Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 14
GSP 14 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Afkoman ræð Fiskur er okkar helsta útflutningsvara. Aflinn sem veiðist á íslandsmiðum er nær allur seldur á alþjóðlegum mörkuðum. Afkoma Islendinga ræðst þess vegna að stórum hluta af því hvort erlendir neytendur velja okkar sjávarafurðir fremur en afurðir annarra þjóða. íslendingar framleiða einungis 2% af þeim sjávarafurðum sem í boði eru á alþjóðamörkuðum. Við eigum í harðri samkeppni við öflugar þjóðir og því er nauðsynlegt að geta uppfyllt kröfur neytenda, bæði hvað varðar verð og gæði afurðanna. íslensk fagþekking er ómetanleg auðlind sem tryggir okkur gæðin sem til þarf. Við höfum reyndar áhafnir, hæít landvinnslufólk og útvegsmenn sem bæði kunna skil á eðli sjávarútvegs og hafa þekkingu á alþjóðlegum mörkuðum. Útflutningur er íslenskri þjóð lífsnauðsyn. Við flytjum út 97% af öllum fiski sem við veiðum á íslandsmiðum. Helmingur gjaldeyristekna og 70% vöruútflutnings kcmur úr sjávarútvegi. Helstu markaðssvæði okkar eru á Bretlandscyjum, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og í Suður-Evrópu auk þess sem Asíulönd verða æ mikilvægari markaðslönd, einkum Japan. Bandaríkin Bretland Norður-Evrópa Rússland P Japan Grálúða Karfi Rækja Loðna Nígería Austur-Asía Grálúða Karíi Loðna Kortið sýnir helstu útflutningssvæði íslendinga. Fiskurinn er nýttur á margvíslegan hátt; saltaður, frystur, flakaður eða bræddur. Neytendur eru ólíkir í útliti og háttum og neyslumynstur ólíkt eftr heimshlutum. Þekking á erlcndum mörkuðum er því grundvallaratriði fyrir afkomu sjávarútvegsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.