Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 17/1 - 23/1 Snjóflóð við Siglufjörð ►ASÍ hefur kært fslenska ríkið til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir að hafa látið undir liöfuð Ieggjast að fullgilda tilskipun Evrópu- sambandsins um róttarstöðu þungaðra kvenna á vinnu- markaðinum með fullnægj- andi hætti. ►UM átta tonn af eldislaxi í markaðsstærð og rösklega þrjátfu þúsund laxa- og bleikjuseiði drápust í fiskeld- isstöðinni Hólalaxi á Hólum f Hjaltadal vegna óveðursins sem varð um sfðustu helgi. Orsakir óhappsins voru þær að vegna óveðursins krapaði svo í öllum ám og aðflutn- ingsæðum stöðvarinnar að ekkert rennsli varð að stöð- inni. ►HEILDARVELTA SÍF- samstæðunnar nam á síðasta ári um 18,8 milljörðum króna, samanborið við 11,7 milljarða króna á árinu 1997 en það er um 61% aukning á milli áranna. ►KAUPFÉLAG Eyfirðinga, KEA, hefur keypt 60% hlut í Bifreiðastöð Islands, BSI, Vatnsmýrarvegi 10 í Reykja- vík, af sérleyfishöfum, sem eftir kaupin fara með 40% hlutafjár. Núverandi starf- semi í húsinu mun verða óbreytt en við bætist versl- unarrekstur á vegum KEA. ► V ALGERÐUR Sverrisdótt- ir alþingismaður varð efst í prófkjöri Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra en í öðru sæti varð Jakob Björnsson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Akureyri. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra varð efstur í próf- kjöri flokksins í Norður- landskjördæmi vestra og í öðru sæti varð Árni Gunn- arsson, fyrrverandi aðstoð- ►DÓMSTÓLL bresku lá- varðadeildarinnar fjallar enn um Pinochet-málið og þá kröfu spænskra lögfræðinga, að einræðisherrann fyrrver- andi verði framseldur til Spánar. Hefur því verið hald- ið fram, að hann njóti frið- helgi sem fyrrverandi þjóð- höfðingi en lögfræðingarnir benda á, að hann hann hafi ekki orðið forseti fyrr en nokkru eftir að liann bylti rík- isstjórn Salvadors Allendes í Chile. Hafi hann þá verið bú- inn að gerast sekur um marga þá glæpi, sem hann er sakað- ur um. ►GENGI brasilíska realsins hefur lækkað um næstum 30% á tæpum tveimur vikum eða sfðan fjármálakreppan reið yf- ir í Brasih'u. Hefur neðri deild þingsins samþykkt mikilvægar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármál- unum en það dugði þó ekki til að stöðva gengislækkunina. Er ástæðan fyrst og fremst mikill gjaldeyris- eða dollaraskortur á brasilískum markaði. ►PADDY Ashdown, leiðtogi ftjálslyndra demókrata, ætlar að segja því embætti af sér að ioknum Evrópuþingskosning- unum f júnf nk. og hann ætlar ekki að sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Er ákvörð- un hans áfall fyrir Tony Blair forsætisráðherra og veldur óvissu um það nána samstarf, sem verið hefur með ftjáls- lyndunt demókrötum og bresku stjóminni. Em þrír menn cinkum nefndir sem hugsanlegir arftakar As- hdowns, þeir Charles Kenn- edy, talsmaður flokksins í landbúnaðarmálum; Nick Har- vey, kosningastjóri flokksins, og Simon Hughes, talsmaður hans í heilbrigðismálum. Loftárásir vofa yfír Serbum STJÓRNVÖLD í Serbíu hafa ákveðið að fresta brottrekstri Williams Walkers, yf- irmanns alþjóðlegu eftirlitssveitanna í Kosovo, en NATÓ-ríkin auka enn við- búnað sinn á Adríahafi. Hafa líkur á loft- árásum á sveitir Serba í Kosovo aukist og stjómvöld í Bretlandi og Bandaríkj- unum telja rétt að grípa til þeirra standi Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, ekki við þá samninga, sem hann gerði sl. haust. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, segir einnig, að til loftárása muni koma dugi ekki önnur ráð til að knýja fram pólitíska lausn í Kosovo. Þá vara Rússar Serba við og segja, að erfitt verði að styðja þá þverskallist þeir við kröfum alþjóðasamfélagsins. Finnskir réttar- læknar era nú að rannsaka lík 45 Albana, sem fundust við þorpið Racak í Kosovo, en Serbai- hafa verið sakaðir um að hafa tekið þá af lífl. Þeir halda því aftur fram, að liðsmenn KLA Frelsishers Kosovo, hafl staðið að morðunum til að villa um fyrir alþjóðlegu eftirlitsmönnunum. Málflutningi lokið í Clinton-málum VERJENDUR Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna. luku málflutningi sínum á fimmtudag með ræðu Dale Bumpers, fyrrverandi öldungadeildarþingmanns. Sagði hann engum blöðum um það að fletta, að Clinton hefðu orðið á alvarleg afglöp, fyrst og fremst gagnvart fjöl- skyldu sinni, en hins vegar hefði hann ekki framið neinn þann glæp, sem varð- aði embættismissi. Minnti hann á, að rétturinn tii að höfða mál á hendur for- seta væri til að vemda hagsmuni al- mennings, ekki til að refsa forsetanum. Öldungadeildarþingmenn ætluðu að spyrja saksóknara og veijendur spjör- unum úr á fóstudag og laugardag en hugsanlegt er, að framhald málsins ráð- ist á morgun, mánudag. Þá verður lík- lega borin fram frávísunartillaga og verði hún felld, mun verða tekin afstaða til vitnaleiðslna. 23 íbúðarhús voru rýmd á Siglufírði á miðvikudagskvöld vegna snjóflóða- hættu. Síðdegis um daginn höfðu fallið snjóflóð á vegina um Óshlíð og Súðavík- urhlfð í ísafjarðardúpi og á Siglufjarð- aiveg. Maður lést í snjóflóði ÁTTRÆÐUR karlmaður sem var á ferð á dráttarvél lést þegar snjóflóð féll á veginn í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu, milli Rauðhóla og Kasthvamms, á fimmtudagskvöld. Microsoft íslenskar stýrikerfíð BANDARÍSKA hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft og menntamálaráðuneytið undirrituðu í vikunni samkomulag um að fyrirtækið framleiði íslenska útgáfu af nýjasta stýrikerfi sínu, Windows 98.1 samningnum er kveðið á um að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir sérstöku og markvissu átaki til að uppræta þjófnað á hugbúnaði á íslenskum markaði. Skuldbinda stjórnvöld sig til að útrýma ólögmætum hugbúnaði úr ríkisfyrir- tækjum fyrir lok þessa árs. Afleiðingar þess að borgin hætti að fóðra fugla við Tjörnina Morgunblaðið/Árni Sæberg HÓPUR grágæsa heldur til á túni við Bólstaðarhlíðina í nokkra klukkutíma á dag. Þær eru mjög gæfar og koma að fólki ef það er með brauð í hendi, að sögn Matthíasar Kristiansen íbúa í Bólstaðarhlíð. Drög iögð að rammalöggjöf um málefni safna Starfsemi safna verði skilgreind Gæsum gefið út um alla borg GRÁGÆSAHÓPUR hefur vanið komu sína á tún við fjölbýlishús í Bólstaðarhlíð undanfarna mánuði, en eins og greint var frá í Morgun- blaðinu fyrr í vikunni hefur Reykja- víkurborg hætt að fóðra fugla við Tjörnina. Er það gert til þess að stemma stigu við fjölgun grágæsar- innar. Ólafur Nielsen líffræðingur segir að gæsinni hafi ekki fækkað, heldur hafi hún dreifst víðar um borgina þar sem henni sé gefið. Matthías Kristiansen, íbúi í Ból- staðarhlíð segir að gæsirnar komi á hverjum degi og bíti gras á túninu, eða fái brauð hjá íbúum hússins. Segir hann að hópurinn sé misstór, allt frá tveimur til þremur gæsum upp í sjötíu á stundum. „Gæsimar eru gæfar og íbúarnir í blokkinni eru mjög duglegir við að gefa þeim. Ég myndi segja að þeir kaupi brauð fyrir um þúsund krónur á dag handa þeim þegar mest er.“ Matthías segir að gæsirnar hafi byrjað að venja komu sína á túnið í fyrra en það hafi aukist verulega í vetur. „Það er ekkert ósennilegt að það sé tenging á milli þess að hætt sé að gefa þeim á Tjörninni og fjölg- unar þeirra annars staðar í borginni. Þetta er kannski svipað og með sjúklingaskattinn, en hann leiddi ekki til neins sparnaðar í kerfinu. í staðinn fyrir að stóri bróðir í borg- inni borgi, þá er þessu komið yfir á þá sem sjá dýrin,“ segir Matthías. Hann segir að gæsfrnar angri sig ekki og hann telji að líklega sé svo einnig með aðra íbúa, þar sem þeir gefi gæsunum. Samræmist ekki dýravernd Sigríður Ásgeirsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Islands segir að sambandið sé að leita ráða um hvað sé hægt að gera til úrbóta varðandi grágæsirnar, eftir að Reykjavíkurborg hætti að gefa þeim. „Við höfum barist fyrir því að borgin gefi áfram fuglunum við Tjömina. Það þýðir ekki að ætla að svelta gæsina í burtu eins og Reykjavíkurborg er að gera núna. Það verður að gera eitthvað annað og við eram að bíða eftir tillögum frá Ólafi Nielsen um hvað hægt er að gera, en hann er sérfræðingur á þessu sviði. Svo við hljótum að fara eftir því sem hann leggur til,“ segir Sigríður. Sigríður segir að sú ákvörðun borgaryfirvalda að hætta að gefa fuglunum við Tjörnina geti alls ekki samræmst dýi-avernd. „Það er eng- inn í sambandinu sammála því að það sé rétt stefna, og í samræmi við dýravernd að svelta fuglana í burtu. En það er stefna Reykjavíkurborgar í dag og við eram mjög óánægð með hana,“ segir Sigríður. MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur óskað eftir því við ríkisstjómina að hún samþykki að heimila honum að skipa nefnd til að undirbúa rammalöggjöf um safnamál. Lagt er til að hún verði skipuð fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, umhverfis- ráðuneyti, samgönguráðuneyti, Fé- lagi safnamanna og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir í tillögu ráðherra að nefndin hafi það hlutverk með hendi að skilgreina þá safnastarf- semi sem rekin er nú þegar, að hún skilgreini hlut ríkisins, sveitarfélaga og stofnana að því er varðar stofnun og rekstur safna af mismunandi teg- undum og að hún geri jafnframt til- lögur um breytingar á gildandi lög- gjöf. Miðað sé við í því sambandi að starfandi verði safnaráð, en einstök söfn á vegum ríkisins hafi hvert sína stjórn. Á þessum grundvelli yrði nefndinni sömuleiðis falið að leggja fram drög að lagafrumvarpi um safnamál ásamt greinargerð. Vantar formlegar reglur „Á undanförnum árum hefur verið stofnað til safna af ýmsum toga víða um land. Auk almennra byggðasafna er hér meðal annai’s um að ræða söfn sem helguð era afmörkuðum þáttum, atvinnu- og menningarsögu, listasöfn og náttúrufræðisöfn eða vísi að slíkum stofnunum,“ segir í rökstuðningi Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra með tillögunni. „Þegar efnt er til starfsemi af þessu tagi er oftast leitað eftir fjár- stuðningi frá ríki og hlutaðeigandi sveitarfélögum, sem stundum eru raunar beinir aðilar að rekstrinum. Mjög skortir hins vegai' á að til sé að dreifa lögformlegum reglum um slík- an fjárstuðning eða hlutverk opin- ben-a aðila að öðru jeyti nema á af- mörkuðum sviðum. I gildi eru lög um almenningsbókasöfn, ákvæði um héraðsskjalasöfn eru í lögum um Þjóðskjalasafn Islands og um stuðn- ing ríkisins við byggðasöfn er fjallað í þjóðminjalögum. I lögum um Nátt- úrufræðistofnun íslands og náttúru- stofur er vikið að sýningarsöfnum á sviði náttúrufræði. Um atbeina við listasöfn, önnur en Listasafn ís- lands, eða ýmiss konar sérsöfn á sviði menningarsögu og atvinnu- hátta, önnur en þau sem tengjast Þjóðminjasafni Islands, er ekki við lagareglur að styðjast. I fjárlagaum- ræðum á Alþingi fyrir áramótin var því hreyft að setja þyrfti leikreglur um þessi efni. Jafnframt er ljóst, að þörf er á ákveðinni samræmingu og skilgreindri verkaskiptingu milli þeirra sem standa að rekstri safna.“ Fundur um málefni Iffeyrisþega og eldri borgara í Hafnarstræti 1 * ^9 Ásta R. Jóhannesdóttir sunnudaginn 24. janúar kl. 15:00. þingmaðurReykvíkinga Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður reifar málin. Gísli S. Einarsson alþm. mætir með nikkuna. Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir Prófkjörsmiðstöö Ástu R. Hafnarstræti 1-3, sími 552 4333 Opið kl. 10-18 Góöœriö til allra!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.