Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 63r BREF TIL BLAÐSINS Frá Valdimar Ki'istinssyni: TIMI bollalegginga er liðinn, ákveðið hefur verið að reisa tónlistarhús í miðbæ Reykjavíkur. Þar verður stór tónleikasalur, allstór ráðstefnusalur og önnur aðstaða fyrir tónlistarfólk og ráðstefnuhald. Auk þess er hug- myndin að byggingin tengist há- gæðahóteli sem komi hinu tvískipta hlutverki til góða. Fyrir nokkru voru kynntar þrjár tillögur um staðsetningu bygging- anna og 14. jan. sl. var sú fjórða sýnd í Mbl. Tillögur 1 og 2 eru nýstárlegar og djarfar og myndu setja mikinn svip á umhverfið. Af þeim tveimur er sú síðari betri. Hún krefst mun minni fyllingar út í sjó og felur Faxaskála að miklu leyti, en hann er ekkert augna- yndi nema bensínstöðin að sunnan- verðu sem er listilega útfærð. Tillaga 3 yfirfyllir aftur á móti reitinn milli Geirsgötu og Hafnai-strætis og krefst breytinga á gatnakerfinu. Sameigin- legt þessum tillögum er þó fyrirferð- in. Þær gætu orðið eins konar gauksungi í smágerðum miðbænum. I fjórðu tillögunni er tekið öðruvísi Tónlistar- hús í Reykjavík á málum. Þar er gert ráð fyrir tón- listar- og ráðstefnubyggingu sunnan Geirsgötu en hótelinu austan við og yfir Faxaskála. Á milli bygginganna kæmi yfubyggð göngubrú. Þetta hef- ur marga kosti. Hótelbyggingin yrði sjálfstæð eining með inngangi vestan Sæbrautar í núverandi porti og gisti- álmum fyrir ofan bílageymsluhæð á Faxaskála en hún stendur ónotuð. Tónlistar- og ráðstefnusalimir yrðu hins vegar nærtækir handan við brúna. Þar myndi byggjast upp auð- ur, óhrjálegur reitm-. Reyndar gæti þurft að flytja Ziemsenshúsið upp í Árbæ til þess að skapa meira rými. Þá er ótalinn kosturinn við áfanga- skiptingu þessara stórvirkja. Enginn hefur enn gefið sig fram til að reisa hótelið. Það gæti di'egist eitthvað en varla lengi þai' sem staðurinn er bæði glæsilegur og hentugur og ferðamál í örum vexti. Hins vegar ætti fljótlega að fara að huga að byggingu tónlist- ar- og ráðstefnuhússins. Mætti hugsa sér að tónlistarsalurinn yrði innrétt- aður fyi'st ásamt allra nauðsynleg- asta hliðai-rými enda hefur lengst verið beðið eftir honum og hann hef- ur auk þess aðra sérstöðu. Margir mundu vilja safna fé til þess að flýta fyrir því að tónlistarsal- urinn kæmist í gagnið. Ashkenazy hefur áður lagt málinu lið og er ekki ólíklegt að svo yi'ði enn. Þá mætti hugsa sér að þekktasti Islendingur- inn, Björk Guðmundsdóttii', vildi leggja sitt lóð á vogarskálarnar og þannig mætti áfram telja. Að nokki'um árum liðnum gæti þessi þrenna verið komin í fullan rekstur, listum og atvinnulífi til verulegs ávinnings. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. Hvers vegna ekki hreppur? Frá Halldórí Krístjánssyni: MIG langar til að blanda mér ögn í umi'æðu um nöfn sameinaðra sveit- aríelaga. Gamlir sveitungar mínir vestur í fjörðum segja mér að þeim hafi verið bannað að láta nýtt sveitarfélag enda nafn sitt á hreppur. Mér er forvitni á að vita hver er ábyrgur fyrir þvi banni. Ég hefði viljað láta nýja sveitarfé- lagið heita ísafjarðarhreppur. Hreppur er gamalt nafn og gott. Það hefur lengi verið notað með sömu merkingu og sveit. Hins vegar finnst mér að byggðar- lag eins og Staðarsveit á Snæfells- nesi hafi aldrei verið kölluð bær eða bæjarhluti fyn- en nú á að láta það kallast svo. Hvemig er unnt að tengja það málvenju? Hreppai'nir eru jafn gamlir ís- lensku mannfélagi. Þegai' íslenskt mannfélag fór að annast mál svo að kenna mætti við félagshyggju voru það hrepparnir sem tóku félagsmálin að sér. Nú heyrist mér að allir vilji félagshyggju. Hrepparnir eiga enn sem fyn' að annast þau málefni. En þá er bannað að nota þehTa gamla nafn. Hér þarf ekki mörg orð. Það er tvennt sem mér er forvitni á. Hvernig tengist það íslenski-i mál- venju að gera Staðarsveit að hluta af bæ? Og hvers vegna mega gömlu hrepparnir í Isafjarðarsýslu ekki heita ísafjarðarhreppur? Ekki sakar að muna að á fyrstu öldum íslenskrar byggðai’ var nafnið Isafjörður látið gilda um Djúpið allt, - utan frá ystu núpum. En nú eru menn langvanir því að ísafjarðarnafn hafi sameinað sveith' undh' nafni sýslunnar. I þetta sinn nefni ég ekki fleira. En gaman mætti það vera að finna mið- bæ Isafjarðarbæjar. Svo vel vill til að eitt af fjöllum okkar vestra sést víðar að en önnur úr þessu stórskorna byggðarlagi. Og er þá næsta sjálf- sagt að þar sé miðbærinn? HALLDÓR KRISTJÁNSSON fi'á Kh'kjubóli. 1 Iv lr *■] fHRUND Verslun & II snyrtistofa Grænatúni 1 «200 Kópavogi • Simi 554 4025 Súrefnisvörur Karin Herzog Kynning ídag kl. 15-18Í Lyfjabúð Hagkaups, Mosfellsbæ og Apótekinu Suðurströnd. íþróttaskóli KR er hafinn Kennt verður í iþróttahúsi KR. Gengið inn norðanmegin. Skólastjóri skólans er Baldur Þorsteinsson, íþróttakennari. Skráning og upplýsingar í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli s. 562 2120 og við upphaf fyrsta tíma. Stundatafla 3- 4 ára laugardaga kl. 10.00 4- 5 ára laugardaga kl. 11.00 6-7 ára þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.30-15.30 8-9 ára þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15.30-17.00 Leðurstígvélin frá mm komin aftur Litir: Svart - brúnt • Stærðir 36-41 Póstsendum samdægurs SKÆÐI Kringlurmi, 1. hæö, s. 568 9345 Stefán Benediktsson Veljið fulltrúa ykkar affí-lista iafnaðarmanna. Borgþór Kjærnested físta fíagnheiður Jakob Frímann Jóhanna Magnús fírni Össur Jóhannesdóttir Magnússon Sigurðardóttir Magnússon Skarphéðinsson Hólmsteinn Brekkan -4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.