Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 66

Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Notið kartöflur í brauð Kristin Gestsddttir er ekki enn skilin við kartöflurnar og setur þær núna í brauðin sín. Kartöflubrauð má líka baka í brauðvél. mikil. Hafið tvennt sem gullna reglu við brauðbakstur og víkið aldrei frá henni, þ.e. vökvinn í brauðið má alls ekld vera heitari en 37°C, þ.e. fingurvolgur, og deigið þarf að vera frekar lint. Svo getið þið breytt endalaust til með mjöltegundir, sett í brauðið alls konar fræ og hnetur, ýmiss konar þurrkaða eða ferska ávexti, söl og fjallagrös og ýmiss konar rifið grænmeti, að ógleymdum kartöflum. Sætutegundii- geta verið margvíslegar t.d. hunang, molassi, maltextrakt, sýróp og púðursykur, strásykur eða gervi- sykur og íbleytið getur líka verið fjölbreytilegt, t.d. vatn, mjólk, maltöl, bjór og alls konar safi. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Gott er að setja brauð- deigið í hrærivél, þá þarf ekkert að hnoða, bara móta brauðin. Notið lítið ger (minna en gefið er upp í uppskriftum) og látið brauð- deigið lyfta sér í marga klukku- tíma t.d. í kæliskáp. Þá brýtur brauðið sig og verður bæði auð- meltara og léttara. Gott er að setja ekki allt mjölið í skálina í byrjun, það er nær ógemingur að hnoða meiri vökva í deig sem er of þurrt, en auðvelt að hnoða meira mjöl upp í lint deig. Margir kvarta yfir að fá ekki stökka skorpu. Best er að baka brauð neðarlega í ofninum og gjaman með meiri undirhita. Gott getur verið að setja álform eða eldfasta skál með vatni á botn ofnsins svo að gufa umlyki brauðið í bakstrin- um. Svo má úða á brauðið köldu vatni eftir bakstur og leggja stykki yfir meðan það er að kólna en alltaf ætti að láta brauð kólna á rist. Loks er þjóðráð að pensla brauðið með kartöflumjöls- blöndu; 1 tsk. kartöflumjöl og 2 dl vatn, sem er hitað svo að þykkni, brauðið er penslað með þessu fyr- ir bakstur og aftur þegar það hef- ur verið í ofninum í 10 mínútur og er farið að lyfta sér vel. Ef þið viljið mjúkt brauð má pensla það með smjöri eða olíu fyrir bakstur. Kartöfluflatbrauð 250 g soðnar kartöflur, t.d. smælki með hýði 3-4 dl rúgmjöl (kannski meira) iynr pvi). 2. Setjið salt og kúmen út í og svo mikið rúgmjöl að þetta verði nokkuð þétt deig. Skiptið í bita á stærð við lítil egg og fletjið frek- ar þunnt út með kökukefli. Kant- urinn á ekki að vera sléttur, skerið ekki undan diski. 3. Hitið pönnukökupönnu eða aðra pönnu (notið gamla pönnu ef hún er til, baksturinn fer illa með pönnuna). Bakið í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Smyrjið flatbrauðið volgt með smjöri og vefjið upp eins og lausvafðar pönnukökur. Kartöflu/hafrabrauð 200 g soðnar kartöflur með eða án hýðis 150 g haframjöl 250 g hveiti ___________1 tsk. salt_________ _________1 msk, þurrger_______ _______2 tsk. púðursykur______ 'A dl matarolía 2% dl volgt vatn út krananum 2 msk. saxaðar heslihnetur eða sólbiómafræ 1. Stappið kartöflumar með kartöflustappara eða hrærið sundur í hrærivél. Setjið hafra- mjöl, hveiti, salt, þurrger, hnetur og púðursykur út í. 2. Setjið matarolíu og fingur- volgt vatn út í og hrærið vel sam- an. Deigið á að vera frekar lint, en kartöflur eru misvatnsmiklar og gæti þurft að setja meira hveiti út í. Leggið stykki yfir skálina og látið lyfta sér á eldhúsborðinu í 2- 3 klst. en í kæliskáp í um 12 tíma. 3. Takið deigið úr skálinni, skiptið í tvo hluta. Fletjið hvorn hlut þykkt út og vefjið saman. Leggið brauðin á bökunarpapp- ír, samskeyti snúi niður. Leggið stykki yfir. Skerið rifur í brauðin með flugbeittum hnífi eða rak- blaði. Fallegt er að það myndi tígla, sjá meðf. teikningu. Penslið brauðið með kartöflu- mjölsblöndu, sjá að framan. 4. Hitið bakarofn í 200°C, haf- ið meiri undirhita eða hafið und- irhita í byrjun en bætið við yfir- hita eftir 15 mínútur. Bakið brauðið alls í 30-40 mín- útur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Veðsetning• aflaheimilda ÞAÐ mun ekki hafa komið neinum á óvart þegar Kristján Pálsson, alþingis- maður Reyknesinga, upp- lýsti við eldhúsdagsum- ræður að það hefðu verið bankar og lánasjóðir sem þröngvuðu Alþingi til að samþykkja lög, sem heim- iluðu veðsetningu á afla- heimildum, þótt að því væri látið liggja að óskin væri útvegsmanna. Nú er það svo að með því að veð- setja aflaheimildirnar, þá standa þær sem veð fyrir skuldum útgerðarinnar ásamt þá eignum sem út- gerðin hefur heimild til að veðsetja. Það mætti ætla að þessi veðsetningar- heimild sé gefin í þeirri of- urtrú á kvótakerfið að til aflabrests komi ekki meir hér á landi og ef svo er þá má ætla að þeir þingmenn, sem stóðu að þessari laga- setningu, hafi verið í ann- arlegu ástandi að láta hafa sig til slíkra ódáða. Hvað ætli þurfi mörg aflaleysis- ár til þess að allar afla- heimildir verði komnar á hendur lánastofnana, þrjú, fimm, átta eða tíu og þá verður það ekki sjávarút- vegsráðuneytið, sem út- hlutar veiðileyfunum held- ur bankastjórar, innlendir eða erlendir og þeir munu ekki úthluta ókeypis veiði- heimildum eins og ráð- herra, heldur leigja þau til hæstbjóðanda og þau munu ekki verða til sölu, aðeins leigu. Þá mun renna upp ljós fyrir þjóðinni hvaða óhappaverk var unnið þegar veðsetningar- heimildin var lögfest. Þar með var tryggð eignar heimild á veiðiheimildum samkvæmt stjórnar- skránni. Ef þetta er ekki réttur skilningur á þessum gjörningi þá væri gaman að fá að vita hvaða ákvæði í nefndum lögum tryggja hina svokölluðu sameigin þjóðarinnar þegar um fisk- inn í sjónum er að ræða og rétt almennings eða stjórnvalda til að nýta hann, þann rétt sem fjár- magnsfyrirtæki eignast frá gjaldþrota útgerðum, sem búin eru að veðsetja hann bönkum og öðmm fjár- magnsfyrirtækum. Jón Hannesson, kt: 190921-3609. Hver er konan? EG er að leita að konu sem aðstoðaði mig þegar ég lenti í bílslysi á Samskips- bíl á homi Fellsmúla og Grensásvegar 1. október. Vil ég endilega að hún hafi samband við mig svo ég geti fært henni þakkir mínar. Er hún beðin um að hringja í Ragnheiði Sig- urðardóttur í síma 896 8340. Tapað/fundið Flíspeysa týndist í Borgarkringlunni KÓNGABLÁ flispeysa týndist í Borgarkringlunni föstudaginn 23. október. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 555 3494 eða skili til Securitas í Kringl- unni. Ökuskírteini í óskilum ÖKUSKÍRTEINI fannst við kirkjugarðinn við Suð- urgötu sl. fimmtudag. Skírteinið er á nafni Agnesar Irar Hauksdótt- ur. Getur hún fengið upp- lýsingar í síma 551 0326. Gullhringur týndist í Elliðaárdalnum GULLHRINGUR með bláum steini týndist í El- liðaárdalnum sl. þriðjudag, á leiðinni frá stíflunni upp að Árbæjarsundlaug. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 557 8306. Göngustafur í óskilum GÖNGUSTAFUR er í óskilum í Björnsbakaríi við Fálkagötu. Upplýsingar í síma 551 5430. Skiptitaska í óskilum í Hafnarfírði BLÁ og rauð skiptitaska með ungbarnafötum fannst í Læknum í Hafnar- firði fimmtudaginn 22. okt. Upplýsingar í síma 555 1619. Úlpa týndist við Dómkirkjuna GUL og rauð úlpa týndist við Dómkirkjuna miðviku- daginn 28. október. Þeir sem hafa orðið úlpunnar varir hafi samband í síma 561 2671, 561-9675 og 698- 4885. Dýrahald Hvít og grá læða í óskilum HVIT og grá læða, um 5-6 mánaða gömul, fannst við Snorrabraut/Miklubraut sl. mánudag. Hún er ólar- laus og ómerkt. Þeir sem kannast við kisu hafi sam- band i síma 552 2271. Svartur köttur í óskilum á Laugarvatni SVARTUR köttur með rauðköflótta ól, ómerktur, er á flækingi á Laugar- vatni. Upplýsingar í síma 486 1126. Svört læða í óskilum í Kópavogi LÆÐA, svört með hvítar hosur, með hvitan flekk framan á hálsinum og ann- an aftarlega undh' kviðn- um er í óskilum í Kópa- vogi. Þetta er gæfur og blíður köttur, ungur að ár- um. Upplýsingar í síma 5641348 efth' kl. 18 á kvöldin. Hver á mig? EG er um 2 ára gömul læða, svört með hvíta bringu, hvítar loppur og löng hvít veiðihár. Ég er eyrnamerkt í hægra eyra sem er ólesanlegt. Ég er vön börnum og mjög gæf. Eigendur hafið samband í síma 557 4551. SKÁK Uni.sjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á Fontys stórmótinu í Til- burg í Hollandi sem hófst um síðustu helgi. Rússinn Vladímir Kramnik (2.780) hafði hvítt og átti leik gegn Frakkanum Joel Lautier (2.625). 19. Bxg6! - fxg6 20. Rg5 - Bxg5 21. Dxg6+ - Kh8 22. Dh5+ - Kg7 23. Dxg5+ - Kf7 24. He3 og svartur gafst upp því hann verður mát eftir 24. - Rxdl 25. Df4+ o.s.frv. Indverjinn Anand byrj- aði vel með sigri á Kramnik, sem tefldi alltof djarft. Eftir 4 umferðir er Ánand efstur með þrjá vinninga. 2.-4. Topalov, Sadler og Van Wely 2!/z v., 5.-9. Kramnik, Zvjagíntsev, Leko, Sadler og Adams 2 v., 10. Piket 1'á v. 11.-12. Lautier og Kortsnoj 1 v. Skákþing íslands: Fimmta umferðin í dag frá kl. 14, Stað, Eyrarbakka. HVÍTUR leikur og vinnur Víkverji skrifar... EITT er það sem virðist ekki lúta neinum markaðslögmálum hér á landi og það er verðlagning veitingahúsa á áfengi. Verð á víni í smásölu er líklega hið hæsta í Evr- ópu. Það þarf ekki að fara til hefð- bundinna vínneysluríkja á borð við Frakkland og Italíu til að fínna vín sem er ódýrt samanborið við það sem íslenskir neytendur þurfa að greiða. Það nægir að halda til ná- grannaríkja okkar á Norðurlönd- unum, þar sem vínverð er þó tölu- vert hærra en annars staðar í Evr- ópu, til að fínna rauðvín og hvítvín sem er verulega ódýrara en hér á landi. Skýringin á þessu háa verði er auðvitað þær gífurlegu opinberu álögur, sem lagðar eru á áfenga drykki í „forvarnaskyni“ og ef- laust til að reka ríkissjóð í leið- inni. Það er hins vegar ekki hægt að skýra hið háa vínverð á veitinga- stöðum með tilvísun í opinber gjöld einvörðungu. Oftar en ekki hefur smásöluverðið verið tvöfald- að í það minnsta þegar vínin eru boðin á vínseðlum veitingahúsa og skiptir þá oft litlu hvert grunn- verðið er. Á meðan hörð samkeppni virðist oft ríkja í matarverði er oft eins og ætlunin sé að hala inn tekjumar á vínsölunni. Það er reynsla Víkverji að ef t.d. hjón vilja gera vel við sig í mat og drykk þá verði niðurstaðan oft sú að þau eldi frekar heima og kaupi rauðvínsflösku úti í búð þar sem fólki blöskrar hið háa verð, sem sett er upp á vínseðlum veit- ingahúsa. Það má þó segja nokkrum veit- ingamönnum til hróss að þeir hafa tekið upp þá vinnureglu að hafa fasta álagningu á vin sín en ekki styðjast við einhverja blinda marg- fóldunarformúlu. Þeir láta sér nægja að reikna út hvaða tekjur þeir þurfi að hafa af vínsölunni og deila þeirri upphæð niður á þann fjölda eininga, sem þeir búast við að selja. Oftar en ekki fjölgar þeim einingum nokkuð frá áætlunum, þar sem neytendur taka þessari viðleitni vel enda gefst neytendum með þessum hætti kostur á að fá sér betri vöru án þess að vera refs- að fyrir það. xxx N þótt Víkverja þyki verðlagið hátt í Reykjavík blöskraði hon- um þó er vinkona hans, er starfar hjá stóru fjármálafyrirtæki, rakti raunar sínar fyrir honum. Starfs síns vegna þurfti hún að bjóða hóp- um viðskiptavina utan Reykjavíkur í kvöldverðarboð og hafði samband við nokkur veitingahús til að fá til- boð í mat og drykk. Yfirleitt gekk ágætlega að ná sátt um matseðil og matarverð en þegar kom að víninu var eins og venjuleg lögmál hættu að gilda. Voru dæmi um að veit- ingahús létu sér ekki nægja að tvö- falda verðið heldur þrefölduðu það! Flaska sem kostaði um þúsund krónur í smásölu átti að kosta um þrjú þúsund krónur, svo eitt af „ódýrustu" vínunum sé nefnt sem dæmi en í fyrstu voru einungis boðin vín sem áttu að kosta fimm til átta þúsund krónur flaskan. Átti viðkomandi erfitt með að átta sig á því hvernig þetta ætti að stuðla að aukinni viðskiptavild.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.