Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 51

Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 5 K um auðjöfri fyrir 2,3 milljarða fjallið Herðubreið. Japanir buðu í Færeyj- ar þegar þær voru á hausnum. „Hann fer nú ekki langt með fjal]ið,“ sögðu menn. „Fjallið fer ekki til Mú- hameðs". Öðrum var Hekla seld, fyr- ir tæpa 12 milljarða. ísland er fljót- selt, sögðu menn hreyknir. Hafnað var hins vegar því boði að setja aug- lýsingaskilti framan á Esjuna. Það var farið að skrifa um þetta í útlönd- um. En kaupandi Herðubreiðar óskaði eftir að mega flóðlýsa fjallið og var það góðfúslega veitt. En hann krafðist að fjarlægðar yrðu raflínur í rótum Herðubreiðar - og var góð- fúslcga orðið við því. Annai’s víkur sfr. í löngu máli að Austfírðingum, þeir hafí sýnt lofs- verða framsýni. Bændur þar hófu nýja þjónustu-búgrein. Þeir tóku til sín á bændabýlin evrópsk ungmenni í því skyni að rækta með þeim þá kennd að eitthvað væri einhvers virði. Þarna höfðu unglingamir kynni af dýrum og náttúrunni, af sögu, höfðu samneyti við samfélag í jafnvægi. Jafnframt gátu ungmennin skemmt sér sem þeirra náttúra kaus. (Þetta voru unglingar úr hópi þeirra milljóna sem foreldrar í borg- um Evrópu höfðu getið af sér, en unglingamir ekki vitað til hvers þeir voru fæddir í heiminn. Var þá ekkert verðmætt fyrir þeim lengur, en nú fundu þeir hvað það var að hlakka til. Ekki varð farið með þá að Eyja- bökkum). Þessi búgrein var hluti af víðtæk- ari ferðaþjónustu Austfírðinga, enda nóg við að vera, víðemi ósnortin, jöklasvæði (þó ekki farið á Dyngju- jökul, þar hafði kaupandinn einka- leyfi á ferðaþjónustu), sjóstangaveiði í 12 fjörðum, m.a. veiði á rjúpum, gæsum og hreindýrum. Ferðaþjón- usta þessi var rekin frá hinum mikla Miðgarði ferðaþjónustu á Héraði. Austfii'ðingar vora meiri heimsmenn en aðrir íslendingar. Mesta framsýni höfðu Austfirð- ingar sýnt með byggingu leikhúss- ins, þá fyrst stöðvaðist brottfluttn- ingur fólks þaðan. Listamenn og skáld löðuðust að því fagra héraði. Til stóð að stoppa upp frömuði svo sem Keith Reed, Hákon Aðalsteins- son og Alla ríka, eins og gert var við Jeremy Bentham í University Col- lege í London, vin Darwins. - Best þótti ferðamönnum að kynnast venjulegu fólki þar eystra, daglegri lífsbaráttu þess. Það var löngu liðið að hin gulu monster eigraðu um ör- æfin og rótuðust í hvemi gróðurvin, vinjamar virtust kitla stáltaugar þeirra, fossar virkuðu eins og sterar á aflvöðva: Engu skyldi eirt, hvorki brúnum né bergi, vinjum né víðem- um svo sem valur flýgur vorlangan dag. Ekki kafnaði meira af landinu. Þessu var löngu lokið. Sfr. fer lofsamlegum orðum um stjómmálamenn landsfjórðungsins. Þeir hafi verið lífseigir og ekki kafn- að úr manviti eins og Kvasir forðum. Og ekki urruðu þeir á fólk. En maðurinn breytist varla neitt erfðafræðilega á 1000 áram, það sem einu sinni hefur gerst, það gerist kannski aftur. Austfirðingar höfnuðu ýmsum hugmyndum sem fram komu á 21. öldinni. Þeim stóð til boða gríð- arlegt fé fyrir Loðmundarfjörð, þar skildi sorpúrgangur Norður-Evrópu urðaður. Þó hafði ríkisstjómin hvatt til að samningurinn yrði gerður enda við vini að eiga. - Framlegri hug- myndir komu þó fram: líkt og að kringum 2000 tíðkaðist erlendis líf- færasala - og ríkir ferðamenn fyrr á tímum söfnuðu höfuðleðri meðal ótaminna þjóða - þeir fengu það reyndar fyrir slikk - þá var stöðvuð sú hugmynd að selja mannabein úr kirkjugörðum. Þó var góður samn- ingur í boði. Líkt og að fyrr á öldum vora böm seld héðan úr landi - og böm era enn á markaði erlendis - þá var þessari hugmynd einnig „alfarið hafnað". (Enda hafði Páfinn skorist í leikinn líkt og 1537 þegar hann lýsti yfir að Indiánar í Ameríku væra líka menn). Auðjöfrar gátu þó státað af að eiga eldfjall, enda samningurinn mikils virði þjóðinni. En úrtölur munu skapsmuna- menn ekki þola. Dönsk barnamynd í Norræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga. 1. nóvember verður danska stuttmyndin Hvernig við eignuðumst nágranna eða „Hvor- dan vi fik vores naboer“ sýnd kl. 14. í fréttatilkynningu segir að myndin sé eldfjörug leikin dönsk mynd um venjulega fjölskyldu sem bregður sér í sjóræningja- gervi og tekur fátæka ferðamenn höndum. Þau lenda síðan í vand- ræðum með fangana sem verða nágrannar þeirra. Þetta er nú- tíma ævintýramynd sem gerist í hugarheimi ungs drengs. Lasse Spang Olsen hefur gert kvikmyndina eftir myndasögu föður síns, Ib Spang Olsens. Myndin hæfir öllum aldri. Talið er danskt og sýningartími er 38 mín. Steþán Þ. TcmaMcn VELJUM STEFÁN I 3 sœti! mmim DALSHRAUN 17 HAFNARFIRÐi, Gengt Hróa Hetti, sími: 555 0487. HAFNARGÖTU 6 GRINDAVlK, í húsi Bárunnar, sími: 426 9600. OPIÐ: 18 - 22 virka daga og 14 -18 laugardaga og sunnudaga. Akureyri ídag frá kl. 13 til 17. Tveir togarar verða til sýnis, Baldvin Þorsteinsson EA 10 í eigu Samherja hf. og Sléttbakur EA 304 sem er í eigu Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. Skipverjar verða um borð og munu leiðbeina gestum og fræða þá um skipin. í skemmu Flutningamiðstöðvar Norðurlands (FMN) munu fyrirtæki sem tengjast sjávarútveginum kynna vörur sínar. Velkomin um borð! I októbermánuði standa útvegsmenn víðs vegar um land að heimboði í íslensk skip og vinnslustöðvar þar sem boðið verður upp á veitingar, skemmtiatriði og fræðslu um stolt okkar íslendinga, fiskiskipin. Heimboðið er liður í fræðsluátaki útvegsmanna sem miðar að því að kynna landsmönnum íjölþætta starfsemi íslenskrar útgerðar. Höfundur er læknir. ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.