Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 31

Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 31 Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni og felur ekki í sér tilboð um sölu hlutabréfa. Hvað er FBA? ÚTDRÁTTUR ÚR SKRÁNINGARLÝSINGU FJÁRFESTINGARBANKA ATVINNULÍFSINS HF. Seljandi Skráning á Verðbréfaþingi íslands Útlánastefna Ríkissjóður Islands, kt. 540269-6459, Arnarhváli, Reykjavík. Útgefandi Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. (FBA), kt. 501097-2179, Ármúla 13a, Reykjavík. Sölufyrirkomulag Boðin eru til sölu hlutabréf í eigu rikissjóðs að fjárhæð allt að 3.332 milljónir króna að nafnverði. Hlutabréfin verða seld i tveimur áföngum. Annars vegar er um að ræða sölu til einstaklinga og lögaðila með áskriftarfyrirkomulagi þar sem heimilt er að skrifa sig fyrir hlutum fyrir allt að 3 milljónum króna að nafnverði, samtals 4,2 milljónir króna að söluverði og sölu til starfsmanna samkvæmt sérstökum skilmálum fyrir allt að 1 milljón króna að nafnverði. Hins vegar er um að ræða tilboðssölu þar sem það hlutafé sem ekki selst í almennri sölu verður selt með tilboðsfyrirkomulagi og er hverjum og einum heimilt að gera tilboð í allt að 3% af heildar- nafnverði hlutafjár bankans. Verði um umframáskrift að ræða, skerðist hámarksnafnverð, sem hverjum áskrifanda er heimilt að kaupa fyrir þar til heildarnafnverð seldra bréfa er komið niður í 3.332 milljónir króna. Skerðing verður því ekki hlutfallsleg. Áskriftum í almennri sölu skal skilað á áskriftareyðublöðum, sem er að finna í skráningarlýsingunni, fyrir lok sölutímabilsins. Sala hlutafjár Fyrir liggur ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sjávar- útvegsráðherra, dagsett 5. október 1998, um að selja nú allt að 49% af heildarhlutafé í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., þ.e. hlutabréf að nafnverði allt að 3.332 milljónir króna af 6.800 milljóna króna hlutafé FBA. Jafnframt liggur fyrir sú ákvörðun, að leitað verði lagaheimildar til að selja allan hlut ríkissjóðs í FBA fyrir mitt ár 1999 ef aðstæður leyfa. Við þá sölu verður áfram stefnt að dreifðri eignaraðild og sjálfstæði FBA sem samkeppnisaðila á íslenskum samkeppnismarkaði. í því efni er miðað við að hlutdeild hvers aðila í frumsölu verði ekki hærri en sem nemur 5-10% hlutafjár í bankanum. Jafnframt verður hugað að skráningu félagsins á hlutabréfamarkaði erlendis, til viðbótar skráningu á Verðbréfaþingi íslands. Nánari útfærsla sölunnar mun þó ráðast af þeirri reynslu sem fæst af þeirri sölu sem nú fer fram og því sem hagkvæmast þykir á þeim tíma. Söluaðilar Tekið verður á móti áskriftum hjá FBA, Ármúla 13a, ásamt eftirtöldum bönkum, útibúum þeirra og dótturfélögum í verðbréfaþjónustu, sparisjóðum og öðrum fyrirtækjum í verðbréfaþjónustu: Búnaðarbanki Islands hf. Fjárvangur hf. Handsal hf. Islandsbanki hf. Kaupþing hf. Kaupþing Norðurlands hf. Landsbanki Islands hf. Landsbréf hf. Sparisjóðirnir Verðbréfastofan hf. VlB hf. Gengi Hlutabréfin verða seld í almennri sölu og til starfsmanna á genginu 1,4. Ekki er fastákveðið gengi í tilboðssölunni en lágmarksgengi er 1,4. Áskriftar- og tilboðstímabil Tekið verður á móti áskriftum í almennri sölu á tímabilinu 30. október 1998 til 12. nóvember 1998. Áskriftum ber að skila til FBA eða söluaðila fyrir kl. 16.00 þann 12. nóvember 1998. Tilboðssala fer fram á tímabilinu 23. til 27. nóvember 1998. Stjórn Verðbréfaþings Islands hefur samþykkt að taka á skrá öll hlutabréf FBA, samtals að nafnverði 6.800 milljónir króna, á Aðallista VÞÍ að loknu útboði enda uppfylli FBA öll skilyrði skráningar. Hvað er fjárfestingarbanki? Fjárfestingarbanki er fjármálafyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að útvega fjármagn á heildsölumarkaði, auk þess að þjónusta fjárfesta og lántakendur á ýmsum öðrum sviðum. Þannig tryggir fjárfestingarbanki aðgang að fjármagni ýmist með beinni fjármögnun eða með milligöngu um að útvega fjármagn á markaði. Fjárfestingarbanki útvegar fyrirtækjum og stofnunum fjármagn til fjárfestinga með það að markmiði að fjármögnunin hæfi þörfum viðskiptavinarins sem best, hvort sem það er með tilliti til sjóðstreymis af fjárfestingu, skatta, áhættusveiflna eða annarra þátta sem hafa þarf í huga. Þá sinnir fjárfestingarbanki jafnframt ráðgjöf og veitir viðskiptavinum aðstoð sem lýtur að ýmsum stefnumótandi þáttum, svo sem samruna, yfirtöku eða sölu einstakra rekstrareininga og annarra eigna. Á Norðurlöndunum hafa fjárfestingarbankar einnig gegnt hlutverki langtímalánastofnana. Veiting langtímalána var aðal- starfssvið fjárfestingarlánasjóðanna sem sameinuðust í FBA og svo verður áfram í starfsemi FBA. Starfsemi FBA Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. (FBA) var stofnaður 30. júní 1997. Starfsemi FBA hófst 1. janúar 1998 þegar bankinn tók við sem greiðslu á hlutafé, eignum, skuldum og skuldbindingum fjögurra fjárfestingarlánasjóða, Fiskveiðasjóðs (slands, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Útflutningslánasjóðs, öðrum en þeim sem ráðstafað var sérstaklega til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Var hlutafé bankans ákveðið 6.800 milljónir króna að nafnverði en eigið fé var 8.043 milljónir og heildareignir námu 54.432 milljónum króna. Stjórn FBA hefur skilgreint hlutverk bankans með eftirfarandi hætti: „FBA veitir íslensku atvinnulífi víðtæka þjónustu við öflun, stýringu og hreyfingu á fjármagni". Starfsemi bankans er mjög sérhæfð og felst m.a. í því að aðstoða viðskiptavini við að stýra skulda- og eiginfjárhlið efna- hagsreikningsins. Bankinn hefur á að skipa starfsfólki sem hefur þekkingu og hæfni til að tengja saman þarfir viðskiptavina og afurðir fjármálamarkaðarins og vinnur m.a. að því að laga vörur og þjónustu sem þróast hafa á erlendum fjármálamörkuðum að þörfum íslenskra fyrirtækja. Áhersla er lögð á að sérsníða lausnir að þörfum hvers viðskiptavinar og vinna starfsmenn mismunandi sviða bankans saman að því hverju sinni. Starfsemi fjárfestingarbanka á borð við FBA er í eðli sínu frá- brugðin starfsemi viðskiptabankanna. Viðskiptabankarnir þjóna bæði heimilum og fyrirtækjum, og er greiðslumiðlun mjög umfangsmikill þáttur í þeirri starfsemi en FBA einbeitir sér að því að veita atvinnulífinu þjónustu og miðar allt skipulag og öll ferli að því. FBA sinnir ekki greiðslumiðlun. Arðgreiðslustefna Ný útlán bankans fyrstu sex mánuði ársins 1998 námu 7.724 milljónum króna, en þar af eru um 60% til bæjar- og sveitarfélaga, fjármálafyrirtækja og til erlendra fjárfestinga. Bankinn lánar til allra atvinnugreina, þrátt fyrir að það sé stefna hans að breyta hlutföllum einstakra atvinnugreina innan útlánasafnsins til þess að ná fram æskilegri áhættudreifingu. Við val á erlendum fjárfestingum er meginstefnan að þær hafi alþjóðlegt lánshæfismat og mæti markmiðum bankans um dreifingu, greiðsluhæfi og arðsemi. Hefur bankinn sett sér ákveðna lágmarkseinkunn sem fjárfestingin þarf að hafa fengið til þess að koma til greina sem fjáifestingarkostur. Bankinn hefur sett sér ákveðin markmið varðandi útlán eftir áhættuflokkum og er meginstefnan að auka vægi áhættuminnstu flokkanna og styrkja þar með útlánasafnið enn. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa útlán bankans verið í samræmi við þessa stefnu og hafa yfir 80% útlána bankans verið í þeim flokkum sem ætlað er að styrkja. Rekstraráætlun fyrir árin 1998-1999 (ímilljónum króna) 1998 1999 Vaxtatekur 3.032 4.506 Vaxtagjöld (1.864) (3.229) Hreinar vaxtatekjur 1.168 1.277 Aðrar tekjur 340 505 Hreinar rekstrartekjur 1.508 1.782 Önnur rekstrargjöld (524) (636) Framlag f afskriftareikning útlána (249) (256) Hagnaður fyrir skatta 735 890 Skattar (30) (163) Hagnaður 705 727 Forsendur: Hækkun heildareigna (%) 20 17 Hækkun heildarútlána (%) 13 13 Heildareignir (byrjun tímabils) 54.021 70.063 Heildareignir (lok tfmabils) 64.825 82.066 Meðalstaða heildareigna 59.423 76.065 Meðalstaða eiginfjár 8.200 8.665 Aðrar tekjur, hlutfall af meðalstöðu heildareigna 0,57 0,66 Vfirfært skattalegt tap 800 400 Áætlaður starfsmannafjöldi 64 75 Skipting útlána eftir atvinnugreinum 30. júní 1998 Sjávarútvegur 48,2% Landbúnaður 0,2%. Heildverslun og dreifing 2,8% Flutningar 0,9%^ Bæjar- og sveitarfélög Ríkissjóður og ríkisstofnanir 0,3% Skammtímaútlán 5,2% Verslun 3 3% Iðnaður 16,4% Þjónustu- starfsemi 2,3% 2'6% Fasteignarekstur 3,6% lyggingarverktakar 0,8% Fjármálaþjónusta Erlendar Síðasti greiðsludagur Síðasti greiðsludagur í almennri sölu og tilboðssölu er 4. desember 1998. Skattamál FBA hefur fengið staðfestingu ríkisskattstjóra á því að félagið muni fullnægja skilyrðum 1. mgr. 11. gr. laga nr. 9/1984 um frádráttarbærni kaupverðs hlutabréfa fyrir árið 1998 þegar tilskildum fjölda hluthafa hefur.verið náð, en til þess þarf a.m.k. 25 hluthafa. Það er stefna stjórnar FBA að hluthöfum sé greiddur arður. Slíkt er þó hluthafafundar að ákvarða hverju sinni. Stjórn félagsins hefur sett bankanum það markmið að eiginfjárhlutfall félagsins til lengri tíma verði um 10%, mælt á CAD-grunni. Eiginfjárhlutfall mælt með þessum hætti er 14,9% um mitt ár 1998. Þessu markmiði um fjárhagsskipan hyggst FBA ná að mestu með stækkun efnahags- reiknings bankans. Þegar þessari fjárhagsskipan verður náð er það stefna stjórnar bankans að sem mestur stöðugleiki sé í arðgreiðslum til hluthafa. Miðað við framtíðarvaxtarmarkmið má því ætla að þegar til lengri tíma er litið geti bankinn greitt út um helming hagnaðar félagsins. Þú getur nálgast skráningarlýsingu og skráð þig fyrir hlut í útboðinu: hjá öllum bönkum og verðbréfafyrirtækjum á internetinu: www.fba.is hjá FBA, Ármúla 13a, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.