Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 SKOÐUN NOKKUR ATRIÐI UM RANN- SÓKN GEIRFINNSMÁLSINS -- - ... cac|í nvan íra» *em s hcfW ,cr- hc,ft‘‘ %£kjkS» Þ*»‘a5,r4‘ nÚ 1Un“ kraíti. nv-v nw* TGwHavik el Þörí krt,fðl- unnar i R«V 1 vW vinnuí«»£» Vcríur »* <í,-olúu. en Þar W* *** tjnna*hvort vannh»nn»ml}B^{K^ hw« u *£ * PV* ,« Utniii— - ,j„. kjnnaon*'"' -“frc. SS« í* - ^ "-í SSSESfíaSStS 5T- S»»-£yrS5=: »r. haí‘ ikýrt iraffl. *> •^sssffiss karw- 1 ..“‘“t' v.*t »»”*• iMjrt" nutunlet ><”»•> •aniee **••*.“ .... , .....ZS&jtíSjSZ* iZjf&SZ-**3^ Z. MW »5»3£SSÍ, ..rt- •»; “ffi $<”&' >«» >”*■ 'LT: SSrTtortrt'.v.rt- S£rtWtrrttu»*“?“Stttrii »f MW,OÍf‘^„í Í ivSid Vaitý sl£,r?^fk««di. Hann mwarievuð $ e*r*'°ia nvwi '•*“'- na|i, (eroir...... 5»«SSiS5WKí SÍSlJSSSA^j “-”£rí?,sír»-“ aíBfJBSfflass. -•'■S^SiSÍ *S^“r ÍSSS««ÆSSSK,: SSssssa'í ssggSgg. ' 2?5£sh3s söknin V*r‘^ PS þiutsfea V»UÍ* •* „ “kíavikur l *«»«► Sakadðms H«yk)s«* víoUv xókninn* ‘*n 1* deí liátið M.R. i-ss?sarr«s UMRÆÐAN um svokallað Geirfinns- og Guðmundarmál hefur nú aftur skotið upp kollinum. Annars vegar er þar um að ræða kröfii um að fá endur- jV upptekinn dóm Hæsta- réttar í málinu og hins vegar beiðni um að rannsakað verði og upplýst hvernig staðið hafi verið að gerð leir- myndar og hver hafi verið tildrögin að því að Magnús Leópoldsson og þrír aðrir menn voru hnepgtir í gæslu- varðhald. I fréttatíma Ríkissjónvarpsins þann 9. október sl. sagði Halldór Asgrímsson utan- ríkisráðherra m. a. í sambandi við frumrannsókn Geirfinnsmálsins. „Ég hef alltaf verið þeiirar skoðun- ar að það sé mjög ámælisvert hvernig haldið var á þeim málum. r Það var logið sökum upp á einstak- linga og menn gerðu mynd af ákveðnum einstaklingi sem var greinilega skipulagt samsæri. Menn hafa aldrei farið ofan í þessi mál og þeir aðilar sem báru ábyrgð á því hafa aldrei þurft að mæta því“ ... Ummæli af þessum toga hafa komið fram víða í umræðu um málið. Þar sem ég undirritaður kom að frumrannsókn Geirfinnsmálsins tel ég nauðsynlegt að koma eftirfar- ^ andi athugasemdum á framfæri. I Þegar Geirfinnur Einarsson hvarf frá heimili sínu að kvöldi þriðjudagsins 19. nóvember 1974 starfaði ég sem fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík. Aðalstarf mitt var með- ferð opinberra mála en jafnframt fór ég sérstaklega með stjórn lög- reglu í umboði bæjarfógeta. Daginn eftir hvarf Geirfinns var mér skýrt frá því og undarlegum aðdraganda þess. Ákveðið var að lýsa eftir Geir- finni á hefðbundinn hátt í fjölmiðl- um. Jafnframt var haft í huga að hugsanlega gæti verið um saknæmt atferli að ræða. Ég hafði yfirumsjón með rannsókninni fyrstu daga «* hennar frá bæjarfógetaembættinu an vann síðan að henni um tíma á lögreglustöðinni í Keflavík. Þá unnu að auki að málinu I upphafi rann- sóknarlögreglumennirnir Haukur Guðmundsson og John Hill en jafn- framt sinntu flestir lögreglumenn í Keflavík einstökum verkefnum varðandi rannsóknina. Eftir miðjan desember 1974 hætti ég beinum af- skiptum af málinu og tók við mínum hefðbundnu störfum á embættinu. Ég ber því stjórnunarlega ábyrgð á upphafsrannsókn málsins. II I upphafi rannsóknar Geirfinns- málsins var allt kapp lagt á það að finna mann sem komið hafði í Hafn- arbúðina í Keflavik að kvöldi 19. nóvember 1974 og talinn var tengj- ast hvarfi Geirfinns. í Hafnarbúð- inni unnu þá þrjár stúlkur en tvær þeirra höfðu veitt manninum at- hygli og gátu gefið á honum lýs- ingu. Leitað var aðstoðar tækni- deildar rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík og laugardaginn 23. nóv- ember var farið með afgreiðslu- stúlkurnar tvær þangað þar sem búið var til andlit af manninum með þar til gerðum myndahlutum eftir ., frásögn þeirra. Þær voru ekki sátt- ar eða sammála um útkomuna og var myndin ekki birt að sinni. Um svipað leyti fóru tveir frí- stundateiknarar á Suðurnesjum að teikna andlitsmyndfr af manninum. Annar þeirra var Magnús Gíslason, og var hann beðinn um það af lög- reglunni í Keflavík en Magnús var þá fréttaritari Vísis og kom iðulega á lög- reglustöðina. Hinn var Ríkey Ingimundar- dóttir listakona sem síðar gerði leirmynd- ina. Ríkey teiknaði að eigin frumkvæði mynd eftir lýsingu á mannin- um eins og hún kom fram í fjölmiðlum. Þessar teikningar voru ekki birtar. Um þetta leyti kviknaði sú hug- mynd hjá Ríkeyju að gera leirmynd af manninum. Mér þótti hún tilraunarinnar virði meðal annars vegna þeirra röksemda að þar með gæfist afgreiðslustúlkunum færi á segja fyrir um mótun leirmyndar- innar þar til þær yrðu ánægðar. Kjartani Sigtryggssyni, aðstoðar- varðstjóra í Keflavík, var falið að hafa umsjón með verkinu. í skýrslu hans um þetta atriði, dags. 29. októ- ber 1976, segir m.a. „vegna þessa misræmis (þ.e. á teikningunum, innskot) var það ráð tekið að móta höfuð ókunna mannsins í leir til þess að sameina sjónarmið stúlkn- anna. Við gerð leirhöfuðsins var höfð hliðsjón af öllum frumteikning- um og stuðst við fyrirsögn stúlkn- anna“. Þegar leirmyndin var í vinnslu óskaði ég eftir því við fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, Hjalta Zophoníasson, að komið yrði á fundi með sérfræðingum Sakadóms Reykjavíkur vegna málsins. Til- gangurinn var að mínu mati þrí- þættur. I fyrsta lagi að gera grein fyrir rannsókninni í heild. I öðru lagi að fá álit sérfræðinga um það hvort birta skyldi leirmyndina og í þriðja lagi hvort rannsóknin ætti áfram að vera í Keflavík. Fundur þessi var haldinn þriðjudaginn 26. nóvember 1974 og sátu hann, auk fulltrúa ráðuneytisins, Magnús Eg- gertsson yfirrannsóknarlögreglu- þjónn, Kristmundur J. Sigurðsson aðstoðaryfirrannsóknar-lögreglu- þjónn, aðalvarðstjórarnir Njörður Snæhólm og Ragnar Vignir auk mín og Hauks Guðmundssonar. Á fundinum kom m.a. fram að leirmyndin, sem þá var fullgerð, væri nokkuð frábrugðin upphaf- legri mynd rannsóknarlögreglunn- ar í Reykjavík. Þetta atriði var rætt sérstaklega og niðurstaðan sú að þar sem ekki væri líklegt að vitnin gætu lýst manninum nánar væri það áhættulaust að birta leirmynd- ina. Að kvöldi þessa sama dags var leirmyndin birt í fréttatíma sjón- varps. í meðfylgjandi blaðagi-ein Mbl. næsta dag um fundinn má lesa að hann hafi verið langur og þar hafi verið ræddir allir málavextir varð- andi hvarf Geirfinns Einarssonar. Þá segir m.a. í greininni þar sem fjallað er um leirmyndina og tilmæh lögreglunnar í Keflavík um upplýs- ingar: „En það skal tekið skýrt fram, að mynd þessi er gerð eftir lýsingu, og þarf því ekki að vera ná- kvæmlega eins og maðurinn, þó hún ætti að líkjast honum í höfuð- atriðum." í niðurlagi greinarinnar þar sem rætt er við Magnús Eggertsson segir: „Rannsókn málsins verður áfram í höndum Valtýs og Hauks, og þátttaka Sakadóms Reykjavíkur í rannsókninni færi eftir framvindu mála á næstu dögum.“ Annmarkar á því að vinna að rannsókn málsins í Keflavík voru ljósir. Kom þar til lítil reynsla okk- ar allra, fámennt lögreglulið, húsa- kostur lögreglunnar var mjög léleg- ur og tækjabúnaður enginn. Rann- sóknarlögregla ríkisins hafði þá Þar sem ég undir- ritaður kom að frum- rannsókn Geirfinns- málsins, segir Valtýr Sigurðsson, tel ég nauðsynlegt að koma athugasemdum á framfæri. ekki tekið til starfa og því þurfti að fá heimild viðkomandi embætta til að yfirheyra menn í öðrum lögsagn- arumdæmum. Því var hugmynd mín sú að rannsóknin yrði færð til Sakadóms Reykjavíkur. Á fundin- um var hins vegar ákveðið að rann- sókninni yrði áfram stjórnað frá Keflavík. Mikil viðbrögð urðu við birtingu leirmyndarinnar í sjónvarpinu. I frétt úr síðdegisblaðinu Vísi daginn eftir kemur fram að þá um morgun- inn hafi milli 30 til 40 nöfn borist víðs vegar af landinu vegna birting- ar leirmyndarinnar og „Nokkur nöfn hafa komið oftar en einu sinni“. I sama blaði ft’á 28. nóvember er haft eftir John Hill að „um eða yfir hundrað nöfn hefðu borist til lög- reglunnar, sem talið var að gætu átt við eftirlýsta manninn ... John Hill sagði, að mennirnir sem yfirheyrðir voru, hafi margir verið ansi líkir leirstyttunni". Nafn Magnúsar Leópoldssonar var meðal þeirra sem lögreglunni í Keflavík bárust ábendingar um og var ljósmyndar af Magnúsi aflað eins og af nokkrum öðrum sem margar ábendingar fengu. Ég tel hins vegar útilokað að það hafi ver- ið gert íyrr en eftir birtingu leir- myndarinnar þar sem nafn hans hafi fyrst komið fram þá. Þetta ætti hins vegar að sjást í skjölum þar sem allar ábendingar sem bárust símleiðis voru færðar jafnóðum í minnisbækur af þeim aðilum sem móttóku þær. Þessar upplýsingar voru skráðar í lögregluskýrslur en afrit þeirra var jafnóðum sent Sakadómi Reykjavíkin- þar sem til- tekinn aðili átti að rannsaka þær nánar. Hvað svo sem annars má um þetta atriði málsins segja þá var ljóst að afgreiðslustúlkurnar tvær voru þeirrar skoðunar að Magnús Leópoldsson væri ekki sá maður sem talið var að hefði komið í Hafn- arbúðina umrætt kvöld. Af þeim sökum var aldrei tekin skýrsla af Magnúsi Leópoldssyni í tengslum við þennan þátt rannsóknarinnar. í bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. 4. júní 1975, til bæjarfógetans í Keflavík, kemur fram að eftir samræður við mig sé eigi lengur þörf á að Haukur Guðmundsson helgi sig störfum við rannsókn vegna hvarfs Geirfinns Einarsson- ar, „þar sem fyrirliggjandi rann- sóknargögn veita ekki tilefni til þess“. Með þessu bréfi lauk form- lega rannsókn málsins í Keflavík. Aðalatriði þessa þáttar málsins er hins vegar að rannsókninni í Kefla- vík lauk án þess að nokkur maður væri yfirheyrður sem grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns. Hins veg- ar voru teknar skýrslur af nokkrum mönnum vegna gruns um að það væri maðurinn sem kom í Hafnar- búðina kvöldið sem hann hvarf. Magnús Leópoldssonar var ekki þeirra á meðal. Þann 5. janúar 1976 afhenti ég persónulega á skrifstofu embættis ríkissaksóknara ferðatösku sem í voru „allar skýrslur og ýmis rann- sóknargögn varðandi málið“ eins og segir í bréfi, dags. 8. janúar 1976, til embættisins og hef ég ekki séð neitt af þessum gögnum síðan. III Með úrskurði sakadóms Reykja- víkur uppkveðnum 26. janúar 1976 var Magnús Leópoldsson handtek- inn og hnepptur í gæsluvarðhald ásamt Einari Gunnari Bollasjmi og Valdimar Olsen. Síðar var Sigur- björn Eiríksson einnig handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Aðdragandi þessa var sá, að hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík hafði farið fram rannsókn vegna svonefnds póstsvikamáls og vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar ár- ið 1974. Sævar Ciesielski og sam- býliskona hans, Erla Bolladóttir, og Kristján Viðar höfðu þá setið um stuttan tíma í gæsluvarðhaldi vegna þeirrar rannsóknar. I úrskurðinum er rakin nákvæm og samhljóða lýs- ing Sævars, Kristjáns Viðars og Erlu á því hvernig Magnús Leó- poldsson og fleiri hafi verið að nálg- ast smyglað áfengi og við það hafi Geirfinnur beðið bana. Handtakan kom okkur sem stóðu að rannsókninni í Keflavík ekki minna á óvart en öðrum lands- mönnum og töldum við aðdraganda að henni með ólíkindum. I dómi bæjarþings Reykjavíkur frá 29. apríl 1980 í bótamáli Magnúsar Leópoldssonar gegn ríkinu segir í niðurstöðu um þátt Erlu, Sævars og Kristjáns Viðars í málinu: „Þau hafi valið fjóra menn, stefnanda, og þrjá Valtýr Sigurðsson aðra og þessa menn báru þau sök- um, sitt í hverju lagi hjá þeim sem um rannsókn þessa umfangsmikla máls fjölluðu. Tilgangi sínum náðu þau, mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, og rannsókn málsins torveldaðist og beindist á rangar brautir, þar til upp komst um þetta viðbótaraf- brot.“ Það ætti því að vera ljóst hvaðan samsærið um að koma sök á Magn- ús Leópoldsson er sprottið. Ekki hafa komið fram ásakanir um meint harðræði rannsóknaraðila eða áhrif langvarandi gæsluvarðhalds þegar Sævar, Erla og Kristján Viðar gáfu þennan framburð með þeim hörmu- legu afleiðingum sem því fylgdu. Það er hins vegar að mínu mati nokkuð langt seilst þegar gefið er til kynna að leirmyndin umtalaða hafi leitt til þessa ógæfuverks. IV Magnús Gíslason hefur haldið því fram að lögreglan í Keflavík hafi boðsent honum ljósmynd af Magn- úsi Leópoldssyni til að teikna eftir. Ekki hefur komið fram hver það var innan lögreglunnar sem það gerði. Um þetta atriði veit ég ekk- ert. Það verður þó að teljast ólík- legt að einhverjum hafi dottið í hug að óska eftir að teiknuð yrði mynd af Magnúsi Leópoldssyni eftir ljós- mynd af honum. Þá er óhugsandi að slíka teikningu hafi átt að nota við gerð leirmyndarinnar, m.a. vegna þess að ljósmyndin var ekki til stað- ar fyrr en eftir gerð hennar. Ef rannsóknaraðilar töldu sig eiga eitthvað vantalað við Magnús Leópoldsson þá hefði legið beint við að boða hann til skýrslutöku. Eðlilega hefur mikið verið fjallað í fjölmiðlum um mál Magnúsar Leópoldssonar alla tíð frá 1976. Mér finnst því með ólíkindum að fréttamaðurinn Magnús Gíslason hafi uppgötvað það íyrfr skömmu, þegar honum var sýnd ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni, að þetta hafi verið maðurinn sem hann var að teikna. V Upphafsrannsókn Geirfinnsmáls- ins í Keflavík var bai-n síns tíma og engan veginn gallalaus. Allfr þeir sem að henni komu unnu þó að mál- inu að mínu mati eftir bestu vitund og þekkingu. Leirmyndin umtalaða var fullbú- in og birt innan við viku fi'á hvarfi Geirfinns. Á þeim tíma var talið að hvarf hans mætti skýra með eðli- legum hætti og jafnvel að hann kæmi í leitirnar heill á húfi. Þá var á þessum tíma aðeins verið að leita að ókunnum manni sem kom í Hafnarbúðina í Keflavík kvöldið sem Geirfinnur hvarf og talið var að tengja mætti málinu. Ljóst var þó að margar aðrar ástæður gátu legið að baki því að sá aðili gaf sig ekki fram. Á þessu stigi málsins voru því engar forsendur til samsæris um að varpa sök á einn eða neinn. Ég átti fyrir nokkrum dögum samtal við listakonuna Ríkeyju Ingimundardóttur og var það í fyrsta skipti síðan atburðir þessir gerðust. I því samtali fullyrti hún að við gerð leirmyndarinnar hefði hún aldrei stuðst við teikningu frá Magnúsi Gíslasyni, hvað þá Ijós- mynd af Magnúsi Leópoldssyni. I upphafi gi’einar þessarar vitn- aði ég til orða Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra um málið. Þar sem ég legg að jafnaði við hlustir þegar hann talar komu um- mæli bans mér mjög á óvart. Hinar röngu sakargiftir Sævars Ciesi- elskis, Erlu Bolladóttur og Krist- jáns Viðars á hendur Magnúsi Leó- poldssyni og félögum og það mikla tjón sem þær hljóta að hafa valdið þeim ætti að vera víti til varnaðar. Því ættu menn að fjalla um málið án slílo'a orða sem Halldór viðhafði. Ég vil hvetja alla sem áhuga hafa á þessum þætti málsins til að lesa um hann í dómasafni Hæstaréttar 1976 bls. 73 og 1983 bls. 523 og mynda sér eigin skoðun á málinu. Höfundur er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.