Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ Skreið 1 hitakassanum Morgunblaðið/Þorkell MÓÐIRIN Unnur Miiller Bjarnason: Dæturnar lærðu báðar táknmál og íslensku jöfnum höndum. UNNUR Miiller Bjarnason vissi ekki að hún gekk með tvíbura fyrr en daginn sem hún fæddi. „Meðgangan hafði verið eðlileg, en daginn áður en ég fór í venju- lega mæðraskoðun hafði ég verið á ferðalagi og fundið fyrir mikl- um hreyfingum. Þá voru um sex til átta vikur eftir af meðgöngu. Læknirinn sem skoðaði mig sá ekkert óvenjulegt, en ég var ekki sátt við það, sagðist hafa verið með stingi allan morguninn og bað hann að skoða mig betur. Það gerði hann og sagði svo að skoðun lokinni: Þú ert að fara að fæða, þú gengur með tvíbura og þú verður að fara eins og skot upp á spítala. Ég hafði ekki átt von á neinu af þessu þrennu! En upp á spítala fór ég í sjúkrabíl og var reyndar svo brött að ég sat frammí hjá bílstjóranum. Tvíburarnir fæddust því fyrir tímann og fóru báðar í hitakassa. Rakel Yrr var sjö merkur og Ragnheiður Sara fjórar. Sú síðar- nefnda var svo fjörug þótt smá væri að hún bókstaflega skreið um í hitakassanum! Þýskur hjúkrunarfræðingur, sérfræðing- ur í meðferð fyrirbura, sagðist sjaldan hafa séð svo hraustan fyr- irbura. Eftir sex vikur fékk ég að taka Rakel Yri heim. Þegar sú stærri var farin heim hætti sú minni að þyngjast. Ég fékk að taka Ragn- heiði Söru heim þegar hún var níu merkur og lét hana sjálfa stjórna því hvenær hún vildi drekka. Innan skamms var hún komin á tveggja tíma gjöf. Þegar stúlkurnar voru fimrn mánaða fórum við hjónin að taka eftir því að Ragnheiður Sara brást ekki við hljóðum. Okkur fór að gruna að eitthvað væri að heyrn hennar en ég neitaði að trúa eigin hugboði í fyrstu. Þegar hún var sjö mánaða fór ég með hana til læknis og sagðist vera viss um að heyrn hennar væri skert. Ertu ekki bara þreytt með tvö lítil? voru viðbrögð læknisins. Hann sagði að ég yrði að bíða með heyrnarskoðun þar til hún væri ársgömul. Daginn eftir fyrsta afmælisdag þeirra fór ég með hana í skoðun og þá var það Ioks staðfest sem okkur hafði grunað. Ragnheiður Sara var nær búin að missa alla heyrn. Hún fékk samt ekki heyrnartæki fyrr en sex mánuðum eftir þessa skoðun. Ég var mjög ósátt við þessi seinu viðbrögð læknanna. Að öðru leyti döfnuðu systurn- ar vel og voru báðar farnar að ganga ársgamlar. Það var oft fyndið að sjá Ragnheiði Söru svona litla ganga um allt hús. Fjögurra ára fóru telpurnar báð- ar í Heyrnleysingjaskólann og lærðu táknmál, og við foreldram- ir fórum á táknmálsnámskeið. Þá vora fáar bækur sem við gátum stuðst við svo ég varð mér úti um þýska táknmálsorðabók. Síðar gaf ég út ásamt tveim öðrum kon- um bókina Við tölum táknmál. Ég er þýsk í aðra ættina og því tvítyngd, og sá af þeim sökum ekkert því til fyrirstöðu að dæt- urnar lærðu bæði táknmál og ís- lensku jöfnum höndum. Allt sem skilaði árangri í samskiptum okk- ar við Ragnheiði Söru var notað. Hún varð Iæs á áttunda ári og það má segja að sjónvarpið hafi ýtt undir lestrarnámið. Hún gat tengt textann við þær hreyfíngar og athafnir sem fram fóru á skjánum. Við vildum ekki láta Ragnheiði Söru alast upp í lokuðu tákn- málsumhverfí, vildum líka láta hana umgangast lieyrandi börn, og því sendum við hana einnig í almennan grunnskóla. Meðan við bjuggum í vesturbænum gekk hún í Kársnesskóla, en þegar við fluttuamst hingað í austurbæinn fór hún í Digranesskóla. I þeim skóla var tekið afar vel á móti henni og hún sótti þar tíma hluta úr degi nokkram sinnum í viku. Við hjónin áttum von á því að hún færi í iðnnám eftir að hún hafði lokið samræmdu prófí úr Heyrnleysingjaskólanum, en þá kom hún til okkar og sagðist vilja fara í menntaskóla. Við vorum vissulega ánægð með þann metnað sem hún sýndi. Mér var bent á Menntaskólann í Hamra- hlíð og þangað fór ég og talaði við Ágústu Gunnarsdóttur. Hún kannaði málið og setti síðan f gang námsáætlun fyrir Ragnheiði Söru. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk hjálp fyrir dóttur mína fyrirhafnarlaust. Það var inikill lúxus að þurfa ekki að berjast fyrir hverju og einu sem foreldr- um ófatlaðra barna þykir sjálfsögð þjónusta fyrir sín börn. Lífið hefur ekki verið dans á rósum fyrir Ragnheiði Söru. Heyrnarleysi fylgir einangrun, og heyrnarlausir hafa alltaf þurft að beijast fyrir sínu. Það þurftu snillingar eins og Goya, Beet- hoven og Edison sem allir voru heyrnarlausir, víst líka að gera. Við reyndum að láta Ragnheiði Söru bjarga sér sem mest sjálf. Hún fór til dæmis ein út í búð, og í skólann, og lærði að treysta á sjálfa sig, en ekki eingöngu á systur sína. Ég var heiinavinnandi fyrstu sjö árin. Við vildum veita börnun- um það öryggi sem þau þurftu á að halda. Börn eru lítil aðeins einu sinni, en alltaf er hægt að verða sér úti um veraldlega hluti. Það er sagt að skilnaðir séu mjög tíðir hjá hjónum sem eiga fötluð börn. Við hjónin gátum hins veg- ar alltaf rætt saman og unnið úr þeim vandamálum sem upp komu. Þær fóru svo báðar syst- urnar í MH. I keimaraverkfallinu hætti Rakel Ýrr námi en dreif sig síðar aftur af stað, svo það má segja að þær hafi báðar farið á sínum hraða 1 náminu. Stúdentsprófið er því sigur fyrir systurnar báðar.“ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 25 Þessi nýji MX Z 670 H.O. býr til dæmis yfir heilum heimi af þróuðustu tækni: m.a. frábærri fjöðrun, óviðjafnanlegum aksturseiginleikum og 125 hestöflum, sem gera hann að öflugasta sleðanum í sínum flokki,- svo að þú getur notið þess besta í heimi íslenska vetrarrikisins. Farðu alla leið • á Ski-doo. r.íSU . 1ÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 Ásmundur Daníel Bergmann Efni: Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 4. febrúar. Yoga - breyttur lífsstfll 7 kvölda grunnnámskeið með Daníel Bergmann. Mán. og mið. kl. 20-21.30. Hefst 3. febrúar. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Frir aðgangur að tækja- sal og opnum jógatímum fylgir meðan á nám- skeiðinu stendur. * jógaleikfimi (asana) * mataræði og lífsstíll * öndunaræfingar * slökun * andleg lögmál sem stuðla að veigengni, jafnvægi og heiisu. Y06A# STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. 13:00-13:30 Skráning 13:30-13:40 Setning ráðstefnu: EinarK. Guðfinnsson, alþingismaður 13:40-13:50 Ávarp: Halldór Blöndal, samgönguráðherra 13:50-14:10 Alþjóðleg samvinna í loftslagsmálum; Hvað er framundan? Við hverju er að búast?: Þórir Ibsen, auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins 14:10-15:00 Græn reikningsskil og umhverfisstjórnun fyrirtækja f flutningum og samgöngum: Charlotte Pedersen og Susanne Villadsen, umhverfisdeild Deloitte & Touche, Kaupmannahöfn 15:00-15:20 Kaffi 15:20-16:00 Græn reikningsskil og umhverfisstjórnun, framhald: Charlotte Pedersen ogSusanne Villadsen 16:00-16:10 Umhverfisstefna samgönguráðuneytisins: Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri 16:10-16:30 Fyrirspurnir 16:30 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: EinarK. Guðfinnsson, alþingismaður Markmið: Fyrirtæki í sátt við umhverfið Græn reikningsskil snúast um markmið, mælingar og árangur í umhverfismálum. Umhverfisstjórnun og græn reikningsskil leiða afsér markaðslegan ávinning fyrir fyrirtæki sem ná forskoti á þessu sviði. SKRÁNING i sima SS1 1730, þátttökugjald er SOOO kr. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Deloitte & Touche a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.