Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 26
26 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
BRUNINN I GAUTABORG
Svíar harmi slegnir eftir að tugir ungmenna létust í bruna í Gautaborg
„Salurinn eins og
sprengia hafí sprungið“
Fréttin um brunann barst hratt um
hverfíð og fólk streymdi að þar sem
björgunarmenn voru að störfum og
ungmenni hlupu örvilnuð um. Sigrún
Davíðsdóttir lýsir atburðum gærdagsins
í Gautaborg og aðstæðum á slysstað.
„HVAÐ gerir maður? Pað eru engar
reglur til að fara eftir við svona að-
stæður“, segir Sten Schááf björgun-
armaður í samtali við fréttamenn, en
hann var einn þeirra fyrstu sem
komu að brennandi samkomustaðn-
um í Hisinge í Gautaborg. Það fer
tvennum sögum af aðkomunni á
staðnum. Frásagnir eru um óreiðu
og átök, þegar örvilnaðir unglingar
reyndu að ryðjast inn í brennandi
bygginguna en voru stöðvaðir af lög-
reglu, sem óttaðist um öryggi krakk-
anna. Fréttin flaug strax um hverfið
og að streymdu óttaslegnir aðstand-
endur, sem lögreglan þurfti einnig
að takast á við. „Aðstæður voru eng-
ar líkur,“ segir Scháaf. Aðrir segja
að allt hafi farið eins vel fram og bú-
ast mátti við undir þessum kringum-
stæðum. Orðrómur um að um
íkveikju hefði verið að ræða dofnaði
er leið á daginn og talið var líklegra
að eldurinn hefði kviknað út frá
diskóljósi er sprakk. Talað er um að
300-400 ungmenni hafi verið að
skemmta sér í húsnæði, sem aðeins
var ætlað 150 manns. Ofurþrengsl
áttu sinn þátt í að svo hörmulega fór.
Bruninn varð í innflytjendahverfi og
innan dyra voru ki’akkar af nítján
þjóðernum, flesth’ frá þjóðunum í
Júgóslavíu fyrrverandi og frá Sómal-
íu, böm flóttamanna, sem hafa leitað
til Svíþjóðar eftir friðsælu lífi.
Þó að slökkvi- og björgunarlið
ásamt lögregla hafi komið á staðinn
nánast umsvifalaust máttu menn lít-
ið við eldinum, sem breiddist út með
leifturhraða. „Þetta var ekki líkt
neinum venjulegum eldsvoða," segir
unglingurinn Muamer Jukapovic,
sem kom of seint að skemmtuninni,
en varð í staðinn sjónarvottur að
hörmungunum. „Eldurinn magnaðist
svo óskaplega ört.“ Lögreglan segir
að það muni taka tíma að staðfesta
eldsupptök, en allan daginn í gær
var ýmist slegið úr eða í um það að
orsökin kynni að hafa verið íkveikja.
„Atburðir næturinnar eru jafn-
óraunverulegir og Estóníuslysið var
á sínum tíma,“ sagði Lars Leijonborg
formaður Þjóðarflokksins og einmitt
það slys kom upp í huga margra. Við-
brögðin í Svíþjóð voru þau sömu.
Fánar voru dregnir í hálfa stöng,
kirkjur opnar um allt land, svo fólk
gæti leitað þangað með hugsanir sín-
ar, og í gær kl. 18 var haldin minn-
ingarguðsþjónusta um hin látnu ung-
menni í dómkirkjunni í Gautaborg.
Göran Persson forsætisráðhen’a kom
strax í gærmorgun á brunastaðinn,
fór um hverfið og var í borginni í
gær. I dag verður lögð fram minn-
ingarbók í sænska þinghúsinu.
Lífið í innflytjendahverfinu
Samkomuhúsið, sem brann er í
Hammarkullen, hverfi í Gautaborg
þar sem mikið er af útlendingum,
bæði innflytjendum og flóttamönn-
um. Samkomuhúsið er í eigu félags
Makedóníumanna, en þetta kvöld
hafði hópur kúrdískra ungmenna
leigt það til að halda samkvæmi í til-
efni af Hrekkjavöku. Staðurinn hef-
ur leyfi yfirvalda til að taka á móti
150 manns, en mun fleiri voru þama
brunanóttina. Samkoman var í miðri
viku vegna þess að krakkarnir voru í
haustfríi.
Engar staðfestar tölur hafa verið
gefnar upp, en talað var um að þarna
hefðu verið allt að 400 ungmenni á
um 500 fermetrum. Hver ábyrgðina
bar á samkomunni hefur enn ekki
komið fram. Húsið var tvílyft, rauð-
leit múrsteinsbygging og stóð við
malbikað bílastæði, ótengt öðrum
húsum. Nú eru aðeins vírbentar
húsatóftimar eftir og salurinn þar
sem krakkarnir dönsuðu er þakinn
brunnum fótum, skóm, töskum og
öðrum persónulegum munum í
svörtum öskuþykkum vatnspollum.
En á fimmtudagskvöldið
streymdu að hópar ungmenna, sem
halda mjög hópinn, bæði af því þau
búa í sama hverfi og af því þau eiga
það sameiginlegt að þau og fjöl-
skyldur þeirra eru útlendingar. Tísk-
an meðal þeirra em föt með íþrótta-
sniði, úlpumar stuttar og þykkar,
líkt og íslenskar verkamannaúlpur,
og líkt og önnur ungmenni koma þau
gjarnan saman til að skemmta sér.
Stukku út um glugga
Klukkuna vantaði stundaifijórð-
ung í miðnætti, þegar boð bárust um
Heimsókn Jacques Santer til Kína
Rongji bindur vonir
við Evrópumyntina
Peking, Amstcrdam. Reuters.
ZHU Rongji, forsætisráðhema Kína,
tjáði Jacques Santer, forseta fram-
kvæmdastjórnai’ Evrópusambands-
ins (ESB), í gær að kínversk stjórn-
völd byndu „miklar vonir við stöðug-
leika“ hinnar sameiginlegu Evrópu-
myntar, evrósins. Santer er nú í sex
daga opinberri heimsókn í Kína, en
það er í fyrsta sinn sem forseti fram-
kvæmdastjómar ESB fer í slíka
heimsókn frá því árið 1985.
„Kína styður stofnun myntbanda-
lagsins og bindur miklar vonir við
stöðugleika hins nýja gjaldmiðils,“
segir kínverska Xinhua-fréttastofan
Zhu hafa sagt Santer á fundi þeirra í
Peking.
Zhu sagði ennfremur að Kínverjar
vonuðust til að evróið myndi „leika
jákvætt hlutverk í því að stuðla að
stöðugleika í hinu alþjóðlega fjár-
málakerfi, og að aðildarríki ESB
myndu leika jafnvel enn stærra hlut-
verk í að ýta undir stöðugleika efna-
hagsmála í heiminum."
Ekki kom fram í frétt Xinhua
hvort kínverska stjómin myndi
skipta einhverju af 141 milljarða doll-
ara gjaldeyrisforða sínum í evró eftir
að það verður að veruleika eftir ára-
mótin. Af fréttum í kínverskum ríkis-
fjölmiðlum undanfarið hefur mátt
ráða, að líklegt væri að hluta gjald-
eyrisforða kínverska ríkisins yrði
Á sjöunda tug ungmenna létust
og um 180 slösuðust er eldur
braust út í menningarmiðstöð í
Gautaborg í Svíþjóð
Þrjú til fjögur hundruð ungmenni á
aldrinum 14 til 20 ára, innflytjendur
og einnig Svíar, voru í makedónsku
menningarmiðstöðinni er eldur kom
upp um miðnætti
Lokaður neyðarútgangur
Reuters.
ÖNGÞVEITI ríkti á brunastaðnum. Særð ungmenni og látin lágu á malbikuðu planinu en slökkviliðs- og
björgunarmenn reyndu að hlúa að hinum særðu og krökkum og aðstandendum fórnarlamba í losti.
SALURINN þar sem eldurinn kom upp var gjörónýtur og þeir sem
þangað komu inn sögðu aðstæður vera líkt og sprengja hefði sprungið.
persónulegir munir út um allt. Þakið
hangir í tætlum ... En það er verst
að horfa á dót krakkanna, allt kol-
brunnið.“
Harmur um allt land
Fréttin um brunann kom strax í
fyrstu morgunfréttunum. Göran
Persson forsætisráðherra ákvað
strax að fara til Gautaborgar um
morguninn í fylgd Björns von Sydow
varnarmálaráðherra, sem er yfir
björgunaraðgerðum. Borgaryfirvöld
einbeittu sér að því að opna áfalla-
miðstöðvar á tuttugu stöðum, bæði í
kirkjum og samkomuhúsum. Um alla
Svíþjóð voru kirkjur opnai’ og í
hverfiskirkjunni í Hammarkullen
streymdi fólk að allan daginn,
kveikti á kertum og talaði saman. Á
slysstaðnum var sama sagan, fólk
streymdi að, lagði blómvendi og
miða með hinstu kveðjum til hinna
látnu ungmenna.
Um 190 ungmenni voru á sjúkra-
húsum víða um Gautaborgarsvæðið,
auk þess sem tvö ungmenni voru flutt
á sjúkrahús í Bergen og tólf önnur
voru á sérdeildum sjúkrahúsa vegna
bruna. Tíu voru í öndunarvélum.
Slysanóttina létust sextíu, en í gær-
kvöldi var tala látinna komin upp í 67.
í dómkirkjunni í Gautaborg talaði
Lars Eckerdal biskup og einnig
Persson forsætisráðherra, sem
minntist ungmennanna, sem hefðu
átt lífið framundan, en væru nú svo
hörmulega á brott hrifin. „Orð skipta
ekki öllu máli, heldur að vera nálæg-
ur,“ sagði hann um þennan versta
bruna í Svíþjóð á okkar tímum.
krakkar um innan um aðra er lágu
þar. Innan dyra magnaðist eldui’inn
með ómældum krafti. Fyrsta skref
slökkviliðsmanna var að fara inn og
bjarga krökkum úr brennandi bygg-
ingunni. Reykköfurum tókst að
bjarga um fjörutíu ungmennum úr
logunum. Við innganginn stóð lög-
reglan og varnaði krökkum að fara
inn. Sögur herma að sumum hafi þó
tekist að komast inn og bjarga félög-
um sínum.
En jafnframt því sem unnið var að
því að bjarga krökkum úr brennandi
byggingunni varð lögreglan að takast
á við ættingja, sem streymdu að í leit
að börnum sínum og krakka, sem í
örvilnan leituðu vina, sem þeir vissu
að hefðu verið í hinu brennandi húsi.
„Þetta var ólýsanlegt verkefni," segir
björgunarmaðurinn Scháaf. „Um leið
og lögreglan bar út lík varð einnig að
halda skyldmennum í skefjum og vin-
um, sem héngu í hinum látnu.“
Það tók um þrjár klukkustundir
að ráða niðurlögum eldsins og þá var
hægt að taka til við að bera út líkin.
Sextíu voru þá látnir. Björgunar-
menn hafa látið í það skína að flest
líkin hafi verið í litlum gangi þaðan
sem enginn útgangur var. Þar höfðu
þau hlaðist upp. Við svona aðstæður
er það reykurinn sem banar. En hit-
inn verður einnig gífurlegur, fer
jafnvel upp í 600 gráður. Undir
morgun var byggingin tæmd og þá
fengu fyrstu fréttamennirnir að fara
inn. „Salurinn er eins og sprengja
hafi sprungið," sagði fréttakona
sænska útvarpsins, er hún gekk um
inni. „Hér liggja föt, skór og aðrir
bruna í samkomuhúsinu. Fyrstu
björgunar- og slökkviliðsmenn voru
komnir á vettvang eftir aðeins
nokkrar mínútur og nokkrum mínút-
um síðar höfðu fimmtíu björgunar-
menn bæst í hópinn.
„Við sáum krakka uppi á húsinu,
sem stukku niður og þeir stukku út
um gluggana," sagði einn björgunar-
mannanna. „Þeir stukku á okkur og
á bílana.“ Á malbikuðu planinu hlupu
breytt í evró í því skyni að minnka
vægi Bandaríkjadollarans í honum.
Neikvæð áhrif stjórnarskipta
í Þýzkalandi?
Hans Dijkstal, formaður frjáls-
lynda flokksins í Hollandi, sem aðild
á að stjórninni þar, sagðist í blaða-
viðtali í gær óttast að hin nýja ríkis-
stjóm jafnaðarmanna og Græningja
í Þýzkalandi kynni að grafa undan
stöðugleika og trúverðugleika Evr-
ópumyntarinnar.
„Ég er mjög áhyggjufullur yfir
hættunni á fjárhagslegum óstöðug-
leika sem stefna nýrrar ríkisstjómar
í Þýzkalandi undir forystu jafnaðar-
manna kann að orsaka,“ sagði Dijks-
tal í De Telegraaf.
11
Hlj<
flut
Hugsanlegt er,
að rafneisti hafi
kveikt eldinn
I
|
i