Morgunblaðið - 31.10.1998, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 59
HALLFRIÐUR
STEFANÍA
AXELSDÓTTIR
+ Hallfríður Stef-
anía Axelsdótt-
ir fæddist 26. júlí
1913 í Bændagerði
í Lögmannshlíðar-
sókn. Hún lést á
hjúkrunarheiinil-
inu Sunnuhlíð í
Kópavogi 16. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Axel
Guðmundsson og
Lilja Hallgríms-
dóttir sem bjuggu
lengst af í Stóra-
gerði í Myrkárdal.
Hallfríður Stefanía áttj 5
systkini, þau Guðmund, Onnu
og Ingvar sem eru látin og Sig-
ríði og Lilju sem eru eftirlif-
andi. Eiginmaður _ Hallfríðar
Stefaníu var Jón Ágúst Jóns-
son, fæddur _6. nóvember 1900
að Hrauni í Öxnadal, dáinn 20.
desember 1995.
Þau hjón eignuðust
3 börn: Ólaf, Matt-
hildi og Friðfínn,
en fyrir átti hún
soninn Reyni Öl-
versson. Hallfríður
Stefanía og Jón
Ágúst hófu búskap
í Bási í Hörgárdal
árið 1941 en fluttu
þaðan árið 1963 í
Kópavoginn og
bjuggu í Hlað-
brekku 1 til ársins
1991. Hallfríður
Stefanía flutti þá á
hjúkrunarheimilið Sunnuhlið
en Jón Ágúst bjó á sambýli
aldraðra að Skjólbraut 1 í
Kópavogi til dauðadags.
Utför Hallfríðar Stefaníu fer
fram frá Kópavogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
í dag kveðjum við elskulegu
ömmu okkar með söknuði. Þegar
við horfum til baka rifjast upp
margar góðar minningar. Það voru
alltaf hlýjar móttökm- sem við feng-
um í litla húsinu í Hlaðbrekku 1.
Alltaf voru heimatilbúnar kökur á
borðum og var séð til þess að allir
fengju meira en nóg. Oft vorum við
leystir út með nytsömum prjóna-
fatnaði svo sem leistum eins og hún
kallaði sokka, húfum og treflum.
Garðurinn í kringum húsið var
þeirra stolt og yndi og yfir sumarið
var hann eins og fegursti skrúð-
garður. í honum var að finna
ógrynni tegunda plantna og græn-
metis, til dæmis rabarbara, gras-
lauk, kartöflur og ýmsar tegundir
blóma. Einnig var hann leikvöllur
okkar frændsystkina sumar eftir
sumar.
En í kringum árið 1990 fór að
halla undan fæti hjá henni og
nokkru síðar var hún komin í sinn
eigin heim og leitaði hugur hennar
til æskustöðva sinna. Nú hafa
hjónin sameinast á ný og við vitum
að þeim líður vel en hún mun samt
lifa í minningum okkar um ókomna
tíð.
Viljum við votta systrum, börn-
um, ættingjum og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Engilbert Ölafur, Hafsteinn
Ágúst og Ari.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjöf,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættaijörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
Faðir lífsins, faðir minn,
Fel ég þér minn anda’ í hendur.
Foldin geymi fjötur sinn.
Faðir lífsins, Drottinn minn,
hjálpi mér í himni þinn
heilagur máttur, veikum sendur.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda’ í hendur.
(Sig. Jónsson ffá Amarvatni)
Látin er tengdamóðir mín Stefan-
ía Axelsdóttir og Iangar mig að
minnast hennar með nokkrum orð-
um. Um 1925 fluttist Stefanía ásamt
foreldrum og systkinum að Stóra-
gerði í Hörgárdal. Þar kynntist hún
eiginmanni sínum, Jóni Ágústi
Jónssyni, í kringum 1936, en hann
lést fyrir tæpum þremur árum.
Foreldrar Ágústs voru hjónin Jón
Stefánsson og Matthildur Jónsdótt-
ir. Stefanía og Ágúst hófu ævi sína
saman á Bústöðum og fóru þaðan í
Búðarnes. Búskap hófu þau síðan
að Bási í Hörgárdal en þar bjuggu
þau í 22 ár. Þau Stefanía og Ágúst
eignuðust þrjú börn. Elst þeirra er
Ólafur, þá Matthildur Jóna og Frið-
finnur Ánnó Björgvin, en fyrir átti
Stefanía Reyni Heiðdal Ölversson.
Bamaböm og langömmubörn Stef-
aníu er alls 46 og má með sanni
segja að Stefanía hafi hlotið mikla
gæfu og barnalán á sinni ævi. Eg
kynntist Stefníu fyrst fyrir 35 áram,
er ég hóf búskap með Ólafi syni
þeirra hjóna inná þeirra heimili.
Heimili þeirra bar þess merki alla
tið á meðan heilsa leyfði að þar var
dugleg og drífandi kona sem sá um
að hlutirnir væra í lægi bæði innan-
dyra og utan. Hún hafði mikla
ánægju af blómarækt og trjárækt
enda bar garður þeirra hjóna og
heimili að Hlaðbrekki 1 þess merki.
Með þessum orðum sendi ég
tengdamóður minni blessunaróskir
yfir móðuna miklu, með þakklæti
fyrir það sem hún gerði fyrir mig.
Einnig votta ég börnum hennar,
tengdabörnum og bamabörnum
innilega samúð.
Blessuð sértu, sveitin mín,
Sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, árin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
(Sig. Jónsson frá Amarvatni)
Guðbjörg Benjamínsdóttir.
Við viljum minnast ömmu okkar,
Stefaníu Axelsdóttur, er lést 16.
október síðastliðinn. Amma fædd-
ist að Melgerði 26. júlí 1913. Hún
var elst sex barna Lilju Hallgríms-
dóttur og Axels Guðmundssonar.
Stefanía amma var mikið fyrir
garðrækt og gat tímunum saman
dundað í garðinum hvort sem það
var við gróðursetningu blóma og
trjám eða við ræktun matjurta.
Alltaf þegar við komum í heimsókn
til þeirra í Hlaðbrekku 1 í Kópa-
vogi var hún búin að breyta ein-
hverju í garðinum, annaðhvort að
setja niður plöntur eða jafnvel að
færa til plöntur sem fyrir voru í
garðinum.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
Lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna tó,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dótth-, í dýrðar hendi
Drottins, mín sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði.
í Guði soínaðir þú.
í eilífutn andartóði
ætið sæl lifðu nú.
(H. Pétursson.)
Með þessum orðum sendum við
ömmu blessunaróskir yfir móðuna
miklu með þakklæti fyrir allt.
Blessuð sé minning ömmu okkar.
Stefán, Matthildur og
Jakobína Ólafsbörn.
Elsku amma, nú er kallið komið
og þið afi hittist loks á ný. Þú skilur
eftir söknuð í hjörtum okkar en
góðai- minningar sitja eftir.
Það eru ekki margir sem hafa
afa og ömmu í næsta húsi hinum
megin við götuna en þess urðum
við systkinin aðnjótandi. Skrefin
urðu ófá á milli húsa, enda alltaf
gott að koma yfir til ykkar afa sem
höfðu nægan tíma til að spjalla og
spila. Amma hafði gaman af því að
spila og oftar en ekki spiluðum við
lönguvitleysu saman og hlógum
mikið, á meðan afi fylgdist bros-
andi með.
Þér þótti ætíð mjög vænt um
garðinn ykkar afa og eyddir ófáum
stundum þar. Þú naust þess að sýna
gestum blómin þín og að vera úti við
umlukin blómum og trjám. Við eig-
um dýrmætar minningar saman
sem brjótast fram í hugann því
margs er að minnast, elsku amma.
Við kveðjum þig með innilegu þakk-
læti fyrir allt það sem þú gerðir fyr-
ir okkur. Það var dýrmætt að alast
upp með ykkur afa.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið,
þar lýsandi stjömur skína.
Og birtan himneska björt og heið,
hún boðar náðina sína.
En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
Megi Guð blessa og geyma þig
amma um alla eilífð.
Hafdís, Hafþór, Sonja og
Brynhildur Jakobsbörn.
SÓLEY
S VEINSDÓTTIR
+ Sóley Sveins-
dóttir fæddist á
bænum Deplum í
Stíflu 12. júní 1904.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Hlíð á
Akureyri 21. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Akureyr-
arkirkju 29. októ-
ber.
Ég vil með nokkrum
orðum minnast Sóleyj-
ar Sveinsdóttur, sem
nú er látin í hárri elli.
Það var ætíð gott að heimsækja
hana á heimili hennar við Gránufé-
lagsgötu á Akureyri og sú hlýja sem
sem ég ávallt mætti þar var einstök.
Það var aðdáunarvert hversu
snyrtilegu og fallegu hún hélt heim-
ili sínu þrátt fyrir það að vera nán-
ast blind. Ævi Sóleyjar spannar
nánast öldina alla og
hafði hún ávallt frá
miklu að segja. Ætíð
var stutt í kímnina,
hún var dugleg að sjá
spaugilegu hliðina á
hlutunum og smitandi
hlátur hennar kom öll-
um í gott skap. Sóley
var vel að sér í ætt-
fræði og var oftar en
ekki fljót að finna út
hverra manna þeir
voru sem hún komst í
kynni við.
Við sem erfum þetta
land eigum fólki eins
og Sóleyju mikið að þakka, því með
dugnaði þess og eljusemi byggðist
sá grunnur sem við nú byggjum á.
Minning mín um þig, Sóley, er fal-
leg og ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast þér.
Vertu sæl.
Guðjón Ingi.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EYJÓLFUR PÁLSSON
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Miðleiti 4,
Reykjavík.
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 29. október.
Ásta Ólafsdóttir,
börn tengdabörn og barnabörn.
Ástkær sambýliskona mín, móðir, dóttir og
systir,
HRAFNHILDUR ÁSKELSDÓTTIR,
Túngötu 17,
Grenivík,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar
mánudaginn 26. október, verður jarðsungin frá
Grenivíkurkirkju þriðjudaginn 3. nóvember
kl. 14.00.
Sæmundur Guðmundsson,
Guðmundur Þór Sæmundsson.
Áskell V. Bjarnason, Þórhitdur Margrét Ingólfsdóttir,
Jakobína Elín Áskelsdóttir,
Bjarni Áskelsson,
Ingólfur Áskeisson.
+
Móðursystir okkar,
ÞÓRDÍS BRIEM
fyrrv. bókavörður,
Bogahiíð 20,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 3. nóvember kl. 15.00
Fyrir hönd vandamanna,
Eggert Ásgeirsson,
+
Ástkær bróðir okkar,
REGINN JÓHANNESSON,
Einilundi 2B,
Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 21. október, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju mánudaginn 2. nóvember
kl. 13.30.
Systkini hins látna.
+
Hjartans þakkirtil allra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát
og útför elskulegs sonar, bróður, mágs, frænda og barnabarns,
GUÐMUNDAR TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR.
Kristín Þórarinsdóttir,
Guðmundur Ólafsson, Birna Vilhjálmsdóttir,
Guðleif Þórunn Stefánsdóttir, Kristján Ingi Kristjánsson,
Ólafur Guðmundsson, Lára Magnea Jónsdóttir,
Þórarinn Gísli Guðmundsson, Svanhvít Gunnarsdóttir,
Guðleif Árnadóttir,
Þóra Guðmundsdóttir.
MORGUNB LAÐIÐ tekur afmæl-
is- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Greinun-
um er veitt viðtaka á ritstjórn
blaðsins í Kiúnglunni 1, Reykja-
vík, og á skrifstofu blaðsins í
Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.is)
— vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um
sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd, -
eða 2.200 slög (um 25 dálksenti-
metra í blaðinu). Tilvitnanh- í
sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundar
era beðnh- að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Við birtingu afmælisgi-eina gildh-
sú regla, að aðeins eru bh-tar
greinar um fólk sem er 70 ára og
eldra. Hins vegar era birtar af-
mælisfréttir ásamt mynd í Dag-
bók um fólk sem er 50 ára eða
eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að hand-
rit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er mót-
taka svokallaðra ASCII-skráa
sem í daglegu tali eru nefndar
DOS-textaskrár. Þá eru rit-
vinnslukerfin Word og Wordper-
fect einnig auðveld í úrvinnslu.