Morgunblaðið - 31.10.1998, Page 6

Morgunblaðið - 31.10.1998, Page 6
6 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrír ungir drengir í Langholtsskóla skrifa bréf vegna drápsins á þvottabirninum TEIKNING af þvottabirninum eftir Erling Svein. Allir eiga að vera dýravinir GREINILEGT er að drápið á þvottabirninum frá Kanada í vikubyrjun hefur vakið hörð við- brögð. Þrír ungir drengir komu á ritstjórnina í gær og báðu blað- ið að birta bréf sem þeir höfðu skrifað í tilefni af þessum at- burði. Með fylgdi teiknimynd af þvottabirninum. Bréfíð er svohljóðandi: „Við erum bekkjarbræður í 4. bekk í Langholtsskóla. Þegar við sáum fréttina af hinum ólánsama þvottabirni, sem kom til Islands í gámi, fannst okkur móttökurnar sem björninn fékk vera mjög óréttlátar. Okkur finnst mjög leiðinlegt að hann hafi verið drepinn. Það kemur fullt af dýr- um til landsins, til dæmis Keikó, sem ekki eru drepin þegar þau koma. Hvað um alla farfuglana, af hverju eru þeir ekki drepnir þegar þeir koma til landsins? Morgunblaðið/Emilía BEKKJARBRÆÐURNIR í Langholtsskóla, þeir Jón Ásberg Sigurðsson, Erlingur Sveinn Erlingsson og Björgvin Helgi Kenester Hjartarson. Okkur finnst að það ætti frekar að refsa fullorðnu fólki sem setur svona reglur. Við erum dýravinir og viljum að aðrir séu það líka.“ Þeir félagarnir sögðu að flestir krakkar, sem þeir töluðu við, væru sammála þeim um að ekki hefði verið rétt að drepa litla þvottabjörninn. Nefnd að skila af sér skýrslu um mat á stöðu olíuleitar innan íslenskrar lögsögu I fyrsta sinn sem erlend olíufélög sýna áhuga BANDARÍSKT olíufélag hef- ur lýst áhuga á að kanna gögn Orkustofnunar með það í huga að hefja olíuleit innan lög- sögu íslands ef gögnin gefa tilefni til þess, eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær. Þá hefur evrópskt ol- íufélag einnig lýst áhuga sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent ol- íufélag sýnir rannsóknagögnum Orkustofnunar áhuga. Um þessar mundir er nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins að skila af sér skýrslu um mat á stöð- unni í olíuleit innan íslenskrar lög- sögu. Karl Gunnarsson jarðeðlis- fræðingur hjá Orkustofnun segir að í skýrslunni verði yfírlit um svæðin sem hér um ræðir, mat á ol- íulíkum, sérstaklega á íslenska landgrunninu og jafnframt um Jan Mayen svæðið, þar sem íslending- ar eiga viss réttindi, og Hatton Rockall svæðið, þar sem vissar kröfur eru uppi. í skýrslunni fylgir álitsgerð erlends sérfræðings úr ol- íuiðnaðinum. Þrjú svæði undir smásjánni Karl segir að einkum sé litið á þrjú svæði í þessu samhengi, þ.e. ís- lenska landgrunnið, Jan Mayen svaeðið og Hatton Rockall svæðið. A íslenska landgrunninu hafa á afmörkuðum blettum safnast saman þykk setlög með það miklum jarð- hita að hugsanlegt er talið að olía geti myndast í þeim ef aðrar að- stæður eru einnig fyrir hendi. Eink- um eru þessi svæði fyrir Norður- landi. Þama hafa verið gerðar mæl- ingar til að kanna setlagaþykkt. Einnig hefur verið bomð þar frem- ur gmnn hola og gerðar ýmsar jarðfræðiathuganir og sýnataka, einkum á landi. Niðurstöðumar koma fram í greinargerð nefndar- innar og eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu telur nefndin að lík- umar á því að fínna oh'u við landið sé á bilinu 10-12%. Karl segir að hugsanlegt sé að einhvers staðar á svæðinu hafi að- stæður orðið á þann veg að þar hafi myndast olía eða gas. Mun líklegra sé þó að gas hafi myndast. Þessi svæði era engan veginn jarðfræði- lega hliðstæð olíusvæðum við meg- inland Evrópu. Einu vísbendingamar um olíu- Hagsmunir íslendinga á sviði olíuleitar eru eink- um á þremur svæðum, þ.e. Jan Mayen hryggn- um, úti fyrir Norður- landi og á Hatton Rockall svæðinu. myndun hér við land komu fram þegar borað var í jörðu í Skógarlóni í Öxarfirði. Þar fannst gas sem fylg- ir olíumyndun. Karl segir að spum- ingin snúist um það hvort nægilegt magn hafi verið þarna af lífrænu efni til að mynda olíu að einhverju ráði og einnig hvort jarðfræðilegar aðstæður séu með þeim hætti að ol- ía geti safnast þar saman. Karl segir að enn erfiðara hafi reynst að fá fyrirtæki í olíuiðnaði í Evrópu til að skoða möguleikana á íslenska landgranninu vegna þess hve óvenjulegt svæðið er og ungt. Hlutverk nefndar iðnaðarráðuneyt- isins er m.a. að kynna svæðið fyrir umheiminum. Á Jan Mayen svæðinu hafa ís- lendingar átt samstarf við Norð- menn um rannsóknir. Samningur er í gildi um svæðið og nær það bæði yfir norska og íslenska lög- sögu. Gerðar hafa verið mælingar þama og þau gögn verið lögð fram á almennum markaði til sölu, líkt og gert hefur verið með rannsóknir á öðram svæðum á landgranni Nor- egs. Olíuiðnaðurinn hefur sýnt gögnunum frá Jan Mayen svæðinu takmarkaðan áhuga. Norski olíu- iðnaðurinn hefur verið að færa sig utar á landgrunni Noregs undan- farin ár og era nú hafnar rannsókn- ir á svæðum sem era jarðfræðilega hliðstæð Jan Mayen hryggnum. Verði jákvæð niðurstaða á ysta hluta landgranns Noregs er talið mjög líklegt að frekari rannsóknir verði gerðar á Jan Mayen hryggn- um. Samningur íslands og Noregs Samkvæmt milliríkjasamningi ís- lands og Noregs gengur lögsaga ís- lands inn á suðurhluta þessa svæðis. Auk þess er samkvæmt milliríkja- samningnum kveðið á um að ísland eigi fjórðungsþátttökurétt á olíuleit og vinnslu á þeim hluta svæðisins sem er innan lögsögu Noregs. Hatton Rockall svæðið er einna minnst kannað af þessum þremur svæðum. Karl segir að stöðugur þrýstingur sé á að hafnar verði rannsóknir þar. Olíufélög séu farin að leita í kantinum á sunnanverðu Hatton Rockall svæðinu. Mjög óljóst er hver réttur íslendinga er á svæðinu. Karl segir að erlend olíufélög hafi ekki sýnt neinu þessara svæða áhuga nema helst jaðrinum á Hatton Rockall svæðinu sem er inn- an breskrar lögsögu. Hann segir að olíufélagið bandaríska, sem nú hef- ur sent íslenskum stjórnvöldum er- indi um áhuga sinn á því að kanna líkur á olíumyndun innan íslenskrar lögsögu, sé mjög lítið á alþjóðlegan mælikvarða. Rannsóknir hófust á áttunda áratugnum Rannsóknir hófust fyrst hér við land seint á áttunda áratugnum að einhverju marki þegar mælingaíyr- irtækið Western Geophysical gerði mælingar úti fyrir Norðurlandi. Mælingarnar sýndu setlög á svæð- inu. Fyrirtækið reyndi að selja gögnin en ekki reyndist mikill áhugi fyrir þeim. Fyrirtækið starfar nú við mælingar við Færeyjar. í byrjun níunda áratugarins var borað í Flatey á Skjálfanda og stað- fest að þar væra setlög. Ekki fannst þó olía þar. Um svipað leyti var gerður samningur við Norðmenn og í framhaldi af því gerðar yfirlits- mælingar á Jan Mayen svæðinu sem 1985 og 1989 í samvinnu Orku- stofnunar og Olíustofnunarinnar 1 Noregi. Einnig voru um þetta leyti gerðar grófar mælingar á Hatton Rockall svæðinu í samvinnu íslend- inga og Dana. Karl Gunnarsson metur sjálfur líkurnar á því að olíu sé að finna innan íslenskrar lögsögu á þennan veg: „Það er örugglega eitthvað af olíu, við vitum það. En það gæti ver- ið einvörðungu í litlu magni sem tapaðist stöðugt út og hyrfi. Eg hallast að því að það mat að 10-12% líkur séu á því að olíu sé að finna hér sé í bjartsýnna lagi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.