Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 48

Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 48
. 48 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Með Geysi á heilanum ÉG FAGNA þeim áföngum sem náðst hafa í málefnum geðsjúkra, og fjölgun úrræða utan stofnana er líka mikið gleðiefni. Hin ýmsu búsetuform sem stofn- uð hafa verið - athvai-fið Vin í Reykjavík og Dvöl í Kópavoginum - og fjölþætt starfsemi Geðhjálpar eru gríðarlega mikilvæg í málefn- um geðsjúkra. Fjölmargir hafa af mikilli elju stuðlað að framgangi mála og eiga þeir þakkir skilið. Fjölgun úrræða hefur áhrif á endurhæfingu. Pjálfun sú sem fram fer á sjúkrahúsunum skilar sér mun betur þegar góð úrræði taka við eftir útskrift. Það tekur mislangan tíma að jafna sig eftir veikindi og það hefur verið hluti af vanda geðsjúkra að þeir eiga sam- leið með fáum; eiga ekki einungis erfítt uppdráttar í atvinnulífínu heldur fá þeir ekki notið virðingar í samfélaginu. Félagsleg einangrun geðsjúkra er tvíþætt. Annars vegar er skortur á hæfni, en það má færa í betra horf með endurhæfingu. Hins vegar eru viðhorf í samfélagi okkar mannanna sem varla er hægt að vinna með inn á stofnun- um, nema í mjög takmörkuðum mæli. Ég vil taka það fram að geð- sjúkdómar eru afar mismunandi og hafa bæði mismikil og misjafnlega langvarandi áhrif á daglega iðju fólks s.s. eigin umsjá og starfs- og félagsfærni. Þrátt fyrir að fordóm- ar séu á undanhaldi er staðreyndin sú að fólk er hrætt við að segja frá sjúkdóm- um séu þeir af geðræn- um toga. Geðsjúkir eru t.d. sí og æ að reka sig á þegar þeir eru að fóta sig á hinum al- menna vinnumarkaði. Þeim er illmögulegt að vera heiðarlegir og segja frá sjúkdómi sín- um, það borgar sig ekki. Margir sem haldnir eru geðsjúk- dómi ná fullri vinnu- hæfni á ný eða eru full- vinnuhæfir á milli veik- indakasta en ná aldrei að festa rætur í at- vinnulífinu. Ný nálgun til þess að koma þeim inn á vinnumarkaðinn er því löngu orðin tímabær. Það er því ekki að undra að hugmyndinni um Klúbbinn Geysi hafi verið fagn- að af sjúklingum, aðstandendum og velunnurum geðsjúkra. Klúbburinn Geysir er hluti af öflugum alþjóðasamtökum. Það var fyrir 50 árum að nokkrir einstak- lingar með geðsjúdóma stofnuðu klúbb í New York til að hjálpa hver öðrum til að útvega húsnæði og at- vinnu og gerast þannig virkir þátt- takendur í samfélaginu. Þetta tókst svo vel að nú eru starfræktir yfir 300 klúbbar um allan heim. A öllum Norðurlöndunum eru reknir slíkir klúbbar. Innan vébanda Elín Ebba Ásmundsdóttir þeirra er m.a. rekin vinnumiðlun þar sem félagar vinna að því að ná tengslum við vinnu- veitendur. Gerður er tímabundinn ráðning- arsamningur og starfsmaður frá klúbbnum kynnir sér síðan eðli starfsins og þjálfar viðkomandi fé- laga, vinnuveitanda að kostnaðarlausu. Þegar þjálfun lýkur fer klúbbfélaginn á launa- skrá hjá vinnuveitand- anum. Ef félagi getur ekki mætt stöku sinn- um, leysir starfsmað- ur klúbbsins hann af, en sé um lengri fjarveru að ræða tekur ann- ar félagi við. Klúbburinn tryggir þannig fulla mætingu og að verk- efninu verði lokið, þótt það sé ekki endilega alltaf sama manneskjan sem leysir vinnuna af hendi. Alþjóðadagur geðsjúkra - 10. október - var nú haldinn í fjórða sinn. I tilefni dagsins stóð Geðhjálp fyrir málþingi sem haldið var í Ódda. Heilbrigðisráðherra var af- hent skýrsla um stefnumótun í geðheilbrigðismáium og góð og þörf erindi voru flutt. Það framtak að tileinka þessum málaflokki ákveðinn dag skilar sér, því inn- legg neytenda geðheilbrigðisþjón- ustunnar verður sýnilegra með * 1 Samgöngubætur Rey kj aneskj ör dæmi MALEFNALEG barátta íyrir bættum samgöngum er mikil- væg því gott vegasam- band er undirstaða at- vinnulífs og byggðar- laga. Greiðir flutningar hráefnis, aðfanga og afurða, og aðgangur fólks og íyrirtækja að þjónustu, vörum og markaði er grundvöll- ur þróttmikillar at- vinnustarfsemi, góðra lífskjara og blómlegs mannlífs. Því fagna ég þeim áhuga og bar- Árni Ragnar áttuvilja sem fram- Árnason bjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sýna vegagerð í kjördæminu. Bætt öryggi vegfarenda A þessum áratug hafa komið til framkvæmda nokkur af stærstu og kostnaðarsömustu samgöngumann- virkjum landsins. Dugir þar að nefna jarðgöng og tengingu Reykjavíkur við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Flýtt var fjármagni til vegagerðar til að auka verkefni í framkvæmdum og sporna þannig gegn samdrætti í atvinnulífi. Þær aðgerðir eru nú um garð gengnar og byrjað að endurgreiða fjár- magnið. A undanfömum árum hef- ur þannig vel þokast í vegagerð t.d. á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þurfti að bregðast við mjög miklum og vaxandi þörfum. Énn er þó miklu ólokið bæði til suðurs og norðurs, þ.e. á Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi. Unnið hefur verið að því að bæta öryggi umferðar á Reykjanesbraut. Vorið 1994 flutti undirritaður ásamt Salome Þorkelsdóttur og Guðmundi Hallvarðssyni tillögu á Alþingi um lýsingu brautarinnar. í ársbyrjun 1995, þ.e. á síðasta kjör- tímabili var svo lýsing ákveðin af öllum þáverandi þingmönnum kjör- dæmisins og lauk framkvæmdum á rfyrri hluta þess kjörtímabils sem nú er að ljúka. Lýsing- in hefur nú sannað kosti sína, enda er nú rætt um lýsingu ann- arra sambærilegra fjölfarinna þjóðvega. Éinnig hefur verið unnið að öðrum að- gerðum til að bæta ör- yggi umferðar á braut- inni, m.a. með gerð stefnugreindra vega- móta og nú síðast yfir- standandi fram- kvæmdum á Voga- stapa. Næsta stór- framkvæmd Lengi hefur verið rætt og skrifað um tvöföldun Reykjanesbrautar. Mestu skiptir fyrir Suðumesja- menn hvenær af því verður enda Tvöföldun Reykjanes- brautar, segir Árni R. Árnason, verður næsta stórframkvæmd í vegagerð. hafa þeir mest látið sig varða þetta baráttumál. Á kjörtímabilinu 1987-1991 voru fluttar tillögur á Alþingi um tvöföldun brautarinnar, síðast af þeim Hreggvið Jónssyni, Inga Birni Albertssyni og Ellert Eiríkssyni. Á síðasta kjörtímabili, þ.e. 1991-1995 fluttum við Salome Þorkelsdóttir, Árni M. Mathiesen, Sigríður Anna Þórðardóttir og Ingi Björn Albertsson tvisvar sinnum tillögur um þessa þörfu fram- kvæmd, en þá varð önnur forgangs- röðun ofan á. Á yfírstandandi kjör- tímabili fluttum við allir þingmenn Reykjaneskjördæmis sameiginlega tillögu um tvöföldun brautarinnar. Nú fékk málið loks meðbyr þeirra sem til þurfti og samgönguráðherra tók það upp við gerð vegaáætlunar. Baráttunni um tvöföldun Reykja- nesbrautar er lokið með sigi'i, hún verður næsta stórframkvæmd í vegagerð. Verið er að undirbúa fyrsta áfangann sem verður boðinn út á næstunni og síðan verður áfram unnið að framkvæmdum í samræmi við vegaáætlun og fjár- magn af vegafé. Önnur stór verkefni Þegar lokið er nýjum tengingum Mosfellsbæjar við Vesturlandsveg verður að halda áfram uppbygg- ingu hans til að mæta þörfum íbúa og fyrirtækja sem hann nota. Jafn- framt verður að undirbúa framtíð- arlausnir fyrir umferð og flutninga norður-suður um höfuðborgar- svæðið, m.a. með tilliti til hinnar miklu uppbyggingar sem orðið hef- ur og er að gerast í Kópavogi þar sem er að rísa eitthvert stærsta þjónustu- og verslunarsvæði lands- ins. Það svæði verður innan skamms mesta viðskiptamiðstöð landsins og þarf afkastamiklar flutningsleiðir, greiðar samgöngur og gott aðgengi. Fyrstu áfangar tvöfaldaðrar Reykjanesbrautar munu taka á þessu viðfangsefni en einungis að hluta. Á siðustu árum hefur orðið mikil aukning á flutningi sjávarfangs milli byggðarlaga og landshluta. Hana má rekja til aukinna við- skipta óskyldra fyrirtækja með afla, aukinnar sérhæfingar í fisk- iðnaði og vaxandi útflutnings á ferskum unnum sjávarafurðum. Þessi þróun kallar á bættar sam- göngur og flutningaleiðir, sem mundi skapa fleiri fyrirtækjum og byggðarlögum möguleika á þátt- töku í þessum ábatasömu viðskipt- um. Þetta er nú mikilvægasta for- senda fyrir nýjum suðurstrandar- vegi milli Grindavíkur og Þorláks- hafnar auk vaxandi umferðar ferða- manna og annarra flutninga með afurðir, afla og aðföng sjávarút- vegsfyrirtækja. Þess utan er sá kosturinn að létta umferð um fjall- veg í viðsjárverðum vetrarveðrum. Höfundur er alþingismaður. hverju árinu. Þannig á fólk sem sýnt hefur þann kjark að koma fram í fjölmiðlum - og þeir sem eiga það eftir - stóran þátt í að minnka fordóma. Þeir hafa einnig, og munu hafa, áhrif til bættrar geðheilbrigðisþjónustu með því að greina frá því sem hefur gagnast þeim og hvað ekki. Að öllu öðru ólöstuðu, sem fram kom á málþingi Geðhjálpar, hafði innlegg Styrmis Gunnarssonar, rit- Ef fólk er ekki tilbúið að taka á móti með- bræðrum sínum í leik og starfi, segir Elín --------*----------------- Ebba Asmundsdóttir, þá komumst við lítið áfram, sama hversu sprenglærð og klár við verðum inni á stofnunum. stjóra, mest áhrif á mig. Hann nálgaðist einkenni geðsjúkdóma frá öðrum sjónarhóli en menn eru vanir - hann setti styrkleika í for- grunn. Hann hrósaði forsætisráð- herra Noregs fyrir spor hans í mannkynssöguna, til atlögu við for- dóma og dáðist að því hve þjóðar- sál landa hans væri þroskuð. Mað- ur í hans stöðu þorði og gat sagt að hann hefði þurft að hverfa frá störfum um tíma vegna þunglyndis og þjóðin hafnaði honum ekki. Styrmir tengdi þunglyndi ráðherr- ans við styrkleika hans, að hann bæri hag þjóðar sinnar svo sterkt fyrir brjósti að það legðist á hug hans. Styrmir nefndi einnig dæmi um hvemig hægt sé að virkja nei- kvæð einkenni geðsjúkdóma á já- kvæðan hátt t.d. á vinnustöðum. Það sem er galli í fari manns er nefnilega oft jafnframt kostur hans. Við fæðingu erum við misvel bú- in til að geta tekist á við lífið og sum okkar þola meira en aðrir, áð- ur en líkami og sál gefur eftir eða brestur. Ef það er heilinn sem klikkar, þá erum við í vondum mál- um. Þekking okkar á starfsemi heilans hefur aukist það mikið, að það er kominn tími til að fólk með sjúkdóma tengda honum - m.a. geðsjúkdóma - njóti sömu virðing- ar og fólk sem haldið er sjúkleika í öðrum líkamshlutum. Aukin þekk- ing fagfólks skilar sér ekki ef fólk sem haldið er geðtruflunum getur ekki haldið reisn sinni í samfélagi mannanna. Nú eru 5 einstaklingar í þjálfun í London til þess að undirbúa rekst- ur Klúbbsins Geysis samkvæmt þeim alþjóðastöðlum sem gilda. Húsnæði vantar hins vegar og enn er óljóst hvernig reksturinn verður tryggður, en kraftmikið fólk stend- ur að baki þessari hugmynd svo frá því verður vonandi gengið fljót- lega. Það eru spennandi tímar framundan því nú geta fleiri lagt hönd á plóginn við þróun geðheil- brigðismála með tilkomu Klúbbs- ins Geysis; atvinnurekendur með því að sækjast eftir vinnuframlagi Geysisfélaga og væntanlegir sam- starfmenn þeirra með uppbyggi- legu viðmóti sínu. Það þarf, í þessu tilviki eins og ætíð, að skoða myntina báðum megin: Betri meðferð og aukin gæði þjónustunnar á stofnunum - og - fólkið í landinu. Ef fólk er ekki tilbúið að taka á móti meðbræðrum sínum í leik og starfi þá komumst við lítið áfram, sama hversu sprenglærð og klár við verðum inni á stofnunum. Höfundur er forstöðumaður iðju- þjálfunar geðdeilda Landspítalans. Sterkan leiðtoga í fyrsta sætið PROFKJÖR sjálf- stæðismanna í Reykja- neskjördæmi verður haldið 14. nóvember nk. þar sem kjósendum gefst tækifæri til að velja framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingis- kosningar. Leiðtogi flokksins í Reykjanesi, Olafur G. Einarsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram og því verður að velja flokknum nýjan for- ingja. Gunnar I. Birgis- son, oddviti sjálfstæðis- manna í Kópavogi, sækist eftir að fá brautargengi til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesi. A þeim rúmu átta árum sem Gunnar Birgisson hefur verið í forsvari Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir Arnór L. Pálsson, hefur bærinn tekið stakkaskiptum. Öflugur leiðtogi Gunnar hefur sýnt og sannað að hann er öflugur og sterkur leiðtogi. Hann leiddi Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi til sigurs árið 1990 eftir að flokkurinn hafið setið í minni- hluta í áratugi. Á þeim rúmu átta árum sem hann hefur verið í forsvari Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi hefur bær- inn tekið stakkaskipt- um. Kópavogur er í dag eitt framsæknasta sveitarfélag á landinu á sviði menningar, menntunar og um- hverfismála. Miklir uppgangstímar hafa verið í bænum og und- anfarin ár hefur þar verið ein mesta fólks- fjölgun á landinu. Arnór L. Þessi mikla bylting í Pálsson bæjarfélaginu er ekki hvað síst að þakka dugnaði og framtakssemi Gunnars I. Birgissonar. Kjósum Gunnar í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- nesi þarf öflugan málsvara á AI- þingi. Leiðtoga sem ber hagsmuni kjördæmisins íyrir brjósti. For- ingja sem hefur styrk og þrek til að koma málefnum kjördæmisins í framkvæmd. Á þeim átta árum sem við Gunnar höfum unnið saman að bæjarmálum í Kópavogi hef ég kynnst vinnubrögðum hans og dugnaði. Hann er stefnufastur, skjótur að taka ákvarðanir og lætur verkin tala. Gunnar hefur sýnt að hann er sterkur og öflugur leiðtogi. Við þurfum slíkan mann í forystu í Reykjanesi. Kjósum því Gunnar I. Birgisson í fyrsta sæti í komandi prófkjöri. Höfundur er forstjóri og fyrrver- andi bæjarfuiltrúi í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.