Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 11 það alveg eins byggst á heppni og nokkru öðru að reksturinn gekk vel. En maður kemst bara hálfa leiðina á heppninni, maður þarfnast þekk- ingar. Ég er íþróttafræðingur og hafði ekki mikið vit á fjármálum. En ég áttaði mig snemma á því að hug- myndir geta skapað fjármagn, en fjármagn ekki hugmyndir. - Hver neyddi þig til að gera við- skiptaáætlun í Svíþjóð? Það var bankakerfið. Ég keypti stórt fyrirtæki og fékk strax vilyrði fyrir því að fyrirgreiðsla væri möguleg en varð að skila nákvæmri rekstraráætlun og ítarlegri við- skiptaáætlun. Ég kunni ekki að gera þetta, en það reyndist ekki eins flókið og ég hélt. Það er meira að segja hægt að fá tölvuforrit sem hjálpa manni og mér þótti skemmti- legt að læra þetta. Breyttir tímar kreijast breyttra vinnubragða - Hvers vegna þarf að hvetja fólk til að stofna fyrirtæki? Hefur dregið úr frumkvæði á þvi sviði hér á landi? Össur: Nýsköpun er að breytast. Karlar eins og ég eru að hverfa, þetta er að verða meiri teymis- vinna. Oft eru þróunarverkefni þannig að þau þarf að vinna í stór- um hóp, sem eru skynsamlegri vinnubrögð. Það er kannski ekki eins auðvelt og var fyrir einstak- linga, sem fá góða hugmynd, að koma henni áfram. En ef maður hefur nógu góða hugmynd og getur sýnt fram á að hún sé raunhæf, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að menn fari út í rekstur. Páll: Það þarf uppfinningamann til að það verði til hugmynd. Til að þróa hugmyndina og gera hana að veruleika þarf frumkvöðul. Það er best þegar uppfinningamaðurinn og frumkvöðullinn sameinast í sama einstaklingi, líkt og í Jónínu, Össuri og Helga. Það þarf líka hæfni til að lýsa hugmyndinni og útfærslu lausnar- innar. Við íslendingar eigum mikið af uppfinningamönnum. Ef til vill getur þessi samkeppni orðið til að hjálpa þeim að ná betri fótfestu. Ólafur: Ég hef engan mælikvarða í sjálfu sér á hvort það er að draga úr nýsköpun hér á landi, en held þó að svo sé ekki. Menn fá enn hug- myndir, en hraðinn hefur aukist í þjóðfélaginu og viðskiptalífinu. í þessu átaki erum við að bjóða upp á ákveðna tækni til að koma hug- myndum á framfæri. Þannig gæti þetta orðið að gagni og leitt eitthvað af sér. Til okkar [KPMG] koma menn nánast á hverjum degi með hugmyndir sem þeir vilja koma á framfæri. Spumingin snýst um að koma hugmyndunum í þann búning að hægt sé að kynna þær og meta. Það er verið að bregðast við raun- verulegri þörf. Össur: Frumkvöðull með góða hugmynd vill fá fjármagn og stuðn- ing til að gera hana að veruleika. Það er mikilvægt að styðja það, en það þarf líka að gera sér grein fyrir að það er bara lítill hluti af dæminu. Til þess að gera viðskiptaáætlun þarf maður að hafa hugmynd um hvað maður ætlar að gera við þessa vöru sem verið er að þróa. Hvernig við ætlum að nálgast markaðinn og selja hana. Það gagnar ekkert að hafa góða vöru ef ekki er hægt að koma henni á markað. Við [í Össuri] erum með fullþró- aðar vörur sem verið er að þróa frekar. En mikilvægasta þróunar- starf okkar í dag er ef til vill í mark- aðsmálum - ekki í vöruþróun. Til að koma þessari sýn í framkvæmd þarf að gera viðskiptaáætlun. Hún bygg- ist ekki bara á því umhverfi þar sem þróunin fer fram heldur á heildar- dæminu. Ekki endilega frumlegar hugmyndir Guðfinna: Það er mikilvægt að það komi fram að hugmynd sem gerð er viðskiptaáætlun um þarf ekkert endilega að vera frumleg, það er meira að segja betra að hún sé ekkert mjög frumleg! Oft sér maður einhverja þörf og möguleika á að bæta lausn á henni við rekstur sem fyrir er. Það er líka hægt að nýta erlenda strauma, sjá fyrir þró- un sem á eftir að koma hingað. Það er auðveldara að stofna fyrirtæki sem þú veist að líkist fyrirtæki sem er í sterkum rekstri annars staðar. Hugmynd þarf heldur ekki alltaf að vera kveikja að nýju fyrirtæki. Það þarf einnig að hlúa að hugmyndum sem kvikna innan rótgróinna fyrir- tækja svo þær verði til nýsköpunar þar. Albert Einstein var mikill hugs- uður. Hann sagði að hann hefði í raun ekki komið fram með neitt nýtt heldur staðið á öxlum annarra sem hefðu lagt grunninn að hans vinnu. Við eigum líka að leyfa okkur að standa á öxlum annarra - ég er þar að tala um að læra af hugmynd- um og verkum annarra - þó með arfyrirtæki. Hér er hægt að fá mjög gott fólk og það er margt gott við umhverfið sem við höfum. En ég held að svona sértækar aðgerðir og sjóðakerfi sé ekki það sem við þurfum. Við þurfum bara gott al- mennt rekstrarumhverfi, almennar aðgerðir. Ekki einhverja menn sem koma og lesa viðskiptaáætlanir og koma með fullt af peningum í mál- ið. Jónína: Ég er svolítið ósammála þessu og tel að þarna sé eitt stærsta vandamálið á íslandi. Við höfum gleymt þessum þætti [viðskiptaá- ætlunum] allt of lengi. Það sem maður getur ekki reiknað út getur maður ekki rekið. auðvitað að skilgreina hana. Ég er ekki alveg sáttur við það sem þú segir varðandi viðskiptaáætlanir. Fylla út eyðublöð! Megininntak við- skiptaáætlunar er að frumkvöðull- inn lýsi sýn sinni. Það er erfitt að hrinda verkefm af stað í dag án þess að fá stuðning frá öðrum, hvort sem hann er fjárhags- legur eða annars eðlis. Auðvitað vilja aðilar „úti í bæ“ geta lagt mat á hverja þeir eigi að styðja og hverja ekki. Þeir sem komu að verkefni Helga voru bara svo heppnir að þar var maður með hug- mynd sem gekk upp. Þeir gerðu ekki kröfur um að hann skrifaði mikla ritgerð um hana til að sann- S Olafur Nilsson LÖGGILTUR endurskoðandi 1964. Rak eigin endurskoðunar- stofu til 1967, skattrannsóknar- stjóri 1967-1975 en stofnaði þá ásamt Guðna S. Gústafssyni og Helga V. Jónssyni Endurskoðun hf, nú KPMG Endurskoðun hf. sem er stærsta endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki landsins. „Við [í Össuri] erum með fullþróað ar vörur sem verið er að þróa frek- ar. En mikilvægasta þróunarstarf okkar í dag er ef til vill í markaðs- málum - ekki í vöruþróun. Til að koma þessari sýn í framkvæmd þarf að gera viðskiptaáætlun.“ Össur Kristinsson STOÐTÆKJ AFRÆÐIN GUR, stofnandi og aðaleigandi Össurar hf. Lauk námi í Svíþjóð 1971 og stofnaði fyrirtækið sama ár. Frumkvöðull og uppfínninga- maður á sviði stoðtækjasmiði og hefur hlotið fjölda viðurkenninga innan lands og utan. skilyrði Einsteins: Að taki maður hugmynd þá verði maður að betrumbæta hana! Gott almennt rekstrarumhverfí - Hvernig tekur íslenskt við- skiptaumhverfi við þeim sem kemur með nýja hugmynd og fína við- skiptaáætlun? Er það hvetjandi eða letjandi? Helgi: Umhverfið er svolítið gam- aldags, en að mörgu leyti ágætt. Þú spurðir hvernig það væri fyrir mann að koma með nýja hugmynd og viðskiptaáætlun. Ég þekki það ekki, ég stofnaði mitt fyrirtæki ekki þannig og Össur ekki heldur; að koma með fína viðskiptaáætlun og fara að leita að fjármagni. Kannski hafa þeir sem eru hér í því hlutverki að aðstoða við nýsköp- un svolítið ranga hugmynd um hvernig nýsköpunaifyrirtæki virka. Mér finnst of mikil áhersla á við- skiptaáætlanir vera pínulítill mis- skilningur á eðli þess að stofna ný- sköpunarfyrirtæki. Ég lít svipað á viðskiptaáætlun og eyðublað. Það er gott að vera duglegur að fylla út eyðublöð og gott að fylla út við- skiptaáætlun á réttan hátt. En ný- sköpunarfyrirtæki er bara miklu meira, það er fólk og hugmyndir, áhugi, ákveðinn ferill eða þróun. - Er of mikið af eyðublöðum? Helgi: Já og nei. Island er að mörgu leyti ágætt fyrir nýsköpun- Páll: Helgi, fyrirtæki þitt spratt upp úr þekkingarumhverfinu og einhvern veginn fékkstu peninga frá fjárfestum til að koma fyrirtæk- inu í gang. Finnst þér eðlilegt að menn komi að verkefnum án þess að fá upplýsingar um hvernig eigi að vinna verkið? Helgi: Nei, mér finnst heldur ekki eðlilegt að menn fái yfirleitt neitt án þess að segja hvað þeir ætla að gera við hlutina. Mér finnst ekki eðlilegt að menn fái lán í banka án þess að fylla út eyðublöð og annað slíkt. En menn verða bara að skilja það að viðskiptaáætl- un er ekki það sem rekur fyrirtæki. Hún er bara eyðublað til að upp- lýsa fólk, sem ekki hefur aðstöðu til að kynna sér málið á annan hátt. Viðskiptaáætlun er ágætis plagg og ég hef ekkert á móti þeim sem slíkum, en maður má ekki halda að hún sé það sem málið snýst um. Össur sagði að hann hefði ekki byrjað sitt fyrirtæki á viðskiptaá- ætlun og hélt að það væri vegna þess að hann væri svo gamaldags. Ég held ekki, hann er bara að reka fyrirtæki sem virkar! Páll: Þegar Össur fór að vinna að sínum þróunarverkefnum þá sótti hann um stuðning til ýmissa verk- efna sem voru í gangi og þurfti að sjálfsögðu að standa fyrir sinni hug- mynd. Til að starfsfólkið skilji stefnumótun fyrirtækisins þá þarf færa þá. Hugmyndin tókst vel og hann náði miklum árangri. En við þurfum ekki að líta langt til baka og ég get talið upp mörg verkefni sem litu ekkert verr út, þegar frum- kvöðlarnir voru að lýsa þeim, heldur en verkefni Helga. Én þau reyndust ónýt og menn töpuðu stórfé, meðal annars vegna þess að þeir spurðu ekki réttu spurninganna og báðu ekki um viðskiptaáætlun. Ólafur: Varðandi viðskiptaáætlun er rétt að leggja áherslu á að hún er ekki síst gerð fyrir fyrirtækið sjálft, til að stjórnendur og eigendur geri sér vel grein fyrir því hvert þeir stefna og skilgreini þau markmið sem þeir setja sér. Þetta er ákveð- inn ferill sem þarf að fylgja fyrir- tækjunum, vera stöðugt í endur- skoðun en alls ekki eitthvert eyðu- blað sem er fyllt út fyrir banka eða lánastofnanir. Það nýtist vissulega í þeim tilgangi, en fyrst og fremst eru þetta áætlanir sem fyrirtækin gera fyrir sig sjálf. Það eru ekki nærri allir sem þurfa á fyrirgreiðslu lánastofnana að halda vegna nýrra áforma eða hugmynda um rekstrar- þætti. - Er það þá ekkert síður fyrir rótgróin fyrirtæki en frumkvöðla að gera viðskiptaáætlanir? Ólafur: Það eru rótgróin fyrir- tæki, til dæmis í sjávarútvegi, sem eru með ákveðna frumkvöðlastarf- semi í gangi, brydda upp á nýjung- um, nýrri framleiðslu úr sjávaraf- urðum og þess háttar. Auðvitað eru gerðar áætlanir um þetta. -Helgi, þú nefndir að þú vildir heldur sjá almennar breytingar en sértækar a ðgerðir. Hvað áttu við? Helgi: Ég hugsa að við [Flaga hf.] höfum skilað ríkinu tekjum upp á um 50 milljónir á síðasta ári. Síðan gefst okkur kostur á að sækja um alls konar styrki upp á kannski 2-3 milljónir. Mér fyndist miklu betra að það væru lægri gjöld og að fjár- magnið fengi að haldast meira inni í fyrirtækjunum, heldur en að fá að koma með alls konar eyðublöð til alls konar sjóða og fá einhverjar milljónir í styrki og lán. Mikilvægt að fínna stuðning - Hvernig er íslenskt við- skiptaumhverfí gagnvart nýjum fyrirtækjum samanborið við það sem gerist í helstu viðskiptalönd- um? Jónína: Það er mikið til í því sem Helgi var að segja. Ástæða þess að ég hræðist að færast nýtt í fang er allur kostnaðurinn sem því fylgir, auglýsingar og þjálfun starfsmanna. Það er dýrt að vera frumkvöðull! Ég var með sextíu manns í vinnu í Svíþjóð og fyrstu sex mánuðina greiddi ég einungis 40% af launum helmings starfsmanna, á meðan verið var að þjálfa starfsfólkið. Rík- ið greiddi það sem á vantaði. Þetta geta Svíar vegna þess að þar er svo mikið atvinnuleysi. Hér er maður alltaf að ráða nýtt fólk því það er svo mikil hreyfing á öllum. Maður þyrfti að fá fyrirgreiðslu líkt og í Svíþjóð meðan verið er að koma rekstri af stað. Ég fékk hugmynd um rekstur hér heima, fór í Nýsköpunarsjóð og fékk aðstoð við að móta hana. Ef ég hefði ekki sjálf átt fjármagn hefði reksturinn ekki komist af stað. Ég fékk ekki lán hjá viðskiptabönkun- um nema með því að veðsetja íbúð- arhúsið mitt, þótt ég hafi getað sýnt fram á persónulegar eignir. Það dugði ekki. Það sem ég bað um var hlægileg upphæð miðað við það sem ég er búin að velta undanfarin tutt- ugu ár. Það var ekki fyrr en ég not- aði mér persónuleg sambönd í bankakerfinu að ég fékk að breyta yfirdrætti í fimm ára lán. Það er mikilvægt að finna stuðning, bæði frá því opinbera og frá bankakerf- inu. Ástæða þess að ég ákvað að prófa bankana var að ég var í nefnd á veg- um iðnaðarráðuneytisins sem fjall- aði um það hvernig konum tekst að hefja eigin atvinnurekstur. Það er bara gjörsamlega ómögulegt! Ef ég, sem kem með tryggingar - aðrar en einbýlishúsið mitt, bið um nokkurra milljóna króna lán og er hafnað af þremur stærstu bönkum landsins! Meira að segja bankanum þar sem ég er búin að velta eigum mínum í meira en tuttugu ár. Ég get rétt ímyndað mér einhverja aðra konu sem kemur með viðskiptahugmynd og biður um lán. Það er ekki hlustað á hana nema hún eigi ríkan föður eða sé tilbúin að veðsetja fjölskyldu sína. - Áttu við að það hefði veríð bet- ur tekið við þér í bönkunum ef þú hefðir verið karlkyns? Jónína: Ég hefði kannski verið beðin um viðskiptaáætlun. Ég spurði hvort ég ætti að skila ein- hverju, en það var ekki óskað eftir því. Þjóðfélagið er heldur ekki nógu vinveitt smáfyrirtækjum. Ég hef reynt að ná sambandi við stjórnmálamenn, boðið þeim í heimsókn í fyrirtækið, en það er ekki einu sinni hringt til að af- þakka boðið. Hrokinn er þvílíkur! Þessu verður að linna, þetta eru ekki persónulegar árásir heldur gagnrýni á kerfið. Við getum ekki sætt okkur lengur við þetta. - Guðfímna, hvernig er að stofna fyrirtæki í Bandaríkjunum? Guðfinna: Þar er afskaplega auð- velt að stofna fyrirtæki. Þú ferð í gegnum einfalt ferli og skráir fyrir- tækið. Svo ferðu í bankana og lendir í því sama og Jónína hér. Bankarnir eru ekkert hrifnir af áhættufjárfest- ingum nema þú hafir virkilega skráð þínar hugmyndir, skoðað mál- in í kjölinn og hafir helst sterka fjárhagslega bakhjarla sem eru til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.