmi Læknavaktar- innar stækkar LÆKNAVAKTIN sf. mun frá 1. nóvember nk. kl. 00.00, reka vakt- þjónustu heimilislækna utan dag- vinnutíma allt árið um kring fyrir þjónustusvæði heilsugæsluumdæm- anna í Reykjavík, Kópavogi, Sel- tjarnarnesi, Garðabæ og Hafnarfírði. Á vakttíma mun læknavaktin sinna móttöku frá kl. 17.00-23.00 alla virka daga og 09.00-23.30 um helgar og frídaga. Símaráðgjöf og vitjunum verður sinnt frá ki. 17.00 til kl. 8.00 alla virka daga og allan sólarhring- inn um helgar og frídaga. Læknavaktin verður fyrst um sinn staðsett á Heilsuvemdarstöðinni við Barónsstíg í Reykjavík, en flytur að Smáratorgi 1 í Kópavogi hinn 1. des- ember nk. Símanúmer Læknavaktar- innar er 552-1230 en nýtt símanúmer verður tilkynnt við flutninginn. Að sögn Geirs Guðmundssonar afleysingavaktsjóra á Læknavakt- inni, felst helsta breytingin í stækk- un á þjónustusvæði Læknavaktar- innar, þar sem Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes eru sameinuð Reykjavík. Onnur breyting sé sú að afgreiðslutími á móttökum verður lengdur lítillega. REGLULEGT eldvamaeftirlit er öllum atvinnubyggingum og sam- komuhúsum hérlendis. Bjami Kjartansson, umsjónarmaður Eld- vama, segir að öflugasta eftirlitið sé hins vegar með skemmtistöðum. Hann kveðst ekki sjá ástæðu til gagngerrar úttektar á þessum mál- um þegar hann var inntur eftir því hvort hinn hörmulegi brani á skemmtistað í Gautaborg í fyrradag ýtti undir slíka úttekt. Bjami segir að allir staðlar og reglugerðir um brunamál séu byggðir á undangenginni reynslu. Vissulega hafí brannið stórar byggingar þar sem menn töldu sig hafa hugsað fyrir öllu og þá era staðlar lagfærðir og reglugerðum breytt. „Svona atburðir vekja alla til um- hugsunar. Þótt við fóram ekki í ein- hverja herferð í kjölfarið verður at- burðurinn okkur vissulega ofarlega í huga, það er bara óhjákvæmilegt," segir Bjami. Hann segir að veitingastaðir hér- lendis eigi það sammerkt að fá veit- ingaleyfi sitt frá lögreglustjóra. Eldvamaeftirlitið er umsagnaraðili um veitingaleyfi og skoðar staðina með samþykktum bygginganefnda- teikningum að viðkomandi húsum. Kannað sé hvort öryggismál sé með þeim hætti sem mælt er fyrir um. Einnig er metið hve marga gesti staðirnir bera. Það sé hins vegar erfíðleikum bundið fyrir Eldvama- eftirlitið að fylgjast með því hvort útgönguleiðir hafi verið tepptar, t.d. með hlöðum af vöra og vamingi fyr- ir neyðarútganga eða hvort of mörgum gestum sé hleypt inn á staðina. ,Almennt má segja að eftirlitið sé öflugt hérlendis. Eldvamaeftirlitið gerir athuganir á veitingahúsum að meðaltali eina til tvær helgar í mán- uði,“ segir Bjami. BARNAHÚS var fomlega tekið í notkun í gær. Markmið með opnun hússins er að bæta aðstoð og þjón- ustu við böm sem sætt hafa kyn- ferðislegu ofbeldi eða áreitni. í húsinu verður faglegt samstarf þeirra sem bera ábyrgð á vinnslu og úrlausn kynferðisbrotamála. Auk rannsóknarstarfs sem þar fer fram býður húsið upp á áfallahjálp fyrir börn sem sætt hafa kynferð- islegu ofbeldi og fjölskyldur þeirra. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kynnti starf- semi hússins og aðdraganda að stofnun þess á blaðamannafundi í gær. í máli hans kom fram að í kjölfar þingfyrirspumar Jóhönnu Sigurðardóttur hafí verið gerð könnun á umfangi kynferðisaf- brota gagnvart börnum á íslandi. Niðurstöður könnunarinnar hafi sýnt að ástandið í þessum málum væri mun alvarlegra en menn hefðu talið. Að meðaltali höfðu komið upp í kringum 100 tiivik á ári sl. fímm ár, eða 560 tilvik alls á ámnum 1992-1996. Einnig kom í ljós að ýmislegu var áfátt í rann- sóknum á afbrotunum og þá sér- staklega hvað varðaði meðferð og stuðning við þolendur, þ.e. börn. Félagsmálaráðuneytið fól barna- verndarstofu að fínna leiðir til úr- bóta og er opnun Baraahúss af- leiðing þess. Samhæfðar rannsóknir „Gmndvallarhugmyndin að baki starfi hússins er að það leiði til samstarfs allra þeirra sem standa að rannsóknum á kynferðisafbrot- um sem framin era gagnvart börn- um á íslandi. Með því að færa starfsemina í eitt hús em aðgerðir allra rannsóknaraðila samhæfðar. Rannsóknin verður þannig þver- fagleg og sérhæfðir aðilar sjá um sitt svið. Aðalatriðið er þó að með samræmdum aðgerðum em hags- munir barnsins í fyrirrúmi. í stað þess að barnið flakki á milli við- tala, og læknisskoðana er allt á einum stað. Aðeins einn aðili, sér- hæfður rannsakandi, annast skýrslutöku og fer hún fram í sér- stöku herbergi. Aðrir rannsóknar- aðilar geta fylgst með viðtalinu á sjónvarpsskjá í öðru herbergi og haft áhrif á framvindu þess,“ segir Bragi. Börnin em látin vita af þessari tilhögun og segir Bragi hana eiga að auðvelda baminu þá erfiðleika sem það upplifir við skýrslutökur. Að viðtalinu loknu geta sérfræð- ingar gert sameiginlegar áætlanir um framhald rannsóknarinnar. Húsið mun þjóna öllu landinu, böraum yngri en 18 ára, og verður opið á virkum dögum frá kl. 9-17. Við húsið starfa tveir sérfræðing- ar, Vigdís Erlendsdóttir forstöðu- maður og Ragna Björg Guð- brandsdóttir, sem gegnir starfi sérhæfðs rannsakanda. Auk þess munu barnaverndaryfirvöld, lög- regluyfírvöld, ríkissaksóknari og barnageðlæknir koma að rann- sóknunum. Fullkominn tækjabúnaður Undirbúningur að stofnun húss- ins hófst í september 1997 og er stofnkostnaður áætlaður um 5 milljónir króna. Fjárfest hefúr ver- ið í sérhæfðum tækjum sem auð- velda rannsóknarstarf, og má þar nefna svokallað „video colposcope" sem gerir alla skoðun á hugsanlegum áverkum nákvæm- ari. Tækið er hið fyrsta sinnar teg- undar sem tekið er í notkun í Evr- ópu og með því má prenta út myndir sem hægt er að nota sem sönnunargagn í dómsmáium. Kostnaður við tækið er um 1,6 milljónir króna. Eftirtalin embætti og stofnanir koma að undirbúningi og mótun Barnahúss: Barnaverndarstofa, Félagsmálastofnun Reykjavíkur, ríkissaksóknaraembættið, ríkislög- reglustjóraembættið, lögreglan í Reykjavík, Barnaspítali Hringsins, barna- og unglingageðdeild Land- spítalans og Samtök félagsmála- stjóra. Barnaverndarstofa sér um rekstur Barnahúss. Vegna eðlis þeirrar starfsemi, sem fram fer í húsinu, verður staðsetningu þess haldið leyndri. Morgunblaðið/Árni Sæberg BARNAHÚS var formlega tekið í notkun í gær. Hér skoða starfsmenn og gestir hússins tæki sem gerir skoðun á hugsanlegum áverkum mun nákvæmari. Tækið er hið fyrsta sinnar tegundar sem tekið er í notkun í Evrópu. Ný stjórn BHM kjörin á aukaaðalfundi NÝ stjóm Bandalags háskóla- manna var kjörin á aukaaðal- fundi bandalagsins sem haldinn var í Hlégarði í Mosfellsbæ í gær. Til fundarins var boðað vegna samstarfsörðugleika í frá- farandi stjóm og var samkomu- lag um að enginn úr fyrri stjóm gæfi kost á sér í nýju stjórnina. Björk Vilhelmsdóttir félagsráð- gjafi var kjörin formaður og Tryggvi Jakobsson varaformað- ur, en samtals sjö manns era í stjóminni. Björk sagði í samtali við Morg- unblaðið að einhugur hefði ríkt á fundinum í gær, enda væri fólk orðið þreytt á átökum og innri deilum. Ný stjóm hefði verið kjörin einróma og sama gilti um þær tillögur í skipulagsmálum sem bornar hefðu verið upp, þær hefðu verið samþykktar sam- hljóða. Hún sagðist ekki eiga von á neinum samstarfsörðugleikum í nýju stjóminni. Mikill vilji væri til þess að taka til óspilltra mál- anna í þeim málum sem Banda- lagið ætti að sinna. Reglulegir aðalfundir BHM era haldnir á tveggja ára fresti og var síðasti reglulegi fundur í apríl í vor. Björk sagði að fyrri stjóm hefði aldrei orðið staríhæf vegna persónulegra átaka, en nú horfði þetta allt til betri vegar. Auk Bjarkar og Tryggva sitja í stjórninni Auður Antonsdóttir, Ásta Björg Björnsdótttir, Elín- borg Stefánsdóttir, Már Ársæls- son, og Óskar Th. Traustason. fbúðalánasjóður tekur til starfa um áramót 25 starfsmönnum veð- deildarinnar sagt upp LANDSBANKI íslands hefur sagt upp 25 starfsmönnum veðdeildar bankans við Suðurlandsbraut, en veðdeildin hefur um langt árabil annast ýmsa þjónustu við Húsnæð- isstofnun ríkisins. í frétt frá Landsbanka íslands kemur fram að Húsnæðisstofnun verði lögð niður frá og með áramót- um og íbúðalánasjóður taki við stjórn húsnæðismála. Gert sé ráð fyrir að verkefni veðdeildarinnar flytjist að minnsta kosti að hluta til íbúðalánasjóðs. Bjöm Líndal, framkvæmdastjóri Allra leiða leitað til að endurráða sem flesta starfsmenn hjá Landsbanka íslands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að íbúðalána- sjóður tæki til starfa 1. janúar og ekki lægi enn fyrir hvernig þeirri þjónustu yrði sinnt sem veðdeildin hefði ann- ast. Viðræður stæðu yfir um það við íbúðalánasjóð, en vegna óvissunnai- í þessum efnum hefði bankinn ekki séð sér annað fært en að grípa til þessar- ar ráðstöfunar gagnvart starfsmönn- um deildarinnar. Björn sagði að bankinn myndi leita allra leiða til að endurráða sem flesta starfsmenn og gera það á næstu tveimur til þremur vikum. Deildarinnar yrði hugsanlega að einhverju leyti áfram þörf og réðist það af niðurstöðu viðræðnanna við Ibúðalánasjóð, en einnig kæmi til greina að finna starfsfólkinu ný störf innan útibúanetsins eða í höf- uðstövum bankans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.