Morgunblaðið - 31.10.1998, Page 22

Morgunblaðið - 31.10.1998, Page 22
22 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Framleiðendur á matvælamarkaði taka höndum saman Boða stofnun nýrrar dreifingarmiðstöðvar MATVÆLAFYRIRTÆKIN Ágæti, Kaupfélag Eyfirðinga, Kjötumboðið, Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkursamsalan í Reykjavík, Osta- og smjörsalan, Sölufélag garðyrkjumanna og Sláturfélag Suðurlands, hafa stofnað félag um stofnun nýrrar dreifingarmiðstöðvar í Reykjavík fyrir kæli- og frysti- vörur en frá miðstöðinni verður vörum dreift til viðskiptavina um allt land. Á blaðamannafundi sem boðað var til í gær í húsakynnum Mjólkur- samsölunnar var félagið kynnt. Þar kom fram m.a. að ýtarleg könnun verði gerð á næstu mánuðum á rekstrargrundvelli slíkrar stöðvar og íyrirhugað er að hefja rekstur hins nýja fyrirtækis strax í kjölfar- ið, eða þegar á næsta ári. „Við ætl- um að hafa hraðar hendur við stofn- un miðstöðvarinnar," sagði Birgir Guðmundsson stjórnarformaður hins nýja félags. Félagið er sjálfstætt hlutafélag að hans sögn og hafa félögin lagt fram nokkrar milljónir í stofnkostn- að þess. Birgir sagði að sambærilegar dreifingarmiðstöðvar í nágranna- löndunum hafi víða náð góðum ár- angri, vegna hagræðingar í rekstri, bættrar vörumeðferðar og aukinn- ar þjónustu við kaupmenn og aðra viðskiptavini. „Það er augljóst hag- ræði af því að hafa sameiginlega dreifingarmiðstöð. Þannig er t.d. hægt að aka öllum vörum frá fyrir- tækjunum sameiginlega í búðir eða annað, í stað þess aka vörunum í mörgum bílum eins og nú er gert.“ Að sögn Birgis er gert ráð fyrir sérhönnuðu húsnæði og sérhæfðum búnaði til geymslu hvers kyns kæli- og frystivöru. Öðrum framleiðend- um slíkrar vöru verður boðin þjón- usta hins nýja fyrirtækis. í athugun er að sögn Birgis hvort byggt verð- ur húsnæði undir starfsemina eða hvort leitað verður að öðru hentugu húsnæði. Borið undir Samkeppnisstofnun Málið var borið undir aðila hjá Samkeppnisstofnun en engin at- hugasemd var gerð við fyrirhugaða dreifingarmiðstöð. Dreifingarmiðstöðin verður sam- eiginlegt þjónustufyrirtæki en ekki er gert ráð fyrir að það tengist með innkaupum né sölu einstakra vöru- tegunda. I stjóm félagsins auk Birgis sitja þeir Guðlaugur Björgvinsson frá MS, Pálmi Haraldsson frá SFG, Steinþór Skúlason SS, Helgi Ó. Óskarsson Kjötumboðinu og Þórar- inn Sveinsson KEA. Morgunblaðið/Ásdís BIRGIR Guðmundsson stjórnarformaður félagsins skýrir frá vænt- anlegri stofnun dreifingarmiðstöðvar. TU hægri á myndinni er Guðlaugur Björgvinsson frá Mjólkursamsölunni. Verðbréfaþing Héðinn hækkar um 26,7% VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands námu tæpum 57 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með bréf Eimskipafélagsins fyrir 10,5 milljónir króna. Héðinn - smiðja hækkaði mest, eða um 26,7%. Verð bréfa SR-mjöls lækkaði um 8,8%. Gengi flestra fyrirtækj'i lækkaði í gær, þá sérstaklega sjávarútvegsfyrir- tækja. Hlutabréfavísitala sjáv- arútvegs lækkaði um 2% og Urvalsvísitala aðallista lækkaði um 1,4%. Hlutabréf íslenskra aðalverktaka voru skráð á Vaxtarlista í gær. Einungis ein lítil viðskipti voru með bréf fyrirtækisins á genginu 1,90. Velta á langtímamarkaði nam rúmlega einum milljarði króna í gær. Ávöxtunarkrafa 2 ára óverðtryggðra ríkisbréfa hækkaði um 9 punkta en verð- bólguálag ríkisbréfa er nú um 2,35% á spariskírteini með sambærilegan líftíma. Maras Linija Ltd. bregst við efnahagserfíðleikum í Rússlandi Hættir siglingum til Bandarískt fyrirtæki vill kaupa 10% í Flögu hf. St. Pétursborgar HLUTHAFAFUNDUR í hugbún- aðarfyrirtækinu Flögu hf. í gær gaf stjóm fyrirtækisins heimild til að ganga til samninga við bandarískt fyrirtæki um markaðssamvinnu og hlutafjárkaup. Jafnframt var ákveð- ið að auka hlutafé í fyrirtækinu úr 36 í 42 milljónir króna eða um tæp 17% vegna fyrirhugaðra hlutafjár- kaupa bandaríska fyrirtækisins. Flaga framleiðir tæki til rann- sókna á svefni í lækningaskyni en bandaríska fyrirtækið sérhæfir sig í ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja starfsemi Ferðaskrifstofu íslands úr Skógarhh'ð í húsnæði móðurfélags- ins, Úrvals-Útsýnar, í Lágmúla. Að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Úrvals - Útsýn- ar, er ekki um formlega sameiningu fyrirtækjanna að ræða, heldur miða breytingarnar fyrst og fremst að framleiðslu tækja til meðferðar á kæfisvefni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur bandaríska fyrirtækið áhuga á að kaupa 10% hlutafjár í Flögu fyrir eina milljón dollara eða tæplega sjötíu milljónir króna. Samkvæmt tilboðinu telur bandaríska fyrirtækið markaðsvirði Flögu því vera um 700 milljónir króna. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir því að nýjum fjárfestum innan- lands verði gefinn kostur á að taka þátt í hlutafjáraukningunni. því að ná fram auknu rekstrarhag- ræði m.a. með því að samnýta hús- næðið í Lágmúla sem hefur verið stækkað og selja eignina í Skógar- hlíð. Félögin ætla hins vegar að sameina ákveðna rekstrarþætti og hyggjast t.a.m. taka höndum saman og styrkja þá starfsemi sem snýr að ráðstefnuhaldi á Islandi. MARAS Linya, dótturfélag Eim- skips, hefur ákveðið að hætta við- komum í St. Pétursborg vegna breytinga á efnahagsástandi í Rússlandi og samdráttar í flutning- um af þeim sökum. Akvörðunin verður endurskoðuð næsta vor en Maras Liníja mun sem fyrr sigla vikulega til Riga í Lettlandi og bjóða flutningaþjónustu til og frá Rússlandi um Riga. Erlendur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri utanlandssviðs Eim- skips, segir að með þessum breyt- ingum bregðist Eimskip og Maras Linija við því efnahagsástandi og þeim erfiðleikum sem tengjast ástandinu í Rússlandi. „Maras Linija hefur siglt til St. Péturs- borgar í sjö ár en hefur nú ákveðið að hætta siglingum þangað í vetur. Þessi siglingaleið hefur að stórum hluta byggst á innflutningi til Rússlands en vegna efnahagserfið- leikanna þar hefur verulega dregið úr honum og hafa keppinautar okkar á leiðinni einnig dregið úr starfsemi sinni. Það gæti liðið ein- Obreytt þjón- usta í Eystra- saltslöndum hver tími þar til ástandið þar eystra batnar svo að hægt verði að hefja beinar siglingar þangað að nýju, a.m.k. er ég hræddur um að ástandið batni ekki á næstu mán- uðum.“ Flutningafyrirtæki í eigu Eim- skips, MGH Ltd., hefur séð um þjónustu við nokkur skipafélög í Rússlandi og rekið skrifstofur í St. Pétursborg og Moskvu. Erlendur segir að þær muni nú draga úr um- svifum sínum til að mæta þessum breyttu aðstæðum, m.a. með fækk- un starfsmanna. Siglingar til Riga í jafnvægi Erlendur segir að breytingar séu ekki fyrirhugaðar á þjónustu Maras Linija við Eystrasaltsríkin og mun félagið sigla vikulega til Riga í Lettlandi eins og verið hef- ur. „Siglingar þangað hafa verið í góðu jafnvægi. Sú leið byggist á staðbundnum mörkuðum í Eystra- saltsríkjunum sjálfum þar sem enn er hagvöxtur.“ Afkoma Maras Linija hefur ekki verið viðunandi síðastUðin tvö ár og á Erlendur von á að tap verði einnig af rekstrinum á þessu ári. „Þessar aðgerðir munu bæta af- komuna á árinu 1999,“ segir Er- lendur. Ferðaskrifstofa íslands flytur Kosningaskrifstofa G ummfD Mrmmím? opnar í Skothúsinu, Keflavík í dag 31. okt. kí. 15. Opíð kvöld fyrír konur í Skolhúsinu míðvíkudagínn 4. nóv. Nánar auglýst síðar. Skrifstofan er opín vírka daga kl. 17-22. Laugardaga kl. 12-19. Sunnudaga kl. 13-17. Alltaf heítt á könnunni. Veljum kraftmikinn forystumann í 1. sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.