Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 55 V
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Kirkjudagur
Fríkirkjunn-
ar í Hafnar-
fírði
NÆSTKOMANDI sunnudag er hinn
árlegi kirkjudagur Fríkirkjusafnað-
arins í Hafnarfirði. Vegna endur-
byggingar kirkjunnar fer allt helgi-
hald safnaðarins fram annars staðar
þennan sunnudag. Bamasamkoma
verður í húsi KFUM og K við Hverf-
isgötu og hefst hún kl. 11. Hátíðar-
guðsþjónusta verður i Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði kl. 14. Þar koma fram
auk kirkjukórsins bamakór ldrkj-
unnar undir stjóm Sigríðar Ásu Sig-
urðardóttur og unglingakór kirkj-
unnar undir stjóm Amar Amarson-
ar. Þar prédikar sr. Einar Eyjólfs-
son, prestur safnaðarins. Organisti
og kórstjóri Fríkirkjunnar er Þóra
Guðmundsdóttir.
Að lokinni guðsþjónustu verður
hin árlega kaffisala Kvenfélags kirkj-
unnar í hinu nýja safnaðarheimili á
Linnetstíg 6. Þar verður að venju
góðgæti á borðum.
Viðgerðum á kirkjunni fer senn að
ljúka. Smíðavinnu er að mestu lokið
en verið er að leggja nýtt gólf í kirkj-
una þessa dagana auk þess sem
málningarvinna er hafin. Fjáröflun
stendur nú yfir og geta þeir sem vilja
leggja kirkjunni lið nálgast gíróseðla
í öllum bankaútibúum í Haftiarfirði.
Fríkirkjan í Hafnarfirði verður end-
urvígð hinn 13. desember nk.
Það er von safnaðarstjómar og
kvenfélags kirkjunnar að sem flestir
sjái sér fært að taka þátt í kirkjuhá-
tíðinni nk. sunnudag.
Hjónastarf
Neskirkju
JÓHANN Thoroddsen sálfræðingur
ræðir um ólíkar væntingar karla og
kvenna til hjónabandsins á fræðslu-
kvöldi hjónastai-fs Neskirkju nk.
sunnudagskvöld kl. 20.30. Þar fjallar
hann um hvemig viðhorf kynjanna til
tilfinningasambands og hjónabands
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði.
em mismunandi og hvemig sú stað-
reynd getur skapað togstreitu í sam-
búðinni.
Jóhann Thoroddsen lagði stund á
sálfræði við Háskóla Islands og
stundaði auk þess framhaldsnám í
Gautaborg. Hann hefur verið með
fyrirlestra bæði heima og erlendis.
Safnaðarfélag
Grafarvogskirkju
SAFNAÐARFÉLAG Grafarvogs-
kirkju er sennilega yngsta og fjöl-
mennasta safnaðarfélag landsins og
þar að auki er þetta hverfi, Grafar-
vogur, með hvað yngstu fjölskyldum-
ar. Þess vegna hefur safnaðarfélagið
reynt að höfða til þessa aldurshóps
og verið með fundarefni sem fjalla
um uppeldi, agavandamál, fyrstu ást-
ina og að búa saman, ásamt ýmsu
öðm sem hugsanlega hefur getað
vakið áhuga og þetta hefur komið
fram í ágætri fundarsókn. Félagið er
með fundi fyrsta mánudag í mánuði
frá október og fram í maí.
Minning látinna
SUNNUDAGINN 1. nóvember er
allra heilagra messa samkvæmt hefð
kirkjunnar um aldir. Þann dag era
messur víða um land helgaðar minn-
ingu látinna. I Reykjavík er messað
kl. 11 í flestum kirkjum, en sumstað-
ar einnig kl. 14 eða 20.30. Þá standa
prófastsdæmin í Reykjavík í sam-
vinnu við Kirkjugarða prófasts-
dæmanna fyrir tónlistardagskrá í
Fossvogskirkju og leiðsögn að
legstæðum frá kl. 14 til 18. Starfsfólk
kirkjugarðanna verður við aðalinn-
ganga kirkjugarðanna í Fossvogi,
Gufunesi og við Suðurgötu, reiðubúið
að veita aðstoð sína. A sömu stöðum
verða friðarljós Hjálparstofnunar
kirkjunnar á boðstólum. I Fossvogs-
kirkju hijóma helgir tónar á hálftíma
fresti í flutningi Tónakórsins, Kam-
merkórs Langholtskirkju, kirkjukóra
Digraneskirkju og Bústaðakirkju,
Schola cantomm og Hljómkórsins,
sem bjóða fram list sína ásamt fimm
organistum. Á milli hða flytja prestar
bæn og lesa úr orði Guðs. Fólki er
frjálst að koma og fara að vild, en
sem fyrr segir er dagskráin samfelld
í fjóra klukkutíma. Með ferð í kirkju-
garðinn heiðmm við minningu lát-
inna ástvina okkar.
Allra heilagra
messa í Grafar-
vogskirkju
ALLRA heilagra messa verður í
Grafarvogskirkju nk. sunnudag.
Þennan dag verður í kirkjunni flutt
vönduð dagskrá. „Þeirra sem á und-
an oss era famir“ verður sérstaklega
minnst. Prédikun flytur Lárus Guð-
mundsson fyrrverandi sendiráðs-
prestur og sr. Vigfús Þór Árnason og
Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir
altari. Kór Grafarvogskirkju og Ung-
lingakór kirkjunnar syngja undii-
stjóm Harðar Bragasonar organista
og Hrannar Helgadóttur kórstjóra.
Elísa Sigríður Vilbergsdóttir syngur
einsöng.
Eftir messu er boðið í „líknarkaffi“
en framlög renna til Líknarsjóðs
Grafarvogskirkju sem eingöngu er
notaður fyrir fjölskyldur sem eiga við
fjárhagserfiðleika að stríða. Mót>-
framlög í þennan sjóð koma úr sjóði
er Gísli Sigurbjömsson heitinn, fyrr-
verandi forstjóri Elliheimilisins
Grandar, stofnaði.
Verið velkomin til guðsþjónustu og
kaffisamsætis.
Allra heilagra
messa í Hall-
grímskirkju
ALLRA heilagra messa verður nk.
sunnudag í Hallgrímskfrkju. Fjöl-
breytt dagskrá verður. Á fræðslu-
morgni kl. 10 mun Björn Þorsteins-
son heimspekingur ræða um efnið:
Er vísindahyggjan móðir tómhyggj-
unnar? Morgunmessan hefst svo kl.
11. Báðir prestar kirkjunnar þjóna
fyrir altari en sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson prédikar. Félagar úr
Mótettukórnum syngja og Douglas
A. Brotchie verður organisti. Þá
verður einnig kvöldmessa kl. 20.30
þar sem látinna verður minnst. Sr.
Sigurður Pálsson prédikar og Sehola
cantoram syngur undir stjórn Harð-
ar Áskelssonar, en kórinn er nýkom-
inn úr kórakeppni í Frakklandi, þar
sem hann hlaut fyrstu verðlaun.
Söngurinn mun skipa veglegan sess í
kvöldmessunni og á bænastund gefst
fólki kostur á að tendra bænaljós
fyrir látnum ástvinum eða öðram
bænarefnum.
Allra heilagra
messa 1 Hafnar-
fjarðarkirkju
NÆSTKOMANDI sunnudag er allra
heilagra messa haldin í kirkjum
landsins. Að fornum sið var Allra
heilagra messa haldin fyrsta laugar-
dag í nóvember en allra sálna messa
sunnudaginn eftir. Er það svo enn
víða um lönd. I Hafnarfjarðarkirkju
verður haldin svokölluð Ijósamessa
að kvöldi sunnudagsins, alfra sálna
messa. Gefst þá kirkjugestum tæki-
færi til þess að kveikja á kertum á
sérstöku Ijósaaltari í minningu lát-
inna ástvina og fela þá Guði í bæn.
Tónlistin, bænin og íhugunin setja
sterkan svip á ljósamessuna. Þórunn
Sigurðardóttir sópran og Aðalheiður
M. Gunnarsdóttir messósópran
syngja einsöng, en prestur er sr.
Þórhallur Heimisson. Eftir
ljósamessuna er boðið upp á kaffi-
sopa í safnaðarheimilinu.
Kl. 11 fer fram hefðbundin messa á
Allra heilagra messu. Þar verður líka
látinna minnst. Prestur þá er sr.
Gunnþór Ingason. Kirkjukórinn leið-
ir safnaðarsöng undir stjóm Natalíu
Chow í báðum athöfnum dagsins.
Tónlistarmessa
1 Hjallakirkju
NÆSTKOMANDI sunnudag kl. 11
sem er allra heilagra messa, verður
fyrsta tónlistarmessa vetrarins.
Þetta er sá sunnudagur sem tengist
minningu látinna ástvina og er tón-
listin valin út frá því. Kór Hjalla-
kirkju flytur „Þýska messu“ D872
eftir Franz Shubert við texta Jo-
hanns Philipp Neumann í íslenskri
þýðingu Sverris Pálssonar. Undir-
leikari á orgel er Sigrún Steingríms-
dóttir. Þessi messa er ein af svoköll-
uðum „vísumessum" þar sem allir
fastir liðir messunnar era fluttir í
formi vísu eða sálms í stað hefðbund-
ins messutexta. Þetta form var al-
gengt á áram áður og setti Marteinn
Lúther t.d. saman slíka messu. í
messu Schuberts er meðal annars að
finna lagið við hinn vinsæla sálm
„Leið oss ljúfi faðir“ sem víða er
sunginn við fermingar. Einnig flytur ^
kórinn kórlagið „í himininn" sem er
norskt-sænskt þjóðlag í útsetningu
Jan Hákan Ábergs. Textinn er eftir
Laurinus frá 1622 í þýðingu Kristins
Jóhannessonar, einnig syngur kórinn
sálminn „Mitt hjarta er þitt“ eftir hr.
Sigurbjöm Einarsson biskup, við lag
Mons Leidvin. Þá flytja þau María
Guðmundsdóttir, Gréta Jónsdóttir og
Gunnar Jónsson mótettuna „Þér
eruð ljós heimsins“ eftir norska tón-
skáldið Kjell Mork Karlsen. Ritning-
arlestur annast Þóra I. Sigurjóns-
dóttir. Organisti og kórstjóri er Jón
Ólafur Sigurðsson. Ailir era hjartan-
lega velkomnir til þessarar tónlistar-
messu.
Sr. fris Kristjánsdóttir.
Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir
unglinga kl. 21.
Neskirlqa. Biblíulestur kl. 10.30.
Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir
velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs-
son.
KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al-
menn samkoma kl. 14. Allir hjartan-
lega velkomnir.
Krossinn. Unglingasamkoma kl.
20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri
barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT-
starf í safnaðarheimilinu Vinaminni
kl. 13.
Safnaðarfélag Grafarvogskirkju.
Fundur í safnaðarfélaginu verður
haldinn í kirkjunni mánudaginn 2.
nóvember 1998 kl. 20.30. Fyrirlestur
um fjármál heimilanna. Kaffiveiting-
ar.
Persónuupplýsingar söluvara
Heilbrigðisupplýsingum hefur
verið deilt með fyrirtækjum sem
engin ástæða er til að fái slíkar
upplýsingar. Á vinnustöðum eru
settar upp myndbandsupptökuvél-
ar til að fylgjast með starfsmönn-
um, tölvupóstur er lesinn og símtöl
hlerað. Fyrirtæki draga saman
upplýsingar um fjárhagsstöðu og
persónuupplýsingar og selja óvið-
komandi aðilum, oft án vitundar
eða leyfis viðkomandi einstaklinga.
Bankar rannsaka gaumgæfilega
greiðslukortaviðskipti til að leita
vísbendinga um fjárhagserfiðleika,
jafnvel hjá skilvísum einstakling-
um, og lánastofnanir hafa deilt
upplýsingum um greiðsluviðskipti
við sambærilegar stofnanir.
Verðgildi
víðtækra
persónuupplýsinga
í ágústblaði bandaríska tímarits-
ins Chemical News kemur fram að
fyrirtæki geta keypt frá CDB Info-
tek í Santa Ana í Kaliforníu víðtæk-
ar persónuupplýsingar sem inni-
halda fullt nafn, fæðingardag,
kennitölu, símanúmer, númer á
ökuskírteini, nöfn ættingja, eignir,
skattagreiðslur og gjaldþrot fyrir
aðeins sjö dollara (þ.e. 500 ísl. krón-
ur), og ennfremur að CDB Infotek
auglýsi á Netinu að fyrirtækið hafi
yfir að ráða 1.600 gagnagrunnum
með 3,5 milljörðum af opinberum
skrám.
Það þykir kaldhæði að á sama
tíma og fyrirtæki geta hindrunarlít-
ið nálgast persónuupplýsingar hafa
vísindamenn vaxandi áhyggjur af
því hve erfiðlega gengur að fá upp-
Á síðustu árum hefur verið mikil ásókn
fyrirtækja í persónuupplýsingar erlendis
og hafa einstaklingar átt mjög erfítt með
________að koma vörnum við. Margrét____________________
Þorvaldsdóttir segir að á sama tíma haldi
iðnfyrirtæki leyndum mikilsverðum
upplýsingum um varhugaverð efni sem
geti haft afdrifarík áhrif á heilsu fólks.
lýsingar frá fyrirtækjum um rann- undir innihéldu Tetrabromobis-
sóknamiðurstöður sem snerta al- phenol A, sem einnig er „hormóna-
mannaheill. hermir", neituðu framleiðendur að
Upplýsingum um
varhugaverð efni í plast-
umbúðum haldið leyndum
Nefnd eru dæmi um rannsóknir
Fredericks S. vom Saal, prófessors
1 líffræði við Missouri-háskóla, á
hormónahermum (það eru efni sem
trufla hormónakerfi líkamans).
Rannsóknir hans leiddu í ljós að
þegar þunguðum músum var gefið
mjög lítið magn af efninu bisphenol
A dró úr myndun á sæðisfrumum
hjá karlkyns afkvæmum og olli
stækkun á blöðruhálskirtli og jók á
árásargirni þeirra. Þegar vom Saal
reyndi síðan að fá upplýsingar um
hvaða framleiðsla innihéldi
bisphenol A og í hvað miklum mæli
efnið bærist úr plastumbúðum fyrir
matvæli sem framleidd eru úr
þessu efni í matvælin neituðu fram-
leiðendur að veita upplýsingar.
Þegar spurt var hvaða plastteg-
veita upplysmgar og galu þa skyr-
ingu að þar væri einnig um iðnaðar-
leyndarmál að ræða. Vísindamenn
segja að á meðan plastiðnaðurinn
neitar að láta af hendi upplýsingar
sé ekki hægt að rannsaka áhrif efn-
anna á fólk. Þar sem ekki er vitað
hveijir hafa komist í snertingu við
þessi efni verði ekki hægt að rann-
saka hvemig bisphenol A verkar.
Óvarlegt er talið að treysta þeim
upplýsingum sem plastiðnaðurinn
hefur látið opinberum eftirlitsstofn-
unum í té um áhrif efnanna á fólk,
þar sem ekki er vitað hvort eða
hvaða rannsóknir liggja þar að baki
og þær ekki fengið visindalega
gagnrýni.
Efnasamsetning skordýra-
eiturs og vamarefna
iðnaðarleyndarmál
Framleiðendur skordýraeiturs
og varnarefna sem notuð eru í
ræktun era einnig harðlega gagn-
rýndir vegna þeirrar leyndar sem
hvílir yfir rannsóknum þeirra á
þessum efnum, niðurbroti, eitran-
aráhrifum og langtímaáhrifum.
Framleiðendur þessara kemísku
efna eru sagðir þekkja betur en
aðrir áhrif efnanna. En þegar þeir
sækja um leyfi fyrir skráningu
þeirra dragi þeir úr áhættuþáttun-
um og geri lítið úr áhrifum ákveð-
inna efna í framleiðslunni, jafnvel
þó að margar rannsóknir hafi leitt
hið gagnstæða í ljós.
Annað vandamál er líka, segir
blaðið, þegar efnafyrirtæki um síð-
ir ákveða að gera rannsóknamiður-
stöður opinberar, að þá sé það ekki
gert fyrr en leyfi fyrir skráningu
hefur verið veitt. Eðlilegra væri að
rannsóknarniðurstöður kæmu fram
áður en leyfi er veitt svo hægt sé að
leggja mat á niðurstöðurnar. Eftir
að þessi kemísku efni hafa verið
skráð hjá umhverfisráðuneytinu
(EPA) séu þau orðin rétthærri
manninum.
Rannsóknarniðurstöðum
haldið leyndum
Lögum samkvæmt eiga rann-
sóknarniðurstöður að liggja fyrir
þegar sótt er um skráningu efna til
umhverfisráðuneytisins (EPA), en í
mörgum tilfellum hafa þær aldrei
verið lagðar fram. Árið 1991-1992
bauð umhverfisráðuneytið banda-
rískum framleiðendum að falla frá
öllum sektum ef þeir sendu inn
rannsóknarniðurstöður sem hefðu
átt að fylgja með umsóknum um
skráningu efnanna, jafnvel þó að í
þeim væru vísbendingar um
áhættuþætti. í framhaldi af því
sendu framleiðendur ráðuneytinu
niðurstöður úr meira en 10 þúsund
rannsóknum sem sýndu fram á
' mögulega hættu af kemískum efn-
um sem þegar voru komin á mark-
að.
Plastumbúðir
ofnotaðar
Rétt er að benda á að á undan-
förnum tveimur áratugum hefur
farið fram mikil umræða um ör-
yggi plastumbúða fyrir mat og þá
sérstaklega umbúða fyrir fituríkar
fæðutegundir, þar sem þekkt er að
fita getur leyst upp efni úr plastinu
sem geta verið krabbameinsvaldar.
Nú virðast rannsóknir geta gefið
skýringu á því hvaða efni þetta eru
og hvaða afleiðingar þau geta haft
á mannslíkamann. Nauðsynlegt
verður því að fylgjast vel með um-
ræðunni, þar sem notkun plastum-
búða fyrir mat er óvíða jafnmikil
og hér á landi. Hér er viðbit allt og
flestar landbúnaðarafurðir seldar í
plastumbúðum eða í plasthúðuðum
umbúðum svo og innlend matarol-
ía, majones og álegg. Ólífuolía er
eina matarolían á markaðnum sem
hægt er að fá í glerumbúðum.
Einnig hafa lengi verið efasemd-
ir um öryggi og meðferð skordýra-
eiturs og varnarefna í ræktun.
Margir hafa treyst því að á mark-
aði séu aðeins varnarefni sem eftir
bestu vitund framleiðenda valda
ekki heilsuskaða. Nú er komið í
ljós að öryggið hefur verið ofmetið.
Þessir þættir eru eftirtektarverðir
í ljósi þess að hjá fyrirtækjum
virðist hvíla mun meiri leynd yfir
rannsóknum á framleiðslunni en
yfir persónuupplýsingum starfs-
manna.
Höfundur er blaðamaður.
r