Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Að aflífa trúnaðarmann FORSTOÐUMAÐUR Vinnueft- irlits ríkisins sendir mér svargrein í Morgunblaðið nýlega. Þar tekst honum í mjög löngu máli að kom- ast hjá því að svara einu einasta af þeim atriðum sem ég hef ásakað hann og stofnun hans um og afgreiðir það sem ég hef sagt um þetta á yfirlætisfullan hátt að þar sé ég að ausa skömmum yfir fólk. Ég leyfi mér að spyrja hvaða skömm- um? Mig langar til þess að ítreka um hvað þetta mál snýst. I ágúst síð- astliðnum fóru af stað nokkrir flokkar með- fram Búrfellslínu að setja hana saman, reisa og strengja út línur. Skipta má þessum fiokkum í tvo hópa. Þ.e. flokkur rafiðnaðar- manna frá norskum, sænskum, finnskum fyrirtækjum ásamt Landsvirkjun. Þessir flokkar bjuggu allan tímann við viðunandi starfsmannaaðstæður við línu og þurftu ekki að kvarta undan fæði. Þeir fengu keyrslu að viðunandi matstofum hvar sem þeir voru við línuna. Hinn hópurinn var á vegum Technopromexport og undirverk- taka þess fyrirtækis JA verktaka. Þeir fengu lítinn skúr eftir mikið hark, þeir fengu ekki mat, þeir fengu ekki keyrslu að matarskúr og þannig mætti lengi telja. Undan starfsmanna- aðstöðu við línu var kvartað við fulltrúa Vinnu- og Heilbrigðis- eftirlits strax í ágúst. Þessar kvartanir voru ítrekaðar ásamt því sem leitað var eftir upplýsingum hjá stofn- uninni hvaða reglm’ giltu í svona tilfelli. Þær fengust og eftir þeim var unnið af hálfu RSI. Trúnaðarmaður var skipaður og hann setti fram kvartanir byggðar á þeim upplýs- ingum. Technopromexport bætti úr fæði starfsmanna sinna, JÁ verktakar ekki. Trúnaðarmaður okkar sat undir skætingi og sví- íslenskum fyrirtækjum sem vilja koma fram við starfsmenn sína á eðlilegum grundvelli, segir Guðmundur Gunnarsson, er gert ókleift að keppa við erlend fyrirtæki. virðingum frá forsvarsmönnum JÁ verktaka, sem endaði með þvi að þeir ráku hann á grundvelli þess að hann skapaði óróa á vinnustað. Forsvai’smaður JÁ verktaka pant- aði fulltrúa frá Heilbrigðiseftirliti og pantaði úttekt á skúrnum sem hann fékk að sjálfsögðu umsvifa- laust og er í fullu samræmi við við- teknar vinnureglur sumra embætt- ismanna, þ.e. að taka ætíð tillit til óska vinnuveitenda. Jafnvel þó að það kosti uppsagnir launamanna og aftökur trúnaðarmanna þeirra. Ég skrifaði bréf til Vinnu- og Heilbrigðiseftirlits og spurðist íyr- ir um hvernig stæði á því að við hefðum fengið reglugerð frá Vinnueftirliti, sem við hefðum unn- ið eftir. En embættismaður á veg- um Heilbrigðiseftirlits færi greini- lega ekki eftir. Þessu var ekki svarað. Við fórum með mál trúnað- armanns okkar til lögmanns RSI. Þegar hann fer að undirbúa málið og lögmenn VSI komast í málið, þá skipta JÁ verktakar skyndilega um stefnu. Ekki er kannast við fyrri ástæður og farið er að ófrægja trúnaðarmann okkar á grundvelli þess að hann hafi ekki til að bera faglega fæmi til þess að skrúfa saman stálmöstur, þó svo að hann hafi unnið hjá þeim í tvö ár við flóknar raflagnir. Á þessum tímamótum berst skyndilega bréf frá forstöðumanni Vinnueftirlitsins þar sem hann spyrst fyrir um hvers vegna í ósköpunum við höfum ekki haft samband fyrr og lýsir því yfír að sú reglugerð sem starfsmenn hans höfðu látið okkur fá og við höfðum unnið eftir allan tímann án athuga- semda frá Vinnueftirliti, hafi ekki verið formlega í gildi og klikkir svo út með því hvort við viljum nú ekki tilnefna trúnaðarmann!!! Ég efast ekki eitt augnablik, og ég veit að launamenn gera það ekki heldur, hvers vegna þetta bréf var skrifað. Ég geri það á grundvelli þess að, eins og ég hef áður sagt, viðhorf margra embættismanna, eins og t.d. Eyjólfs Sæmundssonar, for- stöðumanns Vinnueftirlits, er sem jökulkaldur norðangarri í andlit launamanna. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt, Eyjólfur Sæmunds- son, hvenær ætlar þú að sýna launamönnum þá kurteisi að segja af þér? Við erum að lifa þá tíma að óska- bam þjóðarinnar Eimskip fær technopromiskt uppeldi hjá VSI og unnið er markvisst að því að brjóta niður kjarasamninga að því virðist í góðri samvinnu við það ráðuneyti og stofnanir, sem fara með málefni vinnumarkaðarins. Islenskum sjó- mönnum er hent í land og erlend- um afhent þeirra störf. Islenskum fyrirtækjum sem vilja koma fram við starfsmenn sína á eðlilegum grundvelli er gert ókleift að keppa við erlend fyrirtæki. Svo einkenni- legt og mótsagnarkennt sem það nú er, þá virðist það vera starfs- mönnum atvinnurekendasamtak- anna þóknanlegt. Höfuadur er form. Rafiðnaðarsam- bands Islands. Guðmundur Gunnarsson ISLENSKT MAL SÖGNIN að sjá er orðin eitt af fátæktarorðum nútímans. Og er þá illa farið með stutt og laggott sagnorð. Vandfarið er með vænan grip, vottastþaðmeð sanni: sjálega konu, seglprútt skip og samviskuna i manni, kvað einhver góður hagyrðing- ur. Það er líka vandfarið með orðin, ekki síður góðu orðin. Þau má ekki nota í tíma og ótíma. Sé eitthvað eftirsóknarvert um þessar mundir, vilja menn sjá það, jafnvel fremur en fá það. Menn vilja „sjá nýjar áherslur“(!), menn vilja sjá skýr- ari framsetningu, menn vilja sjá betri kjör, og menn vilja sjá að þessi eða hinn hefði gert eitt- hvað. Þessi fátækt er ósköp leiði- gjörn, því að margt er orðið sem mætti setja í staðinn fyrir sjá í þessum samböndum, og í mörg- um dæmum er sögnin óþörf. Menn vilja fá betri kjör, eða bara: menn vilja betri kjör, og menn vilja að þessi eða hinn hefði gert þetta eða hitt. Umsjónarmaður fer þess á leit að menn ofnoti ekki sögnina að sjá, slíkar „ofsjónir" slæva stílinn og lýta málið. Á hinn bóginn mega menn ekki forðast sögnin að sjá, þegar hún á við. Jón Sigurðsson forseti og Grímur Thomsen skáld voru báðir sannir ættjarðarvinir, en virtist áskapað að vera sjaldan einhuga um leiðir að marki. Nú er Jón Sigurðsson borinn tií grafar, og var fjölmenni saman komið, þar á meðal Grímur Thomsen. Einhver gapuxi slóst þá upp á Grím og sagði: „Ég átti ekki von á að sjá þig hér.“ Grím- ur lét ekki bilbug á sér fínna, enda frægur af beittum tilsvör- um: „Ég vildi sjá hann grafinn,“ kom stutt og kalt. Auðvitað mat Grímur og virti Jón, þótt hann léti ekki á því bera við gapux- ann. Grímur kom gráklæddur að jarðarförinni, enda þótti honum hræsni og yfírdrepsskapur að vera alltaf svartklæddur við jarðarfarir. Á þessu hneyksluð- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 977. þáttur ust menn, jafnvel sr. Matthías, og orti þá þessa afhendingu, kannski af því einu að honum þætti Grímur liggja vel við höggi: Grímur fylgdi á gráum frakka gamla Jóni, hreysiköttur konungsljóni. ★ Sögnin að sjá heitir á fornri ensku sehan (þýsku sehen) og hefur trúlega verið svo á frum- norrænu. Nafnháttar-n-ið gamla hefur svo fallið niður svo og það hljóð sem táknað er með h, en stofnsérhljóðið lengist til upp- bótar, sem sagt: sehan>séa. Síðan verður séríslenskt fyrir- bæri sem ég kann ekki erlent heiti á, samdráttur; tvö atkvæði verða að einu: séa>sjá, og er fjöldi dæma um þessa breyt- ingu, svo sem féar>fjár. Sjá fer talsvert óreglulega eft- ir 5. hljóþskiptaröð: sjá-sá-sá- um-séð. I annarri og fjórðu kennimynd ættu sérhljóðin að vera a og e, en hafa bæði tekið uppbótarlengingu. Karlkyn lýs- ingarháttar þátíðar var séinn, en breyttist síðar í séður, sem sá lærði Ásgeir Blöndal telur þó að sé ekki öldungis sama og frændyrðið séður=klókur, út- sjónarsamur. Við þekkjum orð- myndina sén sem bæði er kven- kyn eintölu og hvorugkyn fleir- tölu sem ósjaldan er eins, sam- anber: Ingileifur Arnesson er ekki pen; mörg er á honum missmíð sén. (Stúfhenda) ★ Hlymrekur handan kvað: Hét kennari Kastian Búck sem konum fannst hafa sætt lúkk, en endurgalt ekki hótin sem hann fékk undir fótinn, til fangbragða því sem næst krúkk. ★ „Sjáum vér af mörgum dæm- um, hve stór umskipti hafa tekið heilir landslýðir, eftir því sem þeir breyttu siðum og málfari eftir öðrum þjóðum,“ segir hann á einum stað, og „svo hafa þeir gjörzt hverflyndir og þróttlaus- ir, en gjarnir á útlenda ósiðu.“ (Éggert Ólafsson 1726-1768.) Sumir menn eiga sér mottó, það er að segja einkunnarorð eða kjörorð. Það kemur naum- ast á menn flata, að þetta er komið úr ítölsku motto (á spönsku mote), en rómönsku málin hafa þegið þetta í arf frá latínu muttum=Iágt, hægt eða slitrótt tal, af sögninni muttire=hvískra. „Non audet dicere muttum,“ segir Lucillus (d. á 2. öld f. Kr.). Það er: Hann þorir ekki að segja neitt, þorir ekki að umla, mutra, tuldra. í Njálu segir Ásgrímur El- liða-Grímsson í Bræðratungu við Gissur hvíta Teitsson á Mos- felli: „Eigi er það þannig við vaxið, og skal þetta ekki á mutur mæla, hverrar liðveizlu skal eg þai’ vón eiga, er þú ert, frændi?“ Mæla á mutur merkir þá að mæla hljóðlega eða leynilega. Sumir finna hér tengsl við orðið mútur, en mæla á mutur er í ensku mutter, sem kunnugt er. Franska orðið mot = (ein- stakt) orð er af sömu rót og mottó. ★ Rím Hreini varð Halla að meini (hreinlega frá því eg greini). Hann veinaði er sá hvarhúnkleinuleglá í leyni með Steini undir reyni. (Hárekur úr Þjóttu.) ★ „Eg vildi, að íslendingar lærðu að hugsa, þá mun þeim skjótt lærast að tala.“ (Tómas Sæmundsson 1807-1841.) Auk þess var bágt að sjá í Sjónvarpinu: „Mánudagur 05 október." Hvaða gildi hefur þarna talan 0 á undan fimm? En Hjördís Finnbogadóttir fær stig fyrir að renna sér í Kjarnaskógi, ekki „skíða“. Og í síðasta þætti laumaðist smávilla inn í limru Inghildar austan, „og“ í upphafí þriðju línu í stað svo. Inghildur er beðin af- sökunar á þessu, svo og allir aðrir. Fáein orð um virkjanir og verndun hálendis AÐ UNDANFORNU hafa orðið allmiklar umræður í blöðum um virkjanir á hálendinu. Það er vissu- lega af hinu góða því þar er á ferðinni stór- mál sem þörf er á að ræða vandlega. Vissu- lega fylgja vatnsafls- virkjunum ýmiss konar óæskileg umhverfisá- hrif, en það á ekki síður við um aðrar vinnsluað- ferðir raforku. Því má ekki gleyma. Yfirleitt hefur mér fundist það helsti gallinn á umræð- unni hversu þröng hún er. Menn einblína á eitt atriði málsins aðallega; jafnvel eingöngu. Sjá oft ekki samhengi hlut- anna, eða gera sér ekki grein fyrir því. Þess konar umræða er ekki líkleg til að skila skynsam- legum niðurstöðum. í grein sem ég skrifaði í Morg- unblaðið 17. jan. 1997 og nefndist „Brenglaðar hugmyndir um áhrif orkuvinnslu á miðhálendi Islands" leiddi ég rök að því að virkjun á 43.000 GWh á ári af fastaorku úr vatnsorku og jarðhita legði hald á landsvæði sem næmi innan við 4% af miðhálendinu. Jafnvel þótt við tvöfólduðum þá tölu út frá því sjón- armiði að áhrifa þessara mann- virkja gætti út fyrir það land sem þau leggja hald á verða samt eftir yfir 90% af miðhálendinu utan slíkra áhrifa. Til samanburðar við þessa orkutölu er að vinnsla á fastaorku, þ.e. „tryggðri orku“, var 4.329 GWh 1997. Henni til viðbótar voru það ár unnar 1.252 GWh af „ótryggðri orku“, þannig að heild- arvinnslan var 5.581 GWh. Vinnsla „ótryggðu orkunnar" krefst engra mannvirkja umfram þau sem þarf vegna fastaorkunnar heldur ræðst hún eingöngu af vatnsárferði ef markaður er fyrir hana. Með öðrum orðum: Nær tífóldun raforkuvinnslu á Islandi frá 1997 lætur yfir 90% af miðhálendinu ósnert. I grein minni nefndi ég mörg dæmi um þessar brengluðu hug- myndir. Umræðan einkennist enn- þá af slíkum brenglunum. Af henni mætti halda að hvergi væri að fmna náttúruperlur á hálendi Is- lands utan Eyjabakka, Brúardala, Árnardals og neðri hluta Þjórsár- vera. Að hvergi sé tækifæri til að njóta útivistar á þeim 90% miðhálendisins sem ósnert verða. Slíkt er auðvitað fjarstæða. I Morgunblaðinu í dag, 28. okt. 1998, birt- ist svo enn eitt dæmið um þessar brengluðu hugmyndir í grein efth’ Stefán Þ. Tómasson varaþingmann sem nefnist „Virkjun eða vemdun hálendis". Hann spyr: Er stóriðj- an okkur virkilega svo nauðsynleg að við þurfum að eyðileggja það sem eftir er af öræfum landsins til að gera hana að veruleika?“ (letur- breyting mín). Það sem eftir er af Við þurfum ekki að „eyðileggja“ neitt í námunda við „það sem eftir er“ af öræfum landsins, segir Jakob Björnsson. Jafnvel þótt við tífölduðum raforku- vinnsluna frá 1997! öræfum landsins! Hvorki meira né minna! Svarið er: Við þurfum vissulega ekki að „eyðileggja" neitt í námunda við „það sem eftir er“ af öræfum landsins. Jafnvel þótt við tífolduðum raforkuvinnsluna frá 1997! En getum við ekki fært umræð- una á annað plan en þetta? Það er um nóg að ræða þótt við forðumst svona endaleysur. Höfundur er fv. orkumálastjóri. Jakob Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.