Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 19 Morgunblaðið/Þorkell FJÖLDI stjórnenda Landssímans var á Grand Hóteli er stjórnunar- námskeiði fyrirtækisins var hleypt af stokkunum í gær. Stjórnendur Landssímans á skólabekk LANDSSÍMINN hefur hleypt af stokkunum stjórnunarnámskeiði fyrir stjórnendur hjá fyrirtæk- inu, sem eru 140 að tölu. Nám- skeiðið hefur hlotið nafnið „Sterkt samband" og er þriggja missera nám og er metið til ein- inga á háskólastigi. Viðar Viðarsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Landssímans, sem jafnframt er formaður verkefnisstjórnar nám- skeiðsins, segir að markmið þess sé að efla stjórnendur innan fyr- irtækisins, styrkja ímynd þess, þjónustumenningu og samkeppn- ishæfni og efla liðsheild meðal starfsmanna. „Hugmyndina að stofnun skól- ans má rekja til vinnustaðar- greiningar sem náði til alls fyrir- tækisins og Gallup framkvæmdi til að meta viðhorf starfsmanna til breytinga í viðskiptaum- hverfi, til vinnuaðstöðu, til sam- skipta innan deilda og milli deilda og viðhorf þeirra til stjórnenda fyrirtækisins svo eitt- hvað sé nefnt. Þótt margt já- kvætt hafi komið í Ijós sást ýmis- legt sem betur mátti fara innan fyrirtækisins." Viðar segir að í kjölfarið hafi verið ákveðið að gera markvisst átak í því að bæta úr þeim göll- um sem komu fram í vinnustaða- greiningunni og gera fyrirtækið samkeppnishæft á öllum sviðum. Hann segir að með námskeiðinu sé verið að fjárfesta í mannauði starfsmanna og heildarkostnaður þess sé yfir 40 milljónir króna. „Að okkar mati er um að ræða einhveija mestu fjárfestingu ís- lensks fyrirtækis í mannauði sín- um. “ Námskeið Landssímans „Sterkt samband“, er byggt upp í 13 skrefum, þar sem hvert skref hefur sérstakt áhersluatriði eins og þjónustustjórnun, gæðastjórn- un, starfsmannasamtöl, svo eitt- livað sé nefnt. Verkefnið er unn- ið undir stjórn verkefnisstjórnar, sem í sitja starfsmenn Landssím- ans, Skrefs fyrir skref ehf. og Gallup. Er námskeiðið 250 klukkustundir og verður kennt í nokkrum lotum í Viðey, Reykja- vík og á Leirubakka. 49 m.kr. í boði í hlutafjárútboði Stofnfisks hf. ALLS verða boðnar út 49 milljónir króna að nafnverði í hlutafjárútboði Stofnfisks hf. sem hófst í gær. Um er að ræða níu milljóna króna nafn- verðshlut í eigu ríkisins sem boðnar verða út á genginu 1,40, auk sölu á nýju hlutafé íyrir allt að 40 milljónir að nafnverði sem selt verður með tilboðsfyiirkomulagi. Ekki er ákveðið gengi í tilboðssölunni en í útboðslýsingu, sem Islandsbanki annast, kemur fram að ekki verði gengið að lægri tilboðum en á geng- inu 1,40 og í því sambandi er höfð hliðsjón af innra virði félagsins 30. júní sl., sem var 1,36. Hlutafjárút- boðið hófst eins og áður sagði í gær og stendur til 12. febrúar. Mikil breyting í starfsemi Stofnfiskur hf. var stofnaður 6. mars 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði f.h. ríkissjóðs (75%) og Silfurlaxi hf. (25%), að því er fram kemur í útboðslýsingu. Meginá- hersla skyldi í byrjun lögð á kyn- bætur fyrir hafbeit, enda var það skilyrði fyrir þátttöku ríkissjóðs í verkefninu að Silfurlax hf. tryggði hinu nýja félagi um 50% af árlegum rekstrarkostnaði þess með hrogna- kaupum. Allt fram til 1995 var því lögð megináhersla á kynbætur fyrir hafbeit, samfara því að hafinn var undirbúningur undir kynbætur fyr- ir laxeldi með vali á stofnum, en stefnt var að því að útflutningur laxahrogna gæti hafist um 1998. Mikil breyting varð á starfsemi fé- lagsins á árinu 1995 í framhaldi af rekstrarstöðvun Silfurlax hf., en þá lagðist að mestu leyti af framleiðsla á hafbeitarhrognum. Fram til árs- ins 1995 hafði framleiðsla þessara hrogna verið um 95% af hrogna- framleiðslu Stofnfisks. Þá jókst mikilvægi hrogna fyrir matfiskeldi og fiýtt var tilraunum með útflutn- ing hrogna til eldis í Chile og á Ir- landi. í dag er ríkissjóður Islands langstærsti hluthafinn í félaginu með 93,60% hlutafjár en 6,40% skiptast jafnt á milli Öxnalækjar hf. og Vigfúsar Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra Stofnfisks. Landbúnaðarráðuneytið hefur, fyrir hönd ríkisins, lýst því yfir að ætlunin sé, í kjölfar hlutafjáraukn- ingarinnar, að bjóða allan eignar- hlut ríksins til sölu. Hvenær það verður ræðst meðal annars af áhuga fjárfesta nú, en stefnt er að því að það verði ekki síðar en í árslok á þessu ári. Forstjóri Lánasýslu ríkisins um uppkaup spariskírteina * A vöxtunarkrafan 3,50% í lægsta tilboði EFTIR að uppkaupum Lánasýslu ríkisins á spariskírteinum í fiokki RS05-0410/K til 6,2 ára lauk sl. mið- vikudag með því að engu tilboði í bréfin var tekið, sakaði viðskiptastofa Landsbanka Islands Lánasýsluna um að gefa rangar eða villandi upp- lýsingar um ástæður þess að tilboð- um var ekki tekið og sagði að mikil- vægt væri að markaðsaðilar geti treyst upplýsingum sem berast frá aðilum eins og Lánasýslu ríkisins. I fréttabréfum Fjárfestingar- banka atvinnulífsins og Islands- banka í gærmorgun er yfirlýsingin einnig gagnrýnd. I yfírlýsingu Lánasýslunnar sagði að engu tilboði hafi verið tekið þar sem ávöxtunarkrafan hafi ekki verið í samræmi við ávöxtunarkröfu á Verðbréfaþingi Islands. Sigurgeir Jónsson forstjóri Lánasýslunnar segir að við ákvörðunina hafi verið miðað við síðustu viðskipti daginn fyrir útboðið sem voru á ávöxtunar- kröfunni 4,10% en tilboðin sem bár- ust hafi verið allt niður í 3,50%. FBA bauð kröfuna 4,00% í Morgunkorni Fjárfestingar- banka atvinnulífsins kemur fram að FBA bauð 100 milljónir króna til sölu á ávöxtunarkröfunni 4,00%. ,Af sam- tölum við aðra markaðsaðila og fjár- festa má ráða að töluvert sölufram- boð virðist hafa verið á bilinu 4,0%--4,05% ávöxtunarkröfu. í ljósi þess að síðustu viðskipti voru á 4,05% fyrir útboðið og að aðstæður á VÞI hafa verið þannig undanfarna daga að til þess að kaupa mikið magn hef- ur þurft að fara niður í (eða undir) 4,0% ávöxtunai'kröfuj þarfnast að- gerðir Lánasýslu frekari skýringa af hennar hálfu, það myndi eyða ákveð- inni óvissu,“ segh' í Morgunkorninu. Þar segir einnig að niðurstaðan leiði til áframhaldandi óvissu og vextir gætu því lækkað enn frekar á næstu vikum. I morgunfréttum Islandsbanka er tekið í sama streng og sagt að niður- staða útboðsins breyti engu um þann „lækkunarfasa“ sem nú er á skulda- bréfamarkaði. Áfram keypt á markaði Sigurgeir Jónsson forstjóri Lána- sýslu ríkisins segir að daginn fyrir útboðið hafi síðustu viðskipti í þess- um fiokki, sem álitin voru marktæk, að upphæð 160 milljónir króna, verið á ávöxtunarkröfunni 4,10-4,12 og við það hafi verið miðað við yfirferð til- GENGIÐ hefur verið frá skiptum á hlutabréfum Pharmaco hf. í Lyfja- verslun Islands hf. að nafnvfrði 25.111.222 kr. gegn hluta hlutabréfa Lyfjaverslunar Islands hf. í Delta hf. að nafnvirði 5.546.861 kr. sem er 2,8% heildarhlutafjár Delta hf., sam- kvæmt samkomulagi við Pharmaco boða sem ríkinu bárust um kaup á spariskírteinum. Eftir því sem ávöxtunarkrafan er lægi'i því meira þarf ríkið að borga fyrir spariskírteinin sem það kaupir. Sigurgeir segir að tilboð sem bár- ust hafi verið með ávöxtunarkröfu allt niður í 3,50% og því töluvert und- ir því sem bauðst á markaði daginn fyrir útboðið. Sigm'geir sagði að reynt yrði að meta það á næstu dögum hvort ráð- ist verður í annað útboð með þess- um hætti, en um nýbreytni var að ræða við tilhögun útboðsins í þetta sinn. Hann sagði að þangað til ákvörðun yrði tekin um framhaldið myndi ríkið halda áfram að kaupa bréf á markaði en kaup á þessum flokki spariskír- teina er hluti af áætlunum ríkis- valdsins um að borga niður skuldir innanlands á árinu. hf. dags. 14. nóvember 1998. Pharmaco hf. hverfur nú úi' hlut- hafahópi Lyfjaverslunar Islands hf. Lyfjaverslun íslands á í dag eigin bréf að nafnvirði 31.383.405 kr. sem er 10,46% heildarhlutafjár félagsins. Gengi bréfa í Lyfjaverslun hækkaði um 4,3% í gær. y' Pharmaco, Delta og Lyfjaverslun Islands Geng’ið frá hluta- bréfaskiptum s * A morgun getur þú - með atkvæði þínu - tryggt að Asta R. Jóhannesdóttir þingmaður Reykvíkinga geti haldið áfram að standa vörð um réttindi og hagsmuni almennings. Ásta Ragnheiður hefur verk að vinna á Alþingi. Við höfum líka verk að vinna. Tryggjum henni 2. sætið í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík á morgun. grtur ráðið’úrslitum! “ GÓðœtÍð til Ottm!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.