Morgunblaðið - 31.10.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 49,
www.gagnagrunnur.is
Framfarir
og árangur
SÍÐUSTU tvö kjör-
tímabil hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn haft
ríkisstjómarforystu.
Þetta hefur verið eitt
mesta framfaraskeið
sem íslensk þjóð hefur
lifað. Ekkert bendir til
annars en að svo megi
verða áfram ef þess er
gætt að haldið sé á
málum af sömu festu
og ábyrgð og verið hef-
ur í stjórnartíð flokks-
ins. Það þarf ekki að
fara langt aftur í tím-
ann til að allt önnur
mynd blasi við. Eng-
inn, sem reynt hefur,
getur hugsað sér að lifa aftur þá
tíma, þegar verðbólgudraugurinn
reið hér húsum og eyddi og spillti.
Hvorki fyrirtæki né einstaklingar
gátu þá gert raunhæfar áætlanir
eða skipulagt rekstur sinn. Ein-
göngu var horft til skyndilausna en
ekki ráðist að rótum vandans. Slík
óáran má aldrei aftur ganga yfir ís-
lenska þjóð.
Enginn dans
á rósum
Auðvitað hefur þetta uppbygg-
ingartímabil ekki eingöngu verið
dans á rósum. Við höfum oft þurft
að taka vandasamar og sársauka-
fullar ákvarðanir, til dæmis þegar
kvótaniðurskurður var í hámarki
og leiddi af sér minnkandi tekjur
ríkisins og meira atvinnuleysi en
hér hafði þekkst lengi ásamt erfið-
um niðurskurði í ríkisrekstri. Þá
tókst að snúa vörn í sókn. Nú njót-
um við árangurs af því erfiði og hér
ríkir sannkallað góðæri sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur átt ríkan
þátt í að skapa með markvissum
aðgerðum.
Höldum
vöku okkar
Það er ætíð hollt í góðærinu að
minnast þess að það þarf sterk
bein til að þola góða daga og upp-
sveifla í efnahagslífinu má ekki
leiða til andvaraleysis og eyðslu.
Það er keppikefli að halda þeirri
festu og stöðugleika í
efnahagsmálum sem
náðst hefur og það er
líka ljóst að þjóðin
kann að meta það sem
gert hefur verið þar
sem hver skoðana-
könnunin á fætur
annarri sýnir að al-
menningur treystir
Sjálfstæðisflokknum
best til að halda skyn-
samlega á stjórn ríkis-
ins og gæta þess að
ríkisbáknið þenjist
ekki of mikið út. Hér
ríkir efnahagslegur
stöðugleiki, lítil verð-
bólga, aukinn kaup-
máttur og næg atvinna. Fjárlaga-
frumvarp næsta árs sýnir glögg-
lega ábyrga efnahagsstjóm. Þar er
í fyrsta sinn um langt skeið skilað
Stefna Sjálfstæðis-
flokksins er grunnur
framfara og velferðar,
segir Sigríður Anna
Þórðarddttir, og hvet-
ur fólk til að standa
saman um farsæld til
framtíðar.
afgangi og stóraukin áhersla er á
að borga niður erlendar skuldir
ríkisins. Það er óhætt að fullyrða
að fátt skilar sér betur til hagsbóta
fyrir komandi kynslóðir.
Enn er verk
að vinna
Þrátt fýrir farsæld góðra daga
er tilveran ekki skuggalaus. Nú-
tíminn á líka sína slæmu fylgifiska.
Vímuefnavandinn er skelfilegt böl
sem ekki síst herjar á hina ungu,
og of margir eru þeir sem enn búa
við skarðan hlut í efnalegu tilliti.
Hér þarf að grípa til þeirra ráða
sem duga, og ef til vill er þá hollt
að hverfa aftur til þeirra gömlu og
Sigrfður Anna
Þórðardóttir
góðu gilda sem varðað hafa leið
þjóðarinnar til farsældar og gagns
í tímans rás. Þjóðfélag okkar á að
byggjast á frelsi, mannúð og jafn-
rétti þegnanna. ísland er gott land
og gjöfult. Hér eiga allir að geta
unað sáttir við sinn hag. Stefna
Sjálfstæðisflokksins hefur verið
grunnur velferðar og framfara.
Stöndum vörð um þann árangur
sem náðst hefur. Trúum þeim til
starfa sem best hafa dugað og
horfum til nýrrar aldar með
stefnumál Sjálfstæðisflokksins að
leiðarljósi.
Höfundur er formaður þingflokks
sjálfstæðismanna og tekur þátt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi.
€amelot
HeímFIutt
þskkÍNq
Laugardaginn
31. október
kl. 14 - 16
Kynningarfundaröð
íslenskrar
erfðagreiningar
Stefán Þór Pálsson B. Sc.:
Sameindalíffræðilegar
hliðar á samspili plantna
og plöntusjúkdómavalda
Stefán Þór starfar sem sérfræöingur á
rannsóknarstofu íslenskrar erfða-
greiningar. Hann lauk B.Sc. gráðu í
búvísindum við Konunglega dýralækna- og
landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn
1996. í erindi sínu ræðir Stefán Þór um þá
sérstöku eiginleika sem plöntur hafa til að
verja sig gegn ýmsum skakkaföllum og árás-
um örvera sem valda plöntusjúkdómum.
Gestum fundarins gefst kostur á að skoða
rannsóknarstofur íslenskrar erfðagreiningar
undir leiðsögn vísindamanna og þiggja
kaffiveitingar að því loknu.
S L E N S K
MikitS úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðugtíg 21, Rcykjavík, sími 551 4050
erfð agreining
Lyngháls 1,110 Reykjavík
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks f fasteígnaleit /»,
vm
.mbl.is/fasteignlr
laugardag 31. okt.
kl. 10-17
sunnudag 1. nóv.
kl. 13-17
V Skútuvogi 12a ’Sími 568 1044
r
jón örn