Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 42
^2 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJÖRNFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 26. janúar kl. 13.30. Einar M. Einarsson, Jóhann S. Einarsson, Guðrún Jónsdóttir, Ebba Unnur Jakobsdóttir, Gerður H. Einarsdóttir, Fríða B. Einarsdóttir, Jóna A. Einarsdóttir, Margrét I. Jóhannsdóttir, Ingibergur Jóhannsson, Björn A. Jóhannsson, Einar J. Jóhannsson Sigríður Kristjánsdóttir, Esther Ásgeirsdóttir, Jónas Guðjónsson, Jón S. Hjartarson, Bessi A. Sveinsson, James Alvares, Thelma Hermannsdóttir, og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, KRISTINN EGGERTSSON, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðju- daginn 26. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karitasar, sími 551 5606 milli kl. 9.00 og 11.00. Hjördís Bergstað, Eggert Kristinsson, Sigfríður Birna Sigmarsdóttir, Valdimar Kristinsson, Hjördís Kristinsdóttir, Sigmar Freyr og Kristinn Björn, Sigurlaug Þorsteinsdóttir. + Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU BRIEM, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 26. janúar kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, eru vinsam- legast beðnir um að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi njóta þess. Gunnlaugur E. Briem, Guðrún Briem, Þráinn Þórhallsson, Garðar Briem, Hrafnhildur Egilsdóttir Briem, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlut- tekningu við andlát og útför GUÐBJARGAR HELGU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, síðast til heimilis á Kópavogsbraut 1A. Starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar, sem annaðist hana síðustu árin, fær alúðarkveðjur. Lind Ebbadóttir, Jón Ólafsson, Sigurveig Ebbadóttir, Haraldur Hansson, Gerður Ebbadóttir, Benedikt Ó. Sveinsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. J + Öllu því góða fólki, sem veitti okkur styrk, stuðning og samúð við hið sviplega fráfall okkar elskaða sonar, bróður og barnabarns, GUÐMUNDAR ÍSARS ÁGÚSTSSONAR, þökkum við af alhug. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Guðmundsdóttir og fjölskylda, Ingunn Erla Stefánsdóttir, Guðmundur Jónsson. RAGNHEIÐUR REICHENFELD + Ragnheiður Einarsdóttir Reichenfeld fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1918. Hún lést í Ottawa í Kanada hinn 7. janúar síðastiiðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stef- anía Sigríður Arnórsdóttir (f. 29.5. 1893, d. 14.2. 1976) Árnasonar prests frá Höfnum, og Einar Kristinn Jónsson (f. 25.12. 1890, d. 26.10. 1928) frá Firði í Seyðisfirði. Bræður Ragnheiðar eru: Bjarni Ragnar, f. 11.4. 1917; og Þorgrímur, f. 19.8. 1921. Systir hennar sammæðra er Margrét Guðmundsdóttir, f. 22.11. 1933. Ragnheiður giftist Hans E. Reichen- feld, lækni, f. 23.2. 1923 í Austurríki. Börn hennar eru: Hallfríður, í. 10.1. 1945, býr á írlandi; Kristín, f. 13.4. 1947, býr í Englandi; Robei-t, f. 27.10. 1956, býr í Ástralíu, og Steph- en Einar, f. 21.1. 1958, býr í Kanada. Barnabörn Ragn- heiðar eru sex. Ragnheiður og Hans hófu bú- skap í Englandi en fluttu síðan til Kanada þar sem þau bjuggu síðan. Bálför Ragnheiðar hefur farið fram. í upphafi árs barst sú fregn aust- ur um haf að Ragga frænka hafði kvatt þennan heim. Ragga bjó öll sín fullorðinsár í útlöndum, fyrst í um 20 ár í Englandi og síðan í Kanada, því voru kynni okkar yngra fólksins í fjölskyidunni hérna á Islandi af henni stopui; takmörkuð við heimsóknir hennar hingað. Þó leiftra minningabrot um hugann. Einhvern veginn man ég heimsókn til hennar á Englandi þegar þriggja ára strákur lék sér í garðinum hjá henni. Síðan kvikna minningar af heimsóknum Röggu hingað heim. Alltaf var þeirra beðið með eftir- væntingu, því alls staðar þar sem hún var þá leiftraði allt af skemmti- legum frásögnum. Enda kunni Ragga frænka að segja frá, og þá á kjarnyrtri hreinni íslensku sem hún hélt öll þau ár sem hún dvaldi fjarri fósturjörðinni, og ávallt var stutt í hláturinn, Öil ár sín úti bæði í Englandi og Kanada stóð heimiii hennar opið fyrir vinum og venslafólki. Þá minn- ist ég sumarlangrar dvalar tánings hjá þeim Röggu og Hans í Ontario fyrir rúmum aldarfjórðungi: Morgnar inni í eldhúsi eða úti í garði áður en hitinn varð of mikill, þar sem rætt var um allt milli him- ins og jarðar; tjaldútilegu við skógigirt stöðuvatn með varðeldum á hlýjum stjörnubjörtum kvöldum; sunnudagsferðar að Niagara-foss- unum, og alltaf umvafinn hlýju og umhyggju. Þegar Ragga kom til Islands fyr- ir rúmum fimm árum í brúðkaup systur minnar, var hún enn sama frænkan sem ég man fyrst eftir íyr- ir fjörutíu árum, þótt tíminn hefði markað sín spor á okkur bæði. Fljótlega eftir þessa síðustu ferð hennar heim til Islands fór aldurinn að segja til sín. Heimsóknir Röggu frajnku til Islands urðu ekki fleiri. Ég þakka góðri frænku sam- fylgdina. Ivon Stefán. ísland er land þitt og ávallt þú geymir, ísland í huga þér hvar sem þú ferð. ísland er landið sem ungan þig dreymir, ísland í vonanna birtu þú sérð, ísland í sumarsins algræna skiúði, ísland með blikandi norðljósa traf ísland er feðranna afrekum hlúði, Island er foldin sem lífið þér gaf. Elsku Ragga. Við vinkonurnar viljum kveðja þig, hinstu kveðju, og þakka þér samfylgdina í gegnum árin, með kvæði Margrétar Jóns- dóttur til fósturjarðarinnar. I heilt ár, fyrir 35 árum, áttum við heimili hjá þér og þínum góða eiginmanni, Hans Reichenfeld, á Brecon Road í Birmingham í Englandi, og varst þú okkur báðum sem móðir og vinkona þegar við vorum báðar í fyrsta sinn í fjarlægu iandi. Síðan þá hefur vinátta okkar + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN EIRÍKSSON, Kleifarhrauni 3c, Vestmannaeyjum, andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstu- daginn 22. janúar Kristín Þórarinsdóttir Erna Þórarinsdóttir Ólöf Jóna Þórarinsdóttir, Hjörleifur Jensson og barnabörn + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 25. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta (þróttafélag fatlaðra Reykjavík eða líknar- sjóð Fríkirkjunnar njóta þess. Hjörleifur Bergsteinsson, Aðalheiður Bergsteinsdóttir, Guðný M. Bergsteinsdóttir, Bjarni Sigmundsson, ísleifur M. Bergsteinsson, Andrea Þórðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. haldist óslitið öll árin og erum við innilega þakklátar fyrir það. Eftir að þú fluttir til Ottawa í Kanada og árin liðu, komst þú oftar til Islands og naust þess að tala ís- lensku við okkur og alla þá mörgu vini sem þú áttir hér. Það var ótrú- legt hvað þú talaðir alltaf góða ís- lensku, þrátt fyrir að þú værir bú- sett erlendis öll þessi ár, það sýndi best hversu mikill íslendingur þú varst. Ragga var heilsteypt manneskja, sálarsterk og glöð með eindæmum. Við munum þig best þegar þú komst til Islands, í síðasta sinn, við góða heilsu. Sátum við þá saman glaðar og kátar og rifjuðum upp allt það liðna. Ragga mín, við þökkum þér fyrir allt það sem við áttum saman. Við kveðjum sómakonu með söknuði og biðjum góðan Guð að gefa þér gleðiríka heimkomu til landsins ókunna. Takk fyrir samveruna. Erla og Guðborg. Þau eru oftar en ekki stillt og stjörnubjört vetrarkvöldin vestur í Ontario í Kanada og frostið grimmt. Á slíkum kvöldum sat hún Ragga stundum í notalegri stofunni sinni í Ottawa og gluggaði í íslenska ljóða- bók til að halda við móðurmálinu. „Frænka eldfjalls og ísa“ - „dóttir langholts og lyngmós",- svei mér þá, þetta gæti bara verið ort um mig, hugsaði hún með sér og brosti út í annað. Síðan hallaði hún sér aft- ur og lét hugann reika heim, til systkinanna, Bjarna, Gimma og Möggu í Reykjavík eða barnanna fjögurra sem dreifð voru um veröld víða, Halla búsett á írlandi, Kristín þá í Þýskalandi, Róbert ýmist í Sviss eða Ástralíu og Stefán vestur í Calgary. Slíkai- fjarlægðir getur aðeins hugurinn brúað í einu vet- fangi. Og hún Ragga hugsaði fyrst og fremst á íslensku, þrátt fyrir áratuga samfellda búsetu erlendis, lengst í Birmingham á Englandi og svo í Kanada. Það duldist engum sem drakk með henni morgunkaffið þar vestra, eins og ég átti kost á að gera þegar ég naut gestrisni þeirra hjóna fyrir rúmum áratug. Þar var nú engin lognmolla með kaffinu og stutt í hláturinn. Það geislaði af Röggu lífsgleði og orka og hver stund í návist hennar var lifandi og skemmtileg. Hún var ótrúlega minnug á fólk og atvik og auga hennar fyrir því spaugilega í tilver- unni var einstaklega næmt og óbrigðult. Og sögurnar voru jafnan sagðar á litríkri íslensku og oftar en ekki voru þær að heiman, frá æsku- og uppvaxtarárunum á Seyðisfirði, í Vestmannaeyjum, í Borgarfirði og svo í Reykjavík. Þangað lágu óslitn- ar rætur hennar og við ættingja sína og vini þar batt hún óbilandi tryggð. En hún var einnig mikil heimsmanneskja og húsmóðurhlut- verk sitt á erilsömu læknisheimili á erlendri grund rækti hún með stolti og myndarskap. Armæða og eftirsjá var henni víðs fjarri heldur naut hún þess að takast á við tilveruna. Ég á líka kæra minningu um eins konar pílagrímsfor með henni og Gimma bróður hennar á æskustöðv- ar uppi í Flókadal, þegar hún kom hér við á einni af mörgum ferðum sínum yfir Atlantshafið. Það var augljóst hve mikils virði henni var að heimsækja fornar slóðir á björt- um sumardegi og rifja upp liðnar stundir. Alla leið til baka með Akra- borginni stóð hún úti á þilfari með þá reisn í fasi sem henni var svo eig- inleg og virti fyrir sér fjallahringinn bláa. Þessar myndir ætlaði hún að hafa með sér í hugskotinu til að njóta á frostköldu vetrarkvöldunum vestra. I Spámanninum segir: „Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlaus- um öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötrað- ur leitað á fund guðs síns?“ Nú er sálin hennar Röggu frjáls og jarðneskar vegalengdir henni engin hindrun á heimleiðinni. Blessuð sé minning hennar. Fjöl- skyldu hennar, vandamönnum og vinum, færi ég samúðarkveðjur. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.