Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ GLERLISTARNAMSKEIÐ Myndlistarmaðurinn Jónas Bragí liefur nú um mánaðamótin námskeíð í: Glerbræðslu, krístalssteypu og steíndu glerí. Innritun og nánari upplýsingar í símum 554 6001 / 895 9013 á mílli W. 14:00 og 20:00 afla daga. IŒLAND SAFARI TRAVEL í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Óskað er svara KÆRI Velvakandi Morg- unblaðsins. Þegar ég sendi þessar línur frá mér þá er ég að lesa í lesendabréfum Morgunblaðsins fóstudag- inn 22. janúar tvær grein- ar, aðra eftir Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur, hina eftir Astþór Magnússon, og ég verð að taka undir hvert einasta orð sem þar er sett fram. Ég óska einnig eftir svari frá Hall- dóri Asgrímssyni utanrík- isráðherra um það hvort þetta sé stefnan sem hann er að boða fyrir komandi kosningar í vor, það er að segja stefna Stalíns. Ég er ekki sátt við það að jóla- gjafirnar sem Friður 2000 sendi skyldu fá þessa meðferð á jólum, ég skammaðist mín fyrir það að formaður Framsóknar- flokksins skyldi geta gert þessa hluti. Ég geri ekki ráð fyrir að fá svar frá u(> anríkisráðherra og for- manni Framsóknarflokks- ins um þessa skoðun mína, en vona að hann sjái að sér. Hann yrði maður að meiri ef hann viður- kenndi þetta frumhlaup sitt og skilaði jólagjöfun- um á réttan stað. Ingigerður Guðmunds- dóttir, Njarðvík. Svar við grein VEGNA greinar Haf- steins Númasonar í Morg- unblaðinu á dögunum, um ráðherraábyrgð og fleira, krefst ég þess að Jóhanna Sigurðardóttir víki sér ekki undan að svara spurningum Hafsteins Númasonar sem ég geri hér með að mínum. Kristján S. Kristjánsson. Slæm þjónusta ÉG keypti gam mánuði fyrir jól í Hannyrðaversl- uninni, Strandgötu 11, í Hafnarfirði. Keypti ég það til að prjóna úr fyrir jólin. Fékk ég afgreitt vit- laust litamúmer. Þegar ég var búin með peysuna og fór með hana til að fá hinn litinn, ekki til að biðja um neina fyrir- greiðslu aðra, þá sögðu af- greiðslustúlkumar að ég hefði ekki keypt þetta hjá þeim, og sýndu mér mjög mikinn dónaskap. Ég hef verslað mikið í þessari verslun en er hætt því núna. Stefanía Hjartardóttir. Tapað/fundið Lýst eftir svörtum gleraugum SVÖRT gleraugu í plast- umgjörð urðu viðskila við eiganda sinn laugardags- nóttina 9. janúar í leigu- bílaröðinni við Lækjar- götu. Gleraugun em göm- ul og lágformuð, breið og alláberandi. Þau þekkjast m.a. af silfruðum stjörnu- laga festingum við spang- ir. Þeirra er sárt saknað og fundarlaunum því heit- ið. Finnandi eða sá sem getur veitt upplýsingar vinsamlega hringi í síma 581 3966 eða 897 0766. Gullúr í óskilum GULLÚR fannst fyrir ut- an Landakotsspítaia. Upplýsingar á mánudag í síma 525 1800. Kvenmannsúr í óskilum KVENMANNSÚR fannst við brennuna við Ægissíðu um áramótin. Upplýsingar í síma 551 5615. Dýrahald Hvítir kettlingar TVEIR mjallhvitir 8 vikna kettlingar fást gef- ins í Hafnarfírði. Einnig einn svartur og hvítur. Upplýsingar í síma 861 1161. Læða óskar eftir heimili VEGNA óviðráðanlegra orsaka óskar falleg, stálp- uð læða eftir góðu heimili. Mjög blíð og kassavön. Upplýsingar í síma 567 6827. ÍSRAEL □ G J ÓRDANÍA Nú gefst loksins kostur á að komast til „fyrirheitna landsins". Brottför 24. febrúar, 7. apríl og 2. júní Allar nánari upplýsingar hiá Safari ferðum í síma 577 2070. Beint flug til Þýskalands DUSSELDORF •Verðtrakr. 22.900 Flogið fjórum sinnum í viku frá 11. júní til 12. september MUNCHEN kr. 24.900 Flogið tvisvar í viku frá 25. júlí til 12. sseptember Verð frá * Verð miðast við að greitt verði fyrir 1. apríl 25% afsláttur fyrir 12-21 árs. 50% afsláttur fyrir 2-11 ára. 90% afsláttur fyrir yngri en tveggja ára. Upplýsingar og bókanir hjá næstu ferðaskrifstofu eða hjá LTU á íslandi, Stangarhyl 3a - 110 Reykjavík Sími 587 1919 VIÐ FLUGUM FYRIR ÞIG LTU IIMTERiMATIONAL AIRWAYS ORÐABÓKIN HINN 3. jan. sl. var í sjónvarpi Ríkisútvarps- ins viðtal við kunnan stjórnmálamann og þingmann, sem hefur tekið þá ákvörðun að hætta afskiptum af stjórnmálum næsta vor. Jafnframt mátti skilja hann svo, að hann sneri sér aftur síðar inn á þann vettvang. Þá komst spyrillinn svo að orði: Þú ætlar þá ekki að leggjast með tærnar upp í loft? Nei, alls ekki, svaraði þingmaðurinn. Lái hon- um það hver, sem vill, þótt hann svaraði Tær spyrlinum svo. Orða- sambandið að leggjast upp í loft með tærnar, sem hér var notað, er að öilum líkindum komið upp fyrir rugling eða misminni á öðru orða- sambandi, þ.e. að setja upp tærnar. Það merkir einvörðungu að deyja og í OM 1983 er bætt við: voveiflega. Þá viðbót kannast ég ekki við. Auðvitað átti spyrillinn ekki við það, að þing- maðurinn byggist við að deyja alveg á næstunni, heldur legði árar í bát um sinn. Þetta er eitt dæmi af mörgum um það, að menn rugiast oft á orðtökum og orðasam- böndum, svo að úr getur orðið allt önnur og óþægilegri merking en átti að koma fram. Ég þekki vel orðasambandið að setja upp tærnar. Ég fer ekki úr húsinu (eða af jörðinni) fyrr en ég set upp tærnar. Er þá átt við, að menn verði á ákveðnum stað til dauða- dags. Að sjálfsögðu átti spyrillinn ekki við svo áhrifamikla ákvörðun stjórnmálamannsins. - J.A.J. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Arnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Víkverji skrifar... SPILLINGARMÁL í alþjóða ólympíunefndinni (IOC) hafa verið í fréttum upp á síðkastið. „Það hefur enginn séð ástæðu til að múta mér, hvað þá að bjóða mér vændis- konuý' segir Ellert B. Schram, for- seti ISÍ, við DV nýverið. Við þetta rifjaðist upp saga af Benedikt Waage, fyrrverandi forseta ISI og eina Islendingnum sem setið hefur í IOC. Hann sagði einhverju sinni sögu af fundi nefndarinnar í París, líklega á fimmta áratugnum: I ein- hverju samkvæminu, sem gjarnan tengjast fundum af þessu tagi, gerði ung og falleg kona sér dælt við Is- lendinginn, en vandamálið var að hún skyldi álíka mikið í íslensku og hann í frönsku. Hún greip þá til þess ráðs að teikna rúm á næstu servíettu. Og Benedikt sagði síðar, furðu lostinn: alveg eru þær merki- lega klárar þessar frönsku konur. Hvemig gat hún vitað að ég seldi húsgögn uppi á Islandi? XXX Víkverja hefur borist eftirfarandi bréf: Víkverji föstudagsins 15. janúar sl. gagnrýnir stífar reglur Landssím- ans. Hann segir þar frá viðskipta- vini Landssímans sem lét loka heimilissíma sínum tímabundið og sagðist ekki verða á landinu þegar opna þyrfti tímann á ný. Hann vildi að síminn yrði opnaður þegar aðrir úr fjölskyldunni flyttu inn. Honum var sagt að viðkomandi yrðu þá að koma með umboð frá honum. Hann vildi ganga frá málinu strax, undir- rita umboð og láta geyma það á staðnum þannig að hann gæti síðan hringt þegar opna ætti símann. Slíkt reyndist ekki hægt og þykir Víkverja það ekki góð þjónusta. Það er rétt að allar reglur sem varða rétthafa síma og breytingar sem tengjast honum eru frekar strangar hjá fyrirtækinu. Reynslan hefur sýnt okkur að nauðsynlegt er að svo sé. Aðeins einn einstaklingur getur verið rétthafi síma og hann ber ábyrgð á að staðið sé í skilum vegna notkunar á honum. I reglum fyrir almenna símaþjón- ustu segir m.a.: Sá sem óskar eftir að fá talsíma eða breytingar á þjón- ustu, er hann hefur áður fengið, sendi um það skriflega umsókn. Þar til gerð eyðublöð eru í símaskránni og á afgreiðslustöðum og skal um- sækjandi tilgreina fullt nafn, kenni- tölu og heimilisfang." Rétthafinn getur veitt öðrum skriflegt umboð ef hann getur ekki komið sjálfur. Vilji fólk nýta sér tæknina og senda umsókn á faxi má benda á að eyðu- blað er á bls. 35 í símaskránni og skal undirskrift þá vottuð. Af- greiðslufólk okkar fylgist auðvitað þeim reglum sem fyrirtækið setur. Aðstæður þær sem Víkverji lýsti eru hins vegar svolítið sérstakar og falla ekki beinlínis undir skilgrein- ingar Landssímans þar sem rétthafi er í raun að biðja um að umboð hans verði geymt þar til síðar. Ef til vill hefði í þessu máli mátt komast að niðurstöðu sem báðir hefðu sætt sig við. Þó má benda á að erfitt getur verið að halda utan um slíkar beiðn- ir, a.m.k. þyrftu þær að fara í ákveðin farveg. Landssíminn leggur sig fram við að bæta þjónustu sína. Allar ábendingar þar um eru vel þegnar og þeim er komið áfram til þeirra er málið varða. Svo á einnig við um ábendingar Víkverja. Virðingarfyllst. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Upplýsinga- og kynningarmálum Landssímans. XXX ÆTTIRNIR um Lúllu litlu eru einhverjir þeir allra bestu sem sýndir hafa verið í íslensku sjón- varpi fyrir ungu kynslóðina. Lúlla hafði ekki sést lengi á skjánum, þegar hún birtist um jólin - en hvarf svo aftur jafn snögglega. Víkverji hvetur Sjónvarpið til að sýna meira af Lúllu, séu ekki til nýir þættir væri vel þess virði að rúlla þeim gömlu aftur í gegn. Hvernig er það annars, ætli sé enn verið að fram- leiða þættina um Lúllu og má þá eiga von á þeim á dagskrá RÚV?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.