Morgunblaðið - 31.10.1998, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 31.10.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 45 . AÐSENDAR GREINAR Atvinnumál farmanna AÐ UNDANFORNU hefir nokkuð verið fjallað um málefni ís- lenskra farmanna í fjölmiðlum. Að mínu viti hefir sú umfjöllun verið of takmörkuð við einstaka þætti þess vandamáls sem farmenn standa frammi fyi-ir í atvinnulegu tilliti. I upphafí er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir þeh-ri óheillaþróun sem orðið hefír í atvinnumálum farmannastéttarinnar á þessum áratug, t.d. Árið 1990 voru 40 skip í rekstri hjá útgerðum innan Sambands ís- lenskra kaupskipaút- gerða (SÍK). Af þeim sigldu 24 undir ís- lenskum fána og 16 undir þægindafánum svokölluðum. Nú eni 24 skip í fóstum rekstri hjá útgerðum í SIK og af þeim ein- ungis þrjú undir ís- lenskum fána og 21 undir erlend- um fánum. Árið 1990 voru 81,5% af far- mönnunum á skipunum Islending- ar sem samsvaraði 562 ársstörfum. Nú eru íslendingarnir einungis 56,6% eða 216 ársstörf. Fækkun ís- lenskra ársstarfa í farmennskunni á þessum áratug nemur því 346 störfum eða 61,6%, sem mundi samsvara mannafla í 1-2 álverum. Skylt er að taka fram að þær breytingar sem hér hafa verið raktar eiga sér að hluta til eðlileg- ar skýringar sem felast í því að skipum í áætlunarsiglingunum til og frá landinu hefir fækkað og þau hafa jafnframt stækkað samfara breyttri flutningatækni og öðru skipulagi. Má fullyrða að í öðrum starfs- greinum hafí á sl. einum og hálfum ártug varla orðið meiri aukning í framleiðni vinnuafls en í far- mennsku, enda ekki umdeilt. Hins vegar eni engin rök fyrir því að gámaskip í föstum áætlunarsigl- POTTASETT KÚNÍGÚND SKÓI.AVÖRÐUSTÍG 8 S 551 3469 ingum skuli árum saman sigla til og frá landinu með útlendum áhöfnum, þar sem farmgjöld í þeim siglingum ráðast ekki af alþjóðlegri samkeppni nema að mjög litlum hluta. Nú er svo komið að stærstur hluti þeirrar vöru sem flutt er í heilum skips- fönnum og áður var flutt að stærstum hluta með íslenskum skip- um, svo sem mjöl, lýsi og byggingavörur ým- iskonar, að ógleymdri olíunni, er fiuttur með útlendum leiguskipum með útlendum áhöfn- um. Alla daga ársins er fjöldi útlendra leigu- skipa á siglingu við strendur landsins eða í íslenskum höfnum að lesta eða losa vörur. Þessir flutningar eru, gagnstætt því sem gerist í áætlunarsigl- ingunum, sem áður eru nefndar, háðir alþjóðlegri samkeppni, sem við höfum bersýnilega ekki ráðið við en ætti ef rétt væri á haldið að tilheyra okkar heimamarkaði. Al- mennt má einnig segja að sjóflutn- ingar séu einhver mesta alþjóðlega starfsemi sem um getur og hlýðir í einu og öllu lögmálum samkeppn- innar. í hálfan annan áratug hafa stétt- arfélög yfirmanna á kaupskipunum bent stjórnvöldum á að verði ekk- ert aðhafst sem geri þessa atvinnu- grein samkeppnisfæra á alþjóðleg- um flutningamarkaði mundi svo fara sem áður er rakið. Jafnframt hafa stéttarfélögin bent á þær leið- ir sem nágrannalöndin hafa giápið til, með árangri, í þeirri viðleitni að stuðla að samkeppnishæfni kaup- skipaútgerðanna. Þessum ábend- ingum hefir í engu verið sinnt. Einn af þröskuldunum fyrir því að kaupskip hafi verið skráð á ís- lenska skipaskrá er að íslenska rík- ið innheimtir svonefnd stimpilgjöld af afsölum og skuldaviðurkenning- um vegna skipakaupanna. Stimpil- gjöldin geta numið tugum milljóna fyi-ir t.d. gámaskip sambærileg þeim sem eru í áætlunarferðum til og frá landinu. Hliðstæð skattlagn- ing þekkist ekki í nálægum lönd- um, sem frekar ýta undir skrán- ingu skipa á sína skipaskrá en setja þröskulda sem hindra slíkt. Á þetta hafa stéttarfélög og SIK margsinnis bent fjármálaráðherra, en hingað til talað fyrir daufum Störfum í farmennsku hefur fækkað um 346 á þessum áratug, segir Guðlaugnr Gfslason, eða sem svarar til starfsmannafjölda eins til tveggja álvera. eyrum. Ennfremur hafa Guðmund- ur Hallvarðsson alþingismaður og fleiri flutt fi-umvai'p á Aiþingi um afnám stimpilgjalda af kaupsamn- ingum, veðböndum og afsölum kaupskipa. Frumvarpið hlaut ekki afgi’eiðslu þingsins, hvað þá meira. Þetta er því undarlegra að íslenska ríkið hefir á síðari tímum ekki haft neinar tekjur af stimpilgjöldum (sem af sjálfu leiðir) vegna ný- skráninga kaupskipa og mun ekki fá að óbreyttu. Á öllum Norðurlöndunum, að Is- landi undanskildu, og í löndum Vestur-Evrópu sem gera út kaup- skip hafa verið gerðar ráðstafanir til styrktar kaupskipaútgerðum viðkomandi landa. I þessum lönd- um er ekki litið svo á að verið sé að styrkja einstakar útgerðir eða far- mennina sem á skipunum starfa, enda eru slík sjónarmið hreinn smáborgaraháttur _ sem hvergi tíðkast nema hér á Islandi. Á þess- ar aðgerðir er miklu fremur litið MÁLÞING UM ÁHRIF VIRKJANA NORÐAN VATNAJÖKULS Á NÁTTÚRU OG EFNAHAG í dag kl. 13.00, í hátíðarsal Háskóla íslands, aðalbyggingu Kl. 13.00 Setnim>: Þorvarður Árnason. Siðfræðistofnun Háskóla íslands. Kl. 13.10 Umfjöllun um mat á umhverfisáhrifum, F.lín Smáradóttir. löefræðineur. Skipulaesstofnun. Kl. 13.40 Kynning á virkjanasvæðinu og virkjanaáætlunum - hver verða umhverfisáhrifin? Skarnhéðinn Þori.tsnn. líffræðinnur. Kl. 14.10 Eyjabakkar, fuglalíf, Kristinn Haukur Skarnhéðinsson. fuclafræðineur. Kl. 14.25 Rannsóknir Landsvirkjunar á umhverfisþáttum fyrirhugaðra virkjana norðan Vatnajökuls, Helei Biarnason. deildarstióri umhverfisdeildar Landsvirkiunar. Kl. 14.55 Kaffíhlé Guðlaugur Gíslason Wimir Attalus Plasthúðun - Allur véla- og tæhjabúnaður - Vönduð vara - góð verð J. fiSTVfllDSSON HF. Skipholti 33, 103 Hevkjovík, lími 533 Kl. 15.15 Stóriðja og Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, Trteevi Felixson. hagfræðingur. Kl. 15.45 Efnahagslegir þættir stóriðjustefnu, Stefán Gíslason. umhverfisstjórnun MSc. Kl, 16,15. Pal'horðsumræður. Þátttakendur: Þon’aldur .1nhannsson. framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Austurlandskjördmi (SSA), dr. Þóra F.ilen Þórhallsdóttir. prófessor við HÍ, Rinmhe.iður Hallsdóttir. ferðamálafræðingur og Þorsteinn Hilmarsson. uDPlvsingafulltnii Landsvirkjunar. Kl. 17.00 Lok Fundarstióri: Árni Gunnarsson. framkvæmdastióri Heilsuhælis NLFÍ. Stiórn nallborðs og umræðna: Stefán Jón Hafstein. ritstjóri og Guflríður Heleadóttir. fagdeildarstjóri Garðyrkjuskóla íslands. Að málþinpinu standa: Náttúruvemdarsamtök fslands, Félag um verndun hálendis Austurlands, Náttúruvemdarsamtök Austurlands og Fuglavemdarfélag íslands. Styrktaraðilan Félagi i Náttúruvemdarsamtökum íslands, Öm Þorvaldsson. Umhverfisráðuneytið, l'slenskir fjallaleiðsögumenn og Ultima Thule. sem nauðsynlegan þátt hins opin- bera til vemdar innlendri atvinnu- starfsemi í harðri samkeppni við ódýrt vinnuafi. Órækasta vitnið hvað þetta varðar er svonefnd Kinnock-skýrsla Efnahagsbanda- lagsins, sem var gerð opinber 1996, og fjallar um stuðningsaðgerðir bandalagsins við útgerðir innan þess. Niðurstaða skýrslunnar er sú að eigi evrópsk kaupskipaútgerð að halda velli í alþjóðlegri samkeppni verði að beita öllum tiltækum ráð- um, að ríkisstyrkjum ekki undan- skildum. Þessi óheillaþróun í farmennsk- unni hefir gert það að verkum að ungir menn hafa ekki komið til starfa í greininni og aðsókn að námi sem t.d. skipstjórnarmenn þurfa að leggja fyrir sig hefir verið algjörlega ófullnægjandi og þeir fáu sem lokið hafa námi hafa ekki skilað sér nema í mjög litlum mæli til starfa á kaupskipunum. Það er því mikil hætta á, ef fram heldur sem horfir, að vöntun verði á sér- menntuðum mönnum að tiltölulega stuttum tíma liðnum til starfa á kaupskipunum og jafnvel að ís- lensk farmennska heyri sögunni til. Með því mundi glatast sú verk- kunnátta sem farmannastarfinu fylgir og þróast hefir í áranna rás og þjóðin stæði fátækari eftir. Um það hefir lengi verið deilt hvort lögleiða eigi svokallaða al- þjóðlega skipaskrá hér á landi eða ekki, eins og gert hefir verið í Nor- egi og Danmörku t.d. Sannleikur- inn er sá að alþjóðleg skipaskrá, ein og sér, tryggir ekki íslenskum farmönnum störf. Það er borin von að íslensk farmannastétt geti sam- þykkt lögleiðingu slíkra aðgerða nema stjórnvöld geri jafnframt ráðstafanir sem að mati samtaka þeirra hvetja útgerðir til að ráða fremur íslenska farmenn en út- lenda til starfa á skipum sem skráð væru í hinni alþjóðlegu skipaskrá. Þótt hér að framan hafi verið rætt um tómlæti íslenskra stjórn- valda hvað varðar rekstrargrund- völl kaupskipaútgerðar á Islandi þá eru fleiri þættir sem þar koma *• við sögu. Það verður að segjast eins og er að útgerðirnar hafa í seinni tíð ekki sýnt neinn áhuga á að grundvöllur rekstrarins sé styi’ktur með tilliti til þess að gera út íslensk kaupskip með íslenskum áhöfnum, síður en svo. Þeim virðist líða nokkuð vel við ríkjandi aðstæð- ur og hafa ekki áhuga á breyting- um. Það er ljóst að hafi enginn áhuga á útgerð kaupskipa, undir íslenskum fána, og sjái í henni framtíðarmöguleika og hagnaðar- von verður ekkert skip gert út. Stéttarfélögin þurfa líka að taka til í sínum ranni og koma ýmsum málum þannig fyrir að þau sam- svari sem mest því sem gerist í ná- lægum löndum. Farmennirnir ís- lensku munu þó ekki vera tilbúnir til að láta af sínum kjörum eða fé- lagslegum réttindum. Á hlut þeiira verður ekki gengið frekar en orðið er. Hér að framan hefir verið reynt að rekja, í stórum dráttum, hver staða þessara mála er á Islandi og jafnframt benda á hvað aðrar þjóð- ir hafa gert, og eru að gera, í þeirri viðleitni sinni að viðhalda sam- keppnisstöðu sinni í flutningum á sjó. Niðurstaða þessarar greinar gæti verið sú að alhr aðilar sem hagsmuna eiga að gæta, þar með talið ríkisvaldið, verði að leggjast á eitt og vinna að þessu málefni svo íslensk þjóð verði ekki einni starfs- stétt fátækari eftir tiltölulega stuttan tíma. Til þess má ekki koma. Höfundur er framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélags Islands. Stökktu til 25. nóv. frá kr. 39.932 í 19 daga Heimsferðir bjóða þér nú einstakt tækifæri til að komast í sólina á Kanaríeyjum og njóta þess að dvelja á þessum yndislega áfangastað í 19 daga á hreint ótrúlegum kjör- um. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og segjum þér hvar þú gistir á meðan á dvöl þinni stendur. A Kanarí er 25-28 stiga hiti á þessum árs- tíma og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.932 Verð kr. 49.960 Verð á mann m.v. hjón með 2 M.v. 2 í íbúð, 19 daga, 25. nóv. böm, 2-14 ára, 19 dagar, 25. nóv. ----- Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.