Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 37 UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR Samfylkingin svarar kalli tímans NÚ STYTTIST í prófkjör Samfylkingar- innar í Reykjavík laug- ardaginn 30. janúar. Petta hefur verið stutt og snörp barátta sem hefur verið lærdómsrík fyrir mig sem aðra þátt- takendur. Vinnubrögð okkar Kvennalista- kvenna hafa verið frá- brugðin annarra að því leyti að við erum með sameiginlega kosninga- skrifstofu á vegum Kvennalistans og sam- tökin hafa staðið að sameiginlegri kynningu á frambjóðendum. Þetta vinnulag hefur stutt okkur sem heild’ og við erum stoltar af þessum vinnubrögðum, því auðvitað erum við að keppa innbyrðis eins og aðrir. Nú er að snúa bökum saman öll sem ein heild, segir Guðný Guðbjörnsdóttir, og hefja kröftuga kosningabaráttu við hinn raunverulega andstæðing, sem er núverandi ríkisstjórn. Ég hóf afskipti af stjórnmálum vegna hugsjóna minna í kvenfrelsis- og jafnréttismálum og vegna þess að mér fannst þjóðfélagið ekki taka mið af þvi að bæði konur og karlar eru á vinnumarkaði. Þó að margt hafi breyst á þeim 20 árum sem liðin eru síðan ég gekk fyrst í Alþýðubanda- lagið og varð síðan stofnfélagi í Kvennaframboðinu og Kvennalistan- um þá er enn langt í jafnstöðu kynj- anna í þjóðfélaginu. Það var mér mikið kappsmál þegar ljóst var að séríramboð kvenna svara ekki lengur kalli tímans, að finna nýja leið. Nýja leið fyrir hugsjónir okkar og baráttumál um jafnrétti og um- hverfisvemd inn í nýja öld. Sterk Samfylking Kvennalista, Alþýðu- bandalags og Jafnaðarmanna er væn- leg leið. Ég hef tekið þátt í málefnavinnu Samíylkingarinnar á öll- um stigum og er mjög ánægð með hve jafnrétt- ismálin og umhverfls- málin skipa þar háan sess. I jafnréttismálum er biýnast að útrýma launamun kynjanna, styrkja stöðu mála- flokksins lagalega og í stjómkerfinu og stór- bæta fæðingarorlof beggja foreldi-a. Þá er brýnt að endurskoða allt velferðarkerfið með hlið- sjón af því að bæði kyn eru á vinnumarkaði. Á þetta hafa öryrkjar bent með því að andmæla skerðingum lífeyris vegna hjúskaparstöðu. Þessi endurskoðun er nauðsynleg til að tryggja sem best jafnstöðu kynjanna á vinnumarkaði, til foreldraábyrgðar og þegar að ævi- kvöldinu kemur. Kosningarnar í vor Það hefur ekki farið fram hjá nein- um að nú er mjkil gerjun í íslenskum stjórnmálum. Átökin í kosningunum í vor verða um almannahagsmuni ann- ars vegar og sérhagsmunastefnu nú- verandi stjórnarflokka hins vegar. Þar verða sameiginlegar auðlindir okkar í forgrunni. Nauðsynlegt er að endurskoða stjómun fiskveiða og út- hlutun aflaheimilda í kjölfar dóms hæstaréttar og snúa þarf af stóriðju- brautinni og tryggja varðveislu ósnortinna víðerna hálendisins. Að öðm leyti mun Samfylkingin beita sér fyrir stórátaki í menntamálum og jafnréttismálum og koma velferðar- kerfinu í nútímalegra horf. Þá þarf að tryggja að lífeyrisþegar fái sína hlutdeild í góðærinu. Innri átökum okkar samfylkingar- sinna er að ljúka og nú er að snúa bökum saman öll sem ein heild og hefja kröftuga kosningabaráttu við hinn raunverulega andstæðing, sem er núverandi ríkisstjórn. I þeirri baráttu þarf Samfylkingin á ^öllum sínum liðsmönnum að halda. Ég bið um stuðning í forystusveit Samfylk- ingarinnar og í 1. sæti Kvennalistans og skora á sem flesta Reykvíkinga að taka þátt. Höfundur er alþingismaður. Guðný Guðbjömsdóttir Af sauðkindum og sykurmolum ÞÓ AÐ íslendingar byggi lítið land, eru hugmyndir þeiiTa oft jafnstórar hugmyndum annarra. Það sem okk- ur skortir stundum er peningaaflið til að veita þeim brautargengi. Aðgangur að fjármagni til rannsókna, þróunar og markaðssetningar er takmarkaðri hér en víða annars staðar sök- um smæðar og eðlis heimamarkaðarins. I mörgum tilfellum fer sala á varningi ís- lenskra hugmynda- smiða alfarið framhjá íslenska hagkerfinu, einfaldlega vegna þess að Islendingar koma ekki að nauðsynlegri frumfjár- mögnun tiltekinna verkefna. Dæmi um þetta er að finna á sviði hugbún- aðar, tónlistar, kvikmynda og vís- inda. Það fjái-magn sem íslendingar hefðu undir eðlilegum kringum- stæðum aflögu til rannsókna og þróunar hefur verið bundið í fá- mennum kjördæmum þingmanna af sauðbændastétt. Það hefur líka lengi loðað við íslenska fjármenn að vilja aðeins fjárfesta í því sem áþreifanlegt er eða loðið. Milljarða- sóun þingmanna úr sauðahúsum á undanfómum áratugum hefur sett varanlegan blygðunarroða í kinnar flestra Islendinga. Það er eðlilegt að Skallagrímar allra kjördæma sam- einist í hatri sínu og fyrirlitningu á þeim sem á þetta hafa bent. Seinheppni íslendinga í mark- aðssetningu má vafalaust rekja til þess hve margir þingmanna þjóð- arinnar, gegnum tíðina, hafa haldið því fram að markaðslögmálin væru af hinu illa en ríkisforsjá af hinu góða. Sumir þeirra, sem meðtóku fagnaðarerindið frá Komintern í Moskvu á sínum tíma, sitja enn í dag á Alþingi og hafa í raun aldrei haft þrek né þor til að gera sín mál upp í austur. Sjónarmið þeirra hafa vafalítið átt þátt í þröngsýnni fjár- festingastefnu. Margir þekkja dæmið af fmm- herjunum í Sykurmol- unum sem gengu ár- angurslaust á milli stofnana og ráðuneyta eftir að hafa verið boð- ið í heimsreisu með írsku stórsveitinni U2. Lítil ástæða þótti til að styrkja þá reisu, þó svo að um væri að ræða stærstu og við- tækustu landkynningu og söluherferð sem Is- lendingum hafði til þess tíma boðist á milljónamörkuðum. Enn þann dag í dag er atvinnugrein Sykur- molanna ósýnileg í hagtölum ríkisins. Beiðni um sér- staka skúffu eða lykil í Hagstofu hefur ítrekað verið hafnað. Greinin hefur engan aðgang að sjóðum og styrkjum ríkisins, þó að í störfum talið jafngildi hún stóra álveri og að úr henni hafi sprottið sá Islend- ingur sem víðast hefur borið hróð- ur lands og þjóðar. Peningunum hefur því miður þegar verið ráðstafað í annars kon- ar sveitum og annars konar fram- leiðslu. Fasteignir á Netinu mbl.is __AHJTAf= £/7T//VM£7 /VÝTT Milljarðasóun þing- manna úr sauðahúsum á undanförnum áratug- um, segir Jakob Frím- ann Magnússon, hefur sett varanlegan blygð- unarroða í kinnar flestra Islendinga. Þeir alþingismenn sem nú stýra ráðuneytunum koma sem betur fer ekki úr sovéska Komintern- klúbbnum. Þeir tilheyra hinsvegar sumir hverjir öðrum klúbbi sem hittist reglulega, spilar brids og leggur á ráðin um framtíð þjóðar- innar. Meðlimir brids-klúbbsins era flestir steyptir í sama mót, í lögfræðideild HI upp úr 1970 og eiga það margir sameiginlegt að hafa aldrei kynnst af eigin raun neins konar rekstri nema þá opin- beram rekstri. Það hlýtur að vera töluverður Akkílesarhæll æðstu mönnum ríkisins að hafa þannig farið á mis við eðlilega starfsþjálf- un í nútímasamkeppnisþjóðfélagi. Af þeim sökum væri eðlilegt að veita þessum ágætu mönnum nokkurra ára leyfi frá störfum, svo þeir megi snúa aftur til áframhald- andi starfa hjá hinu opinbera að fenginni dýrmætri reynslu og biýningu úr íslensku og jafnvel al- þjóðlegu atvinnuhfi. Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingar. Fréttagetraun á Netinu yÁómbl.is _^.rcrAr= eiTTHVAO hýtt Jakob Frímann Magnússon Nú er tækifæríð W.v. m M w- '1 •; • . \ ' Jóhanna í 1. sæti Pröfkjör Samfylkingarinnar 30. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.