Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR „TIL eru fræ sem fengu þennan dóm, að falla í jörð og verða ..." Miðlun gerir at- hugasemd við 118 MIÐLUN ehf. hefur sent Sam- keppnisstofnun erindi þar sem gerðar eru athugasemdir við rekst- ur Landssímans á upplýsingaþjón- ustunni 118. Miðlun telur að Landssíminn veiti þar margvísleg- ar aðrar upplýsingar en um síma- númer og heimilisföng. Einnig ger- ir fyrirtækið athugasemd við söfn- un net- og veffanga Landssímans á vefrænni símaskrá fyrirtækisins. Árni Zophoníasson hjá Miðlun segir að gerðar séu athugasemdir við það að í 118 sé svarað spurning- um sömu ættar og Miðlun sérhæfi sig í því að svara á Gulu línunni. Þar er t.d. um að ræða upplýsingar um þjónustuaðila eða umboðsaðila fyrir tiiteknum vörutegundum sem Arni segir að falli ekki undir skil- greindt starfssvið 118. „Þessi þjónusta Landsímans býr við samkeppnisyfirburði sem okkur Segir Landsvirkjun fara út fyrir starfssvið sitt er ekki gert kleift að mæta. Þar er einkum tvennt sem við bendum á. 118 er rekið á þriggja stafa númeri sem enginn annar hefur aðgang að. Þá er 118 heimilt að taka greiðslu fyrir símtöl en okkur er það ekki heimilt á Gulu línunni. Þarna eru tvö þjónustufyrirtæki sem að hluta ti) veita sömu upplýs- ingarnar en búa við mjög ólík sam- keppnisskilyrði. Við bendum á þá kosti til lausnar málinu að 118 haldi sig við sitt afmarkaða starfssvið sem er að veita upplýsingar um símanúmer og heimilisföng ein- staklinga og fyrirtækja eða að Miðlun njóti sömu skilyrða og 118,“ segir Arni. Landssíminn hætti að skrá netföng Hann segir að Miðlun geri einnig athugasemd við það að Landssím- inn safni í gegnum símakrá á vefn- um net- og vefföngum og bjóði þau til sölu þar. Miðlun hafi í 2-3 ár haldið úti starfsemi sem felst í því að gefa út netfangaskrá. „Við fögn- um samkeppni þarna eins og ann- ars staðar en okkur finnst að með þessari leið sem Landssíminn fer, að nota símaskrána við þessa starf- semi, sem er markaðstæki sem fyr- irtækinu er fengið í hendur af stjórnvöldum, séu ólögmætir sam- keppnishættir. Við gerum þá kröfu að Landssíminn hætti að skrá net- föng í gegnum þennan miðil,“ segir Arni. Prófkjör Sjálfstœðisflokksins á Reykjanesi • ••••• Markús Möller Ég vil öflugt atvinnulíf sem skapar hámarksverðmœti og bœtir lífskjör almennings. mstans 14. nóv. Hrina árekstra í Reykjavík Á ANNAN tug árekstra voru til- kynntir til lögreglunnar í Reykja- vík eftir kl. 14 í gær. Flestir voru minniháttar og gat lögreglan sér til um að orsaka væri að leita í vondum birtuskil- yrðum, þar sem sólin blindar öku- menn auðveldlega nú þegar hún er lágt á lofti. Kl. 10.20 varð harður árekstur á gatnamótum Egilsgötu og Snorrabrautar. Tvær fólksbifreið- ar rákust saman og voru ökumenn beggja bifreiða fluttir á slysadeild með höfuð- og hálsáverka. Bifreiðarnar skemmdust svo draga þurfti þær burt með krana- bifreið. Selkórinn syngur með Sinfóníunni Veglegir tón- leikar á 30 ára afmæli Páll Gunnlaugsson SELKÓRINN held- ur tónleika með Sinfóníuhlj ómsveit íslands í Langholts- kirkju kl. 17 í dag. Á tón- leikunum verða flutt tvö verk, C-dúr Messa Moz- arts og Requiem eftir Gabriel Fauré, og hefur hvorugt verkanna áður verið flutt með stórri hljómsveit hér á landi. Fjórir einsöngvarar syngja með kór og hljóm- sveit á tónleikunum. Tón- leikamir eru haldnir í til- efni af 30 ára afmæli kórsins og eru tileinkaðir minningu frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt- ur, fyrrverandi forseta- frúar og bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi. Páll Gunnlaugsson, formaður Selkórsins, segir að söngfélagar séu alla jafna á bilinu 40 til 50. „Kórinn er áhugamannakór og dagskráin yfirleitt fremur hefð- bundin. Hinu er ekki að leyna að af og til hefur kórinn tekist á við kröfuharðari verkefni í góðri samvinnu við hinar ýmsu smærri hljómsveitir og er þar hægt að nefna Lúðrasveit Seltjarnarness. Ef svo má að orði komast er kórinn gerður út frá Seltjarnar- nesi og fara æfingar fram í Tón- listarskólanum. Kórfélagar eru úr sveitarfélaginu og nágranna- sveitarfélögunum og mynda fag- lega eins konar þversnið þjóðfé- lagsins. Fyrir venjulegt fólk er gaman að koma inn í annan og blandaðri hóp en í vinnunni. Létt stemmning myndast í hópnum enda hafa allir gaman af því að syngja. Ekki spillir heldur að hafa sameiginlegt markmið að stefna að.“ - Hvenær kom upp sú hug- mynd að sækjast eftir því að syngja með Sinfóníuhljómsveit Islands? „Hugmyndin kom upp í tengsl- um við hvernig hægt væri að halda upp á 30 ára afmæli kórs- ins. Sinfóníuhljómsveitin var frá upphafi mjög jákvæð. Hluti skýr- ingarinnar er væntanlega að Sel- tjarnarnes hefur verið eina sveit- arfélagið utan Reykjavíkur til að styrkja hljómsveitina fjárhags- lega.“ - Hvernig hefur undirbúning- ur tónleikanna farið fram? „Við höfum fetað í fótspor at- vinnumannanna í undirbúningn- um. Fyrst æfði kórinn undir stjórn kórstjórans Jóns Karls Einarssonar. Eftir ákveðið æf- ingatímabil kom hljómsveitar- stjórinn inn í vinnunna. Að lokum hittum við svo sjálfa hljómsveitina. Við höf- um haft afskaplega gaman af því að kynn- ast nýjum vinnubrögð- um og finnst að sjálf- sögðu mikill heiður að fá að syngja með sjálfri Sinfóníu- hljómsveitinni. Um leið eru tón- leikarnir að mínu viti visst fram- hald af því sem við höfum verið að gera með kröfuharðari verk- efnum. Hljómsveitirnar hafa að vísu ekki verið stórar og er ástæðan fyrst og fremst hversu dýrt er að vera með mjög marga hljóðfæraleikara. Nú fáum við sjálfa Sinfóníuhljómsveitina í lið með okkur og þurfum ekkert að borga.“ - Hvernig hefur samvinnan við hljóðfæraleikarana gengið? „Okkur hefur verið tekið mjög vel af allri hljómsveitinni. Mesta ► Páll Gunnlaugsson, formaður Selkórsins, er fæddur 21. mars árið 1952. Páll er stúdent frá Meimtaskólanum við Hamrahlíð árið 1973 og arkitekt frá Tækni- háskólanum í Lundi árið 1979. Eftir að námi lauk hefur Páll rekið teiknistofur ásamt öðrum. Hann hefur rekið teiknistofuna Arkitektar-Skógarhlið með öðr- um frá árinu 1983. Eiginkona Páls er Hrafnhild- ur Óttarsdóttir, líffræðingur og kórfélagi í Selkórnum. Páll og Hrafnhildur eiga þijú börn á aldrinum 14 til 26 ára. lífreynslan felst hins vegar í því að sjá fagmennina að verki. Við höfum verið að hjakka áfram með blóði, svita og tárum í verkunum alveg frá því í haust. Svo koma fagmennimir og vinna verkið al- veg óhikað.“ - Hvers konar verk verða flutt á tónleikunum? „Kórinn flytur tvö verk á tón- leikunum, C-dúr Messu Mozarts og Requiem eftir Gabriel Fauré og hefur hvorugt verkanna verið flutt áður með stórri hljómsveit á íslandi. Hið fyrra er létt og skemmtilegt og eins og nafnið gefur til kynna er hið síðara sálu- messa. Gaman hefur verið að fást við bæði verkin enda henta þau kórnum vel. Með okkur syngja fjórir einsöngvarar Þuríður G. Sigurðardótth sópran, Alina Du- bik alt, Snorri Wium tenór, og Aðalsteinn Einarsson bassi. Aðal- steinn er búsettur í Ameríku og kemur sérstaklega heim til að syngja á tónleikunum. Organisti á tónleikunum er Friðrik Vignir Stefánsson, fyrrverandi stjórn- andi Selkórsins og núverandi organisti á Grundarfirði. Að- alkarlinn er svo auð- vitað Bernhardur Wilkinson, stjórnandi Sinfóníuhlj ómsveitar- innar.“ - Af hverju eru tónleikarnir ekki haldnir á Nesinu? „Seltjamarneskirkja er of lítil fyrir jafn stóran hóp flytjenda. Háskólabíó er heldur stórt fyrh utan að verkin henta mjög vel til khkjuflutnings. Langholtskhkja varð fyrir valinu enda afar gott tónleikahús." - Hefur kvíðinn gert vart við sigsíðustu daga? „Æfingar hafa verið strembnar og kvíðinn hefur ekki verið fjarri síðustu dagana. Á hinn bóginn er ég nokkuð viss um að okkur á eft- ir að takast ágætlega upp. Ann- ars er ekkert annað fyrh fólk að gera en að koma og heyra sjálft.“ Með blóði, svita og tárum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.