Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 27 ERLENT Fjársvikamál Kurts Thorsens teygir anga sína víða í Danmörku Lögfræðingar deila um hver eigi sökina Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ÉG ER ekki viss um að öll kurl séu komin til grafar,“ sagði Svend As- ger, nýr stjórnarformaður í PFA líf- eyrissjóðnum, en sjóðurinn vai- notaður í fjársvikamáli er snýst um að minnsta kosti 200 milljarða ís- lenskra króna. Vii'tir lögfræðingar og aðrir, sem flækst hafa í svika- myllu hins hugmyndaríka umsvifa- manns Kurt Thorsens reyna nú að koma sökinni hver á annan, meðan milljónakröfur frá bönkum og öðr- um, sem alíta sig hlunnfarna, streyma inn. Nú er einnig komið í ljós að lögfræðingur á stofu, sem Thorsen skipti við, rauf trúnað sinn og kom grun sínum um misferli á framfæri við kauphöllina. Sú stofa á nú yfir höfði sér málsókn frá tveimur bönkum vegna málsins. Það sem vekur undrun er að virðulegar lög- fræðistofur og frammámenn í dönsku viðskiptalífí skuli svo auðveldlega hafa gengið til samstarf við Thorsen, sem átti þegar að baki ski-autlegan feril í dönsku fjármála- lífí. Tvö fyrirtæki hans eru nú í greiðslustöðvun, en rætur þeirra eru á Jómfrúareyjum. Dönsk blöð bii-ta daglega nýjar hliðar málsins, sem enn bera þó keim af getgátum. Hinn nýi stjórnarformaður PFA undirstrikaði í gær að sjóðurinn gæti ekki ábyrgst að allar falskar lána- tryggingar í nafni sjóðsins væru komnar í ljós. Nafn sjóðsins hefði verið notað án vitundar stjórnarinn- ar, en það var gert af Rasmus Trads, varaforstjóra sjóðsins, sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Dönsku síðdegisblöðin hafa gert því skóna að þessi 53 ára lögfræðingur og fjölskyldufaðir hafi reynt að fyrir- fara sér í fangelsinu. Lögfræðingur kom upp um svikamylluna Vangaveltur hafa verið uppi um hvernig svikamylla Thorsens hafí komist upp. I vikunni tilkynnti Jörgen Plesner, lögfræðingur hjá Plesner & Gronborg, að hann hefði sagt nágranna sínum, fi’amkvæmda- stjóra kauphallarinnar, að Thorsen hefði logið til um fjármögnun hluta- fjárkaupa í tveimur dönskum fjár- festingarsjóðum. Thorsen segði féð koma frá öðrum löndum, en í raun kæmi það frá PFA, sem Plesner áleit að hefði ekki heimild til að gefa tryggingu eins og Thorsen hefði fengið. Upp úr því fór boltinn að rúlla og bæði Thorsen og Trads sitja nú í gæsluvarðhaldi. Jorgen Molvang, sem hætti sem stjórnarformaður PFA, ásakai' nú Poul Schluter fyrir að hafa leynt því að hafa vitað af svindlinu, en því hafnar Schluter eindregið. Mölvang ásakar einnig annan mektarlög- fræðing, Robert Koch-Nielsen, fyrir að hafa haldið verndarhendi yfír Thorsen, en Koch- Nielsen vann á áðurnefndri stofu. I síðustu viku sagðist hann undrandi yfir ásökun- um á hendur Thorsen, sem hann áliti dugandi og hæfan mann. Robert Koch-Nielsen er einn helsti skattasérfræðingur Dana. Þessi miðaldra, stutti og feitlagni lögfræðingur hefur bæði verið snjall að finna smugur í skattalöggjöfinni til að koma fé undan skatti, en auk þess verið ráðgjafi stjórnarinnar á því sviði. Koch-Nielsen vann með Thorsen og dönsk blöð leiða að því getum að hugmyndin hafi verið að spila á nýtt gat í skattalöggjöfinni. A hans vegum fullvissaði hann LGT bankann í Liechtenstein og Sparbank Vest um að trygging PFA væri góð og gild. Sparbanken lánaði 55 milljónir danski-a króna út á þessa pappíra og LGT var tilbúinn að lána honum 1,75 milljarða danskra króna. Koch Nielsen hefur sagt sig úr lögfræðistofunni vegna málsins, LGT stefnt stofunni vegna málsins og Sparbank Vest áskilið sér rétt til hins sama. Forsvarsmenn lögfræðistofunnar hafna kröfunum, þar sem bankarnir hafí haft eigin lögfræðinga í málinu, en þeir ekki séð neitt athugavert við pappírana. Fleii-i lögfræðingar eru í klemmu vegna málsins, meðal annars lög- fræðingai-, sem hafa séð um fyrir- tæki Thorsens á Jómfrúareyjum. Menn velta nú fyrir sér hversu mikla peninga Thorsen hafi komist yfir og eru ýmsar tölur nefndar. Auk áðurnefndra upphæða er Thorsen að byggja 5.500 íbúðir á Benidorm á Spáni. Banki þar hefur lánað honum 850 milljónh- danskra króna, en af því hefur hann fengið út um 185 milljónir. Allt bendh- til að sagan um Thorsen eigi efth- að verða fram- haldssaga í dönskum fjölmiðlum langa hríð enn. Höldum bílatryggingum lágum! StyÖjum baráttu FÍB Skráning í síma 562 9999 ...á tandurhreinu tilboðs TTT I PHIUCOW Philco þvottavél 49.900 kr. 4- 1247 frípunktar Verð áður 69.900 kr. Tekur 5 kg af þvotti. 1200 snúninga vinda. Ryðfrítt stál í ytri og innri belg. Philco þvottavél og þurrkari 59.900 kr. + 1497 frípunktar Tekur 5 kg í þvott og 2,5 kg í þurrkun. 1000 snúninga vinda. Ryðfrítt stál í ytri og innri belg. Philco þurrkari 29.900 kr. + 748 frípunktar MUNIÐ FRIKORTIÐ fSliÍSlÉll HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.