Morgunblaðið - 31.10.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 11
FRÉTTIR
Leiðrétting
í GREIN frá Sjómannafélagi
Reykjavíkur í Morgunblaðinu sl.
föstudag urðu þau mistök að því var
haldið fram að bróðir sýslumannsins
í Hafnarfirði gegndi ábyrgðarstöðu
hjá íslenska álfélaginu hf. Þetta er
rangt og var byggt á röngum upplýs-
ingum.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Jónas Garðarsson,
formaður Sjómannafélags Reykja-
víkur.
Morgunblaðið/Ásdís
BJÖRN Bjarnason, án efa netvæddasti ráðherra landsins, skautaði um nýjan og víðfeðman vef menntamála-
ráðuneytisins á kynningarfundi í gær.
Ný heima-
síða fyrir
mennta-
málaráðu-
neytið
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur tekið í notkun nýja og
aðgengilegri heimasiðu þar
sem meðal annars birtast úr-
skurðir og svör ráðuneytisins
við erindum og allt útgefið efni
þess. Stefnt er að því að hægt
verði að fylla út umsóknir um
styrki eða annað sem sótt er
um til ráðuneytisins á vefnum.
Björn Þór Jónsson tölvunar-
fræðinemi hefur unnið að
hönnun nýju heimasíðunnar.
Hann segir að samtals séu um
1300 vefsíður á vegum ráðu-
neytisins og er þá ótalið efni á
eigin síðu ráðherrans og öðr-
um tengdum síðum.
Á nýju vefsíðunni er meðal
annars birt yfirlit um árangur í
59 stefnumálum sem kynnt
voru í bæklingi árið 1996. Að
sögn Björns Bjarnason,
menntamálaráðherra, hefur
þeim stefnumálum flestöllum
verið náð eða að vel hefur mið-
að í átt til þeirra. Upplýsingum
um framgang þeirra verður
bætt inn á netið reglulega.
Borgarráð vegna umframkostnaðar við Iðnó
Skýringa endurbygg-
ingarnefndar óskað
BORGARRÁÐ hefur óskað eftir
skýringum frá endurbyggingar-
nefnd Iðnó á því hverju sæti að
kostnaður við bygginguna hefúr
farið um fjörutíu milljónir króna
fram úr áætlunum og hvers vegna
ekki hafi verið leitað eftir fjárveit-
ingu frá borgarráði þegar ljóst var
að kostnaðurinn yrði umfram áætl-
anir.
Árni Þór Sigurðsson, aðstoðar-
maður borgarstjóra, sagði að beðið
væri eftir greinargerð frá endur-
byggingarnefndinni, en af þeim
lauslegu svörum sem fengist hefðu
virtist sem að skýringar á auknum
kostnaði lægju í lyftu fyrir fatlaða,
í aukinni einangrun í húsinu vegna
tvíþættrar starfsemi, auk þess sem
farið hefði verið í innréttingu á ris-
inu, sem ef til vill hefði ekki verið
gert ráð fyrir á þessu stigi máls-
ins.
„Mér sýnist svona að þetta séu
þeir þættir sem valda því að það
hefur verið farið fram úr, en eins
og ég segi þá bíðum við eftir end-
anlegri greinargerð frá nefndinni,"
sagði Árni Þór.
Upphafleg kostnaðaráætlun
vegna endurbyggingar Iðnó var
upp á 240 milljónir króna, sam-
kvæmt upplýsingum Árna Þórs, en
eftir að hún var endurskoðuð til
lækkunar var gert ráð fyrir að
kostnaðurinn yrði 205 milljónir
króna. Núna lægi fyrir að kostnað-
urinn við endurbygginguna yi'ði
241 milljón króna eða tæpar 40
milljónir umfram áætlanh-. Ami
sagði þennan umframkostnað
mjög bagalegan ekki síst í ljósi
þess að ekki hefði verið farið með
beiðni um viðbótarframlög fyrir
borgarráð.
Fornleifastofnun íslands í nýtt húsnæði
Samstarf við skoska
háskóla undirbúið
FORNLEIFASTOFNUN íslands gengst um helgina fyrir samræðum
íslenskra og skoski’a fomleifafræðinga um samstarf stofnunarinnar við
fjóra háskóla í Skotlandi. Stofnunin hefur nú fengið nýtt húsnæði til af-
nota, á Bárugötu 3 í Reykjavík.
Fornleifafræðingarnir- Adolf Frið-
riksson og Orri Vésteinsson standa
að þessum samræðum við háskólana
í Edinborg, Glasgow, St. Andrews og
Stirling og taka fulltrúar þeirra allra
þátt í viðræðunum ásamt fulltrúa frá
Cambridge. Adolf Friðriksson
greindi Morgunblaðinu frá því að
kannað yrði hvort grundvöllur væri
fyrir samstarfi um rannsóknir,
kennslu og kynningu á þeim menn-
ingararfi sem sameiginlegur væri
löndunum frá víkingatímanum, en
hann væri margháttaður.
Vinnuhópurinn er kallaður INIS,
sem stendur fyrir Iceland and the
Northern Isles of Scotland, ísland
og norðureyjar Skotlands, og sagði
Adolf að síðar hefði komið í Ijós að
inis þýddi á forn-gelísku eyja en um
það ætti samstarfið einmitt að snú-
ast.
Á fundinum um helgina, sem
Rannsóknaráð Islands hefur styrkt,
munu fornleifafi’æðingarnir greina
frá ýmsum rannsóknum sínum í
hvoru landinu um sig auk þess sem
þeir ræða samstarfshugmyndimar.
----------------------------
Athugasemd
við grein
ATHUGASEMDIR vegna
greinar Jónasar Garðarssonar,
formanns Sjómannafélags
Reykjavíkur, í Morgunblaðinu
30. október 1998:
„Við viljum leiðrétta misskiln-
ing greinarhöfundar þegar hann
segir að sýslumaðurinn í Hafn-
arfirði eigi bróður í ábyrgðar-
stöðu hjá ÍSAL. Meðal 510
starfsmanna ÍSAL á sýslumað-
urinn í Hafnarfirði engan bróð-
ur. Hugsanlegt er að greinarhöf-
undur rugli saman nöfnunum
Sophusson, sem er föðumafn
sýslumannsins í Hafnarfirði og
Sófusson, sem er föðumafn inn-
kaupastjóra ÍSAL.
Einnig viljum við gera at>
hugasemd við það að nafn látins
föður forstjóra félagsins er
dregið inn í þessa umræðu.
íslenska álfélagið hf.
Iðnó án opinberra
styrkja - Athugasemd
LEIKHUSSTJORI Loftkastal-
ans hefur undanfarna daga kvart-
að sáran í fjölmiðlum vegna þess
sem hann telur vera styrkveiting-
ar Reykjavíkurborgar til Leikfé-
lags íslands sem rekur menning-
arstarfsemi í Iðnó. Leikhússtjór-
inn telur að 11 milljónum hafi
verið veitt í styrk til Leikfélags-
ins í formi sviðsbúnaðar. Stað-
reyndir málsins em að Leikfélag
Islands hefur engan styrk þegið
frá Reykjavíkurborg og hefur
keypt allan færanlegan sviðsbún-
að fyrir eigið fé eins og um var
samið. Milljónirnar sem leikhús-
stjóri Loftkastalans telur vera
styrk til leikfélagsins voru notað-
ar af Reykjavíkurborg til að
greiða fyrir fastan búnað í húsinu
svo sem rár í lofti, raflagnir, lúgu
í sviðslofti og fleiri hluti sem ekki
er mögulegt að taka úr húsinu eða
nota annars staðar. Búnaðurinn
er í eigu Reykjavíkurborgar og
fylgir Iðnó. Ljóskerfi, hljóðkerfi,
sviðstjöld, stólar, pallakerfi í sal
og annar laus búnaður var keypt-
ur fyrir fé Leikfélags íslands.
í umræðunni hefur leikhússtjór-
inn vegið ómaklega að starfsheiðri
Iðnó. Þau ummæli dæma sig sjálf
enda em í þessum mánuði um það
bil 40 sýningar á fjölunum í Iðnó,
sem skarta mörgum bestu lista-
mönnum þjóðarinnar. Fyrir þessa
metnaðarfullu menningardagskrá
hlýtur Leikfélag íslands enga
styrki frá hinu opinbera.
Eiríkur Bergmann Einarsson,
framkvæmdastjóri Leikfélags Is-
lands í Iðnó.
Loðfóðraður kvenskór í svörtu leðri.
Stærðir 37-42.
Loðfóðraður kvenskór í svörtu leðri.
Stærðir 37-42.
Grandagarði 2 - Rvík.
Sími 552-8855 og 800-6288
0PIÐ VIRKA DAGA 8-18
LAUGARDAGA 10-14
Vatnsheldur með lausum
einangrunarsokk. Stærðir 41-46.
Loðfóðraðir kuldaskór í svörtu leðri
með rennilás á hliðinni.
Stærðir 40-46.
Vandaðir gönguskór með góðum
sóla. Cotex- öndunareiginleikar.
Stærðir 36-46.
SENDUM UM ALLT LAND