Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 12

Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 12
12 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Brýnasta verkefni samfylkingarinnar snýst nú um að ná samkomulagi um framboðsmál Alpýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Kvennalisti, flokkarnir þrír sem stefnt hafa að sameiginlegu framboði fyiár al- þingiskosningarnar í vor, auk Jó- hönnu Sigurðardóttur formanns Þjóðvaka, hafa enn ekki komið sér saman um hvaða aðferðir verði notaðar til að velja fulltrúa á fram- boðslista samfylkingarinnar. Níu manna nefndir flokkanna þriggja í öllum kjördæmum landsins sem undirbúa eiga framboðið eru flest- ar byrjaðar að starfa þó mest hafi borið á vinnu nefndanna í Reykja- víkur- og Reykjaneskjördæmi. Þetta eru stærstu og að mati rnargra mikilvægustu kjördæmin og segja sumir að þar kristallist sá ágreiningur sem sé á milli flokk- anna þriggja um aðferðir til að velja frambjóðendur á lista sam- fylkingarinnar. Þar vilji Alþýðu- flokkurinn prófkjör með eins fáum takmörkunum og hægt er en Al- þýðubandalagið að flokkarnir fái úthlutað ákveðnum sætum á listan- um og ákveði síðan sjálfir aðferðir til að velja í þau sæti. Kvennalist- inn vilji hins vegar tryggingu fyrir ákveðnum þingsætum, tveimur í Reykjavík og einu í Reykjanesi, eða að minnsta kosti þremur á landsvísu, en að öðru leyti sé hann opinn fyrir öllum hugmyndum um framboðsaðferðir. Jóhanna Sigurð- ardóttir stefhir hins vegar á efstu sæti listans í Reykjavík. Það fór reyndar eftir viðmæl- endum blaðamanns hvað gert var mikið úr ágreiningi flokkanna í Reykjavík og á Reykjanesi og sögðu sumir að níu manna nefnd- imar í þessum kjördæmum væru einfaldlega að taka sér góðan tíma til þess að fara yflr alla hugsanlega möguleika og tillögur sem lagðar væra fram. Eðlilegt væri að menn væra með mismunandi skoðanir og að líf samfylkingarinnar héngi síð- ur en svo á bláþræði. Aðrir vildu þó meina að ágrein- ingur um framboðsaðferðir í þess- um kjördæmum væri mikill og að hann gæfi skýrt til kynna þá valda- baráttu sem væri milli A-flokk- anna. Átökin væra með öðrum orð- um um það hvort Össur Skarphéð- insson, fyrsti þingmaður Alþýðu- flokksins í Reykjavík, hreppti fyrsta sætið þar eða Svavar Gests- son, fyrsti þingmaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Alþýðu- flokksmenn vildu þó láta reyna á styrk sinn með prófkjöri en sam- kvæmt heimildum blaðamanns er Svavar mótfallinn þeirri leið. Hann vilji láta handraða á listann og að Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, styðji hann í því. Þeir sem tala um alvarlegan ágreining era þó margir hverjir á því að sátt eigi eftir að nást um þessi mál. Tíminn til þess sé enn þá nægur. Ekki langt í niðurstöðu á Reykjanesi En burtséð frá eðli ágreiningsins um framboðsleiðir er ljóst að vandi samfylkingarinnar snýst nú fyrst og fremst um að flokkarnir komist að samkomulagi um aðferðir við val á lista. Búið er að ná saman um málefnaskrá flokkanna en enn er þó eftir að ganga frá verkefnaskrá samfylkingarinnar til næstu fjög- urra ára og útfæra þar mikilvæg málefni eins og auðlindamál, utan- ríkismál og ríkisfjármál, að sögn Ágústs Einarssonar, þingmanns jafnaðarmanna og full- _____________ trúa í svokallaðri „Líklegt að stýrinefnd sameiginlegs Kvennalistinn framboðs. Leggur hann «. «„ áherslu á að þeirri vinnu sé enn ólokið. Morgunblaðið/Þorkell FORYSTUSVEITIR tlokkanna í samfylkingunni fjalla nú um hvernig ná megi samkomulagi um framboð. Frá vinstri: Guðný Guðbjörnsdóttir, Sig- hvatur Björgvinsson og Margrét Frímannsddttir. Kvennalistakoniir taka ákvörðun um þátttöku í dag Nokkur óvissa ríkir um niðurstöðu lands- fundar Kvennalistans í samfylkingarmál- um í dag en síðdegis er stefnt að endan- legri ákvörðun um hvort Kvennalistinn eigi að taka þátt í sameiginlegu framboði. Meiri líkur virðast þó á því að þær samþykki að ganga til liðs við sam- fylkinguna. Arna Schram kynnti sér stöðuna í samfylkingarmálum. niðurstaðan á Reykjanesi „hanga saman við“ niðurstöðuna í Reykja- vík enda væri samráð milli níu manna nefndanna í báðum þessum kjördæmum og reyndar allra kjör- dæmisnefndanna á landinu. Eins og kunnugt er hafa viðræð- _______ ur þær sem fram hafa farið í níu manna nefnd- inni í Reykjavík verið gerðar opinberar að ein- hverju leyti og er skemmst að minnast Fulltrúar í níu manna nefndinni í Reykjaneskjördæmi, sem blaða- maður hafði samband við, vildu sem minnst segja um þær viðræð- ur sem þar færa fram um fram- boðsaðferðir en gáfu í skyn að ekki væri langt í niðurstöðuna. Hins vegar var bent á að líklega myndi þess munnlega samkomulags sem gert var á milli fulltrúa flokkanna um að ákveðið jafnræði skuli ríkja við röðun í öragg sæti á framboðs- lista samfylkingarinnar í Reykja- vík. Þá hefur komið fram að hug- myndin um galopið prófkjör með engum takmörkunum komi alls ekki til greina og að nú sé helst rætt um þær leiðir sem áður vora nefndar, þ.e. handröðun á lista annars vegar og prófkjör með ákveðnum leikreglum hins vegar, jafnvel í anda prófkjörs Reykja- víkurlistans fyrir síðustu borgar- stj ómarkosningar. Rökin fyrir prófkjöri segir Ágúst Einarsson vera þau að með þeim fái kjósendur færi á því að taka þátt í vali á framboðslista en auk þess skapi það möguleika fyrir nýja fulltráa að komast í örugg þingsæti. „Mín skoðun er sú að ef að þetta framboð ætlar sér að ná 35-45% íylgi verði að treysta fólk- inu til að velja fulltrúa á framboðs- lista. Allt annað er bandalag flokkseigenda og núverandi þing- manna. Það tel ég ekki vera gæfu- legt upphaf í þessu sameiningar- ferli,“ segir hann. Fylgjendur þeirrar leiðar að handraða á listann nefndu það m.a. sem rök að sameiginlegt framboð væri á þessu stigi ekki nægilega þroskað til þess að fara í opið próf- kjör með ákveðnum takmörkunum og því væri nær að handraða á list- ann eins og R-listinn gerði fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 1994. Eðlilegt væri að læra af reynslu R-listans. Aðrir vildu þó meina að krafan um fyrsta sætið væri eina ástæðan fyrir því að Al- þýðubandalagið vildi láta handraða á listann í Reykjavík. Alþýðubandalagsmenn ræða málin í dag Aðalfundur miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins verður haldinn í dag og er á þeim fundi gert ráð fyrir því flokkurinn ákveði formlega að taka þátt í sameiginlegu framboði og að formaðurinn fái þar með heimild til þess að vinna áfram að undirbún- ingi framboðsins. Niður- staða landsfundar ________ Kvennalistans um það hvort Kvennalistinn verði með í sameiginlegu framboði er á hinn bóginn ekki eins öragg. Guðný Guðbjörnsdóttir, þing- maður Kvennalistans, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að kvenna- listakonur hefðu viljað að fram- boðsmál samfylkingarinnar væra „Galopið próf- kjör strax út úr myndinni“ sem skýrast fyrir landsfundinn þannig að þær vissu hvað „héngi á spítunni“. Nú er hins vegar ljóst að eina tryggingin um þingsæti sem kvennalistakonur hafa fyrir lands- fundinn er samkomulagið um jafn- ræði flokkanna í Reykjavík eins og áður var minnst á. Um heiðurs- mannasamkomulag er að ræða, að sögn Steinunnar V. Óskarsdóttur, fulltráa Kvennalistans í níu manna nefndinni í Reykjavík, og túlkar hún það reyndar sem svo að Kvennalistanum séu tryggð þing- sæti á listanum í Reykjavík. Vandamálið er hins vegar það hvort hægt sé að treysta þessu samkomulagi og segja sumar kvennalistakonur að ákvörðun landsfundarins í dag muni einmitt snúast um þá spurningu. Fulltrúai' Kvennalistans í níu manna nefnd- inni hafa þó haldið því fram fullum fetum að samkomulaginu sé hægt að treysta. Þótt þær kvennalistakonur sem blaðamaður náði tali af vildu ekki fullyrða um niðurstöðu landsfund- arins mátti lesa úr orðum þeirra að meiri líkur en minni væra á því að sameiginlegt framboð yrði ofaná. Einkum vegna þess að þær konur sem hefðu verið andvígar samfylk- ingunni væra annað hvort gengnar úr Kvennalistanum eða hefðu dregið sig í hlé. Þær konur sem nú væra virkar í Kvennalistanum væra hlynntar sameiginlegu fram- boði og það væra einmitt þær kon- ur sem kæmu á landsfundinn. Talið er að yfir sjötíu kvennalistakonur ________ sæki landsfundinn um helgina og eftir umræð- ur um samfylkingarmál í dag verður tekin endan- leg ákvörðun um fram- " haldið. Ekki er líklegt að gengið verði til atkvæða heldur er sennilegra að reynt verði að kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu eins og venjan er hjá Kvennalistan- um. Á morgun er síðan ætlunin að ræða um framtíð Kvennalistans út frá þeirri niðurstöðu sem tekin verður í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.