Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 *------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR + Ingibjörg Guð- mundsdóttir sjúkraliði fæddist á Hrauni í Keldudal 12. júní 1917. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 16. janúar síðastliðinn. Poreldrar hennar voru Guðrún Björns- dóttir ljósmóðir og Guðmundur Guð- mundsson skipstjóri. Ingibjörg átti fimm - systkini, Guðmundu, f. 1909, Björn, f. 1910, Ólöfu, f. 1912, Bergljótu, f. 1914, og Gissur, f. 1920, og er Gissur einn á lífi af systkinunum. Einnig ólst upp á heimilinu Jóhannes frændi þeirra. Hann er einnig látinn. Ingibjörg fluttist með foreldrum sínum, 1921, þá fjögurra ára gömul, til Þingeyrar við Dýra- fjörð, þar sem hún var í barna- skóla. í maí 1940 giftist Ingibjörg Ingólfi Stefánssyni, d. 1. mars 1993. Börn þeirra eru: 1) Emil, f. 14.4. 1942, prentari, kvæntur Jónínu G. Haraldsdóttur. Börn þeirra eru Guðrún Björk, f. 8.12. 1960, Laufey Andrea, f. 2.1. 1963, Haraldur, f. 17.7. 1968. Sonur Emils, Þorsteinn, f. 26.5. 1978. 2) Guðmundur, f. 24.9. 1943, tæknifræðingur, kvæntur Sigríði Einarsdóttur, börn þeirra eru: Guðmundur, f. 14.5. 1966, Rósa, f. 17.3. 1976, María, f. 15.8. 1985. 3) Stefán, f. 12.5. 1946, skriftvélavirki, kvæntur Guðrúnu Ragnars- dóttur. Börn þeirra eru: Ragnar Ingi, f. 5.12. 1964, Ingibjörg, f. 6.11. 1967, Ingólf- ur, f. 13.1. 1970, Mar- grét Þórunn, f. 29.11. 1978 og Stefán Gest- ur, f. 21.2. 1982. 4) Þorsteinn, íþrótta- kennari, f. 28.10. 1949, d. í ágúst 1974, kvæntur Ingibjörgu Harðardóttur. 5) Kristinn, f. 18.5. 1951, kvæntur Birnu Kristínu Svavarsdótt- ur. Börn þeirra eru: Svava, f. 26.11. 1974, Ásdís, f. 18.5. 1979, og Sigurbjörn, f. 19.3. 1987. Lan- gömmubörnin eru orðin níu. Ingibjörg stundaði nám í Héraðs- skólanum Laugarvatni 1933-35. Fjölskyldan fluttist til Reykjavík- ur 1933. Hún stundaði ýmsa vinnu þar til hún giftist, en helg- aði sig síðan fjölskyldunni; eigin- maðurinn á sjónum. Árið 1966 út- skrifaðist hún sem sjúkraliði. Var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist. Hún starfaði á Slysavarðstofunni, en síðan sem sjúkraliði á barna- deild Hringsins, þegar barnageð- deildin tók til starfa þar. Síðustu árin vann hún á öldrunardeild LÍ. Hún tók þátt í félagsstörfum sjúkraliða og var í stjórn félags- ins um tíina. Var hún gerð að heiðursfélaga þess. Utfor Ingibjargar fer fram frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 25. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15. Hlýja og notalegheit koma íyrst ‘ upp í huga minn þegar ég hugsa til Ingibjargar tengdamóður minnar. Ingibjörg var þannig að öllum þótti vænt um hana og vissu að hún var réttsýn og greind kona sem gott var að ráðfæra sig við. Ingibjörg var hæglát, hafði ákveðnar skoðanir og las mikið. Við sem þekktum hana náið vissum hvar við höfðum hana þegar rætt var um kjaramál láglaunafólksins, nauðsyn þess að unga fólkið menntaði sig, þegar umræður voru í íjölskyldu- boðum um réttindi þeirra sem búa á fámennum stöðum úti á landi til þess að njóta jafnræðis t.d. til heilbrigðis- þjónustu og þannig mætti áfram telja. AUtaf dáðist ég að því hve mál- -efnaleg Ingibjörg var og róleg í um- ræðunni og hve vel hún kom sínum sjónarmiðum til skila. Ingibjörg starfaði til margra ára að ýmsum félagsmálum og sat meðal annars í stjóm Sjúkraliðafélagsins í nokkur ár. Ingibjörg ferðaðist mikið með eiginmanni sínum, Ingólfí Stef- ánssyni, bæði innanlands og erlend- is. Fjölskyldan kom ætíð saman þeg- ar þau komu úr siglingum til að skoða myndir og heyra ferðasöguna. Stundum höfðu þau Ingibjörg og Ingólfur þá matbúið einhverja spennandi rétti frá því landi sem þau voru að koma frá, t.d. minnist ég þess þegar þau höfðu dvalið einn mánuð í Portúgal. Þá buðu þau til ikvöldverðar við heimkomuna, á borðum voru 6 tegundir af spenn- andi saltfiskréttum. Þau útskýrðu fyrir okkur hvemig hver réttur var matreiddur og sýndu okkur matar- uppskriftir sem þau höfðu útvegað CrfiscPrykkjur VettÍA9ðhú/id GAPi-mn Síini 555 4477 Skreytíngar við öll Uekifari Alvöru skreytínga- verkstaði Kransar Rauðihvammur Kistuskreytingar v/Suðurlandsveg, IlORvik. BrúSarvendir sér. Þessar stundir og fleiri geymi ég í huga mér um ókomna tíð. Kæra Ingibjörg, ef til vill eru vistaskiptin þér ekki óljúf. Síðustu mánuðir hafa verið þér erfiðir. Á kveðjustund koma minningar upp í hugann, hver af annarri líða þær hjá og mynda hugljúfa mynd sem gleymist ekki. Kæra Ingibjörg, ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú hefur veitt mér í gegnum árin. Megi Guð vera með þér. Bima Kr. Svavarsdóttir. Fregnin um andlát Ingibjargar Guðmundsdóttur, tengdamóður minnar, kom mér ekki á óvart, því lengi var hún búin að berjast við erf- iða sjúkdóma. Fyrst var það alzheimers-sjúkdómurinn sem er skelfilegur bæði fyrir þann er fyrir honum verður og einnig fyrir að- standendur. Ingólfur var sem klett- ur við hlið hennar í þeim ólgusjó sem sjúkdómurinn olli. Að Ingólfi látnum var Imbu ekki stætt einni og hún flutti inn á Skjól. Loks var það krabbameinið sem náði yfirhöndinni og batt enda á göngu hennar hér á meðal okkar hinn 16. janúar sl. Ég ætla ekki að rekja æviferil þinn hér né sögu, kæra Imba, slíkt hefði ekki verið þér að skapi. En þegar ég lít til baka birtast myndir í huga mér og þeirra vil ég minnast. Fyrsta myndin er frá eldhúsinu á Sundlaugaveginum, þú að elda salt- kjöt og baunir og býrð til kart- öflumús í stóru Ballerup-hrærivél- inni og magnið var ekki í neinu sam- ræmi við það sem ég átti að venjast. Næst sé ég þig fyrir mér í sundlaug- unum, þegar þú kenndir mér að nota heitasta pottinn, gamla gufubaðið og hvernig ætti að nota slökunarher- bergið á eftir, vafinn inn í sérstaka poka sem þú hafðir saumað. Við urðum fyrir þeirri erfiðu lífs- reynslu að maðurinn minn, sonur ykkar Ingólfs, lést tæplega 25 ára gamall. í kjölfar þess bjó ég heima hjá ykkur Ingólfi í eitt ár og er mér það ógleymanlegt. Að fínna alla þá hlýju, umhyggju og nærgætni sem þið sýnduð reyndist mér ósegjanleg- ur styrkur. Um tíma vorum við einnig samstarfskonur á bama- og unglingageðdeild, en þar hafðir þú unnið frá stofnun deildarinnar. Þar fann ég skýrt að það var mér til tekna að vera kynnt sem tengda- dóttir þín. Er ég síðan fluttist frá Reykjavík og dvaldist úti á landi og síðan er- lendis næstu 10 árin, byggðist okkar samband á því trausti og væntum- þykju sem skapast hafði. Þið Ingólf- ur heimsóttuð mig til Akureyrar, ísafjarðar og Svíþjóðar og fylgdust vel með mínum högum. Og er ég eignaðist dóttur bárust gjafir til hennar og sendendur voru afi og amma á Sundlaugavegi. Auð- vitað heimsóttum við ykkur í hvert skipti sem við komum í bæinn og nú kemur upp mynd af heimsókn til ykkar þegar dóttir mín var u.þ.b. tveggja ára. Hún þurfti að fá sér lúr og við lögðum hana í hjónarúmið. Nokkru seinna heyrðum við einhver hljóð og litum inn, þá var litla daman að prafa snyrtivörurnar þínai' og óreiðan var töluverð. Viðbrögð þín voru að sækja myndavélina og við hlógum mikið. Inga Sól minnist þín sem ömmu á Sundlaugaveginum, með stóra góðu hendurnar. Er ég kveð þig era eingöngu þakkir í huga mér. Þú og Ingólfur höfðuð mikil og góð áhrif á líf mitt og minnar fjölskyldu í öll þau ár sem við áttum samleið. Ingibjörg Harðardóttir. Okkur systurnar langar að minn- ast Ingibjargar Guðmundsdóttur sjúkraliða sem var gift fóðurbróður okkar, Ingólfi heitnum Stefánssyni, skipstjóra og Iöngum framkvæmda- stjóra Farmanna- og fískimanna- sambandsins. Imba, eins og hún var alltaf kölluð í okkar fjölskyldu, var ákaflega sterk og sjálfstæð kona. Eins og við minnumst hennar fyrst var hún önn- um kafm við að stýra stóra heimili í löngum fjarverum manns síns á sjó. Þau Ingólfur eignuðust fimm drengi með stuttu millibili þannig að í nógu var að snúast. Margs er að minnast þegar við hugsum til Ingibjargar því að fjölskyldur okkar vora mjög nán- ar, samskiptin tíð, synii- þeirra hjóna á svipuðum aldri og við systkinin og mikil vinátta á milli okkar barnanna. Hin mörgu fjölskylduboð á afmæl- isdögum og stórhátíðum eru okkur minnisstæð, ekki síst vegna fjöragra umræðna sem alltaf sprattu upp um pólitík, landshagi og nýjustu bæk- urnar. Oftar en ekki var gestum skemmt því að Ingólfur og Imba höfðu sérstakt lag á að vera á önd- verðri skoðun, að því er virtist í þeim tilgangi að hleypa fjöri í um- ræðurnar. Sérstaklega minnumst við með þakklæti jólaboðanna en við eyddum alltaf aðfangadagskvöldi á Sundlaugaveginum eftir að pabbi okkar dó. Jafnframt var þar haldin sameiginleg fermingaiveisla Guð- mundar, eins sonanna, og minnar, Sigríðar. Þegar leið að lokaprófum í mennta- og kennaraskóla og þröngt var heima hjá okkur stóðu dyrnar opnar og Guðrán settist þar að við próflesturinn. Ingibjörg varði fyrstu hjúskapar- árunum í að sjá um heimilið og strákana á Sundlaugaveginum eins og þeir voru ávallt kallaðir heima hjá okkur. Eins og margar sjó- mannskonur þurfti Imba að sjá um fjármálin og stóð hún m.a. eitt sinn í íbúðarkaupum fyrir hönd þeirra hjóna af miklu sjálfstæði. Var móður okkar minnisstætt að í eitt skipti þegar Ingólfur kom af sjónum, kom hann fyrst við heima hjá okkur á Báragötunni og spurði þá: ,Vitið þið nokkuð hvar ég á heima núna?“ Þóttist hann ekki vita hvernig málin stæðu og vildi af sinni venjulegu kerskni koma því á framfæri. Þegar fór að hægjast um heima fyrir vann Ingibjörg á Slysavarð- stofunni í nokkur ár en tók síðan sjúkraliðapróf og vann við slík störf lengi, m. a. á barnageðdeild Land- spítalans. Við þetta æxluðust mál þannig að við systur áttum saman við hana að sælda í vinnu og félags- málum einnig. Þannig var önnur okkar samtíma henni við vinnu á bamageðdeild og hin kynntist þeirri hlið hennar hve framsækin hún var í félagsmálum sjúkraliða en hún var tránaðarmaður og sat bæði í stjóm Sjúkraliðafélags Islands og Starfs- mannafélags ríkisstofnana um ára- bil. Fjölskylda Ingibjargar og Ingólfs bjó lengst af á Sundlaugavegi 24 og virtist alltaf vera nóg pláss þar, al- veg sama hvað börnum og gestum fjölgaði á því heimili. Alltaf var eins og allar vistarverar væra í stærra lagi en oft var verið að breyta þar og bæta tilhögun og herbergjaskipan eftir því sem hentaði fjölskyldunni hverju sinni. Heimilið var sérstak- lega smekklegt og hlýlegt og Ingi- björgu þar ekki síst að þakka. Samband fjölskyldna okkar varð enn nánara en fýrr eftir að faðir okkar systkina lést þegar við voram á barnsaldri, en þá lögðu þau hjón sig mjög fram um að sýna okkur öll- um hlýhug og stuðning. Þar vorum við alltaf velkomin, bæði úr okkar daglegu sundlaugarferðum, úr skóla eða við önnur tækifæri. Þetta var ómetanlegur stuðningur fyrir móður okkar sem aldrei verður nógsamlega þakkaður. Við minnumst einnig Imbu í eldhúsinu og strákanna þeg- ar þeir vora að háma í sig hræring- inn, þamba mjólk og hlusta á ræður móður sinnar um hvernig þeir ættu að haga sér og bregðast við varðandi skólagöngu og tómstundir. Þetta vora tápmiklir og hraustir drengir sem ekki vora alltaf kyrrstæðir og Imba varði þá oft af mikilli réttlætis- kennd þegar eitthvað bjátaði á án þess að vera vilhöll. Við systur feng- um að heyra það eilíflega frá móður okkar hvað strákarnir væra dugleg- ir, þeh- vöskuðu upp heima hjá sér, því gleymdum við stundum, og alltaf vora þeir komnir í vinnu um leið og skólafrí hófst. Þegar Guðrán var að fara í skátaútilegu var það ekki látið fram hjá mér fara að nú væra strák- arnir á Sundlaugaveginum komnir í fisk á Kirkjusandi í páskafríinu. Þannig var samanburðurinn sífellt á dagskrá en okkur öllum vel til vina. Einstaklega gott var á milli þein-a hjóna og kom það ekki síst í ljós þegar Ingibjörg veiktist og erfiðleik- ar bjátuðu á. Ingólfi var þá lagið að sinna konu sinni af þeirri alúð og nærfæmi sem til þurfti þegar hún fann til vanmáttar síns vegna minnistaps. Síðustu árin, eftir andlát Ingólfs, dvaldi Ingibjörg á hjúkrun- arheimilinu Skjóli. Viljum við systur þakka þá umhyggju sem hún veitti okkur og þann styrk sem við sóttum til hennar á uppvaxtarárunum og alla tíð síðar. Guðrún og Sigríður Kristinsdætur. Þegar Ingibjörg Guðmundsdóttir er látin, þá minnumst við mai-gs, enda er meira en hálf öld frá því við hjónin fóram að búa í sama húsi með þeim hjónum Ingibjörgu og Ingólfi Stefánssyni, fyrst á Rauðarárstíg 11 og síðan á Sundlaugavegi 24. Börn fæddut eins og gengur. Þeim fæddust fimm mannvænlegir drengir. Einn þeirra er látinn. Hjón- um, sem bjuggu á neðstu hæð húss- ins fæddust tveir drengir og við hjónin áttum tvo. Það voru því níu athafnasamir drengir um tíma á Sundlaugavegi 24. Auk þess var um- hverfið ríkt af fjörmiklu fólki á bernsku- og æskuáram. Það var samt svona að stelpu vantaði í barnahópinn á Sundlaugavegi 24. Það varð því almenn gleði þegar okkur hjónum fæddist næsta bam, tíunda barnið í húsinu, því það var stúlka. Það var oft mikil glaðværð og gáski hér í umhverfinu í uppvexti þessara barna og oft hefur þurft að beita viti og kænsku til að halda í réttu horfi á svona stóra heimili, sem var hjá Ingibjörgu og Ingólfi, en þá hæfileika hafði Ingibjörg í rík- um mæli. Hún þurfti líka á því að halda, fremur vegna þess, að Ingólf- ur var oft langdvölum fjarverandi vegna atvinnu sinnar. Hennar hæfi- leiki og dugur kom sér þá vel við verk, sem maður hennar hefði ann- ars staðið í, svo sem íbúðarskipti og fleira þess háttar. Þótt umsvif væra oft mikil með unga fólkinu hér í húsinu og í um- hverfinu, var það aldrei að nokkur vonska skapaðist vegna þeirra. Kæmi það fyrir að misskilningur yrði, sem Ingibjörg taldi að gæti verið hennar fólki viðkomandi, var hún fljótust að koma til móts við mann og kynna sér málið með allri hógværð og vinsemd. Þau hjónin voru bæði ötul við að halda garðinum við húsið í góðu standi. Um helgar og oft að kvöldi aðra daga sinntu þau með alúð og umhyggju blómum til skrauts og öðra, sem hreinsa mátti og prýða umhverfið. Ingi’ojörg hafði „græna fingur" sem sagt er. Þegar árin liðu og drengirnir fóra að fara að heiman, minnkuðu annir á heimili þeirra. Þá tók Ingibjörg það fyrir að læra til sjúkraliða. Hún var í fyrsta hópnum, sem lauk því námi. Síðan starfaði hún við Geðdeild bamaspítalans þar sem hún var elskuð og virt sem besta móðir væri. Þegar þessi gáfaða og vel gerða kona varð fyrir sjúkdómi, sem smátt og smátt sljóvgaði hug hennar allan, var það slíkt áfall fyrir vandamenn hennar og vini að þeim gat varla skilist það eins og það var. Við og börnin okkar minnumst Ingibjargar eins og hún var við góða heilsu. Dugandi, bráðskýrrar konu, sem ekki vildi gera neinum rangt til en færa allt til betri vegar og ekki mátti vamm sitt vita. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur tO aðstandenda Ingibjargar. Blessun fylgi minningu hennar. Guðrún og Friðgeir Grímsson. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Amma mín er dáin og minning- arnar leita á hugann, minningar um ömmu og um afa sem er líka dáinn. Ég man eftir sumrunum þegar ég var barn. Ég man eftir hvað mér fannst gaman að vera hjá þeim úti í garði, innan um blómin sem amma ræktaði af natni. Ég man eftir hvað ég var sæl og ánægð eftir dagsverk- ið en að launum fékk ég vænan blómvönd sem ég fór með heim. Ég man einnig eftir vetrardögunum þegar dregið var fram garn og prjónar en þau voru bæði vel fær á prjónana. Ég man hvað ég var stolt yfir prjónaskapnum hennar ömmu sem þekktur var út fyrir fjölskyld- una. Og enn situr í huga mínum sú mynd af afa þegar hann situr hjá systur minni og kennir henni að prjóna. Kröftugar stjórnmálaum- í'æður og umræður um helstu mál líðandi stundar, sem brotin vora til mergjar í stofunni heima hjá afa og ömmu, koma einnig upp í huga mér en þar hittist fjölskyldan og vinir þeirra reglubundið. Ég held að eftir þessar stundir hafi allir farið heim bæði mettir á sál og líkama vegna þess að stofan hjá afa og ömmu var vettvangur þar sem allir fengu að segja sínar skoðanir umbúðalaust. Efst í huga mér eru þær stundir sem ég og fjölskylda mín áttu með ömmu og afa þegar þau heimsóttu okkur til útlanda. Mér hitnaði um hjartarætur að finna hversu ánægð og stolt þau voru af barnabömunum sínum. Ég var innilega glöð þegar amina og afi voru hjá mér á ferming- ardegi sonar míns, svo langt frá ætt- ingjum og vinum. Og aldrei skal ég gleyma þeiiri fögra stund sem við áttum með þeim þegar afi varð 75 ára og okkur var haldin fín veisla í gömlu höllinni skammt frá heimili okkar. Amma og afi voru samhent og stóðu vörð um öll börnin sín. Það er fyrirmynd okkur öllum sem nut- um samfylgdar þeirra. Guðrún Björk. Ég á svo margar góðar minningar frá dögum og kvöldum með afa og ömmu á Sundló. Það er erfitt að minnast bara ömmu. Afi og amma voru ein heild fyrir mér. Þar sem annað var, var hitt nálægt. Ég man sérstaklega eftir því að þegar ég fékk að sofa hjá afa og ömmu þá fékk ég að vaka mun leng- ur en foreldrar mínir leyfðu og við sátum oft langt fram á nótt og spil- uðum. Þetta þótti mér sem barni mikið ævintýr. Amma kenndi mér að spila manna, vist og kana. Hún leyfði mér líka að punta mig með dótinu sínu og prófa fínu kjólana. Það var nú bara eins og að fara í heimsókn í ævintýraland. Hún tók jafnvel þátt í leiknum og við héldum tískusýningu og afi var áhorfandi. Eða þegar afi og amma voru að koma frá útlöndum og voru með full- ar töskur af skemmtilegum og skrítnum hlutum og maður fékk að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.