Morgunblaðið - 31.12.1998, Page 24
24 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Verðlaun:
1. Vöruúttekt að eigin vali frá INTERSPORT að andvirði 20.000 kr.
2. Vöruúttekt að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr.
3. Bækur að eigin vali frá Máli og menningu að andvirði 5.000 kr.
Auk þess fá allir vinningshafar tösku merkta Morgunblaðinu.
Svarið hverri spurningu með því að merkja við einn möguleika af fjórum.
Merkið lausnina, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan á:
Morgunblaðið - barnagetraun, Kringlunni 1,103 Reykjavík.
Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16 mánudaginn 18. janúar.
IHver skoraði mark íslendinga í
jafnteflisleiknum á Laugardals-
vellinum við heimsmeistarana frá
Frakklandi?
□ a. Rúnar Kristinsson.
□ b. Ríkharður Daðason.
□ c. Eyjólfur Sveinsson.
□ d. Amar Gunnlaugsson.
2Kryddstelpa hætti í hljóm-
sveitinni Spice Girls. Hvað
heitir hún?
□ a. Mel C.
□ b. Geri.
□ c. Mel B.
□ d. Victoria.
3Tuttugu ár eru frá því að kvik-
myndin GREASE var fram-
sýnd í Bandaríkjunum. Myndin var
endursýnd víða um veröld og leikrit
sett upp í Borgarleikhúsinu. Hvað
nefnast aðalsöguhetjurnar?
□ a. Jan og Roger.
□ b. Rizzo og Keniekie.
□ c. Marty og Sonny.
□ d. Sandy og Danny.
4Nokkrar bamaplötur komu út
á árinu. Ein þeirra heitir Flikk
Flakk - en með hverjum er hún?
□ a. Siggu Beinteins.
□ b. Björk Guðmundsdóttur.
□ c. Heiðu.
□ d. Eddu Heiðrúnu.
5Norðurpóllinn er á 90. gráðu
norður. En hann er ekki bara
þar. Jólasveinar funduðu á íslandi
stað sem kallaður er Norðurpóllinn.
Hvar er það?
□ a. ísafírði.
□ b. Húsavík.
□ c. Hafnarfirði.
□ d. Akureyri.
6Feikilega vinsæl bandarísk
teiknimynd var sýnd í haust á
Islandi. Þekktai' kvikmyndastjörn-
ur tala fyrir söguhetjurnar sem eru
nokkuð óvenjulegar. Aðalsöguhetj-
an er óánægt vinnudýr sem verður
ástafangið af prinsessunni. Hvað
heitir myndin?
□ a. Mulan.
□ b. A Bug’s life (skordýralíf).
□ c. The Prince of Egypt (egypski
prinsinn).
□ d. Antz (maurar).
7Hvað var það sem átti að
vernda söguhetjurnar gegn
tröllunum í leikritinu, bókinni og
kvikmyndinni Síðasti bærinn í daln-
um?
□ a. Hringur álfkonunnar.
□ b. Hjálmur dvergsins.
□ c. Ruggustóll ömmunnar.
□ d. Kistan fljúgandi.
8Hvað heitir litla barnið í kvik-
myndinni Stikkfrí?
□ a. Systa.
□ b. Binna.
□ c. Didda.
□ d. Dúlla.
9Söguhetja í íslenskri bamabók
sem kom út núna fyrir jólin er
kallaður Bóbó. En hvað heitir hann
í raun og veru?
□ a. Blíðfinnur.
□ b. Guðfinnur.
□ c. Bjartur.
□ d. Guðbjartur.
Bill Clinton forseti Banda-
ríkjanna heimsótti Kína í
byrjun júlí og ræddi við kínverska
ráðamenn. Hvað heitir höfuðborg
Kína?
□ a. Tókýó.
□ b. Timbúktú.
□ c. Shanghæ.
□ d. Peking.
Knattspyrnulið í 1. deild í
Englandi hefur nú fímm ís-
lenska knattspyrnumenn innan
sinna vébanda. Hvert er liðið?
□ a. Wolverhampton Wanderers.
□ b. Liverpool.
□ c. Bolton Wanderers.
□ d. Juventus.
Vala Flosadóttir stangar-
stökkvari er einn fremsti
íþróttamaður þjóðarinnar. Hvar býr
hún?
□ a. Reykjavík.
□ b. Sauðárkróki.
□ c. Svíþjóð.
□ d. Danmörku.