Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ Jfttfgmilpfiifeffr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR STÓRAUKIN samkeppni á fjármálamarkaði á milli banka, sparisjóða og verðbréfa- fyrirtækja er að skila sér með margvíslegum hætti. Landsbanki Islands hf. hefur að undanfornu tekið frumkvæði á tveimur svið- um, sem athygli vekja. Par er annars vegar um að ræða sam- keppni við hinn ríkisrekna Ibúða- lánasjóð og hins vegar stofnun nýs fyrirtækis á sviði svonefndr- ar framtaksfjármögnunar. Deilur á milh Landsbankans og Ibúðalánasjóðs, sem tekið hefur við hlutverki Húsnæðis- málastofnunar, leiddu til þess, að Landsbankinn tók ákvörðun um að halda áfram starfrækslu veðdeildar bankans og hefja samkeppni við íbúðalánasjóð um veitingu lána til fasteignakaupa. Þessi ákvörðun bankans kom á óvart en er til marks um nýja tíma á fjármálamarkaðnum hér. Að vísu má segja, að bankar og sparisjóðir haíi á undanförnum árum smátt og smátt fetað sig Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. að því marki að veita lán til langs tíma til fasteignakaupa en með ákvörðun Landsbankans verður þessi samkeppni við íbúðalánasjóð markvissari og um leið verður boðið upp á fleiri kosti eins og t.d. lán í evrum með mun lægri vöxtum en hér þekkjast en þá um leið með gengisáhættu. Nú hefur Islands- banki fylgt í kjölfarið og til- kynnt, að bankinn muni einnig taka upp veitingu húsnæðislána með markvissari hætti en áður. Þetta frumkvæði bankanna og aukin samkeppni við Ibúðalána- sjóð kemur sér að sjálfsögðu vel fyrir fasteignakaupendur, sem nú eiga fleiri kosta völ. En jafn- framt vaknar sú spuming, hvort yfirleitt sé þþrf á, að ríkið reki opinberan Ibúðalánasjóð. Til hvers og af hverju? Er ekki ástæða til að stíga skrefíð til fulls og færa þessar lánveitingar inn í banka og sparisjóði? Yrði það gert mundi það jafnframt stuðla að stóraukinni hagræð- ingu í rekstri þessara lánastofn- ana, sem að lokum kemur bæði sparifjáreigendum og lántak- endum til góða. Það er full ástæða til þess fyrir bankamála- ráðherra og félagsmálaráðherra að huga vandlega að þessu. En jafnframt vekur stofnun nýs fyrirtækis Landsbankans- Framtaks hf. athygh vegna þess, að með stofnun þess hyggst bankinn augljóslega skapa sér vettvang th að standa við bakið á stofnun nýrra fyrh’- tækja á nýjum sviðum, þar sem ávinningurinn er engan veginn öruggur. M.ö.o. Landsbankinn hyggst hefjast handa á sviði áhættufjárfestingar í nýjum at- vinnugreinum. Það er alkunna að eitt erfiðasta vandamál þeirra, sem vilja ryðja nýjar brautfr í atvinnulífi er að tryggja fjármagn til slíkrar atvinnu- starfsemi m.a. vegna þess, að hefðbundin bankastarfsemi byggist á því, að nægar trygg- ingar séu fyrir hendi. Það er fyrst með stofnun Nýsköpunar- sjóðs, sem farvegur hefur skap- azt fyrir slíkar lánveitingar og fjárfestingar hér á landi. Það á eftir að koma í ljós, hvort starfsemi Landsbankans á þessu sviði leiðir til samkeppni eða samstarfs við Nýsköpunar- sjóð en ekki óhklegt, að það verði ekki síður samstarf á milli þessara tveggja aðUa. Þetta skapar alveg ný viðhorf á mörg- um sviðum atvinnulífsins. Fjöl- mörg dæmi eru um það frá öðr- um löndum, ekki sízt Bandaríkj- unum, að áhættufjármögnun hefur leitt til mikilla umskipta í atvinnulífi. Slíkt getur einnig gerzt hér, nú þegar tveir öflugir aðilar hafa haslað sér völl á þessu sviði, þ.e. Landsbankinn og Nýsköpunarsjóður. NYJUNGAR Á FJÁRMÁLA- MARKAÐI 6Þessar athuga- •semdir hef ég rit- að inní eintak mitt af Sturlungu: Til athugunar: I Is- lendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, 192. kap. segir um Þórð kakala: „Er þar mikil saga frá Þórði“ og litlu síðar: „Er frá honum mikil saga.“ Af þessu má sjá að Þórðar saga er eldri en þessi kafli Islendinga sögu og Sturla forðast að endurtaka hana. En svona pennaglöp koma einnig fyrir í Njáls sögu, þegar lýst er kvonfángi Marðar Valgarðs- sonar. Guðbrandur Vigfusson segir að Sturla hafi ritað bæði Þórðar sögu kakala og Þorgils sögu skarða og séu þær eldri en Islendinga saga. Aldur Þorgils sögu er óvissari en Þórðar sögu. Auk þess sýnir lýsingin á Þórði Þorvaldssyni Vatnsfirðingi og Gunn- laugi ormstungu að Islendinga saga er eldri en áður var talið, skrifuð eftir 1272 hafa merkir fræðimenn einsog Björn M. Olsen og Pétur Sigurðsson talið, en það er of seint með tilliti til Gunnlaugs sögu. Guðbrandur Vigfús- son sýndi fram á að Lambkár ábóti skrifaði Prestssögu Guðmundar Ara- sonar. Hann bjó hjá Sturlu á Staðar- hóli 1242 til um ‘47. Þórður kakali deyr 1256 en Þorgils skarði er veginn tveimur árum síðar. Þórðar saga er rituð fyrir 1255. Einkennilegt er að engin sér- •stök saga skuli vera af Gizuri jarli. Hann var þó alls ráðandi í land- inu frá því hann verður jarl 1258 og til dauðadags 1268, í heilan áratug. Skyldi hann hafa verið ánægður með þau rit sem þá höfðu verið saman sett? Sturla gefur í skyn í kaflanum um Apavatnsför að hann hafi ekki síður sótt efni til hans en annarra, þegar hann skrifaði Sturlungu. Þar er þessi eftirminnilega setning, rituð af Sturlu Þórðarsyni inní frásögn ís- lendinga sögu af Apavatnsför: „Það er sögn Gizurar sjálfs, að þá er þeir námu staðar í hrauninu fyrir ofan Álftavatn og sátu á baki, og þagði Sturla (Sighvatsson) svo um hríð. Og er svo hafði verið um stund, mælti hann: „Ríðum enn.“ Hefir Gizur þá helzt grunað, hvort Sturla efaðist þá eigi, hvern veg hann skyldi af gera við hann og enn fleiri menn aðra.“ Gizur er einsog margir aðrir einn af heimildar- mönnum Sturlu Þórð- arsonar. Ennfremur: Lýs- •ingin á Snorra og Þórði Þorvaldssonum og Oddi Þórarinssyni gengur aftur í ýmsum ritum, bæði í Njálu (Skarp- héðinn og Gunnar á Hlíðarenda) og Þiðriks sögu, sömu eða svipuð orð notuð í lýsingunum, þær eru sprottn- ar úr umhverfi Sturlu en fara þaðan inní þessi rit. Snorri og Þórður eru vegnir 8. marz 1232. Sá kafli hefur h'klega verið ritaður skömmu síðar, þannig að hann kemst inní Þiðriks sögu 1240-1250, en Oddur deyr 1255, þannig að Þiðriks sögu er lokið eftir það. Persónulýsingar hennar virðast helzt komnar úr Islendinga sögu. Nei, engin saga af Gizuri jarli. Aft- ur á móti eru sérstakar sögur af for- ingjum Sturlunga, Þórði kakala sem kom út til Islands 1242, fer utan al- farinn 1250 og deyr 1256, og Þorgilsi skarða sem kemur út 1252 eftir að hafa hitt Þórð kakala í Noregi og deyr 1258. Engin sérstök saga er heldur af Kolbeini unga eða Hrafni Oddssyni sem er þó önnur aðalper- sóna Árna sögu byskups og kemur víða við sögu annars staðar. Þorgils og Þórður kakali hljóta •að vera aðalheimildarmenn sagna sinna, en ýmsir aðrir hafa einnig upplifað marga atburðina, s.s. Þórður Hítnesingur, mágur Þorgils, sem oft er með honum á eintali við hann í sögunni, og Sturla Þórðarson sem einnig er mikið sagt frá, m.a. eintölum þeirra. Án frásagna þeirra beggja væri sagan ekki saman sett. Sturla orti drápu mikla um Þorgils skarða og er hún notuð í sögu hans. Ber allt að sama brunni: Helzti sagnaritari 13. aldar, arftaki Snorra Sturlusonar, stjórnar ferðinni hér sem víðar. Auk þeirra sem nefndir hafa verið hefur höfundur Þorgils sögu þurft að afla heimilda hjá Hrafni Oddssyni, Kolbeinn ungi er einn af heimildarmönnum Þórðar sögu og svo hefur Gizur lagt ýmislegt til Þorgils sögu. Þessar sögur hafa verið skrifaðar einsog vandlátir blaðamenn afla heimilda sinna nú á dögum. En þá hafa ýmsir safnað í sarpinn og verið höfundum innan handar. Þeir hafa unnið skipulega og markvisst að þessum miklu verkum sínum. Sturla Þórðarson er ekki •langt undan í Þórðar sögu kakala og hann hefur haft hönd í bagga með ritun Þorgils sögu skarða, ef hann er þá ekki sjálfur höfundur hennar. Sturla virðist vera jafnhrif- inn af Þorgilsi frænda sínum og Sturlu Sighvatssyni, fylgir honum fast, biður hann vera varan um sig og minnist við hann, þegar þeir sættast endanlega. Sturla er kallaður sátt- gjarnlegur í Þorgils sögu. Þorgils segir á einum stað: „Mjög vilja mig öll strá stanga," en það er í samræmi við ljóðrænan texta Njálu. Sturla þakkar Þorgilsi vel „svo mikla frændsemi sem hann hefði honum sýnt“. Og enn: „Skildu þeir þá með inum mestum kærleikum." Og í miðjum deilum Sturlu og Þorgils í upphafí sögunnar segist Sturla ekki vilja standa yfir drápi Þorgils, frænda síns, „og vita það víst, að hann þætti aldrei slíkur maður sem áður“. I þessum orðum er raunar fólginn siðferðisboðskapur Njáiu. Nokkru síðar segir hann með aigjöru jafnaðargeði þess óhlutdræga manns sem skrifaði Islendinga sögu: „Hrafn kvað aldrei mark að, hvað hann (Þorgils) segði, og kvað hann allt ljúga mundu.“ Sturla mælti: „Satt mun hann segja, - er það eigi skap Þorgils eða þeirra frænda." Við höfum reynslu fyrir því að Sturla Þórðarson gat talað um sjálf- an sig einsog hverja aðra þriðju-per- sónu, af fullkomnu hispursleysi. En í Þorgils sögu er margt sagt sem engir vissu nema þeir tveir, Sturla og Þorgils. I lokin er samin heigisaga um Þorgils skarða líkt og Sturlu Sig- hvatsson í Islendinga sögu og vitnað til vígs Tómasar erkibyskups í Kantíu, eða Kantaraborg, en Þor- varður Þórarinsson sat uppi með skömmina af því vígi. Þorgils var svo þekkilegur dauður að líkami hans minnti ekki á neitt fremur en Njál, einsog honum er lýst eftir brennuna. Má það vera hending ein, þótt ekki sé það líklegt. M. HELGI spjail 8 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 33 RE VKJAVÍ KURBRÉF Laugardagur 23. janúar Þingkosningarnar, sem eru framundan í maí- mánuði, setja nú í vaxandi mæli svip á þjóðlífið og þjóðmálaumræður. Próf- kjör eru nánast um hverja helgi og harkan í próf- kjörsbaráttunni verður stöðugt meiri. Yfirleitt hefur meiri friður ríkt innan Framsóknarflokksins en flestra annarra flokka um framboðsmál, en það er liðin tíð eins og sjá mátti í prófkjörum flokksins, bæði í Reykjavík og í Norðurlandi eystra. Úrslitin í prófkjöri Framsóknarmanna í Norðurlandi eystra sýna, að fram er komin á vettvangi flokksins ný kona, Valgerður Sverrisdóttir, sem líkleg er til skipa áber- andi sess í forystusveit framsóknarmanna á næstu árum, ásamt þeim Ingibjörgu Pálma- dóttur og Siv Friðleifsdóttur. Sigur Valgerð- ar í baráttu hennar við Jakob Björnsson, fyrrum bæjarstjóra á Akureyri, var svo af- gerandi, að eftir var tekið. Meiri vangaveltur eru um það, hvemig skilja má úrslitin í prófkjöri framsóknar- manna í Reykjavík. Þingmennimir tveir, Finnur Ingólfsson og Olafur Orn Haralds- son, fengu að vísu afdráttarlausa kosningu. Að hinum síðarnefnda var sótt af einum at- kvæðamesta borgarfulltrúa Reykjavíkurlist- ans, Alfreð Þorsteinssyni, sem hafði ekki er- indi sem erfiði og hefúr greinilega, að mati framsóknarmanna í Reykjavík, ætlað sér meira en þótt hefur við hæfi. Sumir töldu, að í þessari baráttu myndi Ólafur Öm standa höllum fæti, ekki sízt vegna þess, að Alfreð á sér margfalt lengri sögu innan flokksins. Ólafur Örn hefur hins vegar komið fram á sjónarsviðið sem einn sterkasti talsmaður Framsóknarflokksins í umhverfis- og nátt- úruverndarmálum, sem hefur áreiðanlega dugað honum vel í prófkjörsbaráttunni og á að baki frækilegt afrek, þar sem var gangan á Suðurpólinn. En hvernig á að túlka árangur Finns Ing- ólfssonar, viðskiptaráðherra og varafor- manns flokksins í prófkjörinu? Er það við- unandi niðurstaða fyiir nýkjörinn varafor- mann og ráðherra, sem setið hefur fjögur ár í ríkisstjórn, að fá rúmlega 57% greiddra at- kvæða í fyrsta sæti listans? Sjálfur telur ráðherrann svo vera. I samtali við Morgun- blaðið í dag, laugardag, segir hann m.a.: ,,Aðalatriðið er að listinn er mjög sterkm-. Eg er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og tel, að listinn geti náð mjög góðum ár- angri í kosningunum í vor.“ Síðan segir Finnur Ingólfsson: „Það er vitað, að það var talsverð liðssöfnun inn í flokkinn fyrir próf- kjörið. Ég var enginn þátttakandi í því og kom með sárafáa menn inn á mínum vegum. Alfreð segir sjálfur, að hann hafi komið með 400 manns og Arnþrúður (Karlsdóttfr, inn- skot Mbl.) með á þriðja hundrað manns, hef ég heyrt. Þess vegna held ég að þetta eigi að teljast mjög góð niðurstaða." Segja má, að þessi úrslit séu svolítið mót- sagnakennd fyrir ráðherrann. Annars vegar er ljóst, að framboðslistinn er skipaður á þann veg, sem hann sjálfur stefndi að. Hins vegar er útkoma hans sjálfs á mörkum þess að vera frambærileg. Alla vega er ljóst, að þessi úrslit era umhugsunarefni fyrir hinn nýja varaformann Framsóknarflokksins, sem augljóslega stefnir að því að taka við flokknum af Halldóri Ásgn'mssyni og hefur unnið markvisst að því að byggja upp sjálf- stæðan valdakjarna innan flokksins. Vel má vera, að það hafi háð Finni Ing- ólfssyni í prófkjörsbaráttunni, að niðurstaða liggur enn ekki fyrir í rannsókn svonefnds Lindarmáls, sem mjög var til umræðu í tengslum við Landsbankamálið vorið 1998. Það verði ekki fyrr en því máli verði lokið, án þess að ráðherrann verði fyrir áfóllum, að augljós pólitískur styrkur hans komi að fullu fram. Um önnur framboðsmál er lítið að segja á þessu stigi málsins. Þó má gera ráð fyrir, að varaformannskjör í Sjálfstæðisflokknum komist á dagskrá á næstu vikum. Á þessari stundu hefur enginn lýst formlega yfir fram- boði sínu til varaformanns, þótt áskoran hafi komið fram úr röðum sjálfstæðiskvenna á Sólveigu Pétursdóttur, alþingismann, að gefa kost á sér. Hún hefur hins vegar ekki gefið formlega yfirlýsingu um framboð og ekki heldur þeir tveir ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins, sem nefndir hafa verið í þessu sambandi, þeir Geir H. Haarde, fjármála- ráðherra og Bjöm Bjarnason, menntamála- ráðherra. Nafn Sigríðar Önnu Þórðardóttur, formanns þingflokks sjálfstæðismanna, hef- ur einnig verið nefnt. Þótt nöfn þessara ein- staklinga hafí verið til umræðu, liggur ekk- ert fyrir um það, hvort eða hverjir úr þess- um hópi gefi kost á sér og varasamt að ganga út frá nokkra sem vísu í þeim efnum. Þá má heldur ekki gleyma því, að bæði formanns- og varaformannskjör fer þannig fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að fulltrúar á landsfundi skrifa á atkvæðaseðil nafn þess, sem þeir vilja kjósa og era ekki bundnir af formlegum yfirlýsingum um hverjir séu í framboði. Þessi regla var tekin upp á landsfundi flokksins árið 1961, þegar Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður flokksins í fyrsta sinn og var það að hans framkvæði. Varaformannskjörið á landsfundi mun hins vegar vekja mikla athygli vegna þess, ekki sízt, að varaformaður Sjálfstæðis- flokksins hefur alltaf gegnt veigameira hlut- verki í Sjálfstæðisflokknum en varaformenn annarra stjórnmálaflokka. Hins vegar er varaformennska í Sjálfstæðisflokknum eng- in trygging fyrir því, að varaformaður taki við af formanni. Til marks um það er sú staðreynd, að hvorki Gunnar heitinn Thoroddsen né Friðrik Sophusson, sem hafa verið varaformenn Sjálfstæðisflokksins mestan hluta síðustu tæpra fjörutíu ára, hafa verið kjörnir formenn flokksins. Prófkjörsbarátta innan Samfylkingarinn- ar i Reykjavík, Reykjaneskjördæmi, Norð- urlandskjördæmi eystra og víðar er rétt að hefjast og engan veginn ljóst á þessari stundu, hvernig línur leggjast á þeim víg- stöðvum. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að langvarandi samningaviðræður um fyrirkomulag framboðsmála og prófkjöra hafa skaðað Samfylkinguna mjög og það fer alveg eftir úrslitum prófkjöranna, hvort henni tekst að ná sér á strik að ráði. Tómarúmið á vinstri vængnum, sem ráða- leysið í Samfylkingunni hefur skapað á und- anfórnum vikum, hefur áreiðanlega styrkt stöðu Steingríms J. Sigfússonar og félaga hans, en örlög þeirra hljóta að fara mjög eft- ir því, hvort Samfylkingunni tekst að bæta stöðu sína í kjölfar prófkjöranna. Fundarsókn á landsþingi Frjálslynda flokks Sverris Hermannssonar, í morgun, laugardagsmorgun, vekur óneitanlega at- hygli og ekki fer hjá því, að hún verði for- ystumönnum annarra flokka nokkurt íhug- unarefni. ÞÓTT PRÓFKJÖR Málefnin og úrslit í þeim séu alltaf skemmtilegt umræðuefni á meðal fólks er málefnastaðan í upphafí kosningabaráttunnai- öllu áhuga- verðari, þegar til lengri tíma er litið. Margir era og hafa verið þeirrar skoðun- ar, að deilan um fiskveiðistjórnkerfið muni setja mjög mark sitt á kosningabaráttuna. Til þess liggja tvær ástæður; annars vegar sú, að andstaða almennings við óbreytt kerfi blasir við og gefur andstæðingum stjórnar- flokkanna færi á að rækta þann jarðveg og hins vegar hefur dómur Hæstaréttar skapað alveg ný viðhorf í þeim efnum. Ganga má út frá því sem vísu, að einhverjfr aðilar láti á það reyna fyrir dómstólum, jafnvel á næstu vikum, hver afstaða Hæstaréttar er til 7. gr. laganna um stjórn fiskveiða. Yfirleitt hefur verið gengið út frá því sem vísu, að Samfylkingin mundi gera þetta mál að helzta kosningamáli sínu. Á hinn bóginn vita allir, að Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti hafa ekki verið samstiga í þessu máli á mörgum undanförnum áram. Þess vegna má telja líklegt, að stefna Sam- fylkingarflokkanna muni ekki ganga eins langt og Alþýðuflokkurinn hefur viljað gera, heldur verði hún einhvers konar málamiðlun á milli sjónarmiða, sem uppi hafa verið inn- an þessara tveggja flokka. Að vísu fer ekki á milli mála, að meiri samhljómur hefur verið á milli skoðana þeirra á síðustu misseram en áður. Það er erfitt að ráða í þessa stöðu. Ef hugsanlegur nýr dómur í Hæstarétti félli fyrir kosningar myndi dómsniðurstaðan verka sem sprengja í kosningabaráttunni á hvom veginn sem hún yrði. Á hinn bóginn má telja fremur ólíklegt, að niðurstaða í Hæstarétti kæmi svo snemma úr því sem komið er, jafnvel þótt málið fengi flýtimeð- ferð. Ef gengið er út frá þeirri forsendu, að slíkur dómur falli ekki fyrir kosningar, horf- ir málið töluvert öðra vísi við. Staðreyndin er sú, að innan beggja stjórnaifilokka, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa menn á undanfórnum mánuðum hneigzt til þess að leita málamiðlunar og sátta, sem all- ir aðilar málsins gætu fallizt á. Hin harða skipting í tvær fylkingar er smátt og smátt að hverfa og æ fleiri gera sér grein fyrir nauðsyn þess að leysa deilurnar. Þetta viðhorf kom skýrt fram í ræðu Þor- steins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, á fundi á Suðurnesjum sl. mánudagskvöld og skýifi var frá og fjallað um hér í blaðinu fyr- ir nokkram dögum. Þetta kom einnig fram í máli Sturlu Böðvarssonar, alþingismanns Sjálfstæðisflokks í Vesturlandskjördæmi, í umræðum á Alþingi um breytingar á lögun- um um stjórn fiskveiða í kjölfar dóms Hæstaréttar. Talsmenn Framsóknarflokks hafa ítrekað gefið hið sama til kynna. Þegar litið er til þessara viðhorfsbreyt- inga innan beggja stjórnarflokka má gera ráð fyrir að línumar verði alls ekki eins skarpar í kosningabaráttunni á milli ólíkra sjónarmiða og við höfum búið við allan þenn- an áratug. í þessum efnum verður ekki sízt fróðlegt að fylgjast með því, hvernig lands- fundur Sjálfstæðisflokksins ályktar um þetta mál í marz. Ef það er rétt mat, að innan allra stjórn- málaflokka sé stefnt að sáttum m.a. vegna þess, að langflestir stjórnmálamenn gera sér grein fyrir, að það gengur ekki lengur að hafa þetta mál óleyst, má búast við að deilur um fiskveiðistjórnun verði ekki eins áber- andi í kosningabaráttunni og ella hefði orðið, þótt fiskveiðimálin verði eftir sem áður eitt þeirra málefna, sem hæst ber. En jafnframt er ljóst, að annað málefni hefur á undanförnum mánuðum verið að koma fram sem átakamál og er líklegt til að verða ofarlega á blaði í kosningabaráttunni, en það era hálendismálin, eða umhverfis- og náttúravemdarmál í víðum skilningi. Spurn- ingin um það hvar á að virkja og hvernig. Stofnun Umhverfissamtaka Islands, ráð- stefna Landvemdar í dag, laugardag og fjöl- margt annað er vísbending um, að fátt sé fólki hugleiknara um þessar mundir en framtíð íslenzku óbyggðanna. Þetta á ekki sízt við um ungt fólk eins og m.a. kom í ljós, þegar tvær ungar stúlkur föstuðu mikinn hluta desembermánaðar til þess að vekja at- hygli á málinu. Óhikað má fullyrða, að framtíð óbyggð- anna er að verða málefni, sem er ekki síður viðkvæmt og vandmeðfarið fyrir stjórnmála- flokkana en fiskveiðimálin. Málið er snúið. Eins og venjulega má finna öfga á báða bóga. Sumir tala á þann veg, að sjálfsagt sé að fylgja sömu virkjunarstefnu og mótuð var fyrir fjöratíu áram. Aðra mætti skilja þannig, að við ættum að hætta að vfrkja. Þeir sem hugleiða þessi málefni af yfirvegun gera sér auðvitað ljóst, að við getum ekki hætt að virkja, en um leið er ekki hægt að leggja sama mælikvarða á það, hvað telst hagkvæm virkjun og áður var gert. Einn þeirra, sem bersýnilega hafa áttað sig á þessu, er Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, eins og fram kom í viðtali við hann í Degi sl. þriðjudag en hann sagði m.a.:“Sá möguleiki kann að vera fyrir hendi, að hægt sé að nýta sömu árnar með öðram hætti en þeim hagkvæmasta og ódýrasta. Kostnaðurinn verður þá eitthvað meiri og munurinn frá hagkvæmasta kostinum væri það gjald, sem við værum að greiða fyrir náttúraverndina. Þetta tel ég að menn eigi að fara í að skoða og er hér með í undirbún- ingi.“ Forystumenn Sjálfstæðisflokksins gera sér augljóslega grein fyrir því í hvaða far- veg þessar umræður eru að þróast. Það má marka af því, að Davíð Oddsson, fonnaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ávarp á ráð- stefnu Landverndar í hádeginu í dag, laug- ardag, og lýsti m.a. þeirri skoðun, að ekki væri grundvallarágreiningur í málinu. „Ég leyfi mér að fullyrða, að allur þorrj íslend- inga vilji annars vegar að við verndum perl- ur hálendisins og höldum merkum náttúra- fyrirbæram ósnortnum og hins vegar að við nýtum hreinar orkulindir hálendisins, byggðum landsins og öllum almenningi til hagsbóta,“ sagði forsætisráðherra. Innan Sjálfstæðisflokksins er hafinn víðtækur undirbúningur að umræðum og ályktun um þetta mikla mál á landsfundi flokksins í marz. Það gerir umræður og ákvarðanir um þetta mál enn flóknara, að landsbyggðin hefur eins og vænta mátti sín sjónarmið fram að færa. Augljóst er, að Austfirðingar binda miklar vonir við byggingu álvers á Austfjörðum í tengslum við stórvirkjun norðan Vatnajökuls. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður Austurlandskjördæmis, hefur tekið mjög afdráttarlausa afstöðu í þessum efnum eins og gera mátti ráð fyrir. Að vísu eru fréttir, sem berast frá Norsk Hydro, ekki uppörvandi. Þær benda til þess, að eitthvað hafi dregið úr áhuga fyrir- tækisins á því að byggja stórt álver á Aust- urlandi. Þó era þessar fréttir mjög mis- vísandi og alla vega er ekki vitað til þess, að forrráðamenn fyrirtækisins hafi gefið slíkt til kynna við íslenzk stjórnvöld. Við skulum hins vegar ekki gleyma því, að stóru alþjóðlegu álfyrirtækin vilja hafa mörg járn í eldinum. Þau halda uppi við- ræðum við marga aðila samtímis til þess að athuga, hvar bezt verður boðið og síðan draga þau sig í hlé, ef þróunin á álmörkuð- um verður óhagstæð. Þetta kom berlega í ljós í viðræðum okkar fyrir áratug við Atl- antsálfyi-irtækin. Markaðsþróunin í áli hef- ur verið neikvæðari en búizt var við t.d. þegar ákvörðun var tekin um byggingu ál- versins við Grundartanga. Þess vegna er alls ekki víst, að við stöndum frammi fyrir nokkurri ákvörðun um byggingu álvers og stórvirkjunar á Austurlandi á næstu mán- uðum. Raunar er mjög varasamt fyrir Aust- ffrðinga að byggja framtíð sína á slíku. Um- ræður um stóriðju á Islandi hafa staðið í u.þ.b. eitt hundrað ár. Þær hafa leitt til byggingar tveggja álvera og einnar járn- blendiverksmiðju. Það er allt og sumt. Aldraðir og öryrkjar helztu umræðuefnum ÞRIÐJA MALIÐ, sem kemst á dag- skrá við og við, en er þess eðlis, að það ætti að verða eitt af kosningabaráttunnar, era málefni aldraðra og öryi’kja. Það er nauðsynlegt, að hagsmunamál þessara þjóð- félagshópa komi til frekari umræðu en verið hefur og af mörgum ástæðum. Það má færa rök að því, að hálfgert neyð- arástand ríki í vistunarmálum gamals fólks vegna þess hversu langur biðtími er eftir plássi á dvalar- og hjúkranarheimilum fyrir aldraða. Þetta neyðarástand blasir ekki við opinberlega nema í tölulegum upplýsingum eins og þeim, sem fram komu hér í blaðinu fyrir nokkram dögum um tveggja ára bið- tíma. En fyrir fjölskyldur, sem standa frammi fyrir því, að gamalt fólk getur ekki lengur búið heima hjá sér, getur ekki farið ferða sinna, gleymir að slökkva á eldavél eða kerti o.s.frv. er þetta jafngildi neyðar- ástands. Afkoma aldraðra og öryi-kja er líka alvar- legt umhugsunarefni. Segja má, að þessum þjóðfélagshópum hafi verið tryggð lág- marksafkoma - en er það nóg? Því má ekki gleyma, að kynslóðin, sem nú er komin á eft- irlaun, er sú kynslóð, sem sá framlög sín til lífeyrissjóða brenna upp á báli verðbólgunn- ar. Séreignarsjóðimir, sem nú era að ryðja sér til rúms, era nýtt fyrirbæri, þannig að það er tiltölulega fámennur hópur, sem hef- ur safnað í sjóði til elliáranna þar. Þegar tekjutengingin var tekin upp á sín- um tíma var farið alltof langt niður í tekju- stiganum og lífeyrir skerðist við alltof lágt tekjumark. Að ekki sé talað um dæmi eins og það, sem Morgunblaðið hefur gert að um- talsefni síðustu daga, þar sem öryrkja er beinlínis refsað fyrir að lifa sparlega og koma sér upp öryggissjóði með því að leggja fyrir af örorkubótum og neita sér um flest það, sem nútímafólk telur til sjálfsagðra lífs- þæginda. Aldraðfr og öryrkjar eiga sér of fáa málsvara á opinbemm vettvangi. Það er í rauninni furðulegt hve talsmönnum þeirra, sem minna mega sín, hefur fækkað mjög. Að vísu má segja, að breyting sé að verða á þessu, ekki sízt fyrir tilverknað samtaka aldraðra, sem hafa verið óþreytandi við að vekja athygli á þessum málefnum. En með sama hætti og Clinton Banda- ríkjaforseti hefur kosið að setja málefni al- mannatrygginga á dagskrá með svo afger- andi hætti að eftir er tekið um allan heim mundi það verða þeim stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum til framdráttar, sem gerðu slíkt hið sama hér, ekki vegna þrýst- ings frá hagsmunasamtökum aldraðra, held- ur vegna þess, að málefnið er þess virði, að um það sé rætt og fjallað. „Við skulum hins vegar ekki gleyma því, að stóru alþjóðlegu álfyrirtækin vilja hafa mörg járn í eldinum. Þau halda uppi við- ræðum við marga aðila samtímis til þess að athuga, hvar bezt verður boðið og síðan draga þau sig í hlé, ef þróunin á álmörkuðum verð- ur óhagstæð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.