Morgunblaðið - 31.10.1998, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
H BARNAlTP£LDlSSíOÐUR
j THORVAUMENSFÉLAGSLNS 3
Jólamerki
Thorvald-
sensfélags-
ins komin
JÓLAMERKI Thorvaldsensfé-
lagsins eru nú komin. Um ára-
tuga skeið hafa jólamerki Thor-
valdsensfélagsins sett svip sinn á
jólapóst landsmanna og hafa
margir af þekktustu myndlistar-
mönnum landsins lagt félaginu
lið við gerð jólamerkjanna. Að
þessu sinni prýðir mynd Sigrún-
ar Eldjárn „Jólin nálgast" merki
félagsins.
Allur ágóði af sölu merkjanna
fer, eins og áður, til styrktar
börnum. Ork með 12 merkjum
kostar 300 kr. Jólamerkin eru til
sölu á öllum pósthúsum landsins,
í Thorvaldsensbazarnum, Aust-
urstræti 4, og hjá félagskonuin.
Barnfóstru-
námskeið
hjá RKÍ
REYKJAVÍKURDEILD Rauða
kross íslands gengst fyrir barn-
fóstrunámskeiði fyrir nemendur
fædda 1984-1986. Markmiðið er að
þátttakendur fái aukna þekkingu á
börnum og umhverfí þeirra og
öðlist þannig aukið öryggi við
barnagæslu, sgeir í fréttatilkynn-
ingu.
Fjallað er um æskilega eiginleika
barnfóstru, þroska barna, leik-
fangaval, mildlvægi fæðutegunda,
matarhætti, aðhlynningu ungbama,
pelagjöf, slys í heimahúsum og veik-
indi.
Leiðbeinendur eru Ingibjörg
Hjálmarsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur, og Unnur Sigurðardóttir, leik-
skólakennari.
Námskeiðið verður haldið dagana
2., 4., 9. og 11. nóvember frá kl.
18-21 í Fákafeni 11. Þeir sem áhuga
hafa á að komast á námskeiðið geta
innritað sig hjá Reykjavíkurdeild
RKÍ og er námskeiðsgjald 3.000 kr.
--------------
Fuglaskoðun við
Hvaleyralón
FUGLAVERNDARFÉLAG ís-
lands stendur fyrir vettvangs-
fræðslu og fuglaskoðun við Hval-
eyralón í Hafnarfirði á morgun kl.
11-13.
Safnast verður saman við dælu-
stöðina á nýja hafnargarðinum,
framkvæmdir skoðaðar og athugað
hvernig fuglalíf þróast og dafnar
samhliða þessum miklu fram-
kvæmdum.
Við Hvaleyrarlón má oft sjá ýms-
ar tegundir af vaðfuglum, máfum og
öndum auk skarfa á veturna. Þar
sjást einnig stundum gi-áhegrar og
fjöruspóar. Reyndir fuglaskoðarar
verða til leiðbeiningar.
www.mbl.is
FRÉTTIR
Prenttæknistofnun og Rikiskaup
Rammasamningur um
hugbúnaðarnámskeið
PRENTTÆKNISTOFNUN og
Ríkiskaup undirrituðu nýlega
rammasamning um hugbúnaðar-
námskeið. Samningurinn felur í
sér afslátt til þeirra ríkisfyrir-
tækja sem eiga aðild að ramma-
samningnum, segir í fréttatil-
kynningu.
Tölvuskóli Prenttæknistofnun-
ar hefur starfað frá árinu 1991.
Eigendur eru Samtök iðnaðarins
og Félag bókagerðarmanna. Við
kennslu starfar aðeins fagfólk og
er kennt í fámennum hópum.
Prenttæknistofnun hefur aðsetur
á Hallveigarstíg 1, þar eru tölvu-
stofur með nýjum tölvum (Mac og
PC) og almenn kennslustofa.
Haldin eru fjölbreytt námskeið
á öllum sviðum prentiðnaðar,
prentsmíð, prentun og bókbandi.
Vinsælustu námskeiðin hafa snú-
ist um tölvur og ýmis prentsmíða-
forrit til umbrots og myndvinnslu
eins og Photoshop, FreeHand og
QuarkXPress. Einnig eru hönn-
unarnámskeið ásamt námskeið-
um í vefsíðugerð og margmiðlun.
Margmiðlunarskólinn er hluti af
tölvuskólanum, en þar fer fram
heilsvetrar nám í margmiðlun.
JÓN Ásbjörnsson, deildarstjóri hjá Ríkiskaupum, Hjörtur Guðnason,
framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar og Júlíus Ólafsson, forstjóri
Ríkiskaupa, undirrita samninginn.
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 63
EXÓ auglýsingablað
húsgögn
opið aila daga
í nóvember og desember
Opið í dag frá kl. 10-16
Laugardag og sunnudag
attur
Gluggaútstillingarefni
fyrir verslanir
Takmarkað magn
Gott verð
mum fyrir
avörum og
|um mikið
poftNualöntum
%
j
\
’í
i
I