Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 49^'
+ Marta Svein-
björnsdóttir
fæddist á Eyjólfs-
stöðum í Fossárdal
11. júlí 1908. Hún
lést á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði 20.
janúar síðast.liðinn.
Marta ólst upp í
Gautavík í
Berufírði, en var
lengst af húsfreyja
á Bræðraborg í Fá-
skrúðsílrði. For-
eldrar hennar voru
Sveinbjörn Erlends-
son, f. 16.8. 1877, d.
5.8. 1951, bóndi, fyrst á Eiríks-
stöðum í Fossárdal, svo í
Gautavík í Berufirði og síðast
á Skriðustekk í Breiðdal, og
kona hans Ingibjörg Magnús-
dóttir, f. 21.12. 1886, d. 2.7.
1970, húsfreyja. Systkini
Mörtu eru: Guðlaug, f. 28.1.
1907, d. 1976; EIís, f. 8.2. 1910;
Þórlindur, f.10.9. 1911, d.
1979; Kristín Bentína, f. 6.9.
1913; Hulda Aðalheiður, f.
21.9. 1917: Björgvin, f. 22.1.
1919, d. 1981; og Kristinn, f.
6.6. 1922, d. 1980.
Hinn 6. maí 1928 giftist Marta
Ágústi Lúðvíkssyni sjómanni,
f. 2. ágúst 1902, d. 12. maí
1936, og bjuggu þau á Búðum í
Fáskrúðsfirði. Seinni maður
Mörtu var Gunnar Emil Eiríks-
son, f. 5. janúar 1904, d. 20.
Með söknuð og þökk í huga
langar mig til að minnast móður
minnar, Mörtu Sveinbjörnsdóttur,
og umhyggju hennar. Hún átti ung
um sárt að binda, þegar eiginmaður
hennar og faðir minn, Ágúst
Lúðvíksson, fórst ásamt þremur
félögum sínum og lét eftir sig fimm
börn, þar sem ég var yngstur, eins
og hálfs árs gamall. Hann var á mb.
Kára, sem fórst með allri áhöfn í
slæmu veðri í róðri vorið 1936. Það
var í þá tíð, þegar ekkert var til
sem hét tryggingar til handa
aðstandendum þeirra sem fórust í
sjóslysum. Ég man ekki eftir föður
mínum þar sem ég var svo ungur
þegar þetta gerðist.
Móðir mín þurfti eftir þetta að
fara út að vinna hvert það verk sem
bauðst, auk þess að hugsa um fimm
ung börn. En hún var bæði dugleg
og útsjónarsöm.
Ég var 13 ára gamall þegar Emil
Eiríksson stjúpfaðir minn kom inn í
líf okkar. Hann var mikið ljúfmenni
og létti okkur öllum lífið, móður
minni og okkur börnunum. Hann
byggði m.a. við húsið okkar,
Bræðraborgina og stækkaði það um
a.m.k. helming. Hann vildi ævinlega
allt fyrir okkur gera. Emil dó árið
1972.
Móðir mín var trúuð kona og
guðrækin. Hún sótti kirkju allar
helgar og tók okkur börnin með
sér. Við liðum aldrei skort, hvorki
að því er varðaði mat né klæði. Svo
voru til hjálpsamar fjölskyldur á
Búðum, en svo hét kauptúnið þar
sem við bjuggum. Ég minnist
sérstaklega fjölskyldu
kaupfélagsstjórahj ónanna, Bj örns
Stefánssonar og Þórunnar
Sveinsdóttur, sem var mjög ljúf og
indæl kona. Einnig minnist ég
Marteins Þorsteinssonar
kaupmanns og þá dóttur hans, Jónu
Marteins, og Éinars Sigurðssonar
skipasmiðs frá Odda á
Fáskrúðsfírði. Ég ber þökk í brjósti
til alls þessa fólks fyrir hjálpsemi
þess við okkur, en allt er það nú
látið nema Björn og Þórunn, sem
búa hér í Reykjavík.
Ég vil einnig senda starfsfólki
Hrafnistu í Hafnarfirði þakkir fyrir
góða umönnun móður minnar, sem
dvaldi nokkur seinustu ár sín þar
og leið alla tið vel.
Með þessum fátæklegu skrifum
mínum þakka ég þér, kæra móðir,
allt það sem þú varst mér og
mínum. Guð blessi þig.
Þinn sonur,
Unnar.
febrúar 1972, og
bjuggn þau einnig á
Búðum. Eftir að
Emil lést bjó Marta
hjá Sigríði dóttur
sinni og fjölskyldu á
Fáskrúðsfirði og
síðan í Garðabæ allt
til ársins 1992 að
liún fliitti á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Börn Mörtu eru: 1)
Selma, f. 15.8. 1928,
gift Una G. Hjálm-
arssyni og eiga þau
sjö börn, fjórtán
bamabörn og eitt
barnabarnabarn. 2) Halla, f.
23.11. 1929, gift Þorvaldi Guð-
mundssyni og á hún fjögur börn
og fjögur barnabörn. 3) Harald-
ur, f. 8.5. 1932, d. 19.3. 1972.
Var kvæntur Lísu Guðbjarts-
dóttur og eignuðust þau einn
son og tvö barnabörn. 4) Sveinn
Birgir, f.2.10. 1933. Á hann sex
börn og ellefu barnabörn. 5)
Unnar, f. 9.11. 1934. Á hann
fimm börn og fjögur barnabörn.
6) Ágúst Heiðar, f. 23.10. 1938.
Á hann fjögur börn og tvö
barnabörn. 7) Sigríður, f. 23.6.
1948, gift Pálma Stefánssyni og
eiga þau tvö börn og eitt baraa-
barn. f dag era afkomendur
Mörtu 75.
títför Mörtu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ef sérðu gamla konu - þá minnstu móður
þinnar,
sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin
vann
og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku
sinnar,
fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann.
Mundu að gömul kona var ung og fógur
forðum
og fátækasta ekkjan, gaf Drottni
sínum mest.
Og sýndu henni vinsemd í verki og í orðum,
sú virðing hæfir henni og móður þinni best.
Því aðeins færðu skilið og metið þína móður,
að minning hennar verði þér ávallt hrein
ogskýr
og veki hjá þér löngun til að vera öðrum
góður
og vaxir inn í himin, þar sem
kærleikurinn býr.
(Höf. ók.)
Elsku mamma, amma og
langamma, Guð gefi þér þreyttri
hvíld.
Halla og fjölskylda.
Blása blíðir vindar
en tíminn stendur kyrr,
þín vagga tendruð ljóma,
björt sem áður fyrr.
Bljúgt mitt hjarta grætur
í Drottins helgidóm,
þar sem klukkur kveðja
þig með hlýjum óm.
Vaka grónir tímar
okkar stundum á,
vermast orð með alúð
mér ætíð verða hjá.
Traust þitt ofar öllu,
þinn kærleikur til mín,
þitt bros, þín lund, þín hlýja,
mér bjarta gefur sýn.
Svo sárt er þig að kveðja
hjartans móðir mín,
Lausnarans himnasmiður
Hann blessi sporin þín,
þreytta á langri göngu
svo að þér halli brá,
hvíl þú í friði þínum
nú að lokinni ævi á.
Það blása blíðir vindar
golan strýkst við kinn,
kerti þitt er slökknað
þig kveð í hinsta sinn.
Hljóma strengir þýðir,
skyggja fer í sveit,
því sest er sól í sæinn
við þinn fagra reit.
(K.E.P.)
Elsku mamma. Við kveðjum þig
með söknuði.
Þín
Sigríður og Pálmi.
Mér finnst svo ótrúlegt að þú,
elsku amma, sért dáin. Þú sem hef-
ur verið fastur liður í tilveru minni
frá því ég man eftir mér. Ég held
ég hafi ekki áttað mig á því hvað þú
varst orðin gömul. Þú minntir mig
á það í desember er þú veiktist. Þá
opnuðust augu mín fyrir því að
enginn er ódauðlegur, sama hversu
mikið maður óskar þess. Ég hafði
alltaf ímyndað mér að þú myndir
lifa aldamótin. En hversu mikils
má það sín í samanburði við þína
viðburðaríku ævi. Þú hefur mátt
þola meira en margur en einnig átt
þínar gleðistundir sem ég fékk
stundum að heyra af.
Það var auðheyrt hversu vænt
þér þótti um Gautavík, þar sem þú
varst uppalin. I hvert sinn er við
fjölskyldan keyrðum fram hjá
Gautavík á leið okkar suður baðst
þú að heilsa Einbúanum. Það var
því ávallt opnaður glugginn á bíln-
um og kallað út til Einbúans að
amma biði að heilsa. Stundum
stoppuðum við þar líka og borðuð-
um nesti eða tíndum ber.
Mér finnast það mikil forréttindi
að hafa fengið að alast upp með þig
nærri mér. Þú varst mjög hlý og
góð manneskja með mikið skop-
skyn. Þú hallaðir aldrei á neinn.
Sást frekar eitthvað í þínu fari eða
í lífinu og tilverunni. Þú sagðist
hafa lesið að þeir sem sæju létt-
leika tilverunnar myndu síður fá
hrukkur og það átti svo sannarlega
við um þig. Þú fylgdist vel með því
sem var að gerast í kringum þig,
varst inni í atburðum líðandi stund-
ar. Það var kannski þess vegna
sem ég áttaði mig ekki á þínum háa
aldri þar sem þú lifðir í núinu.
Hin síðari ár var svo gott og
notalegt að koma í heimsókn til þín
á Hrafnistu. Þú gerðir þér margt
til dundurs, sast aldrei auðum
höndum. Oft sá ég þig prjóna,
sauma út, púsla, leggja kapal, lesa
eða spila. Þegar ég var lítil spiluð-
um við mikið. Mér fannst svo gam-
an að spila og alltaf varst þú tilbúin
að spila við mig. Þú hafðir mikla
ánægju af spilamennskunni alla tíð
og voru rommý og vist í miklu upp-
áhaldi. Ég veit að þú beiðst eftir
því full tilhlökkunar alla virka daga
að fara að spila vist við vini þína er
þú varst á fimmtu hæðinni. Þegar
það kom fyrir að ég kom í heim-
sókn er þú varst að spila þá stóðst
þú strax upp til að sinna mér, elsku
amma mín. Lést fjölskylduna alltaf
vera í fyrirrúmi.
Ég er svo þakklát og ánægð að
Siggi og Eva Kristín voru þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að vera ná-
lægt þér. Þó Eva Kristín sé ekki
nema sjö mánaða þá voruð þið hvor
annarri til mikillar gleði. Þú varst
alltaf svo ánægð er við komum í
heimsókn, sama þótt þú værir orð-
in veik og meira að segja tókst
hana í fangið. Þú kættist yfir fram-
förum hennar og fannst hún alltaf
hafa stækkað á milli heimsókna.
Eva Kristín horfði líka mikið á þig
og togaði í fínu kjólana þína eða
slæðurnar. Þú leyfðir henni það
alltaf og hlóst að tilraunum hennar.
Elsku hjartans amma mín, ég,
Siggi og Eva Kristín erum svo
þakklát fyrir þann tíma sem við
áttum með þér. Þú hefur gefið okk-
ur mikið og munum við aldrei
gleyma þér. Guðs blessun fylgi þér.
Þín
Harpa.
Landið vort fagra með litskrúðug Qöllin,
leiftrandi fossa og glóð undir ís,
blár girðir særinn og gnæfir hátt nyöllin,
glitklæðin þín skóp þér hamingjudís.
(ÁTH.)
Það var einn dag í sumar. Hann
var sólskinsríkur og hlýr. Náttúran
skartaði sínum fegursta skrúða og
smáfuglarnir sungu við raust. Á
þessum degi varð elskuleg amma
mín níræð. Áfanga er náð og allir
samgleðjast. Það eru einmitt svona
dagar sem búa svo vel um sig í
minningunni.
En nú hefur blóm ömmu fölnað.
I dag ræður veturinn ríkjum og
fuglarnir hafa hljótt um sig. Ver-
öldin er þögul og virðuleg. Hinsta
kveðjustund er runnin upp.
Amma var stór þátttakandi í lífi
mínu. Hún mótaði uppvaxtarár mín
og var alltaf til staðar.
Þegar ég var strákur var svo
gott að koma inn í hlýjuna til henn-
ar eftir að vera búinn að ólmast úti
í kuldanum og þiggja af henni rjúk-
andi kakó. Og stundum gerði hún
eggjabrauð eða bakaði pönnukök-
ur, það þótti okkur krökkunum
ekki ónýtt.
Hún var dugleg að segja mér
sögur frá allskonar ævintýrum sem
byrjuðu einatt á „Einu sinni var...“
og lagði gjarnan kapal á meðan.
Spil hafa alltaf fylgt ömmu. Hún
hafði afar gaman af að spila í góðra
vina hópi, þar naut hún sín vel. Og
þegar hún kom á Hrafnistu í Hafn-
arfirði átti hún sér fast sæti við
spilaborðið.
Amma gaf mér og systur minni
mikla gæsku og hlýju. Hún var mik-
ill vinur okkar. Við systkinin höfum
ætíð verið hænd að henni, svo mikla
ást hafði hún að gefa okkur. Skop-
skyn hennar var létt og skemmti-
legt og það var svo auðvelt að hlæja
með henni. Á ei’fiðum tímum sýndi
hún mikið æðruleysi og dugnað.
Amma lagði ríka áherslu á að fólk
bæri virðingu fyi-ir minnimáttai' og
umhverfinu. Það mátti sjá á þakk-
látu smáfuglunum sem heimsóttu
hana í erfiðu árferði og þáðu brauð-
mola hjá henni. Af myndarskap
hennar gagnvart heimilinu var
natni og nákvæmni í fyrirrúmi.
Ommu létu hannyrðir vel, hvort
sem það var prjón, saum eða hekl. í
dag er handavinna hennar piýði á
mörgum heimilum.
Nú þegar kveðjustundin er upp-
runnin, elsku amma mín, vil ég
þakka þér fyrir allan þann kærleik
og skilning sem þú hefur gefið mér,
allan þann lærdóm sem þú hefur
miðlað mér og allar þær ógleyman-
legu hlýju stundir sem þú hefur
fært mér.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem.)
Guð blessi minningu þína, elsku
amma mín.
Karl Emil.
Einu sinni var amma lítil stúlka í
Gautavík með ljóst silkimjúkt hár.
Uppáhaldsfjallið hennar Búlands-
tindur stóð henni fyrir sjónum alla
daga. Pabbi hennar hét Sveinbjörn
og mamma hennar Ingibjörg. Ingi-
björg var litla amman mín.
Amma var hin unga brúður hans
Ágústs afa á Fáskrúðsfirði, þau
festu kaup á Bræðraborg, litlu húsi
við læk. Heimilislíf þeirra var far-
sælt og fljótlega stækkaði fjölskyld-
an. Fyrst kom Selma, ári síðar
Halla, þá Haraldur, Birgir og Unn-
ar. Öll börnin voru hraust og þau
voru hamingjusöm. Dag nokkurn
dró dimmt ský fyrir sólu. Afi var
einn af fjögurra manna áhöfn vél-
bátsins Kára, þegar aftakaveðurV
skall skyndilega á með þeim hörmu-
legu afleiðingum að báturinn fórst.
Enginn komst lífs af.
Amma stóð ein eftir með fimm
börn á sínu framfæri, yngsta barnið
aðeins ársgamalt. Þung raun hafði
verið lögð á þessa ungu konu. Með
ótrúlegum dugnaði stóðst hún þessa
raun. Hún hélt sómaheimili fyrir
börnin sín fimm, þau liðu aldrei
skort og voru alltaf vel til fara.
Seinna bættist lítill ungi í hópinn.
Hann var skírður Ágúst en kallaður
Gútti og þau dekruðu öll dálítið við
hann. 'r
Um það leyti sem ungarnir flugu
úr hreiðrinu einn af öðrum hafði
amma kynnst góðum manni, honum
Emil. Þau eignuðust dóttur sem var
skírð Sigríður. Það var lítill aldurs-
munur á Siggu litlu og fyrstu barna-
börnunum, sem nú komu í heiminn
hvert á fætur öðru. Og Bræðraborg
var eftirsóttur staður af börnum og
barnabörnum, og allir jafnvelkomnir
þangað. Þar var amma drottning í
ríki sínu, gestrisin með takmarka-
laust hjarta- og húsrými. Öllum leið
vel fyrir austan hjá ömmu. Og alltaf
var sumar og sól. Hin óumflýjanlega
kveðjustund rann þó alltaf upp. Við
sögðum skilið við lækjarniðinn á Fá-
skrúðsfirði og héldum til Reykjavík-"" ~
ur með dollur fullar af safarikum
berjum.
Ég man hve það var alltaf gaman
þegar amma kom til Reykjavíkur.
Hún kom ýmist sjóleiðina og þá
voru allir mættir niðrá bryggju til
að taka á móti henni, eða hún kom
flugleiðis og þá var móttökunefnd-
in mætt úti á flugvelli. Allir biðu
spenntir komu hennar og loks þeg-
ar hún kom urðu fagnaðarfundir og
glatt á hjalla. Maður var alls staðar
eins og heima hjá sér þegar hún. -
var nálægt. Það var gaman að
spjalla við ömmu því hún hafði
áhuga á öllu, ákveðnar skoðanir á
málunum og mikla kímnigáfu. Öll-
um þótti einstaklega vænt um
ömmu, því hún átti ekkert annað
skilið. Og þegar komið var að
kveðjustund og amma hélt heim-
leiðis þá fylgdu allir ömmu út á
flugvöll eða niðrá bryggju. Það
voru kveðjustundir og endurfundir.
Við fórum austur og amma kom
suður.
Barnabarnabörn, langömmu-
börn, komu í heiminn. ívar gaf
ömmu gælunafnið langamma Rós.
Síðan gat ég varla kallað hana
elsku ömmu annað en langamma
Rós. Ég er þakklát fyrir það að^
kona sem hafði svona mikla, góða
og örláta sál var einmitt amma
mín. Þakklát fýrir allar fögru
minningarnar um hana sem ég ber
með mér.
Nú kveðjum við langömmu Rós í
síðasta sinn, því Guð hefur kallað
hana til sín. Megi hann varðveita
sálu hennar.
Unnur.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
AXEL KAABER,
Snekkjuvogi 19,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 27. janúar.
Krístín Ólafsdóttir Kaaber,
Svanhildur Kaaber,
Lúðvík Kaaber.
t
Bróðir minn,
STEINAR PÁLL ÞÓRÐARSON,
Hraunbæ 168,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 27. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Trausti Þórðarson.
MARTA
SVEINBJÖRNSDÓTTIR