Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 30
30 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Tússlitir
fyrir textfl
KRISTHAL ehf. hönnunarstúdíó
hefur fengið umboð fyrir Pantone
Textile Color System og Pantone
Tria System. Um er að ræða al-
þjóðlegt litakerfi, sem notað er
innan textíl- og tískuiðnaðarins,
innanhússhönnun og arkitektúr.
Kerfið inniheldur 1.757 liti að því
er fram kemur í fréttatilkynningu.
Pantone Tria System er safn mis-
munandi tegunda af tússlitum.
FRÁ markaðinum í fyrra.
Handverksmark-
aður á Eiðistorgi
KVENFÉLAGIÐ Seltjörn á Sel- úrval af handunnum vörum. Má
tjarnarnesi stendur fyrir hand- nefna bútasaum, gler- og trévöru,
verksmarkaði í dag milli klukkan 10 keramik og myndlist. Kvenfélagið
og 17. Handverksfólk víðs vegar af verður með kaffi- og vöfflusölu á
landinu sýnir þar og selur fjölbreytt staðnum.
Nýtt
AuylÝsinv
Heimsklúbburinn & Príma stækka
Opna nýja söluskrifstofu í dag, Austurstræti 17, 4. H.
Árið 1998 verður stærsta árið í viðskiptum Heimsklúbbs Ingólfs og Ferðaskrifstof-
unnar Príma til þessa og hefur farþegafjöldi nærri tvöfaldast á árinu. Auk ferða
um fjarlæg lönd og álfur, sem Heimsklúbburinn er þekktastur fyrir, hefur orðið
mikil aukning í sérþjónustu við ýmsa hópa og einstaklinga. I tilefni þess stofnaði
fyrirtækið nýlega sérdeild til að sinna þeim verkefnum, félagsdeildina Eddu, sem
undirbýr ferðir margra hópa fagfólks, skóla, kóra, klúbba, vináttufélaga, ráð-
stefnuferðir og tækifærisferðir af öllu tagi, s.s. afmæli, brúðkaupsferðir og njóta
viðskiptavinir hagstæðustu kjara og langrar reynslu ferðareyndustu kunnáttu-
manna landsins til þess að gera ferðina einstaka. Þátttaka í hópferðum ársins hefur
verið einróma góð, einkum í hinum ódýru Austurlandaferðum, en þangað er nú
ódýrara að ferðast en nokkru sinni fyrr og aðbúnaður betri en fólk á að venjast í
Evrópu eða Vesturlöndum almennt.
Heimsklúbburinn hefur nú komið sér upp fulltrúum í mörgum löndum, sem taka á
móti farþegum og líta eftir velferð þeirra, meðan á ferð stendur. Má þar nefna
Sigrúnu Cline, sem búsett er í Florida og annast farþega Heimsklúbbsins, sem fara
í siglingar og dvöl í Florida eða á eyjum Karíbahafs. Nýlega var Adda Steina
Björnsdóttir ráðin til að annast farþega í Malasíu, en hún er nú búsett í höfuðborg-
inni Kuala Lumpur ásamt manni sínum, Þóri Guðmundssyni, fyrrum fréttamanni,
nú umboðsmanni alþjóða Rauða krossins í Asíu og Kyrrahafslöndum. Fulltrúi
Heimsklúbbsins í Thailandi er Miss Nui, sem er fjölda Islendinga kunn af þjónustu
sinni og leiðsögn. Thailand er nú efst á lista Heimsklúbbsfara, ásamt Bali, sem hef-
ur sótt mikið á í seinni tíð, og bjóðast ferðir þangað í allan vetur. Þar er búsett ís-
lenska heimskonan Sigrún Sveinsson, sem tekur á móti farþegum Heimsklúbbsins
af mikilli rausn. Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri, er enn fararstjóri í stærstu
ferðunum í fjarlægar álfur og leggur senn upp í fjórðu hnattreisu sína.
í tilefni af stækkun og endurhönnun húsnæðis Heimsklúbbsins og Prímu, verður
opið hús á laugardag kl. 14-16. Þar verður heitt á könnunni og vetrarferðirnar
kynntar, auk þess sem félagsdeildin Edda verður kynnt, en margir hugsa gott til
glóarinar að láta hana skipuleggja fyrir sig og hópinn sinn, eða útskriftarferðina,
afmælið og hvers konar tilefni, sem fólk vill vanda til og eiga um góðar minningar.
íslendingar eru smám saman að læra að notfæra sér sérþekkingu, sem kostar þá
ekki neitt en sparar háar fjárhæðir. Allir, sem eru í ferðahug fyrir árin 1999/2000
eru hvattir til að leita aðstoðar og gera pantanir sínar snemma til að afstýra vand-
ræðum fyrir sjálfa sig og þjónustuaðila.
í tilefni dagsins verður veittur sérstakur afsláttur af öllum pöntunum í
skipulagðar ferðir, sem staðfestar eru á opnunardaginn. Símaþjónusta
verður einnig veitt á sunnudag kl. 13-15 í síma 562 0400.
Allir sem staðfesta pantanir sínar þessa daga fá einnig
glaðning, klassíska minningargjöf
frá Heimsklúbbi Ingólfs,
auk afsláttar.
FERÐASKRIFSTOFAN
PBJMA'
HEIMSKLUBBUR
INGOLFS
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík,
sími562 0400, fa* 562 6564,
netfang: pritna@heimsklubbur.is,
heimasíða: hppc//www.heimsklubbur.is
INGVAR á
Argentínu
með nokkur
hvít-
lauksknippi.
Morgunblaðið/Ásdís.
Islendingar að
læra á hvítlauk
NÝJUM kynslöðum fylgja
gjarnan nýir siðir og á það
ekki hvað síst við um neyslu-
venjur. Elsta lifandi kynslóðin
í landinu þekkti t.d. lítið til
hvítlauks og þar til fyrir frek-
ar fáum árum voru það aðal-
lega einhveijir sérvitringar
sem borðuðu hvítlauk og þá
mátti þekkja langar leiðir á
andremmunni sem hefur þótt
fylgja hvítlauk. Á sama tíma
og Islendingar kynntust ekki
og kunnu því ekki að meta
kosti hvítlauks var hann ríku-
legur í matarvenjum heillra
þjóða og eru ítalia og Banda-
ríkin þar fremst í flokki. ís-
lendingar hafa verið að kynn-
ast hvítlauk siðustu árin og í
næstu viku fá þeir tækifæri til
að kynnast honum enn betur
þar sem Argentína steikhús
stendur fyrir „hvítlauksævin-
týri“ dagana 5. til 19. nóvem-
ber. Þá verður sérstakur mat-
seðill helgaður hvítlauk með
mat, lagður samhliða þeim
gamla.
Hvítlaukur er ekki að öllu
jöfnu snæddur einn og sér,
heldur er hann fyrst og fremst
notaður sem krydd. Saga hans
er hins vegar löng og mann-
kynssagan segir okkur að ald-
ir eru síðan menn sóttu margs
konar styrk og kraft í hvít-
lauk. Talið er að hann hafí
verið ræktaður í allt að 5.000
ár. Hómer hinn gríski greindi
frá því í fræðum sínum að
laukurinn byggi yfir galdra-
mætti og þeir sem neyttu hans
fyrir orrustur væru nánast á
grænni grein. Þar fyrir utan
neyttu bæði rómverskir her-
menn og egypskir píramíta-
smiðir hvitlauks til að auka
styrk og þol. Onnur not sem
höfð voru af hvitlauk voru ým-
iss konar, t.d. stóð blóðsugum
stuggur af hvítlauk og létu þá
í friði sem vörðu sig með hon-
um. I siðari tíma Hollywood-
kvikmyndum hafa þó af og til
komið fram vampírur sem
hafa komið sér upp ónæmi fyr-
ir hvítlauk og því vart að
treysta á hann lengur.
Gagnlegt krydd...
Ingvar Sigurðsson mat-
reiðslumeistari á Argentínu
steikhúsi hefur lengi verið
mikill áhugamaður um hvít-
lauk og aflað sér mikillar
þekkingar á matreiðslueigin-
leikum hans og annarri gagn-
semi. Hann segir að fyrir utan
að vera frábært krydd sem
nota megi á alls konar mat,
allt frá forréttum til eftirrétta,
hafi rannsóknir sýnt fram á
margvíslega læknisfræðilega
punkta. „Hvítlaukur er t.d. tal-
inn vimia gegn hjarta- og æða-
sjúkdómum, ýmsum tegundum
krabbameins á byijunarstig-
um, sykursýki, auk þess sem
hann er talinn hafa góð áhrif á
fósturþroska, virka vel sem
mótefni gegn ýmsum örverum,
s.s. bakteríum, veirum og
sveppum," segir Ingvar.
Margvíslegir möguleikar
Ingvar hefur, ásamt Oskari
Finnssyni og Kristjáni Þór Sig-
fússyni eigendum Argentínu,
verið að setja saman matseðil
fyrir „hvítlauksævintýrið".
Hann segir að erlendis, sértak-
Iega í Bandaríkjunum og á
Italíu, séu haldnar heilu hátíð-
irnar þar sem bæir á borð við
Gilroy í Kaiiforníu séu undir-
lagðir tugum þúsunda gesta
sem koma alfarið til að borða
hvítlaukskryddaðan mat.
Ingvar segir enn fremur að
miklar sérviskur og hefðir ráði
ríkjum í þeim löndum þar sem
hvítlaukur er notaður mest.
Eilíf deilumál séu t.d. um það
hvort skera eigi hvítlaut eða
pressa hann. A Ítalíu fáist
besta bragðið t.d. með því að
„smassa" laukinn með því að
lúskra á honum á trébretti
með flötu hnífsblaði. Og ef
menn ætli að skera laukinn
með hníf, ættu menn gæta sín
á því að eyðileggja ekki bragð-
ið með því að nota bitdaufan
kuta.
Hin sterka lykt og bragð
hvítiauksins eru varnir gegn
grasbítum, en með árunum
hafa einmitt þeir eiginleikar
orðið til þess að laða mann-
skepnuna að í vaxandi mæli.
„Sumum þykir reyndar nóg
um bragðið og margir dýfa
lauknum augnablik í sjóðandi
vatn. Það deyfir bragðið að-
eins og oft er það betra. Þetta
er matsatriði. Það hefur auk
þess oft verið talað um
andremmuna, en það er auð-
velt að losna við hana. Flestum
reynist það vel að tyggja dá-
litla steinselju eftir að hafa
borðað mat með hvítlauk,"
segir Ingvar.
Dæmi
Til að slá botninn í þetta
hvítlauksspjall birtum við tvo
rétti af „hvítlauksævintýrinu“.
Sá fyrri er forréttur og heitir:
„Froskalappir bakaðar í hvít-
Iauk.“ Og aðalréttur: „Hvít-
lauksleginn sverðfiskur á
sítrónu- og blaðlauksrisottó."