Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 13 Alþýðusambandið um skerðingu barnabóta Lækkun frá 1995 tveir milljarðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Sj óvarnargarður reistur við Suðurnes ÞVÍ er haldið fram í forsíðugrein í nýjasta tölublaði Vinnunnar, blaðs Alþýðusambands Islands, að kaup- máttur barnabóta sé 23% lægri í ár en hann var árið 1995. I grein- inni segir að á þessu kjörtímabili hafi ríkið sparað 2,2 milljarða kr. með því að skerða barnabætur. Þessi upphæð samsvari ríflega helmingi þeirrar upphæðar sem fer í greiðslu barnabóta á árinu 1999. „Arið 1996 var útgjaldaaukning ríkisins vegna barnabóta og barna- bótaauka um 32 milljónir (á verð- lagi 1999). Síðan hafa útgjöldin lækkað, um 291 milljón árið 1997, um 775 milljónir árið 1998 og stefna í að lækka um 1.181 milljón á þessu ári miðað við árið 1995. Sé þetta lagt saman erum við alls að tala um 2.215 milljónir króna. Það er dágóð upphæð, ekki síst þegar á það er litið, að alls er áætlað að verja 3.950 milljónum króna til greiðslu barnabóta og barnabóta- auka á árinu. á kjörtímabilinu hef- ur því sparast sem nemur upphæð barnabóta í meira en hálft þetta ár. Að sögn Eddu Rósar Karls- dóttur, hagfræðings ASI, er hér um að ræða bein áhrif tekjuteng- ingarinnar. „Þetta þýðir í raun, að fólk sem á börn fær minni kjara- bætur en þeir sem ekki eiga börn. Það stangast á við það sjónarmið að barnabætur séu stuðningur við fólk vegna þess að það á börn. Það kemur í staðinn þannig út að barnabætur séu stuðningur við fólk sem hefur litla peninga milli handa,“ segir í Vinnunni. Verður fylgt eftir við endurnýjun kjarasamninga Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir í samtali við Morgun- blaðið að það sé þekkt í nágranna- löndum að greiddar séu barnabæt- ur án tillits til þess hvemig efna- hag, launum eða eignum er háttað hjá viðkomandi. „Þau viðhorf eru æði rík hér í hreyfíngunni að þannig eigi að meðhöndla bama- bætur en það era svo sem fleiri við- horf uppi í því,“ sagði hann. Grétar sagðist eiga von á að þessu máli yrði fylgt eftir í tengsl- um við endumýjun kjarasamning- anna á næsta ári. „Væntanlega nota menn tímann til þess að und- irbúa það,“ sagði hann. FRAMKVÆMDIR við sjóvarnar- garð standa nú yfír við golfvöll Seltirninga á Suðurnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem tekist er á við landbrot vegna sjávargangs með skipulegum hætti á þessum stað, en fyrir nokkrum árum var grjóti ekið utan í ströndina til bráða- birgða. Nú verður hins vegar reistur sjóvarnargarður eftir for- skrift og hönnunarreglum frá Siglingastofnun, þar sem efni og aðferð er lýst. „Fyrst er keyrt ut- an í ströndina fínu grjóti, svoköll- uðum kjarna," segir Hrafn Jó- hannsson, tæknifræðingur hjá Seltjarnarnesbæ. „Þar á utan kemur lag af milligrjóti frá 200-1000 kg að þyngd og yst kemur lag af steinum sem eru 1-3 tonn.“ Garðurinn verður sjö metr- um ofan við meðalstórstraums- fjöru og lengd hans um 1 kíló- metri. Reiknað er með að ljúka 500 metrum á þessu ári og af- ganginum á því næsta. I fyrra var reistur 800 metra langur garður á vesturhlið Suðurnessins og stefnt er að því að endar nái saman á næsta ári. Kostnaður við verkið á þessu ári er 10-15 milljónir, sem bæjarsjóður greiðir. Vindmyllur á landi umdeildar í Danmörku og hefur verið bannað að reisa fleiri í einu sveitarfélagi Hyggjast fullnægja helmingi orkuþarfar með vindafli Danir hafa verið í fararbroddi að reisa vindaflsstöðvar. Nú er komin fram mót- staða við vindmyllur á landi, en engu að síður hyggjast Danir fullnægja helmingi orkuþarfar sinnar með vindafli á næstunni. Þeir ætla að setja upp 100 metra háar vindmyllur á hafí úti. DANIR hafa verið ötulir við að setja upp vindaflsstöðvar undan- farin ár, en nú er komið bakslag og andstöðu farið að gæta við þessi fyrirbæri, sem óneitanlega setja svip á landslag í Danmörku. I júní á liðnu ári höfðu 5.002 vindmyllur verið reistar í Danmörku og hafði þá fjölgað um 40% á fímm áram. Menn era ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra. Nú síðast lét skipu- lagsdeild danska umhverfis- og orkumálaráðuneytisins boð út ganga um að stemma þyrfti stigu við fjölgun vindmylla á landi. Danir era hins vegar með miklar áætlanir á prjónunum um að reisa fjölda vindmylla á hafí úti og hyggjast þannig fullnægja helmingi orku- þarfar sinnar. Vindmyllur komust á blað í olíu- kreppunni á áttunda áratugnum sem fýsilegur kostur í stað olíu og gass. Síðan hefur framleiðsla vind- mylla til orkuframleiðslu breyst mikið og er nú um stórfelldan iðn- að að ræða. Samkvæmt umhverfis- og orkumálaráðuneytinu er fram- leiðslugeta vindaflsstöðva í Dan- mörku nú 1.133 megawött og er því farin að nálgast 1.500 megawatta takmarkið, sem ríkisstjómin hafði einsett sér að ná ái'ið 2005. I dreifíbréfí frá ráðuneytinu seg- ir að það geti haft óheillavænleg áhrif á náttúra og umhverfi að halda áfram að reisa vindmyllur og því verði að fara fram rækileg skipulagning þar sem tekið sé tillit til allra þátta nýtingar landsins. Ottast framleiðendur vindmylla að með þessum orðum sé verið að búa til flöskuháls, sem standa muni frekari vexti í þessum geira fyrir þrifum. Þeir segja að skelfing hafi gripið um sig og tugir milljarða króna séu í húfí. Nú era vindmyllur að jafnaði 650 til 700 megawött og 70 til 90 metr- ar á hæð og 100 metra háar vind- myllur era ráðgerðar. Upprana- lega vora vindmyllumar hins vegar 35 til 45 metrar á hæð. Skógar- og náttúrastjórn Danmerkur telur að vindmyllurnar séu orðnar nógu áberandi í dönsku landslagi eins og er. Eðlilegt að ríkið hafí hönd í bagga Dönsku Náttúruverndarsamtök- in styðja stjórnina og segja að ekki sé óeðlilegt að ríkið, sem veiti 7,5 milljarða króna árlega til að styrkja vindmylluiðnaðinn, fái að hafa hönd í bagga með uppsetn- ingu aflstöðvanna. Samkvæmt skoðanakönnunum Reuters VINDAFLSSTÖÐVAR eru svar við kröfunni um orku án meng- unar. Á umhverfisráðstefnunni í Buenos Aires í nóvember settu umhverfissamtökin Greenpeace upp borða með áletruninni „Hreina orku nú þegar“ fyrir framan þrjár vindmyllur. telja um 60% Dana að vindmyllum- ar falli vel inn í landslagið og meiri- hluti listamanna og arkitekta er þeirrar hyggju að þær þjóni ekki aðeins umhverfissjónarmiðum heldur einnig fagurfræðilegum. Skoðanakannanir segja hins vegar ekki alla söguna. Fólk er ekki jafn opið þegar vindmyllan er komin inn á gafl hjá því. Arlega berast mörg hundruð kvartanir frá fólki vegna hávaða eða þess hvernig spaðarnir á myllunum skera ljós. Þá grípa íbúar oft og tíðum til mót- mælaaðgerða þar sem reisa á myll- urnar. Eignir falla í verði Sumir hafa leitað til dómstóla vegna traflana af vindmyllum í næsta nágrenni við þá. I fyrra féllu dómar í tveimur prófmálum. Nið- urstaða dómstólsins var sú að fólk yrði að sætta sig við vindmyllur að því tilskildu að þær væru innan há- vaðamarka eða 45 desibela. Gilti einu þótt umræddar eignir hefðu fallið í verði um hálfa til eina millj- ón króna samkvæmt mati. A einum stað hafa yfirvöld gripið til aðgerða vegna andstöðunnar við vindmyllur. Sveitarstjórnin í Trehoje lýsti yfir því í desember að ekki yrðu reistar fleiri vindmyllur í sveitarfélaginu. Kvaðst sveitar- stjórnin vera að drakkna í umsókn- um og bar því við að niðurgreiðsla, sem nemur 27 krónum á hvert kílówatt, gerði að verkum að allt of vænlegt væri að reisa vindafls- stöðvar. 18 vindmyllur era í sveit- arfélaginu og hafa borist umsóknir um 21 myllu til viðbótar. Sagt er að þrjú eða fjögur sveitarfélög til við- bótar hyggist nú feta í fótspor yfir- valda í Trehpje. Vindmylluþyrpingar á hafí úti Nú er þrýst á að myllur verði reistar á iðnaðarsvæðum eða á hafi úti og reyndar verður á næstunni lögð áhersla á síðari kostinn. Stefnt er að því að reisa fjórar mylluþyrp- ingar á landgranninu við Læsp, Blávandshug, Falster og Skælskor. Vindmyllur þessar eiga að verða 100 metrar á hæð og framleiða 1,5 megawött hver. Samanlagt er stefnt að því að þær sjái fyrir helmingnum af orkuþörf Dana, en nú era aðeins milli sex og sjö af hundraði hennar framleidd með vindafli. Heimild: Jyllandsposten. Samfylkingin á Suðurlandi Tillaga um Margréti í efsta sæti SVOKÖLLUÐ níu manna nefnd, A- flokkanna og Kvennalistans, á Suður- landi er að leggja lokahönd á fram- boðslista Samfylkingarinnar í kjör- dæminu. Samkvæmt tillögum nefndarinnar skipar Margrét Frímannsdóttir, al- þingismaður og formaður Alþýðu- bandalagsins, efsta sæti listans og Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður og fulltrúi Alþýðuflokksins annað sætið. Katrín Andrésdóttir dýralækn- ir er tilnefnd af fulltrúum Kvennalist- ans í hið þriðja. Katrín er reyndar ekki „flokksbundin“ Kvennalistakona og fer því, að eigin ósk, í þriðja sætið undir merkjum óháðra. Alþýðuflokkurinn, Alþýðubanda- lagið og Samtök um kvennalista fengu samtals tvo þingmenn kjöma á Suðurlandi í síðustu alþingiskosning- um, þ.e. þau Margréti og Lúðvík. Gert er ráð fyrir því að níu manna nefndin gangi endanlega frá listanum um eða eftir helgi. Einstakar raddii-, einkum innan Al- þýðuflokksins, hafa gert kröfu um að prófkjör fari fram hjá Samfylking- unni á Suðurlandi, en að sögn Drífu Kristjánsdóttur, fulltrúa Kvennalist- ans í níu manna nefndinni í kjördæm- inu, hefur prófkjörsleiðin ekki verið rædd innan nefhdarinnar. Strax á fyrsta fundi hefði verið samstaða um þá leið að handraða á listann. Margrét Frímannsdóttir tekur undir þetta og kveðst ekki vita til annars en að það sé mjög góð sam- staða milli A-flokkanna og Kvenna- listans um uppstillingu á Suðurlandi. Hún tekur á hinn bóginn fram að það hafi aldrei staðið á sér að samþykkja prófkjör á Suðurlandi, en það yrði þá að vera opið prófkjör og án svokall- aðra girðinga við ákveðin sæti. -------------------- Bocuse d’Or Islendingur í fímmta sæti STURLA Birgisson, yfirkokkur í Perlunni, lenti í fimmta sæti í mat- reiðslukeppninni Bocuse d’Or í Lyon í Frakklandi á miðvikudag, en hún er virtasta matreiðslukeppni sem haldin er. Norski kokkurinn Terje Neff sigr- aði í keppninni og næst komu mat- reiðslumenn frá Frakklandi, Belgíu og Kanada. Sturla segir að hann sé gífurlega ánægður með árangurinn og segja megi að búið sé að koma Islandi á kortið í matreiðsluheiminum. „Það gekk allt upp hjá mér og við fengum raunar mikið hrós fyrir fagmannleg vinnubrögð," segir Sturla. Hann segir að yfirdómarar hafi komið til hans og hrósað honum sérstkalega og einnig hafí Bocuse sjálfur gengið til hans og hvíslað að hann myndi fá mjög háa einkunn fyrir frammistöðuna. Nokkrir tugir íslendinga fylgdust með keppninni og segir Sturla að mikil stemmning hafi verið á áhorf- endapöllunum og íslendingar vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu „klappliðsins". ------♦-♦-♦----- Hönnunarsýning göngustafa í Skotinu í SKOTINU, sýningaraðstöðu aldraðra í Hæðargarði 31, verður opnuð sýning á göngustöfum, í dag, fóstudag. Síðastliðið haust var opin samkeppni í hönnun göngustafa innan félagsstöðva aldraðra í Reykjavík og er þessi sýning afrakstur hennar. Ekki var nauðsynlegt að stafirnir hefðu notagildi, en þeim mun meira lagt upp úr frumleika og skapandi hugsun, segir í fréttatilkynningu. Dómnefnd mun veita viðurkenningu fyrir góða hönnun og frumleika þegar sýningu lýkur, 23. febráar nk. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-16.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.